Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29, JÚLÍ 19,89, 25 Morgunblaðið/Sverrir Hjónin Tómas Tómasson og Helga Bjarnadóttir eigendur Hard Rock Cafe lengst til vinstri með starfs- fólki staðarins og afmælistertunni. Afinælisdagskrá í Veitinga- staðnum Hard Rock Café AFMÆLISDAGSKRÁ stendur yfir í veitingastaðnum Hard Rock Café í Kringlunni fram á sunnudag. Staðurinn var opnaður 25. júlí 1987 og eru gestirnir orðnir um 320 þúsund á þeim tveimur árum sem liðin eru. Uppákomur eru öll kvöld meðan sýning sem starfsfólkið tekur þátt á dagskránni stendur, m.a. dans- í. Ollum afmælisgestum er boðið upp á afmælistertu. Átján Hard Rock Café-veitinga- staðir eru í heiminum og var staður- inn í Reykjavík 12. í röðinni en sá Jýrsti var opnaður í London í júní 1971. Minnmgargjöf til Háskóla íslands Féð nýtt í þágu vísindastarfsemi HÁSKÓLA íslands barst nýlega peningagjöf að upphæð 260.000 kr. til kaupa á vísindaritum. Gjöfin er gefin í minningu hjónanna Einars Ásmundssonar og Jakobínu Þórðardóttur og tveggja lát- inna sona þeirra, Magnúsar og Ásmundar. Gefendur eru börn og bamabörn þeirra hjóna. Það var ósk þeirra Einars og Jakobínu að Qárhæð þessi rynni til Háskóla íslands og yrði fé þetta nýtt í þágu vísindastarfsemi Háskóla íslands til styrktar og uppbygging- ar atvinnulífs þjóðarinnar. Einar Ásmundsson, betur þekktur sem Einar í Sindra, fædd- ist að Fróðá þann 23. ágúst 1901. Hann var elstur bama þeirra Ás- mundar Sigurðssonar og Katrínar Arndísar Einarsdóttur, sem kom- ust til fullorðinsára. í stríðslok hóf hann innflutning á efni og vélum til iðnaðar, og 1950 hóf hann söfn- un og útflutning brotajáms. Hann færði stöðugt út kvíamar og stofn- aði mörg systuriyrirtæki, sem skiptust eftir starfssviðum: Sindra-smiðjuna, Sindra-stál, Sindra-húsgögn og Einar Ás- mundssonar Import-Export. Á sjö- unda áratugnum hófust fram- kvæmdir á nýrri lóð við Borgartún og fluttist starfsemin smám saman þangað. Einar var og áhugasamur um félagsmál. Hann var mikil fylgjandi stefnu Sjálfstæðisflokks- ins og einn af stofnendum Heimd- allar, félags ungra Sjálfstæðis- manna. Hann starfaði einnig í samtökum iðnaðarmanna og var í stjórn Meistarafélags jámiðnaðar- manna. Jakobína Hansína Þórðardóttir fæddist á Akranesi 7. mars 1904. Foreldrar hennar vora Þórður Stefánsson beykir í Reykjavík og Sigríður Jónsdóttir. Einar og Jak- obína eignuðust átta börn, Asgeir, Ásmund, Þórð, Sigríði, Óskar Helga, Magnús, Ragnar og Björn. Ásmundur og Magnús létust af slysföram ungir að áram. Við brautskráningu kandídata í Háskólabíói þann 24. júní sl. þakk- aði rektor Háskólans, dr. Sig- mundur Guðbjarnason, þennan hlýhug til skólans. Sjá.lfur hefur rektor verið mikill talsmaður þess að efla beri tengsl Háskólans og atvinnulífs í landinu og er þessi gjöf því ánægjulegur vitnisburður um gagnkvæman skilning á mikil- vægi æðri menntunar fyrir atvinn- ulíf í landinu. (Fréttatilkynning) — Islenskt gæðablómkál BLÓMKÁL! Nafnið gefur fyrirheit. Kálið er kennt við blóm, ekki bara á íslensku heldur einnig á mörgum öðram tungumálum. Bretar snúa nafninu við og kalla kálið kálblóm, cauliflower. Og kálið rís alveg undir nafni. Það er mikið gæðakál. Ég hlakkaði alltaf til þess tíma, þegar kálið væri sprottið og við gætum farið að borða blómkál, en nú þegar blómkál fæst allt