Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 4
4 FRETTiR/YFIRLÍT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989 ERLEIMT INNLENT Bjórdagur- inn vakti mikla athygli Heimspressan fylgdist með er íslendingar ieyfðu sölu á áfengum bjór í fyrsta sinn í 74 ár. og jöfn um- ferð fólks var í alla sölustaði ÁTVR þann 1. mars og munu íslendingar hafa keypt um 340.000 dósir af bjór þennan fyrsta dag. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað vegna dagsins en hann fór friðsamlega fram í alla staði og engin vand- ræði urðu þrátt fyrir ölvunina. Fleiri hækkanir Hækkun varð á mörgum vöru- tegundum og þjónustu í framhaldi af afnámi verðstöðvunar um mán- aðamótin Sem dæmi má nefna að bensín hækkaði um 4,6%, mjólk og mjólkurvörur hækkuðu um 5-11%, gjaldskrár opinberra fyrir- tækja hækkuðu almennt um 8% og fargjöld SVR hækkuðu um 29,5%. Vegna þeirra hækkana sem þegar hafa tekið gildi er reiknað með að íramfærsluvísital- an hækki um 1,8%. Afskipti af samningum nauðsyn Stjómamefnd Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar telur að brýna þjóðamauðsyn hafi borið til að setja hömlur við kjarasamningum með setningu bráðabirgðalaganna í maí á síðasta ári. Nefndin telur á hinn bóginn að löggjafarvaldið á fslandi hafi of ríka tilhneigingu til afskipta af kjarasamningum á íslandi. Niðurstaða þessi er úr- skurður í kæru ASÍ til Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar vegna setningar þessara brráðabirgða- laga. . Fiskverð hækkar Samkomulag varð í yfimefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins um 9,25% meðaltalsverðhækkun á fiskverði frá 15. febrúar sl. Vinnslunni var bætt hækkunin með 2,25% gengissigi og loforði sjávarútvegsráðherra um hækkun á endurgreiðslu söluskatts upp á um 100 milljónir króna til maí- loka. Sætur sigur í B-keppninni íslenska landsliðið í hand- knattleik náði þeim frábæra árangri á sunnu- dag síðustu viku að sigra Pólverja í úrslitaleiknum um fyrsta sætið í B-keppninni í Frakklandi. Sig- ur fslands var aldrei í hættu og lauk leiknum 29:26. Óhætt er að segja að þetta sé einn besti árang- ur Islendinga í íþróttum fyrr og síðar. Upplýsingabanki fyrir tölvueigendur Fyrirtækið Skjásýn hf. hefur opnað tölvubanka sem kaliast Videotex-tölvubankinn. Þessum banka geta allir tölvueigendur tengst og fengið þar ýmsar upp- lýsingar. Sem dæmi má nefna upplýsingar um gengisskráningu og vexti, atburði í lista- og íþrótt- alífi, áætlanir flugvéla, áætlunar- bíla og strætisvagna o.fl. ERLENT Óeirðir í Venesúela Talið er að tæp- lega 200 manns hafi fallið og mörg hundruð særst í óeirðum sem brutust út í Venesúela á mánudag og þriðjudag er al- þýða manna kom saman í Caracas og víðar til að mótmæla harkalegum efnahags- aðgerðum stjómvalda. Eru þetta mestu óeirðir í landinu í þijá ára- tugi. Á miðvikudag samþykkti ríkisstjótn Carlos Andres Perez forseta fyrst almennu launahækk- animar í landinu frá 1987 og ákvað jafnframt að niðurgreiða helstu nauðsynjavörur. Hreinsanir í Júg'óslavíu Fjöldi frammámanna meðal al- banska þjóðarbrotsins í Kosovo- héraði í Júgóslavíu var handtekinn á fímmtudag. Búist er við frekari handtökum en þetta munu vera víðtækustu hreinsanir f landinu frá því Jósef Tító safnaðist til feðra sinna árið 1980. Kosovo er sjálfstjómarhérað en Serbar krefjast þess að það verði innlim- að í Serbíu. Þessu hefur albanska þjóðarbrotið mótmælt