Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B OG LESBOK STOFNAÐ 1913 170. tbL 77. árg. LAUGARDAGUR 29. JULI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogar pólska kommúnistaflokksins: Flokkurinn verður að skipta um nafii Bylgju verkfalla spáð vegna fyrir- hugaðra verðhækkana á nauðsynjum Varsjá. Reuter. WOJCIECH Jaruzelski hershöfð- ingi, forseti Póllands, sagði er hann setti tveggja daga fiind miðstjómar pólska kommúnista- flokksins í gær, að forysta flokks- ins yrði að ræða stöðu flokksins opinskátt og af hreinskilni og draga lærdóm af þeirri niðurlæg- ingu, sem flokkurinn hefði beðið í nýafstöðnum þingkosningum. Miðstjórnarmenn tóku Jaruzelski á orðinu og létu gamminn geysa. „Landsmenn eru flestir búnir að fá meira en nóg af flokknum, stefnu hans og framferði flokksforystunn- ar,“ sagði Marian Orzechowski, for- maður þingflokks kommúnista- flokksins og hugmyndafræðingur stjórnmálaráðsins. Hann er talinn til þeirra sem þykja líklegir arftakar Jaruzelskis sem flokksleiðtoga, en búist var við að forsetinn léti af öllum embættum innan flokksins á miðstjórnarfundinum. Janusz Reykowski, umbótasinn- aður fulltrúi í stjórnmálaráðinu sem tók þátt í hringborðssamningunum við Samstöðu, sagði að kommún- istaflokkurinn hefði fengið á sig óorð og yrði hann í það minnsta að skipta um nafn. „Landsmenn tengja flokkinn við allar ógöngur þjóðarinnar, við efnahagskreppu, stalínisma, skrifræði, við hroka og getuleysi yfirvalda til að ráða fram úr erfiðleikum,“ sagði Reykowski. Heimildarmenn hermdu að Reykowski hefði kynnt hugmyndir um breytingar á forystu flokksins og skipulagi hans. Búist er við skipulagsbreytingum á aukaþingi flokksins, sem fyrirhugað er í sept- ember eða október. Hagfræðingar spáðu því í gær að ný áætlun stjórnvalda um að láta framboð og eftirspurn ráða verði á matvælum, en hún verður kynnt í næstu viku, geti leitt til þreföldunar á verði nauðsynjavara. Sögðu þeir að ráðstafanirnar kynnu að leiða til efnahagslegs hruns og flóðbylgju verkfalla. Leiðtogar hinna opinberu verkalýðsfélaga, OPZZ, spáðu miklu andófi og sögð- ust ekki eiga annarra kosta völ en styðja væntanlegar mótmælaað- gerðir verkamanna. Harmi slegnir Reuter Harmi slegnir ættingjar farþega suður-kóresku þotunnar sem brotlenti í Trípólí fá ekki hamið sorg sína er þeir koma til fundar við yfirmenn kóreska ríkisflugfélagsins í gær. Með þotunni fórust 78 menn en um 120 komust lífs af. Samtök flugfarþega hafa krafist þess að DC-10 þotur verði kyrrsettar vegna tíðra óhappa. Sjá „Krafist kyrrsetningar ... “ á bls. 20. Deiiur Sri Lanka og Indlands að leysast: Indverskir hermenn kall- aðir á brott frá Sri Lanka Kólombó. Reuter. STJÓRN Rajivs Gandhis í Indlandi hefur ákveðið að verða við ósk forseta Sri Lanka, Ranasinghe Premadasa, og kveðja hersveitir sínar á brott frá landinu. I sameig- inlegri tilkynningu stjórna land- anna í gær sagði að brottflutning- urinn yrði hafinn í dag, laugar- dag. Utanríkisráðherra eyríkisins mun fljúga til Nýju Delhí, höfúð- borgar Indlands, í dag til að semja um það hvernig bundinn verði endi á hernaðaraðgerðir Indveij- anna sem barist hafa við róttækan Svíþjóð: Lífstíðardómurinn harðlega gagnrýndur Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. DAGBLÖÐ hafa harðlega gagnrýnt lífstíðardóminn yfir Christer Pettersson fyrir morðið á Olof Palme forsætisráðherra 28. febrúar 1986 á þeim forsendum, að kviðdómurinn hafi eingöngu stuðst við líkindi í úrskurði sínúm. í forystugreinum norrænna blaða er sakfellingardómur kvið- dómendanna harmaður og bent á, að hinir löglærðu dómarar hafi ekki látið sannfærast af líkunum, sem bentu til sektar Petterssons, og því talið rétt og skylt að sýkna hann. Samkvæmt einróma skoðun lögfræðinga og dómara í Svíþjóð hafi löglærðu dómendurnir dæmt réttilega í málinu. Það er samdóma álit sérfræðinganna, að dómurinn í þessu viðkvæma máli sé byggður á einstaklega veikum grunni. Háttsettir norskir dómarar sögðu í