Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 14
14 \ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5 MARZ 1989 íslands óhamingju verður allt að HVERT ste&iir í íslenzku þjóðfélagi? Við lifum mikla umbrotatíma og höldum okkur dauðahaldi í hringekju tækni- og upplýsingaaldar- innar, sem snýst hraðar og hraðar. Ef við missum haldið þeytumst við eitthvað út í buskann og týnumst. Annars er ótrúlegt hvað íslend- ingar hafa náð góðum tökum á tækninni. Við eruip mjög nýjunga- gjörn og fl[jót til að tileinka okkur nýja tækni og alls konar tæki. Stundum er sagt, að við séum græjusjúk. Hvergi eru eins margir farsímar hlutfallslega og á íslandi og tölvubyltingin gekk hraðar yfir hér en nokkurs staðar annars staðar. Við eigum mjög góða iðnaðar- og hugvitsmenn, sem hafa sýnt og sannað, að þeir standa ekki að baki starfsbræðrum sínum hjá forystuþjóðum á sviði iðnaðar. Því miður höfum við ekki náð eins góðum árangri á Öðrum svið- um. Við búum við steinrunnið bankakerfi, sem virðist hætt að þjóna atvinnulífinu. Eina von okkar í þeim efiium er að heimila starfsemi alvörubanka á íslandi erlendis frá. Þeir sem stjórna landinu virðast einnig alveg steinrunnir. Því miður er erfiðara að leysa það vanda- mál með því að fiytja inn erlenda stjórnmálamenn. Erfíðlega hefur gengið að treysta stöðu iðnaðar á ís- landi og skapa honum jafn- góða aðstöðu og öðrum undirstöðu- greinum atvinnulífsins. Stjómmála- menn tala jafnan um það á tyllidög- um, að það þurfí að efla iðnað og iðnfyrirtæki á íslandi því sjávarút- vegur o g landbúnaður geti ekki tek- ið við fleiri vinnandi mönnum. Það verði því að skapa atvinnutækifæri fyrir allt það unga fólk, sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu áratug- um, á sviði iðnaðar og þjónustu. Þegar frá er talin sú samstaða, sem skapaðist fyrir nærri tveimur ára- tugum, er ísland gerðist aðili að Fríverzlunarbandalagi Evrópu, EFTA, en það skapaði grundvöll fyrir nýsköpun í iðnaði á íslandi, hefur meira verið um orð og fagur- gala en raunhæfar aðgerðir. Seint á því herrans ári 1988 voru þannig teknar ákvarðanir um sérstakar aðgerðir til að treysta stöðu fyrir- tækja í sjávarútvegi, sem voru nauðsynlegar eftir langvarandi óstjóm í efnahagsmálum í tíð ríkis- stjómar Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks undir forsæti Þorsteins Pálssonar. Einnig var gripið til aðgerða til styrktar loðdýrarækt, fiskeldi og ullar- vinnslu. Öllum virðist hins vegar vera sama um iðnaðinn. Útflutn- ingsbrölt iðnfyrirtækja er litið hom- auga af ráðamönnum, og fyrirtæki í samkeppnisiðnaði, sem einkum framleiða vömr til notkunar innan- lands í samkeppni við innfluttar vömr, mega éta það, sem úti frýs. Það þarf engar aðgerðir til aðstoðar þeim, þótt þessi fyrirtæki séu jafn- mikilvæg og útflutningsfyrirtækin vegna þess gjaldeyris, sem starf- semi þeirra sparar. Stjómmálamenn í gömlu flokkunum virðast því ekki í raun hafa neinn sérstakan áhuga á iðnaði. Þeim virðist vera sama um hinn gífurlega við- skiptahalla, sem hijá- ir þjóðarbúskapinn. Þótt. nokkram ráð- herrum Sjálfstæðis- flokksins hafí verið skipt út fyrir nokkra ráðherra Alþýðu- bandalagsins í sept- ember 1988, hefur engin teljandi breyt- ing orðið á þeirri pen- inga- og efnahags- stefnu, sem fylgt hef- ur verið frá kosning- unum 1987. vopni Ráðamenn halda, að einhver óskilgreindur hátækniðnaður og upplýsingaiðnaður muni leysa öll okkar mál. Þá virðast margir halda það, að við getum öll lifað á því að vera í vaxtaleik. Við getum lifað á því að selja