Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989' 27 Morgunblaöid Valdimar Knstmsson Daníel Jónsson vann það ágæta afrek að sigra í fimmgang-i unglinga þótt hann keþpi enn í barna- flokki. Hér hampar hann verðlaununum ásamt þeim Hjörnýju Snorradóttur, Theódóru Mathiesen, Auðunni Kristjánssyni og Gísla Geir Gylfasyni. Guðmar Þór Pétursson sem er aðeins tíu ára sigraði í flórgangi barna og varð jafhframt stigahæstur keppenda í barnafiokki. íslandsmótið í hestaíþróttum í Borgarnesi: Margir kallaðir en fáir útvaldir Það var í mörg hornin að líta hjá Ámunda Sigurðssyni fram- kvæmdastjóra mótsins og hér gaumgæfir hann hvort nokkuð vanti í verðlaun mótsins. _________Hestar_______________ Valdimar Kristinsson Þá er tólfta íslandsmótinu I hestaíþróttum lokið og verður ekki annað sagt en það hafi far- ið fram úr björtustu vonum. Það voru félagar í íþróttadeildum Faxa og Dreyra sem sáu um framkvæmd mótsins en hesteig- endafélagið Skuggi í Borgarnesi sá um allan undirbúning móts- svæðisins sem þeir lögðu til. Eru þeir Skuggafélagar komnir með afbragðsgóða aðstöðu til mótahalds og sýnt þykir að mikil lyftistöng sé fyrir íþróttadeildir að fá íslandsmótin. Mótsstaðurinn Vindás er rétt fyrir utan Borgarnes þar sem er hesthúsahverfi Borg- nesinga. Var öll aðstaða fyrir mó- tið til mikillar fyrirmyndar. Kepp- endur létu vel af völlunum og móts- gestir rómuðu áhorfendabrekkuna sem er torfi þakin klöpp. Félags- heimilið reyndist vel á mótinu en þar er góð aðstaða fyrir veitinga- sölu og fullnægjandi hreinlætisað- staða. Framkvæmd mótsins gekk að mestu vel fyrir sig, eitthvað teygðist þó á dagskránni á laugar- dag og föstudag. Ástæðuna má sjálfsagt rekja til þeirra algengu mistaka að dagskráin hafi verið tímasett áður en ljóst var hver þátttaka í mótinu yrði. Tvísýn keppni í flestum greinum Keppni í flestum greinum móts- ins var jöfn og spennandi og bar þar að sjálfsögðu hæst baráttan um íslandsmeistartitilinn í tölti fullorðinna. Trausti Þór Guð- mundsson sem var efstur eftir for- keppnina á Muna frá Ketilsstöðum háði þar harða keppni við Rúnu Einarsdóttur á Dimmu frá Gunn- arsholti en varð að láta í minni pokann en úrslit réðust þó ekki fyrr en á yfirferðinni sem var síðasta atriði úrslitanna. Þetta mun í þriðja skiptið sem kona vinnur þennan eftirsótta titil. Áður hefur Olil Amble orðið íslandsmeistari í tölti en hún var fyrst til að vinna titilinn í tvígang. Tæplega er hægt að tala um að einhver einn keppandi hafi verið stjama mótsins að þessu sinni. Allir sigurvegarar þurftu að hafa • V. mikið fyrir að ná titlunum og bar keppnin þess greinileg merki. Sig- urbjörn Bárðarson sem verið hefur sigursælasturá íslandsmótunum sigraði nú í tveimur greinum auk þess sem hann var stigahæstur í Islenskri tvíkeppni og stigahæsti keppandinn á mótinu. Guðni Jóns- son vann nú sinn fyrsta íslands- meistaratitil í fimmgangi á Atlas frá Gerðum og Reynir