Morgunblaðið - 31.12.1987, Side 59

Morgunblaðið - 31.12.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 59 ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Hver verður íþrótta- maður ársins 1987? Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir kjöri íþróttamanns ársins 1987 mánudaginn 4. janúar 1988. Þetta verður í 31. sinn sem samtökin standa að þessu kjöri. Fyrst útnefndu þau íþróttamann ársins 1956 og varð Vilhjálmur Ein- arsson þá fyrir valinu. Samtök íþróttafréttamanna voru stofnuð 14. febrúar 1956. Hin glæsilegu verðlaun sem fylgja út- nefningu íþróttamanns ársins voru keypt frá Bandaríkjunum og þykja eftirsóttustu verðlaun í íslenskum íþróttaheimi. Hér á eftir fer listi yfír þá íþrótta- menn sem hlotið hafa verðlaunin: 1956 — Vilhjálmur Einarsson 1957 — Viihjálmilr Einarsson 1958 — Vilhjálmur Einarsson 1959 — Valbjöm Þoriáksson 1960 — Vilhjálmur Einarsson 1961 — Vilhjáimur Einarsson 1962 — Guðmundur Gíslason 1963 — Jón Þ. Óiafsson 1964 — Sigríður Sigurðardóttir 1965 — Valbjörn Þorláksson 1966 — Kolbeinn Pálsson 1967 — Guðmundur Hermannsson 1968 — Geir Hallsteinsson 1969 — Guðmundur Gisiason 1970 — Erlendur Valdimarsson 1971 — Hjalti Einarsson 1972 — Guðjón Guðmundsson 1973 — Guðni Kjartansson 1974 — Asgeir Sigurvinsson 1975 — Jóhannes Eðvaldsson 1976 — Hreinn Halidórsson 1977 — Hreinn Halldórsson Morgunblaðið/Sverrir EftvarA Þór EAvarðsson sundmaður úr Njarðvík var kjörinn fþróttamaður ársins 1986. 1978 — Skúli Óskarsson 1979 — Hreinn Haiidórsson 1980 — Skúli Óskarsson 1981 — Jón Páli Sigmarsson 1982 — Óskar Jakobsson 1983 — Einar Viihálmsson 1984 — Ásgeir Sigurvinsson 1985 — Einar Vilhálmsson 1986 — Eðvarð Þór Eðvarðsson 1987 - T?T?T?T??TTT?TTTTT?T?T Morgunblaðiö/Bjami VerAlaunagripurinn sem íþróttamaður ársins fær til varðveislu í eitt ár er til sýnis í verlsunarmiðstöðinni Kringlunni í dag. KNATTSPYRNA / U-18 LANDSLEIKUR Annar sigur pHtanna - Unnu Kýpur 2:1 á mótinu í ísrael ígær IngAlfur Ingólfsson, Stjömunni, skoraði fyrra mark íslands gegn Kýp- ur í gær. ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu skipað leikmönnum 18 ára og yngri hefur staðið sig vel á mótinu í ísrael að undanf- örnu og í gœr vann liðið Kýpur 2:1 eftir markalausan fyrri hálf- leik. Að sögn Lámsar Loftssonar, þjálfara liðsins, var sigurinn sanngjam. Fátt var um marktæki- færi í fyrri hálfleik, en eftir hlé sóttu bæði liðin stíft og sköpuðu sér mörg góð færi. Ingólfur Ingólfsson skoraði fyrsta markið á 60. mínútu, en Kýpur- menn jöfnuðu 10 mínútum síðar. íslensku strákamir efldust við mót- lætið og á 77. mínútu skoraði Haraldur Ingólfsson sigurmarkið úr vítaspyrnu. Ólafur Viggósson og Steinar Guðgeirsson léku skemmti- lega í gegn, en Steinar var felldur í opnu færi í markteignum. Lárus vildi ekki gera upp á milli manna. „Kýpurmenn em líkamlega sterkir, fljótir og góðir, en okkar lið lék sem ein heild og uppskar eftir því. Mikið mæddi á Agli Emi Einarssyni, fyrirliða, sem fyrr og Ólafur, sem er orðinn góður af meiðslum, kom inná eftir hlé og gerði mikinn usla í vöm mótheij- anna,“ sagði Lárus og bætti við að þeir sem hefðu meiðst í ferðinni væru allir að ná sér og öllum liði vel. Liðið leikur við Ungveija í dag og kemur síðan heim um helgina. Einingabréf ótvíræð hagkvæmni • ,ý:-" Með því að fjárfesta í Einingabréfum Kaupþings hf. tryggirðu þér og þín- um staðfestu og hagkvæmni í fjár- málum. Sparifé verður vart betur ávaxtað og það á einfaldan, tryggan hátt. Einingabréfin eru fyrsti verðbréfa- sjóður landsins og nú bjóðast Ein- ingabréf III, handhafabréf með 46% -48% nafnávöxtun, sann- kölluð öndvegisávöxtun. Kaupþing hf óskar ykkur gleðilegrar hátíðar og þakkar viðskipti ársins sem er að kveðja. Opið aðfangadag 09.00—13.00 Opið gamlársdag 09.00-13.00 SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 31. desember 1987 Einingabréf 1 Einingabréf 2 Einingabréf 3 2.536,- 1.481,- 1.577,- Lífeyrisbréf 1.275,- SS S(S Lind hf. Kóp3v. 11.303,- 19.170,- 10.800,- 10.950,- KAUPÞÍNG HF Húsi verslunarinnar • sími 68 69 88

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.