Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JUU 1989 -M-i--f-H——f—í-r-7—; M—rT^—' ' '; 15 Ofbeldi - börn — unglingar eftir Vilborgu G. Guðnadóttur Ofbeldi í barnaefiii Tilefni þessara skrifa minna er m.a. grein sem birtist fyrir stuttu hér í blaðinu. í greininni fjallaði Benedikt Jóhannsson sálfræðingur um barnaefni í sjónvarpi og það ofbeldi sem þar væri að finna. Hann lætur þess jafnframt getið að svo væri komið á hans heimili að yfír- leitt væri lokað fyrir útsendingar barnaefnis vegna ofbeldis í því. Ég er sammála Benedikt í því að það er allt of mikið um ofbeldi í því efni sem bömum er boðið upp á í sjónvarpi. Það er hægt að slökkva á tækinu á meðan börnun eru yngri og ekki farin að bera sig saman við félagana. Bömin eldast. og þá getur orðið erfiðara að stjórna því á hvað þau horfa eða að stand- ast röksemdafærslur sem þessar: „Það mega allir horfa á þetta nema ég. — Hvað á ég að segja þegar krakkamir komast að því að ég má ekki horfa?“ Erlendar athuganir hafa sýnt að það er mun meira um ofbeldi í því efni sem ætlað er börnum heldur en í efni sem ætlað er fullorðnum. Ofbeldi í klst. af bamaefni er að meðaltali um sex sinnum meira en í 1 klst. af efni sem ætlað er full- orðnum. Helsta breytingin sem á sér stað á ofbeldi í bamaefni yfir í ofbeldi í því efni sem ætlað er fullorðnum er sú að teiknimyndirn- ar víkja fyrir leiknum myndum. Við það verður ofbeldið raunverulegra og hrottalegra. Yfirleitt er lítið amast við því þó að börn horfi meira og minpa á þetta efni og e.t.v. er það ekki nema von þar sem ofbeldi er svo stór þáttur í öllu því efni sem í sjónvarpi er sýnt, hvort sem það em fréttir, myndir eða barnaefni. Áhrif ofbeldis Nú má e.t.v. spyija sem svo, hvort það geri börnum nokkuð til að horfa svona mikið á ofbeldi. „Þau vita að þetta er bara plat.“ Flestir sem athugað hafa þessi mál em sammála um, að það skaði böm að horfa mikið á ofbeldi. Sá skaði er margþættur og kemur m.a. fram í auknum pirringi og árásargirni hjá bömunum. Þau læra einnig ótrúlega margar tegundir ofbeldis og virðist sem fjölbreyti- leikinn sé nær óþqotandi. Komið hefur einnig í ljós að mörg þessara bama láta í ljós minni tilfinningar ef ofbeldi á sér stað í þeirra eigin lífi eða í nánasta umhverfi. Það sem e.t.v. er ömurlegast af öllu er að þau fara að líta á ofbeldi sem eðli- legan og sjálfsagðan hlut í mann- legum samskiptum. Bæði börn og fullorðnir em oft svo heilaþvégin að þau gera sér ekki alltaf grein fyrir því að um ofbeldi sé að ræða, sem þau horfa á eða verða vitni að. Finnst það jafnvel fyndið þegar verið er að misþyrma fólki eða dýmm og finna ekki fyrir þeirri samkennd og þörf fyrir að hjálpa sem er svo mikilvæg- ur þáttur í mannlegum samskiptum. Ekki má líta á þessi skrif mín ING þannig að börnum sé ekki boðið upp á neitt nema ofbeldi í bamaefni sjónvarps. Fjarri fer því. Nokkur hluti bamaefnis er góður og ber að þakka það. Sérstaklega er inn- lenda efnið gott. Því miður er þetta innlenda og góða efni enn of lítill hluti af dagskránni. Við megum ekki gefast upp og láta ofbeldið flæða óhindrað yfír bömin okkar. Það er engin afsökun eða lausn að segja við foreldra að þeir geti bara slökkt á tækinu. Málið er mun flóknara en svo eins og ég minntist á að framan. Ég vil beina þeim orðum til for- ráðamanna bamaefnis í sjónvarpi að þeir verði gagnrýnni á val efnis en hingað til hefur verið. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að velja efni í sjónvarp fyrir böm. Stundum fínnst mér eins og þeir sem það annast geri sér ekki fyllilega grein fyrir áhrifamætti sjónvarpsins. Börn - unglingar í sjónvarpsfréttum fyrir stuttu var verið að fjalla um það hvort það hefði orðið merkjanleg aukning á ofbeldi hér á landi undanfarið. Aðal- lega var verið að frjalla um ofbeldi meðal unglinga. Viðmælendur sem voru lögreglumenn töldu ekki að um aukningu væri að ræða. Þeir sögðu hins vegar að ofbeldið hefði breyst, þ.e. komin meiri harka og grimmd í það og jafnframt að árás- um að tilefnislausu eða tilefnislitlu færi fjölgandi. Annar lögreglumannanna kom inn á athyglisvert efni þegar hann sagði að heimilin væru bestu lög- reglurnar. Þarna er ég sammála. Ekkert getur komið í staðinn fyrir eða bætt upp að fullu gott heimili. Það er heimilanna að veita stuðning og aga. Börn og unglingar sem njóta þeirra forréttinda að alast upp á góðum heimilum taka með sér gott veganesti út í lífíð og eru mun bet- ur undirbúin heldur en þau börn sem ekki njóta þessara forréttinda. Ég ræði um forréttindi vegna þess að því miður er allt of stór hópur barna og unglinga sem ekki á kost á góðu heimilislífi hversu mjög sem þau óskuðu þess. Hvað er þá hægt að segja að sér gott heimili? Gott heimili er það heimili, þar sem for- eldrarnir veita baminu ást, öryggi og virðingu. Þar sem barnið er metið að verðleikum eins og það er en ekki eins og foreldrarnir ósk- uðu sér helst að það væri. Ein af gmndvallarþörfum mannsins er þörfín fyrir öryggi. Því miður alast mörg böm upp við tölu- vert öryggisleysi. Hin mikla úti- vinna foreldra ásamt óöryggi í dag- vistunar- og skólamálum eiga þar stóran þátt. Gagnslaust er fyrir foreldra að fara fram á trúnað við böm sín eða að grípa í taumana með boð og bönn varðandi hegðun, vini, útivist- artíma o.fl. þegar börnin em orðin að unglingum ef þau hafa ekki ræktað sambandið í gegnum árin. Gmnnurinn að traustu sambandi á milli foreldra og barna er ekki lagð- ur í fljótheitum. Sem skólahjúkmnarfræðingur verð ég töluvert vör við það að mörgum bömum líður ekki vel and- lega. Það .væri jú undarlegt ef ástandið í þjóðfélaginu endurspegl- aðist ekki í börnunum. Sérstaklega finnst mér áberandi hve mörgum unglingum líður illa. Það er e.t.v ekki svo undarlegt þar sem ungl- ingsárin em oft stormasöm. Hveij- um unglingi er nausynlegt að hafa sterkan stuðning og bakhjarl heima fyrir til aðstoðar þegar á þarf að halda. Allt of stór hópur unglinga hefur ekki þennan bakhjarl og við það skapast oft erfiðleikar sem hægt hefði verið að komast hjá. Því oft em þetta mál sem góð fjöl- skylda getur rætt og leyst í samein- ingai- Algengt er að fá keimlík svör þegar spurt er hvort þau hafi rætt málin við foreldrana: „Það þýðir ekkert, þau hafa engan áhuga. — Við höfum aldrei getað talað saman í alvöm. — Þau era aldrei heima. — Þau hafa nægar áhyggjur samt. Þeim er alveg sama um mig.“ Að hjálpa undir svona kringum- stæðum getur oft verið erfitt. Lausnin virðist svo einföld en leiðin að henni er oft torveld. Aðalhjálpin getur verið fólgin í því að hlusta þegar unglingurinn hefur þörf fyrir að tala. Jafnframt að hvetja hann til þess að reyna að ræða málin heima. • Eftir að ég hóf störf sem skóla- hjúkmnarfræðingur hafa vaknað hjá mér ýmsar spurningar s.s.: „Hvernig er þetta þjóðfélag sem við Vilborg G. Guðnadóttir „Gagnslaust er fyrir foreldra að fara fram á trúnað við börn sín eða að grípa í taumana með boð og bönn varðandi hegðun, vini, útivist- artíma o.fl. þegar börn- in eru orðin að ungling- um ef þau hafa ekki ræktað sambandið í gegnum árin.