Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989 Steinn Myndlist Bragi Ásgeirsson í Bókasafni Kópavogs hefur undanfarið staðið yfir sýning á myndverkum eftir Grím M. Stein- þórsson. Það er í senn virðingarvert og jákvætt að vera með slíka menn- ingarstarfsemi á bókasöfnum, þótt að sjaldnast sé sérstaklega gert ráð fyrir henni við hönnun húsakynnanna né því yfirleitt, að myndverk komi til með hanga á veggjum þeirra. Myndverk vilja því ósjaldan fara hálf illa í slíkum húsakynnum nema um sérstaka tegund þeirra sé að ræða, og þá oftast smærri myndir. Engu að síður ber að halda starfseminni áfram eftir getu og efnum og rétt er að vekja athygli á slíkri athafnasemi í ijölmiðlum. En hins vegar er engin gild ástæða til þess, að listrýnendur dagblaðanna fjalli sérstaklega um sýningamar að staðaldri enda hafa þeir nóg á sinni könnu þar sem eru almennar og opinberar sýningar í sýningarsölum. Aftur á móti er sjálfsagt að vekja at- hygli á þeim af og til og þannig mun einnig vera hátturinn á í útlandinu, að ég held — en þar er einnig algengt, að myndlist sé kynnt og jafnvel eru sérstakir veggir eða salir teknir til þeirrar starfsemi frá upphafi. Á þetta skal vinsamlega bent af gefiiu tilefni. Grímur M. Steinþórsson er einn af þeim mönnum, sem láta lítið á ogstál sér bera og starfa sáttir að list sinni, — hann hefur jafnvel verið ragur við að nefna sjálfan sig myndlistarmann, þótt hann hafi meira og minna fengist við mynd- list frá unga aldri. Engu að síður er hann ekki alveg óþekkt stærð á listavettvangi og þannig hefur hann tvisvar tekið þátt í sam- keppni og fengið verðlaun í bæði skiptin og þá skákað sér mun grónari mönnum á virðingarstiga listarinnar. Grímur er annars af sömu kyn- slóð og t.d. Erró, Hafsteinn Aust- mann o.fl. og hefur notið kennslu bóga eins og Ásmundar Sveins- sonar, Kjartans Guðjónssonar og Þorvaldar Skúlasonar, en einungis á námskeiðum vel að merkja. Áhrif þeirra má kenna í ýmsum nútímalegum vinnubrögðum og þá einkum einföldum formaheild- um, en þau eru tvímælalaust styrkur hans svo sem sér stað í verkinu „Fluga“ (3), sem er snjöll og „monumentöl" hugmynd, og verðskuldar mikla stækkun og að verða sett upp einhvers staðar sem tákn silunga- og laxveiða. Og listrænn einfaldleikinn er einn- ig aðal verka svo sem „Hillingar sólar“ (11), sem Listasafn Kópa- vogs hefur fest sér svo og „Sólar- dans“ (10). Mun minna kann ég að meta þau verk, sem höfundur- inn ber mikið í og sem virka full skreytikennd, eins og fram kemur t.d. greinilegast í verkunum „Þorskur" (1) og „Dagrenningu" (4). Summan verður þannig hér eins og svo oft áður að rækta beri samanþjappaðan einfaldleik- ann. Kópavogsdeild Rauða kross íslands heldur námskeið í skyndihjálp Það hefst miðvikudaginn 8. mars kl. 20 á Kópavogsbraut 1 (kjallara Sunnuhlíðar) og stenduryfirö kvöld. Leiðbeinandi: Guðlaugur Leósson. Skráning í síma 41382. Öllum heimil þátttaka. Athygli skal vakin á því að Kópavogsdeildin útvegar leið- beinendurtil að halda námskeið. IRauði Kross Islands •• TOFRAPOTTURINN fyrir matreiðslu í öllum örbygljuofnum FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Morgunveróarfundur FVH verður haldinn á Hótel Sögu 2. hæð fimmtudaginn 9. mars 1989 kl. 8.00-9.30. Fundarefni: Sameining fyrirtækja, tískufyrirbæri eða varanleg lausn? Eysteinn Þorvaldsson. Hafinfiróingar Hafnarfjarðardeild Rauöa kross íslands heldur námskeið í skyndihjálp, sem hefst 8. mars nk. í húsi Hjálparsveitar skáta v/Hraunbrún. Námskeiðið stendur yfir í 20 kennslu- stundir og kennt veröur á kvöldin. Námskeiðið er opið öllum 15 ára og eldri og er metið til eininga í framhalds- skólum. Nánari upplýsingar og skráning í símum 26722 og 54398. iHAFNARFJARÐARDEILD RKI. - í Töfrapottinum geturðu matreitt læri, svínakjöt og kjúkling og fengið faílega brúningaróferð ú kjötið. 3 stærðir. 1290.- íslenskar leiðbeiningar. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BILASTÆÐI Frummælendur: Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og Ólafur Nilsson, lögg. endurskoðandi Endurskoðun hf. Félag vidskiptafrœdinga og hagfræóinga. Bók um skólaljóð KOMIN er út bókin Ljóðalærdóm- ur. Athugun á skólaljóðum handa skyldunámsskólum 1901—1979. Höfúndur er Eysteinn Þorvalds- son dósent við Kennaraháskóla íslands, sem gefúr ritið út. I fréttatilkynningunni segir: „í bókinni fjallar höfundur um allar skólaljóðaútgáfur á þessu tímabili og reynir m.a. að svara eftirfarandi spurningum: Hvers vegna er verið að lesa ljóð í skólum? Hvert er fyrir- komulag skólaljóðabóka? Hvers kon- ar ljóð eru bömin látin lesa? Hvaða forsendur ráða ljóðavalinu? Hvers konar ljóðasöfn eru þetta frá kennslufræðilegu sjónarmiði? I inngangi segir höfundur að þetta sé „gagnrýnin könnun. Sjónarmið rýnandans koma glöggt fram en hann gerir sér að sjálfsögðu ljóst að í þessum efnum ríkja skiptar skoðan- ir, bæði að því er varðar smekk og forsendur ljóðavals, svo og uppeldis- og kennslufræðileg sjónarmið“. Islensk skólaljóðaútgáfa er nú stödd á nokkrum tímamótum þar sem verið er að gefa út nýjar bækur á þessu sviði. Ætti rit Eysteins Þor- valdssonar að auðvelda mönnum að líta þetta efni í víðara samhengi en þess er að vænta að móðurmálskenn- arar og annað áhugafólk um fræðslu- mál og ljóðlist láti sig varða þennan mikilvæga þátt skólastarfs og taki þátt í umræðum um hann. Eigum ávallt úrval valinna áhalda fyrir örbylgjuofna. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! |Hpi0intihIiihIh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.