Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JULÍ 1989 33 ------------------------------ að vinna við vegagerð hjá móður- bróður sínum, Jóhanni Hjörleifs- syni, og eftir það varð vegagerðar- vinna hans aðalstarf. Hann var svo sem kunnugt er vegaverkstjóri um árabil hér á Snæfellsnesi, tók við því starfi af föðurbróður sínum Stefáni Kristjánssyni frá Ólafsvík. Hjörleifur naut ekki neinnar skólamenntunar í æsku utan venju- legs barnaskólanáms. Aðstæður leyfðu ekki slíkt. Hann var gott ■ dæmi um það hvernig sjálfsmennt- un á traustum menningarheimilum getur nýst þeim er leggja sig fram á því sviði, enda held ég að skortur á skólagöngu hafi ekki háð honum í margháttuðum störfum hans. Hjörleifur giftist árið 1943 eftir- lifandi konu sinni Kristínu Hans- dóttur frá Selhól á Hellissandi. Þau hófu búskap það ár í sambýli við foreldra hans í Hrísdal, en síðar reistu þau þar íbúðarhús og stofn- uðu nýbýli og þar bjuggu þau uns þau fluttust til Ólafsvíkur. Þeim hjónum varð átta barna auðið. Einn dreng misstu þau er hann var á öðru ári, en hin systkin- in eru uppkomin og hafa stofnað sín heimili. Eru þau öll hin mann- vænlegustu. Þau Hjörleifur og Kristín áttu sér \ fagurt heimili í Olafsvík og nutu sín þar vel listrænir hæfileikar konu hans. Mér í fersku minni er ég fyrst sá Hrísdalsbræður, þá Hjörleif, Kristján og Sigfús. Það var á íþróttamóti ungmannafélaganna á Snæfellsnesi á Hraunflöt í Helga- fellssveit fyrir 50 árum. Þeir bræð- ur voru í fremstu röð íþróttamanna í héraðinu á þeim árum og þar var sannarlega glæsilegur hópur. Mér hefir alltaf fundist síðan að þannig hljóti garpar landnámsalda að hafa litið út. Síðar átti ég eftir að kynnast Hjörleifi frekar er ég tengdist ætt- inni og varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með mannkosti hans við nánari kynni. Hann var mikið ljúfmenni. Vildi hvers manns vanda leysa og var ætíð reiðubúin að veita hjálparhönd ef hann gat því við komið. Mér er sagt að hann hafi í mörgu líkst móðurafa sínum, Hjörleifi Bjömssyni á Hofsstöðum. Hann var mikill ferðamaður og hafði gaman af að segja frá ýmsu er fyrir kom í þeim efnum þó að aðstæður væru breyttar frá tíð afa hans og bílar teknir við hlutverki fararskjótans. Þó hafði hann í ríkum mæli erft veiðimannseðlið frá afa sínum. Hann hafði mikið yndi af hvers konar veiðiskap. Gat hann alveg gleymt öllu öðru þegar hann sagði sögur af veiðiferðum sínum. Hjörleifur var mikill heimiiisfaðir svo sem hann átti kyn til og bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum og barnabörnum og var þeim góður félagi. Við vinir hans og venslamenn þökkum af alhug öll gömlu kynnin og geymum minningarnar um góð- an dreng. Guð styrki konu hans og vanda- menn í sorginni og blessi þeim allar minningarnar. Þráinn Bjarnason Hjörleifur Sigurðs- son fv. héraðssijóri frá Hrísdal — Minning Fæddur9. maí 1919 Dáinn 23. júlí 1989 Hjörleifur Sigurðsson, vinur minn og frændi, er látinn. Hann fékk hjartaáfall og lést á leið i sjúkrahús. Útför hans fer fram í dag frá Fáskrúðarkirkju, Mikla- holtshreppi, í sveitinni þar sem hann fæddist og átti heima í rúm 50 