og voru þeir sem handteknir voru sakaðir um að hafa kynt undir ólgu og skipulagt verkföll. Efiiahagsáætlun Norðurlanda samþykkt Þing Norðurlandaráðs, sem haldið var í Stokkhólmi að þessu sinni, samþykkti á miðvikudag Efna- hagsáætlun Norðurlanda fyrir ár- in 1989 til 1992. Tilgangur áætl- unarinnar er sá að stuðla að aukn- um hagvexti á Norðurlöndum og treysta efnahagslega stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Ríkisstjóm íslands hafði fyrirvara á ákvæð- um um fjármagnsflæði milli land- anna. Tower snýr vörn í sókn John Tower, sem Bush Bandaríkjafor- seti hefiir tiln- efnt til embættis vamarmálaráð- herra, sakaði bandaríska þing- menn um tvískinnung á miðvikudag og sagði alkunna að kjömir fulltrúar þjóðarinnar væru oftlega búnir að neyta áfengis er þeir greiddu atkvæði um hin mik- ilvægustu mál. Tower hefur verið sakaður um óhóflega áfengis- neyslu og umtalsvert frjálslyndi í kvennamálum og urðu ásakanir þessar til þess að hermálanefnd öldungadeildarinnar kvaðst ekki geta mælt með honum í embættið. íranir setja úrsiitakosti íranskir þing- menn sam- þykktu á þriðju- dag að slíta stjómmálasam- bandi við Breta ef þarlendir ráðamenn for- dæmdu ekki bók Salmans Rush- die „Söngvar Satans". Á fímmtu- dag skýrði útvarpið í Teheran hins vegar frá því að dauðadómur - Khomeinis erkiklerks yfir Rush- die væri eingöngu trúarlegs eðlis og var þetta talið til marks um að ráðamenn í íran vildu draga úr þeir spennu sem skapast hefur vegna bókarinnar. Sovétríkin: Lígatsjov snýst gegn land- búnaðarstefiiu Gorbatsjovs Moskvu. Reuter. JEGOR Lígatsjov, félagi í stjórnmálaráði sovéska kommúnistaflokks- ins og fyrrum hugmyndafræðingur hans, hefur heitið því að standa vörð inn samyrkju- og ríldsbúin í landinu og er litið á þá yfírlýsingu sem beina ögrun við Míkhaii Gorbatsjov sovétleiðtoga. Hann hefúr það einna fremst á sinni stefnuskrá að vinna að róttækum breyting- um í sovéskum landbúnaði. Lígatsjov, sem nú er formaður í landbúnaðamefnd kommún- istaflokksins, hefur sýnt það ber- lega að undanförnu, að hann er á öðru máli en Gorbatsjov um land- búnaðarstefnuna og hvemig eigi að ráða bót á matarskortinum. Síðar í þessum mánuði gengst flokkurinn fyrir miklum fundi um ástandið í sovéskum landbúnaði og hefur Gorbatsjov notað hvert tæki- færi upp á síðkastið til að reka áróð- ur fyrir meiriháttar uppstokkun, meðal annars mælt með því, að fjöl- skyldubúskapur verði tekinn upp að nýju. svona hraksmánarlega með sam- yrkjubúin." Lígatsjov lagði þó til, að sum sarnyrkju- og ríkisbúin yrðu afhent vel reknum fyrirtækjum og hvatti til, að búunum yrði almennt gert kleift að standa á eigin fótum íjár- hagslega. Vadím Medvedev, núverandi hugmyndafræðingur kommúnista- flokksins og bandamaður Gorb- atsjovs, hvatti í síðustu viku til rót- tækra breytinga á afstöðunni til Stórslysí eignarréttarins og Gorbatsjov sagði, að gömlu starfsaðferðimar í landbúnaðinum væru þær „úrelt- ustu og ómögulegustu í öllu efna- hagslífinu". Kvaðst hann styðrja allt, sem gæti breytt því ástandi. Þá sagði hann, að til að draga úr fjár- lagahallanum, sem er áætlaður 170 milljarðar dollara, yrði að hætta að styrkja óarðbær ríkisbú. Almennt er litið svo á, að Lígatsjov hafi verið lækkaður í tign þegar hann lét af embætti hug- myndafræðings og tók við for- mennsku í landbúnaðamefndinni og raunar efast margir um, að hann ráði í raun nokkm