árið, mætti ætla að sú tilhlökkun væri úr sögunni. En við getum enn hlakkað til. Islenska kálið er mun betra en hið innflutta. Lengi vel borðaði ég helst blómkál með smjöri og margir era þeir, sem aldrei borða blómkál öðra vísi en í súpu. En nú er ég búin að leggja smjörið á hilluna og borða blómkálið með alls konar bragðsterku grænmeti, svo sem chillipipar, lauk og tómötum og ekki spillir að hafa ost með. Ef við fáum okkur svo gott brauð með réttinum, eram við með öll höfuðnæringarefnin í máltíðinni. Blómkál með grænmetissósu A ferskur chillipipar (ljós- grænn) 1 dl vatn 1 msk. matarolía 1 stór, græn paprika 1 meðalstór laukur 3 meðalstórir tómatar 'A dl vatn A tsk. salt 1 lítill blómkálshaus 1. Kljúfið chillipiparinn, takið úr honum hvert einasta fræ. Skerið síðan í sneiðar. 2. Setjið vatnið í lítinn pott og sjóðið chillipiparinn í því í 5 mínútur. Hellið vatninu af. 3. Setjið matarolíu í pott, afhýðið og saxið laukinn, setjið í pottinn og sjóðið við hægan hita í 5 mínútur. 4. Takið fræ og stilk úr paprik- unni, skerið síðan í sneiðar og sjóðið með lauknum í 5 mínútur. 5. Hellið sjóðandi vatni á tómat- ana, latið þa'vera í því í 1 mínútu, fjaríægið þá hýðið. Setjið tómata og • chillipipar með lauknum og paprikunni í pottinn. Meijið tóm- atana örlítið, setjið síðan vatnið út í. 6. Skiptið blómkálinu í greinar, þvoið það, setjið síðan ofan á grænmetið í pottinum. Stráið salti yfir kálið. Setjið lok á pott- inn og sjóðið við hægan hita i 7 mínútur. Meðlæti: Nýbakað brauð. Athugið: Einnig er hægt að sjóða blómkálshausinn heilan, og þá sér í öðram potti og hella síðan grænmetismauki yfir hann. Heill blómkálshaus þarf um 5 mínút- um lengri suðu en kál í greinum. Hægt er að hafa annars konar útfærslu á þessum rétti, t.d. má bæta þessu við: 1 egg y2tsk. paprikuduft ’/itsk. brauðrasp 100 g mjólkurostur, sú tegund sem þið eigið. 1. Þeytið eggið lauslega með paprikudufti, setjið síðan brauðr- asp út í. 2. Rífið ostinn og bætið í. 3. Setjið blómkáls/grænmetis- réttinn á eldfast fat. Hellið eggja- hrærunni yfir. 4. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 190°C, setjið í miðjan ofninn og bakið í 10 mínútur. Piparbrauð 1 dl rúgmjöl 1 dl hveitiklíð 5 dl hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. sykur A msk. fínt þurrger 1 msk. rósapipar (rauður pip- ar) 1 eggjahvíta 1 dl heitt vatn úr krananum 1 dl köld mjólk 1 eggjarauða A tsk gróft salt 1. Setjið rúgmjöl, hveitiklíð, hveiti, salt, sykur og þurrger í skál. 2. Setjið rósapiparinn í plastpoka og meijið örlítið með kökukefli. Seljið saman við mjölið. 3. Blandið saman heitu vatni og kaldri mjólk. Blandan á að vera fingurvolg. Setjið síðan eggja- hvítu út í og hrærið út í mjölið. 4. Leggið hreint stykki yfir skál- ina og latið þetta lyfta sér a'volg- um stað í 30-60 mínútur. 5. Takið deigið úr skálinni, setjið á hveitistráða borðplötu. Mótið síðan lengju úr brauðinu á þykkt við vínarpylsu. Skerið í 12-15 cm bita. 6. Setjið örlítið volgt vatn út Á eggjarauðuna og penslið brauðin með því. 7. Stráið ögn af salti yfir. 8. Raðið brauðunum á bökunar- pappír á bökunarplötu. Látið lyfta sér a'volgum stað í 30-40 mínútur. 9. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 190°C, setjið í miðjan ofninn og bakið í 10-12 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.