ár. Hjörleifur fæddist á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson bóndi og Margrét Hjörleifsdóttir, kona hans. Þau hófu búskap í Hrísdal í sömu sveit, þar sem þau bjuggu til dauðadags. Sigurður og Margrét í Hrísdal voru öllum sem þeim kynntust eftir- minnileg fyrir glæsileika, sterkan persónuleika og hæfileika til að gera lífið bjart í kringum sig. Þau settu sterkan svip á mannlífið á Snæfellsnesi og viðar á þessu tírna- bili, sem ekki gleymist. Þau eignuð- ust 11 mannvænleg börn, sem öll komust upp og hafa erft hæfileika foreldra sinna. Síðastliðið haust var skrifað um 100 ára minningu þeirra Hrísdalshjóna, Margrétar og Sig- urðar. Hjörleifur ólst upp í þessum stóra systkinahópi í Hrísdal og var elstur þeirra. Systkinahópurinn í Hrísdal vakti athygli fyrir sérlega glæsilegt yfirbragð. Það er bjart yfir fjöl- skyldunni í Hrísdal, fasið hlýlegt og traust. Hjörleifur bar vel þessi einkenni alla ævi. Hann var karl- menni að burðum, hár vexti, bjartur yfirlitum og samsvaraði sér vel, glæsilegur ungur maður. Hrísdals- bræður voru allir góðir íþrótta- menn. íþróttafélag Miklaholts- hrepps var á þessum árum í farar- broddi á íþróttamótum, með þá bræður fremsta í fiokki. Hjörleifur og Sigfús voru landskunnir íþrótta; menn á árabili í sögu íþróttanna. í íslenskri glímu voru Hrísdalsbræður í broddi fylkingar. Hjörleifur gekk í gegnum venju- legt skólanám, eins og þá var venj- an. Um 1930, 11 ára að aldri, fór Hjörleifur í vegavinnu, sem varð hans lífsstarf. Naut hann þar m.a. handleiðslu frænda sinna, Jóhanns Hjörleifssonar, vegaverkstjóra, móðurbróður síns, sem síðar varð yfirverkstjóri Vegagerðarinnar, og Sigurðar Jóhannssonar, vegamála- stjóra. Var Hjörleifur hamhleypa til starfa og naut sín vel við vegagerð, sem var á þeim árum átakavinna. Að leggja vegi um vegleysur og byggja brýr yfir ár og læki var hlut- verk sem féll vel að manngerð Hjör- leifs Sigurðssonar. Hann var nátt- úrubarn, hafði yndi af útiveru og naut þess vel að takast á við erfið verkefni og hafði til þess bæði kraft, áræði og meðfædda verk- lagni. Hann varð flokksstjóri í vega- gerð árið 1950 og verkstjóri 1958. Hann gekk í gegnum öll stig verk- stjóraþjálfunar og lauk þeim 1957. Hjörleifur hóf verkstjórn í vega- gerð á Norð-Austurlandi, m.a. á Langanesi. Þrjú ár starfaði hann í Árnessýslu og Reykjanesi, m.a. við lagningu Þrengslavegar. Hann tók við verkstjórn í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu þegar Jónatan Lífgjarnsson vegaverkstjóri féll frá og tók við hlutverki Björns Hildi- mundarsonar og varð vegaverk- stjóri í Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu allri er faðir minn, Stefán Kristjánsson, hætti störfum vegna aldurs. Síðar var þessu starfsheiti breytt í „héraðsstjóri". Hjörleifur lét af störfum árið 1984, að eigin ósk. Hafði hann þá starfað nær óslitið að vegagerð frá því að hann var unglingur 1930 — eða í 54 ár — þar af verkstjóri og héraðsstjóri frá 1958, eða í 26 ár. Hjörleifur var vinsæll í starfi og átti gott með að umgangast fólk. Vinnufélagar hans báru til hans hlýjan hug og mátu hann mikils. maí sl. þar sem