um landbúnaðar- málin. verksmiðju Lígatsjov, sem kom fram í kvöld- fréttum Moskvusjónvarpsins á fimmtudag, leggur hins vegar áherslu á, að ekki megi hrófla við homsteinum sovéska landbúnaðar- kerfisins, samyrkju- og ríkisbúun- um, jafnvel ekki þeim, sem alltaf eru rekin með tapi. „Til eru þeir, sem segja, að búin eigi bara að fara á hausinn, að það eigi að leigja þau Pétri eða Páli og þá muni mat- vælaframboðið aukast af sjálfu sér,“ sagði Lígatsjov. „Það var þó ekki með þetta í huga, að við kom- um á sovétveldinu, ekki til að fara EUefú létust og 35 slösuðust þegar mikil sprenging varð i gær í málningarverksmiðju í Istanbul í Tyrklandi. Tala lát- inna á þó vafalaust eftir að hækka þvi í gærkvöld var enn tíu manna saknað. Svo öfiug var sprengingin, að hún lagði í rúst fimm hæða háa verk- smiðjubygginguna og tvö nær- liggjandi hús. Unga kona á myndinni hefíir látið bugast, á kannski á bak að sjá einhveij- um ástvina sinna. Sigrar og ósigrar lýðræðisins 18 ríkl tóku upp lý&rssbl f sta& ainræ&Is á sf&ustu 10 érum. Tóku upp lý&ræ&l f noKkrum rikjum ur&u framfarfr i lý&ræ&fsátt, en í IHZJ Framfarir í lý&ræ&Isátt u.þ.b. jafn mörgum fór !ý&ræ&i& halfoka. KZZa; Lý&ræöislag aHurför ^ Eistland — q • SístL. yTLotóand—i ^ ___* Utháen—íi-^. wv- ! Pólland. Ungvorj. Albanl'a Tyrkl.----- Kypur —— tfbanon Mexlkó NKórea S. Kórea Dóm. 7'týöv ^Grenada TNrSúrlnam ð-Tævan 3L;- Filíppseyjar Guátígl TlSal — Hond.—- Kólumbla- Pak. Indl. f-Súdan Úganda Nlgerla Ekvador .9 Perú' Bólívla. Sri Lanka Brasilla Máritlus Zimbabwe Chíle f Úrúgvæ Argentlna Suöur-Afrlka Ameríkurík! Haimlldlr; Nailonal Endowmant lor Demoeracv, Fraedom Hoúse KRTN Lý6ræðl Argentlna Bólivla Brasilfa Dóminlska lýöv. Ekvador El Salvador Grenada Guatemala Hondúras Perú Súrinam Urúgvæ Framfarlr Chlle Paragvæ Mexikó AHurför Kólumbta Kúba Haltf Nicaragua Panama Austantjaldsr. Afríka Evrópa&Asía ° Framfarlr Framfarlr Lýöræöi AHurför Ungverjaland Nfgerfa Kýpur Indland Sovétrlkin Súdan Su&ur-Kórea Israel Pólland Úganda Máritlus Libanon Litháen AHurför Pakistan Noröur- í Eistland Filippseyjar Kórea Lettland Afrfka Tyrkland Sri Lanka AHurför Albanfa Rúmenfa Zimbabwe Framfarlr Tævan Tæland Malaysla Frelsi og lýðræði í sókn FJÖLDI þeirra sem búa við lýð- ræði hefúr aldrei verið meiri en í fyrra síðan bandaríska stofiiunin Freedom House gerði sína fyrstu árlegu skýrslu um lýðræði í heiminum fyrir sautján árum. 992,8 milljónir manna búa í • 60 lýðræðisríkjum, eða 38,86 af hundraði alls mannkynsins. Hundraðshluti þeirra sem búa við lýðræði er einnig hærri en nokkru sinni fyrr. Nokkrum ríkjum Suður- Ameríku, Evrópu, Afríku og Asíu hefur miðað nokkuð í lýðræðisátt. Lýðræðisþróunin hefur verið einna mest í Suður-Kóreu, Pakist- an, Chile, Mexíkó - og í Níegeríu eru stjómvöld að undirbúa nýja Iýðræðistilraun. Umbótastefnan er enn við lýði í Sovétríkjunum, þótt framkvæmd hennar sé ekki langt á veg komin miðað við yfirlýsingar stjómvalda. Nokkur lýðræðisþróun hefur og átt sér stað innan kommúnista- flokksins, þótt hægt miði. Lýðræði átti þó undir högg að sækja í nokkmm löndum. iMal- aysíu fór lýðræðið enn halloka og tilraun til að koma á lýðræði í Haítí mistókst árið 1988. Noriega, einræðisherra í Panama, tók völd- in í sínar hendur og einsflokks- kerfí var tekið upp í Afríkuríkinu Zimbabwe. Heimild: Freedom House.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.