gær, að réttarmorð hefði verið framið í Svíþjóð, og hefði það skaðað réttaröryggi þar í landi og tiltrú fóiks til dómstólanna. Norska bláðið Verdens Gang segir um dóminn: Hvernig sem málinu lyktar fyrir æðra dómstigi, mun atburðarásin fyrir héraðs- dóminum gera Palme-morðið að martröð fyrir sænsku þjóðina. Fær hún aldrei með vissu að vita sann- leikann í málinu? Dagbladet í Ósló segir, að nú sé með réttu hægt að spyija, hvort málið verði nokkru sinni til lykta leitt. Vafaatriðin varðandi sekt Petterssons muni jafnvel lifa af hugsanlega sakfellingu fyrir æðra dómstigi. Danska blaðið Poiitiken segir, að vöntunin á sýniiegri ástæðu til morðsins nægi ein til að viðhalda vafanum um, hver myrt hafi Palme. Pettersson sé ekki sannfærandi í hlutverki manns, sem myrði stjórn- málaskörung á borð við Palme. Berlingske Tidende segir, að eft- irtektarvert sé, að báðir löglærðu dómararnir hafi skilað séráliti, en leikmennirnir sakfellt Pettersson skilyrðislaust. Þetta sé þó hvatning fyrir sakborninginn til að áfrýja dómnum. Jafnvel Helsingin Sanomat og Hufvudstadsbladet í Helsinki tala um réttarmorð og skert réttarör- yggi í Svíþjóð eftir hinn umdeilda dóm héraðsdómsins í Stokkhólmi. Sá dómur verði lengi ræddur, ekki aðeins í Svíþjóð, heldur alls staðar á Vesturlöndum, bæði með tilliti til réttarreglna og málsmeðferðar- innar. skæruliðahóp aðskilnaðarsinna Tamíla á norð-austurhluta Sri Lanka. Auk þess verður rætt um mögulegar leiðir til að tryggja frið og ró í Tamíla-héruðunum iramvegis. „Nágrannar okkar í Indlandi hafa viðurkennt og staðfest að þeir virða sjálfstæði Sri Lanka,“ sagði Premad- asa forseti er hann skýrði frá sam- komulaginu við Indlandsstjórn. Ríkisstjórn Sri Lanka fyrirskipaði útgöngubann í landinu öllu í gær og fram á sunnudag þar sem búist var við að marxistasamtök úr röðum helstu þjóðar landsins, Sinhalesa, sem nefna sig Frelsisfylkingu al- þýðunnar (JVP), myndu efna til átaka er tvö ár voru liðin frá komu indversku hermannanna. Yfirvöld sögðu að átta manns hefðu fallið á nokkrum stöðum í landinu er örygg- isverðir skutu á fólk sem ætlaði að hundsa útgöngubannið. Mikil spenna hefur ríkt í Sri Lanka vikum saman vegna yfirlýsinga stjórnvalda í Indlandi sem hafa sagt að hersveitirnar yrðu ekki kallaðar heim fyrr en búið yrði að stilla til friðar í norð-austurhéruðunum og tryggja réttindi þjóðarbrots Tamíla í Sri Lanka. Premadasa forseti bað fyrir skömmu Indveija að hætta að- gerðum gegn skæruliðunum þar sem ríkisstjórnin á nú í samningaviðræð- um um frið við leiðtoga Frelsistígra Tamíls Eelams eins og skæruliða- samtökin nefna sig. Indversku sveitirnar, alls 45.000 manns, komu til landsins að beiðni stjórnvalda í Sri Lanka vegna blóð- ugra óeirða sem Frelsistígrarnir efndu til í því skyni að fá kröfum sínum um sjálfstæði Tamíla-héraðs- ins framgengt. Tamiiar eru um 13% af 16 milljónum íbúa landsins og hafa kvartað undan yfirgangi Sin- haiesa, meirihluta landsmanna. 50 milljónir Tamíla búa í Indlandi og styðja þeir ættmenn sína í Sri Lanka með ráðum og dáð. Indverska herliðið hefur fengið völdin í Tamíla-héruðum Sri Lanka í hendur hófsömum Tamíla-hreyfing- um og óttast að Frelsistígrarnir muni ná yfirhöndinni þegar ind- versku hersveitirnar verða á brott. Olía fer lækkandi London. Reuter. OLÍUVERÐ hefúr lækkað í vikunni sem nemur einum Bandarikjadollar á fatið. Astæðan er offramleiðsla ýmissa olíuríkja. Að sögn sérfræðinga Nation- al Westminster bankans mun meðalverð á olíufati vera 15,90 dollarar, eða einum dollar lægra en sl. föstudag. Ginanjar Kartasasmita, olíuráðherra Indónesíu, hvatti aðildarriki OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, til þess að framleiða ekki umfram kvóta, sem þau féllust á fyrr á árinu. Hann sagði í gær að ýmislegt benti tii þess að svipað ástand væri að skapast og i fyrrahaust þegar mikil birgðasöfnun leiddi til verðhruns en þá fór olíufatið niður i 10 dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.