Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 36
ÆFÆFÆFÆA/ÆZ Efstir á blaði FLUGLEIDIR MORGUNBLABW, ADAISTRÆTI6. 101 REYKJAVtK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, FOSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Kópasker: Jökull hætt- -ir rækju- vinnslunni EFTIR AÐ Sæblik hf. á Kópa- skeri var lýst gjaldþrota á síðasta ári tók Jökull hf. á Raufarhöfii rækjuvinnsluna og rækjuskipið Árna á Bakka á leigu. Jökull rak þessa útgerð í þijá mánuði frá 1. des. til 28. febrúar sl. Á þessu tfmabili fengust 100 tonn af rækju, en nú hefiir Jökull hætt þessari vinnslu. Allan þennan tíma voru látlausar ógæftir sem urðu meðal annars • ' -Jjess valdandi að ekki veiddist meira. Rækjunni var landað á Raufarhöfn, en þaðan var Ámi á Bakka gerður út meðan á leigunni stóð, og rækj- unni ekið á bíl til Kópaskers. Viðræður eru hafnar milli Jökuls á Raufarhöfii og heimaaðila á Kópa- skeri og nágrennis um kaup á rækjuverksmiðjunni á Kópaskeri, en rækjuskipið Ámi á Bakka er ekki að svo stöddu inni í þessari mynd. Helgi Ölvun lítil MINNI ölvun var í Reykjavík að- faranótt laugardagsins en lög- reglan hafði gert ráð fyrir að yrði miðað við tilkomu bjórsins og að mánaðamót eru nýliðin. Níu ökumenn voru teknir grun- aðir um ölvun við akstur, og að sögn lögreglunnar er það heldur í hærri kantinum, en þó ekki óeðli- lega mikið miðað við önnur föstu- dagskvöld. Golþorskar í Grindavík Morgunblaðið/RAX SJÓSÓKN er óðum að færast i eðlilegt horf eftir ótíðarkaflann undanfamar margar vikur. Brúnin er því farin að léttast á Grindvíkingum, sem nú bafa fengið meiri afla en í fyrra og golþorskar i netunum minna á gömlu góðu dagana. Algeng stærð á þeim gula er 30 til 40 kiló og þeir allra stærstu ná 70 kílóum. Bezta túrinn í síðustu viku gerði Geirfugl er hann tók 51 tonn eftir nóttina. Offramboð á sætum tíl sólarlanda? SÆTAFRAMBOÐ ferðaskrifetof- anna í sólarlandaferðir gæti orðið of mikið á þessu ári, i ljósi þess að nýjar ferðaskrifetofur hafa hafið starfeemi og þær sem fyrir voru munu lftið draga úr sæta- framboði sínu. Þetta kom fram í samtali blaðsins við Karl Sigur- hjartarson, formann Félags íslenskra ferðaskrifstofa. Eg hygg að afkoman í fyrra úr sólarlandaferðum hafi verið nokkuð góð og sætanýtingin verið um og yfir 90% hjá flestum og hvergi farið niður fýrir 80%, en í , ár erum við ekki jafn bjartsýnir," sagði Karl. Karl sagði að ferðaskrifstofumenn væru uggandi um hvemig tækist til með nýtinguna í sumar. „Raunar hefði þurft að draga úr sætafram- boði í sumar, og það talsvert, en þess í stað hafa bæst við nýjar ferða- skrifstofur með aukið sætaframboð. Þeirra framboð gerir meira en fylla í þann samdrátt sem gömlu ferða- skrifstofumar höfðu ákveðið, sem er á bilinu 5 til 10%,“ sagði Karl. Karl sagði að í fyrra hefði sæta- framboð í heild í leiguflugi verið á bilinu 18 til 20 þúsund sæti og flest benti til að framboðið í ár yrði a.m.k. 5% meira en í fyrra. „Samskipti ferðaskrifstofa eru orðin það mikil og góð, að ef horfir illa með markaðinn í sumar og eitt- hvað bendir til þess að hann ætli að bregðast, þá hugsa ég að for- svarsmenn ferðaskrifstofanna muni reyna að ná um það samstöðu og draga úr sætaframboðinu frá því sem upphaflega var ákveðið," sagði Karl. Samkvæmt þessum upplýsingum Karls hafa a.m.k. eitt þúsund sæti verið ónýtt á síðastliðnu ári. Eyjólfiir Konráð Jónsson um veiðiheimildir gegn veiðiheimildum: Engar heimíldir þótt veiðar komi í staðinn Sjálfeagt að athuga hvað EB hefur að bjóða, segir Kjartau Jóhaiuisson EYJÓLFUR Konráð Jónsson, varaformaður EB-nefiidar Alþingis, seg- ir æðstu ráðamenn EB ekki hafa gert kröfiir nm veiðiheimildir innan islenskrar efiiahagslögsögu. Hann skilji því ekki hvað fyrir ráðamönn- um vaki með þvi að vekja þennan draug upp á ný æ ofan i æ og tala nú um veiðiheimildir gegn veiðiheimildum. Eins og fram kom í blaðinu í gær á sjávarútvegsráðherra að hafa kannað viðhorf nefiidarmanna til þess að opna möguleika á veiðiheimildum innan íslenskrar fiskveiði- lögsögu gegn veiðiheimildum innan lögsögu EB-ríkja. Sagði Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráðherra, að íslendingar hafi verið reiðubún- ir að tala um veiðiheimildir gegn veiðiheimildum. Refurinn í vexti út írá búrefe- stofiium Selfossi og Holti, Eyjafiöllum. mÞAÐ er greinilegt að refurinn er kominn