Aðalsteins- son sigraði annað árið í röð í hlýðni- keppninni. Margir ungir og efnilegir kepp- endur voru í yngri flokkunum og geta jafnvel nokkrir þeirra staðið undir því að kallast góðir og má þar til dæmis nefna þá Guðmar Þór Pétursson og Daníel Jónsson sem eru báðir ungir að árum og miklir keppnismenn. Fleiri mætti nefna en þetta skal látið duga að sinni. Nýjung reynd í úrslitakeppninni Sú nýbreytni var nú reynd að kynna stöðuna í úrslitum að loknu hveiju atriði úrslitanna. Voru nokk- uð skiptar skoðanir manna á því hvort rétt væri að gera þetta en ýmsir vildu meina að þetta gæti hugsanlega boðið upp á hlutdrægni dómara. Ósagt skal látið um það en óneitanlega hleypir þetta fyrir- komulag meiri spennu í keppnina og hefur það sjálfsagt verið til- gangurinn með þessari tilhögun. Þáttur dómara á þessu móti vakti mikið umtal og tóku margir djúpt í árinni í gagnrýni sinni. Var það mikið misræmi milli einstakra dómara sem virtist fara helst fyrir brjóstið á mörgum. Óneitanlega munaði oft nokkru en hafa ber í huga að í forkeppni er strikuð út hæsta og lægsta einkunn og sé lit- ið yfir dómana sem gefnir voru út þar sem gat að líta niðurstöður hvers dómara fyrir sig er ékki hægt að sjá mikið um sláandi mun og heldur ekki að einhver einstakur dómari skeri sig áberandi úr. En í úrslitum þar sem ekki er strikað út hefur hver dómari sitt vægi sama hvort hann er á skjön við hina dómarana eður ei. í úrslita- keppninni var of mikið um að dóm- ari væri með keppanda í neðsta sæti meðan aðrir voru með þann sama í fyrsta eða öðru sæti eða öfugt. Greinilegt er að túlkun dóm- ara á því hvað er vel gert og hvað ekki var ekki sú sama í mörgum tilfellum. Það mætti halda að hið svokallaða dómaravandamál væri eilífðarvandamál því ekki kemur maður svo á mót að ekki sé verið að býsnast yfir þessum eða hinum dómaranum. Er því ekki óeðlilegt að spurt sé hvort sú fræðsla og endurhæfing sem dómurum býðst sé nægjanleg eða þá hvort rétt sé að henni staðið. í umræðu um þessa hluti má það heldur ekki gleymast að hér er um óvinsælt hugsjóna- starf að ræða og sjálfsagt takmörk fyrir því hvað hægt er að ieggja á fólk. Að síðustu er rétt að þakka bæði aðstandendum mótsins og keppendum fyrir gott íslandsmót því fullyrða má að tekist hafi að halda þeim gæðastimpli sem náðist á síðasta móti sem haldið var í Mosfellsbæ. Fróðlegt verður að fylgjast með hverjir fá það erfiða en eftirsótta hlutverk að halda íslandsmót að ári liðnu. Heildarúrslit Islandsmótsins urðu sem hér segir: Tölt 1. Rúna Einarsdóttir, Geysi á Dimmu frá Gunnarsholti,87.47. 2. Trausti Þór Guðmundsson, Herði á Muna frá Ketilsstöðum, 86.19. 3. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki á Skelmi frá Krossanesi, 84.27. 4. Erling Sigurðsson, Herði á Snjalli frá Gunnarsholti, 82.88. 5. Baldvin Ari Guðlaugsson, Sleipni á Trygg frá Vallanesi, 82.88. Fjórgangur 1. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki á Skelmi, 58.09. 