hamingja og gleði sat í fyrirrúmi. Hann var yfirvegaður í hugsun og vildi leysa öll störf sín í sátt og samlyndi. Yfirmenn hans báru til hans fyllsta traust. Vegagerð á íslandi hefur ávallt verið erfið. Landslagi á okkar kæra landi er þannig háttað. Nútíma- tækni leysir þessi mál auðveldar í dag en áður var. Þessi fullkomnu tæki voru ekki til staðar fyrr en nú á síðustu tveimur áratugum. Hæfni verkstjóra við vegagerð hefur því ávallt haft mikla þýðingu á íslandi. Við vegagerð á Snæfellsnesi eru fyrir hendi allar þær torfærur sem vegagerðarmenn verða að glíma við. Hjörleifur Sigurðsson, vega- verkstjóri, stóðst vel það próf að leysa þessi verkefni. Þrátt fyrif íjár- magn af skornum skammti má hvarvetna sjá merki um stórvirki í vegagerð á þessum slóðum, og átti Hjörleifur sinn stóra hlut í að leysa þau á farsælan hátt. Hinn 23. júní 1943 var mesti hamingjudagur í lífi Hjörleifs. Þann dag kvæntist hann eftirlifandi eig- inkonu sinni, Kristínu Hansdóttur frá Selhól, Hellissandi. Þau hófu búskap í Hrísdal, stofnuðu nýbýli, Hrísdal II, þar sem þau áttu heimili í 33 ár. Þrátt fyrir fjarveru hús- bóndans á sumrin vegna starfa við vegagerð var búskapur þeirra hjóna farsæll á þessum árum. Reyndi þar á afburða hæfni Kristínar til allra starfa. Þau eignuðust 8 börn, en þau eru: Sigurþór, kvæntur Magndísi Alexandersdóttur, búsett í Stykkishólmi. Sigurður Grétar, sem þau misstu í bernsku 1946. Sigurður Grétar, kvæntur Elly Reneé Guðjohnsen, búsett í Reykjavík. Ríkharður, kvæntur Ingu Birnu Lúðvíksdóttur, búsett í Ólafsvík. Edda Björk, tvígift, síðari eiginmaður hennar, Þorvaldur Elíasson, lést í febrúar 1989, bú- sett í Þorlákshöfn. Jóhann Bjarni, kvæntur Særúnu Helgadóttur, bú- sett í Borgarnesi. Hjörleifur Krist- inn, kvæntur Magdalenu Hinriks- dóttur, búsett í Stykkishólmi. Björn Ægir, kvæntur Ragnhildi Thorlac- ius, búsett í Reykjavík. Barnabörnin eru 21. Öll eru börn þeirra efnis- fólk, sem erft hafa bestu kosti for- eldra sinna og bera vitni um gott uppeldi í föðurranni. Hafa foreldr- arnir ávallt vakað yfir velferð þeirra. Hjörleifur og Kristín fluttust til Ólafsvíkur 1976 og byggðu nýtt vandað hús að Miðbrekku 1, þar sem þau hafa átt heima síðan. Heimili þeirra er glæsilegt, ber sér- kennum þeirra beggja vitni, hlýlegt og traust. Listhæfileika Kristínar ber hvarvetna fyrir augu. Það leik- ur bókstaflega allt í höndum henn- ar, hvort sem um er að ræða hús- stjóm, útsaum, leirbrennslu, mynd- list o.fl. Hefur hún staðið fyrir nám- skeiðum í Ólafsvík og vakið sjálf- straust hjá fólki, ekki síst konum, á þessum vettvangi. Á listahátíðum í Olafsvík hafa verk eftir Kristínu vakið mikla athygli. Þau hjón, Hjörleifur og Kristín, hafa tekið virkan þátt í félagslífi í Ólafsvík, vinsæl og vel látin, enda fylgt þeim birta og gleði, sem bæt- ir mannlífið. Síðustu fjögur árin starfaði Hjör- leifur sem aðalvigtarmaður hjá Ólafsvíkurhöfn, umsvifamikið starf, ekki síst um hávetrarvertíð. Þetta trúnaðarstarf fórst honum vel úr hendi og naut hann trausts, jafnt viðskiptamanna sem yfirmanna. Hann ákvað að láta af störfum um sl. áramót og var ætlun þeirra hjóna