hvert öðm verðbréf og skuldabréf. Flytja peninga milli bóka í bönkum eftir því sem vextir breytast. Annað atvinnulíf, sem ekki geti staðið undír hinum háu vöxtum, er annaðhvort orðið úrelt eða óþarft. Sem sé, við getum lifað á því að klippa hvert annað. Iðnað- ur er af mörgum talinn vera úreltur sem atvinnugrein á íslandi. Ráða- menn tala um, að iðnaður og iðnfyr- irtæki færist öll til suðurs og aust- urs í heiminum. Til landa í Suður- Evrópu og Afríku svo og til Austur- landa fjær, þar sem launin em lægri. Skyldu Vestur-Þjóðveijar trúa þessu? Skipasmíðar Ein sú iðngrein, þar sem íslend- ingar hafa náð mjög góðum ár- angri, em skipasmíðar. Frá miðjum áttunda áratugnum og fram til þess, að nýsmíði fískiskipa var bönnuð af stjómvöld- um í tíð ríkisstjómar Steingríms Her- mannssonar, seinni hluta árs 1983, var blómaskeið íslenzkra skipasmíða. Einhver beztu togskip togara- flotans vom þá smíðuð í íslenzkum skipasmíðastöðvum. Skuttogarinn Ottó N. Þorláksson í eigu út- gerðarfyrirtækisins Granda hf., sem smíðaður var hjá Stálvík hf. í Garðabæ 1982, er þannig talið eitt allra bezt hann- aða og smíðaða togskip flotans. Orðstír þess hefur farið víða. Grein- ar og upplýsingar um Ottó N. Þor- láksson hafa birzt í erlendum tækni- blöðum, m.a. í hinu virta tímariti Fishing News í Bretlandi. Þessi þekking er hins vegar ekki mikils metin á Islandi. Að loknu smíðabanninu 1983-’86 hafa stjóm- völd stuðlað að því, að smíði nýrra fiskiskipa, í seinni tíð einnig viðhald og endurbætur, fari öll fram erlend- is, enda hefur fastgengisstefna íslenzkra stjórnvalda, sem hefur gert krónuna að öðrum sterkasta gjaldmiðli heims, leikið þennan iðn- að sérlega grátt. Norðmenn hafa einkum verið stórtækir í smíði físki- skipa fyrir íslendinga. Samkeppni Norðmanna á sviði skipasmíða við íslenzkar skipasmíðastöðvar er hins vegar ólögleg, þ.e. hún brýtur í bága við EFTA-samninginn um fríverzlun. Norska ríkið veitir stöðv- unum 20% ríkisstyrk til allra nýsmíða fyrir erlenda aðila. Þessu hafa íslenzk stjórnvöld látið ómót- mælt og látið óátalið, þótt Fiskveiði- sjóður Islands veiti lán út á heildar- verð skipa smíðaðra í Noregi, þar með talinn ríkisstyrkurinn. Það má líkja afstöðu okkar til skipasmíða á íslandi við hundinn, sem bítur í skottið á sjálfum sér. Stálvík Skipasmíðastöðin Stálvík hf. í Garðabæ fór sérlega illa út úr smíðabanninu. Eitt raðsmíðaskip, sem var í smíðum í stöðinni 1983 fyrir tilstilli íslenzkra stjórnvalda, lokaðist þar inni í þijú ár og gerði stöðinni nær ókleift að halda uppi eðlilegri starfsemi. Stöðin er ein- göngu ætluð fyrir nýsmíðar og hef- ur enga dráttarbraut. Hún gat því ekki flúið yfír í viðgerðar- og við- haldsverkefni eins og hinar stöðv- HUGSAD UPPHÁTT / dagskrifar Júltus SólneSyformadur Borgaraflokhins. Ferdahátíb med stít og stæl — sunnudaginn 5. mars nk. ★ Með Elsu Lund í broddi fylkingar ásamt fríðum flokki gleði- og gáskamanna úr gleðidagskránni „Hvar er Elsa?“ ★ Húsið opnað klukkan 19.00 - boðið verður upp á fordrykk hússins. ★ Ferðakynning: ^ iuutfijFUJG * kynna sumarferðirtil Mallorca, Benidorm og Kanaríeyja. ★ Ferðabingó: ★ Glæsilegir sólarlandavinningar. ★ Hátfðarsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. - 4 ÞORSítCAFE — alltafsólarmegin! Kynnir kvöldsins: Hinn eini, sanni Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Matseðill: Gómsæt nautapip- arsteik m/piparsósu. Freistandi ísþrenna m/hindberjamauki. Brautarholti 20. Símar: 23333 og 23335.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.