2. Rúna Einarsdóttir, Geysi á Dimmu frá Gunnarsholti, 51.60. 3. Baidvin Ari Guðiaugsson, Sleipni á Trygg frá Vallanesi, 51.60. 4. Sigríður Benediktsdóttir, Fáki á Ár- vakri frá Enni, 51.17. 5. Einar Öder Magnússon, Sleipni á Þokka frá Syðra-Langholti, 48.79. Isiensk tvíkeppni Sigurbjörn Bárðarson, Fáki á Skelmi 138.16. Fimmgangur 1. Guðni Jónsson, Fáki á Atlasi frá Gerð- um, 56.60. 2. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki á Skjanna frá Kýrholti, 56.60. 3. Einar Öder Magnússon, Sleipni á Fálka frá Kýrholti, 56.20. 4. Eiríkur Guðmundsson, Geysi á Þráni frá Mosfelli, 54.80. 5. Tómas Ragnarsson, Fáki á Snúði frá Brimnesi, 55.80. Gæðingaskeið 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki á Snarfara frá Kjalardal, 111.5. 2. Erling Sigurðsson, Herði á Þrótti frá Tunguhálsi, 110. 3. Reynir Aðalsteinsson, Faxa á Tvisti frá Smáhömrum, 106.5. Skeiðtvíkeppni Erling Sigurðsson, Herði á Þrótti 156.20. Hlýðnikeppni B 1. Reynir Aðalsteinsson, Faxa á Tvisti frá Smáhömrum, 47.50. 2. Þórður Þorgeirsson, Geysi á Berki frá Vallanesi, 46.51. 3. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki á Skjanna frá Kýrholti, 42. Hindrunarstökk 1. María Dóra Þórarinsdóttir, Andvara á Y1 frá Hemlu. 2. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki á Hæring. 3. Sigurður V. Matthíasson, Fáki á Greiða. Stigahæsti keppandinn Sigurbjörn Bárðarson, Fáki 348.26. Tölt - unglingar 1. Halldór Viktorsson, Gusti á Herði frá Bjarnastöðum, 76. • 2. Jóhannes Ævarsson, Sörla á Sörla frá Hrólfsstöðum, 72.53. 3. Gísli Geir Gylfason, Fáki á Prinsi frá Kýrholti, 69.87. 4. Hjörný Snorradóttir, Fáki á Þyrni frá Söðulsholti, 69.07. 5. Berglind Árnadóttir, Herði á Loga frá Stokkhólma, 68.53. Fjórgangur - unglingar 1. Halldór Viktorsson, Gusti á Herði frá Bjamastöðum, 46.07. 2. Hjörný Snorradóttir, Fáki á Þyrni frá Söðulsholti, 46.07. 3. Gísli Geir Gylfason, Fáki á Prinsi frá Kýrholti 44.37. 4. Aron Sverrisson, Faxa á Drang frá Skarði, Landsv. 44.54. 5. Jón Þ Steindórsson, Fáki á Sörla frá Ragnheiðarstöðum, 43.86. Islensk tvíkeppni unglinga Halldór Viktorsson, Gusti á Herði 122.07. Fimmgangur - unglingar 1. Daníel Jónsson, Fáki á Glettu frá Gýgj- arhóli, 46.20. 2. Hjömý Snorradóttir, Fáki á Nökkva, 46.20. 3. Theódóra Mathiesen, Herði á Trausta frá Stóra-Lambhaga, 42,60. 4. Auðunn Kristjánsson, Fáki á Sif frá Keldudal, 44.20. 5. Gísli Geir Gyifason, Fáki á Hauki frá Presthúsum, 43.20. Hlýðnikeppni unglinga 1. Edda Sólveig Gísladóttir, Fáki á Seifi frá Hafsteinsstöðum. 2. Gunnar Reynisson, Faxa á Brellu frá Sigmundarstöðum. 3. Hjömý Snorradóttir, Fáki á Þyrni frá Söðulsholti. Stigahæsti keppandi unglinga Hjömý Snorradóttir, Fáki 181.64. Tölt - börn 1. Daníel Jónsson, Fáki á Geisla frá Kirkjubóli, 68.80. 2. Guðmar Þór Pétursson, Herði á Limbó frá Holti, 70.40. 3. Edda Rún Ragnarsdóttir, Fáki á Örv- ari frá Ríp, 69.60. 