út um allt og að hann er í vexti út frá búrefestofh- *um,“ sagði Sigurður Ásgeirsson refaskytta á Hellu i samtali við Morgunblaðið. Undir þetta sjón- armið tók Þorvaldur Bjömsson varaveiðistjóri en á síðasta ári veiddust um 50 búrefir og blend- ingar frá þeim. Einnig er tölu- vert um að aliminkur veiðist. Að undanförau hefiir refurinn sótt í síld sem er gefin búfénaði heima við bæi og einnig I Ioðnu á Qörum undir EyjaQöllum. orvaldur Bjömsson sagði greinilegt að loðdýrabúin * væm ekki dýraheld; búrefimir og minkamir slyppu út og blönduðust villta refnum og minknum. „Okkur þykir það vera viss spilling að er- lendir stofnar blandist íslenska refnum," sagði Þorvaldur. Hann sagði að blendingamir hefðu til- hneigingu til að verða stærri og yrðu þá þurftameiri. Mikill munur væri á fijósemi búrefsins sem hefði átt upp í 13 hvolpa úti í náttú- Refaskytturnar Sigurður Ás- geirsson og Sigurjón Karlsson. runni á móti 4-7 hjá íslenska refn- um. Stór hluti veiddra refa á Reykjanesi em blendingar og bú- dýr. Fyrsti silfurrefurinn var skot- inn í vetur í Mýrarhreppi I Dýra- firði. Bændur undir EyjaQöllum hafa tekið eftir tófuslóðum í snjónum, sem legið hefur yfír öllu í um mánaðartíma, og virðast dýrin fara um í flokkum og jafnvel halda tófu- þing, þar sem_ traðkið tekur yfir stórt svæði. í Stóm-Mörk hafa bændur orðið varir við um 10 tóf- ur, sem hafa komið heim undir bæi til að ná sér í síld, en síldin er gefin búfénaði. Tekist hefur að skjóta tvær tófur en þær em varar um sig. Bændumir á á Efstu-Gmnd, Karl Siguijónsson og Siguijón Karlsson segjast hafa tekið eftir tófufömm frá flalli, meðfram girð- ingum, sem þær virðast ekki fara í gegnum, og sem leið liggur með- fram Holtsá niður á §öru, en þar er næg loðna. Fréttaritarar Kjartan Jóhannsson, formaður EB-nefndar Alþingis, sagði að sér fyndist sjálfsagt að hlusta eftir því hvort EB-ríkin hefðu eitthvað að bjóða okkur varðandi veiðiheimildir. „Síðan getum við athugað hversu hagkvæmt það sé fyrir okkur og hvort til greina komi að skipta á því og einhveijum heimildum hér.“ Eyjólfur Konráð Jónsson, vara- formaður EB-nefndarinnar, sagði að það hefði legið fyrir í a.m.k. þijú ár að æðstu ráðamenn EB hefðu engar kröfur gert um veiðiheimildir innan íslenskrar efnahagslögsögu. „Þess vegna eigum við auðvitað ekki að bjóða neitt slíkt jafnvel þótt þeir byðu einhveijar veiðar í staðinn. Lögð var rík áhersla á það, þegar öll utanríkismálanefnd var í Stras- borg og Bmssel haustið 1987, að EB færi einungis fram á rabb (dia- logue) um samskipti íslands og bandaiagsins. Við lýstum því þá yfir að íslendingar væm reiðubúnir hve- nær sem er til að taka þátt í slíkri umfjöllun um samskiptin í heild. Þegar Evrópunefndin var nú fyrir skömmu í Genf og Bmssel var þetta endurtekið og sá embættismaður EB, sem hefur sérstaklega með málefni íslands að gera, lýsti því yfir, skýrt og skorinort, að EB gæti engar kröf- ur gert á hendur íslendingum hér, þvi ljóst væri, að íslendingar ættu efnahagslögsöguna. Ég tel þess vegna mjög varhugavert að íslenskir ráðamenn skuli æ ofan í æ vekja upp þennan draug og skil ekki hvað fyrir þeim vakir. Annars snýst hugsun ráðamanna EB ekki aðallega um físk því í allri þjóðarframleiðslu EB- þjóðanna er fiskur aðeins 0,14%,“ sagði Eyjólfur Konráð. Guðmundur H. Garðarsson, al- þingismaður, sem sæti á í EB-nefnd- inni, sagði að sér fyndist gjörsamlega óskiljanlegt að Steingrímur Her- mannsson skyldi fjalla um þessi mál með þessum hætti. „f fyrsta lagi tel ég að þótt hann sé forsætisráðherra hafi hann ekki heimild til að fjalla um veiðiheimildir gegn veiðiheimild- um og hleypa þar með erlendum fiskiskipum inn í íslenska fiskveiði- lögsögu. Rétt er einnig, að vekja athygli á því, að það er ekkert til skiptanna í islenskum fiskveiðistofn- um. Umfjöllun um fiskveiðilögsögu- mál hafa ætíð verið sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar allrar óháð því hvar menn skipast í flokka. Núverandi ríkisstjóm getur ekki íjallað um málið á þessum grund- velli. í öðru lagi er mér ekki kunn- ugt um að EB-löndin hafi verið að krefjast veiðiheimilda fyrir veiði- heimildir, þannig að svo virðist sem forráðamenn ríkisstjómarinnar séu sjálfir að opna þetta mál, með þess- um hætti, sem ég tel mjög óskynsam- legt,“ sagði Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.