að njóta efri ára í rólegheitum í samvistum við hinn stóra hóp ást- vina og huga betur að ýmsum áhugamálum, eftir því sem heilsa og kraftar Ieyfðu. Og í hópi ástvina var haldið upp á sjötugsafmælið 9. Verkalokin gerðu ekki boð á und- an sér. Hann fór í friði, sáttur við lífið, hafði skilað sínu lífsstarfi með fullum sóma. Hjörleifur hefur í gegnum árin 71 • . ; J / 1 i TTTi i i .i i/ '■ verið einn af mínum traustustu vin- um. Það hefur verið mér mikils virði að eiga hlýja vináttu og traust þessa frænda míns, sem á öilum tímum hefur verið reiðubúinn til starfa og viðræðna um lausnir á ýmsum mál- um, sem upp koma á löngum starfs- ferli. Nú þegar hann er allur er skarð fyrir skildi. Ég vil með þessum fátæklegu línum flytja bestu þakkir mínar og ijölskyldu minnar fyrir trausta vin- áttu og góð samskipti og samstarf við vin minn og félaga Hjörleif Sig- urðsson. Birta fylgir minningunni um hann. Ég flyt Kristínu og börnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að blessa þeim minninguna. Minning hans lifir. Alexander Stefánsson í dag verður til moldar borinn frá Fáskrúðarbakkakirkju frændi minn og vinur, Hjörleifur Sigurðs- son frá Hrísdal. Kallið kom óvænt og aldrei ei-um við viðbúin, þó svo að við höfum vitað að síðastliðin 10 ár hafi blundað með honum sá sjúkdómur sem lagði hann að velli, svo snöggt að morgni sunnudagsins 23. júlí sl. Þetta er lífsins gangur og því lögmáli verðum við að lúta. Hjörleifur fæddist 9. maí 1919 á Hofstöðum í Miklaholtshreppi, son- ur heiðurshjónanna Margrétar O. Hjörleifsdóttur og Sigurðar Krist- jánssonar síðar bónda í Hrísdal. Þau hjón eignuðust 11 börn og var Hjör- leifur elstur þeirra, þá Kristján, sem einnig er latinn, Sigfús, Kristjana Elísabet, Áslaug, Valdimar, Elín Guðrún, Olga, Magdalena Margrét, Anna og yngst Ásdís. Hjörleifur ólst upp í stórum systkinahópi við mikið ástríki for- eldranna, sem voru mjög samhent um að koma börnum sínum til manns, sem þeim tókst svo sannar- lega vel. Ekki var um langa skólagöngu að ræða á þeim árum, sem Hjörleif- ur var að alast upp, en hann fékk þá menntun sem þá tíðkaðist. Hann fór snemma að vinna til að létta undir með foreldrum sínum því að í þá daga runnu þær tekjur sem einhver í fjölskyldunni vann sér inn til heimilisins. Hann mun ekki hafa verið nema um 10 ára gamall, þeg- ar hann fór fyrst í vegavinnu, til móðurbróður síns, Jóhanns Hjör- leifssonar. Störf við vegagerð og samgöngur urðu síðar hans aðal- starf, fyrst sem vörubifreiðastjóri og flokkstjóri síðan vegaverkstjóri fráárinu 1958. Á unglingsárunum var hann oft vetrarmaður bæði á Hjarðarfelli hjá föðurbróður sínum, Guðbjarti bónda, og eins í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit. Hjörleifur kvæntist 23. júní 1943 Kristínu Hansdóttur frá Hellissandi, fædd 4. desember 1922. Hefja þau þá búskap í tvíbýli við foreldra hans í Hrísdal og búa fyrstu árin í sama húsi, en síðar byggja þau sitt eigið hús. Þau Hjör- leifur og Kristín eignuðust átta börn. Þau eru: Sigurþór f. 1943, maki Magndís Alexandersdóttir; Sigurður Grétar f. 1945 d. 1946; Sigurður Grétar f. 1947, maki Ellý