4. Sigríður Pétursdóttir, Sörla á Þokka frá Ríp, 65.07. 5. Björgvin_ Sigursteinsson, Faxa á Svartni frá Ásum, 62.40. Fjórgangur - börn 1. Guðmar Þór Pétursson, Herði á Vini frá Sauðárkróki, 44.37. 2. Edda Rún Ragnarsdóttir, Fáki á Örv- ari frá Ríp, 43.01. 3. Sigurður V. Matthtasson, Fáki á Kol- baki frá Árgerði, 42.50. 4. Einar Reynisson, Faxa á Hreinni og Beinni frá Sigmundarstöðum, 41.31. 5. Þóra Brynjarsdóttir, Mána á Gram frá Ingveldarstöðum, 43.69. íslensk tvíkeppni - börn Edda Rún Ragnarsdóttir, Fáki á Örvari 112.61. Hlýðnikeppni barna 1. Guðinar Þór Pétursson, Herði á Vini frá Sauðárkróki. 2. Sigrfður Pétursdóttir, Sörla á Þokka frá Ríp. 3. Guðríður Hallgrímsdóttir, Mána á Neista frá Vestra-Geldingaholti. Stigahæsti keppandi barna Guðmar þór Pétursson, Herði 132.07. ___________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Sumarbrids Rólegt var í Sumarbrids sl. fimmtu- dag. 44 pör mættu til leiks og var spil- að í 3 riðlum. Úrslit urðu (efstu pör): A-riðilI Ragnar Bjömsson — Þórarinn Árnason 254 Gróa Guðnadóttir — Guðrún Jóhannesdóttir 244 Jón Guðmundsson — Úlfar Guðmundsson 243 Guðmundur Kr. Sigurðsson — BjörnÁmason 241 Alfreð Kristjánsson — Guðmundur Sigursteinsson 238 Sigríður Ingibergsdóttir — Jóhann Guðlaugsson 236 B-riðill Guðbrandur Guðjohnsen — Magnús Þorkelsson 203 Bjami Pétursson — Sævin Bjarnason 183 Hjálmar S. Pálsson — Sveinn Sigurgeirsson 173 Albert Þorsteinsson — Jón Hersir Elíasson 166 Eiður Guðjohnsen — Gunnar Bragi Kjartansson 160 Rúnar Lámsson — Sigurður Lámsson 158 C-riðilI Hrólfur Hjaltason — Sverrir Ármannsson 197 Guðmundur Páll Arnarson — HelgiJónsson 178 Vilhjálmur Sigurðsson — ísak Örn Sigurðsson 176 Sigurleifur Guðjónsson — ValdimarElíasson 168 Ingólfur Böðvarsson — Sigríður Ottósdóttir 161 Anna Þóra Jónsdóttir — JacquiMcGreal 159 Og eftir 24 spilakvöld í Sumarbrids, er staða efstu spilara: Þórður Bjömsson 321, Murat Serdar 302, Lárus Hermannsson 220, Óskar Karlsson 220, Anton R. Gunnarsson 191, Jakob Kristinsson 169, Gylfí Bald- ursson 156, Hjördís Eyþórsdóttir 151, Lovísa Eyþórsdóttir 150, Guðlaugur Sveinsson 143, Gunnar Bragi Kjartans- son 143, Sigurður B. Þorsteinsson 136, Jón Hersir Elíasson 135, Eiður Guð- johnsen 124, Guðrún Jóhannesdóttir 122, Albert Þorsteinsson 116 og Sævin Bjarnason 112. Alls hafa 238 spilarar hlotið stig á þessum 24 spilakvöldum, þaraf 50 kon- ur. Meðalþátttaka er um 47 pör á kvöldi eða tæplega 200 spilarar viku- lega. Spilað verður fram undir miðjan september, eða þar til féllögin í Reykjavík fara að hugssa sér til hreyf- ings í haust. Allt spilaáhugafólíT er velkomið í Sumarbrids, meðan húsrúm leyfir. Húsið opnar kl. 17 þriðjudaga og fimmtudaga og hefst spilamennska í hveijum riðli um leið og hann fyllist. Vonlítið er að mæta eftir kl. 19 til þátttöku, og iðulega hefst spila- mennska í síðasta riðli um kl. 18.30- 18.45.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.