“ búum í? — Hvar á forgangslistanum koma börnin? — Hvers vegna elt- umst við svona við fánýta hluti? — Hvernig líður þeim börnum og því fólki almennt sem verður undir í menntunar- og prófgráðukapp- hlaupinu?“ Samkvæmt heimildum þurfa 2.000-2.500 grannskólanemendur á Reykjavikursvæðinu á einhvers konar námsstuðningi að halda. Mér finnst því ekki vera gefinn nægileg- ur gaumur, að bami sem líður illa á oft í erfíðleikum með nám. Ráða- menn skólamála ættu að huga bet- ur að því, að aukning stuðnings- og sérkennslu leysir ekki alltaf vandann. Orsökin er þvi miður oft andleg vanlíðan vegna félagslegra erfiðleika og þar kemur aukinn námsstuðningur að litlu gagni. Lokaorð Ég hef það á tilfínningunni að þjóðfélagið okkar eins og það er i dag henti illa bömum og eldra fólki. Það hlýtur að vera kvíðaefni að eld- ast og verða gamall. Gamalt folk er talið baggi á þjóðfélaginu og er alls staðar fyrir. Það hlýtur að vera kvöl og niðurlæging að búa við slíkt. Ekki þarf annað en að líta á dagvistunar- og skólamál til þess að sjá hvað börn em lítils metin. íslenskt þjóðfélag í dag hentar sennilega best hraustum, velmennt- uðum og hörðum „uppum“ á frama- braut. Að ætla sér að kenna efnisvali í sjónvarpi um vanlíðan margra bama og unglinga í dag er óraun- hæft þvi vandinn er margþættari en svo. Samt sem áður er það stað- reynd að „það læra börnin sem fyr- ir þeim er haft“ hvort sem það er gott eða illt. Hvað sem öllum fræð- ingum líður þá þekkja foreldrarnir bömin sín best og em færastir um að ala þau upp og uppfylla þarfir þeirra. Þess vegna langar mig að lokum að koma með nokkur atriði til umhugsunar og jafnvel stuðnings fyrir foreldra. Þetta em engin ný sannindi eða uppfundin af mér en hafa reynst mörgum foreldmm vel í gegnum árin til þess að stuðla að hamingjusamara fjölskyldulífí: 1. Það er mikil ábyrgð sem fylg- ir því að eignast barn og koma því til þroska. 2. Börn hafa þörf fyrir ást og að finna það að þau séu elskuð. Það er ekki nóg að vita það ef þau finna það ekki. Ræðið við þau um tilfinningar eins og ást, væntum- þykju, reiði, vonbrigði. 3. Böm hafa þörf fyrir að trúa á sjálf sig. Hrósið þeim. Ekki gera óraunhæfar kröfur til þeirra. Börnin verða öraggari og jákvæðari. 4. Reynið að leysa deilumál á jafnréttisgmndvelli. Þá upplifir barnið sig ekki sem tapara. 5. Þó svo að barnið verði uppvíst að einhverju neikvæðu s.s. hnupli eða ósannsögli er oftast enginn voði á ferðum. Margt af þessu er algengt og eðlilegt á vissum aldri. Ræðið málin opið og jákvætt. Helstu heimildir: Rothenberg, M.B.: Television and childr- en, Pediatr. Rev. 1980. Rothenberg, M.B.: Effect of T.V. violence on children and youth, J.A.M.A. 1975. Thomas S. Gordon, Samskipti foreldra og bama, 1986. Piaget, J. and Inhelder, B.: The psycho- logy of the child, 1969. C. Edelmann, C.L Mandel, Health por- motion throughout the lifespan, 1986. Höfundur er hjúkrunarfræðingur \ á Heilsugæslustöð Miðbæjar/Austurbæjarskóla. Mikið úrval gastækja í Olísbúðinni færðu gastæki í ferðalagið, tjaldvagninn, hjólhýsið, húsbílinn, bátinn og sumarbústaðinn. Mikið úrval af gasofnum, gaseldavélum gaslömpum, jafnvel gasísskápum. Einnig tengihluti fyrir gasiagnir. Hafðu samband og fáðu allar upplýsingar hjá fagmönnunum á staðnum. M búðin Vagnhöfða 13, Sími 91-672324 MASE RAFSTÖÐVAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.