Jóhansen; Ríkharður f. 1950, maki Inga Birna Lúðvíksdóttir; Edda Björk f. 1951, maki Þorvaldur Elís- son d. 1989; Jóhann Bjarni f. 1952, maki Særún Helgadóttir; Hjörleifur Kristinn f. 1957, maki Magðalena Hinriksdóttir; Björn Ægir f. 1963, sambýliskona Ragnhildur Thorla- cius. Heimili þeirra Hjörleifs og Kristínar var lengst af í Hrísdal epa til ársins 1976 að þau flytja til Ól- afsvíkur og reisa sér stórt og gott hús á Miðbrekku 1. Þessar breyt- ingar komu til af því að Vegagerð ríkisins var að færa aðsetur sitt til Ólafsvíkur. Hjá Vegagerðinni var hann síðan vegaverkstjóri til ársins 1985. Frá árinu 1985 og fram til síðustu áramóta starfaði Hjörleifur við Ólafsvíkurhöfn sem hafnarvörð- ur og vigtarmaður. Hér í Ólafsvík undi hann hag sínum vel, átti fallegt og myndar- legt heimili sem þau hjónin voru samhent með að búa sér. Til þeirra var ávallt gott að koma og alltaf var maður þar velkomin. En eflaust hefur hugur hans oft reikað til æskustöðvanna og oft var skroppið í sveitina þegar færi gafst. Nú síðast fyrir hálfum mánuði átt- um við yndislega helgi á æskustöðv- unum í Hrísdal, þar sem haldið var niðjamót hjónanna Margrétar og Sigurðar í Hrísdal. Það verða okkur ógleymanlegar stundir þar sem hann mætti, hrókur alls fagnaðar, með flesta sína afkomendur. Ég og ijölskylda mín eigum eftir að sakna frænda og vinar, því ekki verður lengur bankað á þvottahús- dyrnar, opnað og spurt „Er ekki einhver heima?“ Oft var setið í eld- húsinu og spjallað, hann var þá allt- af jafn hress og skemmtilegur. Mér fannst þá oft að ég heyrði og sæi afa minn í Hrísdal þegar Hjörleifur var að segja frá einhveiju, því þeir feðgar höfðu alveg sérstaklega skemmtilegan frásagnarhæfileika. Elsku Stína mín, við sendum þér og allri fjölskyldunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur og erum með ykkur í huganum á erfiðri stundu. Megi góður guð styrkja ykkur og blessa. Gréta Sú harmafregn barst að morgni síðastliðins sunnudags að mágur minn, Hjörleifur Sigurðsson fyrrum vegaverkstjóri, væri látinn. Hjörleifur fæddist á Hofstöðum í Miklaholtshreppi 9. maí 1919, sonur hjónanna Sigurðar Kristjáns- sonar frá Hjarðarfelli og Margrétar Oddnýjar Hjörleifsdóttur frá Hof- stöðum. Á Hofstöðum er hann með foreldrum sínum uns þau flytjast í Dal í sömu sveit og síðan í Hrísdal árið 1932 og við þann stað var hann jafnan kenndur síðan. Hjörleifur var elsta barn þeirra Hrísdalshjóna. Það lætur því að líkum að hann vai'ð snemma að taka til hendi og aðstoða foreldra sína við bústörfin á heimilinu. Þau systkinin urðu ellefu og því augljóst að mikið þurfti til framfærslu þess stóra hóps. Það kom því í hlut elstu bræðranna að afla tekna utan heim- ilis. Hjörleifur var aðeins ellefu eða tólf ára gamall er hann fór fyrst t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlót og útför HÖNNU ELSU JÓNSDÓTTUR, Meðalholti 4, Reykjavík. Herdís Þorsteinsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SÓLMUNDAR JÓHANNESSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar A-6 Borgarspítala. Lifið heil. Sigríður G. Elíasdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.