Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 43
KNATTSPYRNA / VALLARMAL MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989 43 Þessi mynd vartekin í landsieik á Laugardals- vellinum. Eftir nýjar reglur hjá UEFA geta áhorfendur ekki staðið á stæðunum á móti stúkunni á Laugardals- vellinum. Aðeins má selja miða í númeruð sæti. Miklar breytingar verða að gera á Laugar- dalsvellinum, ef hann á að vera löglegur. Laugardalsvöllurinn ólöglegurfyrir HM 1994: HM-leikir verða aðeins leiknir á völlum sem eru með númeruð sæti „Þetta verður vandamál hjá okkur, en ég tel þetta rétta stefnu hjá FIFA," ^ segir Ellert B. Schram, formaður KSÍ „ÞETTAer rétt stefna og að- gerðir sem þessar eru gerðar til þess að þeir sem koma á knattspyrnuvellina hafa það sem þægilegast," sagði Ellert B. Schram, formaður Knatt- spyrnusambands íslands, þeg- ar hann var spurður um sam- þykkt alþjóða knattspyrnusam- bandsins FIFA - um að að allir leikir í undankeppni heims- meistarakeppninnar í Banda- ríkjunum 1994 geti aðeins farið fram á leikvöllum sem bjóða áhorfendum eingöngu upp á sæti og það númeruð sæti. forkeppni heimsmeistarakeppn- innar 1994, sem hefst 1992, sagði hann: „Við munum óska eftir undanþágu fyrir næstu heims- meistarakeppni. Um að fá að leika á vellihum við þær aðstæður sem eru fyrir. Með undanþágu munum við vinna tíma til að byggja völl- inn upp.“ Sem betur fer hefur ekkert al- varlegt óhapp komið upp á Laug- ardalsvellinum og við munum segja frá því þeger sótt verður um undanþágu,“ sagði Júlíus. essar reglur taka gildi 1992, en þá hefst undankeppnin. „Auðvitað verður þetta geysilegt vandamál fyrir okkur hér á íslandi. Við eigum enga leikvelli sem hafa upp á að bjóða góðar aðstæður fyr- ir áhorfendur. Laugardalsvöllurinn tekur um 3.500 áhorfendur í sæti, sem eru þó ekki númeruð. Það gef- ur auga leið að ef númeruð sæti verða sett í stúkuna á Laugardals- vellinum mun hún taka innan við 3000 áhorfendur í sæti. Það yrði fámennt á landsleikjum í Laugar- dalnum við óbreyttar aðstæður,“ sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ. - Ellert sagði að þar sem KSÍ ætti ekki Laugardalsvöllinn væri það mál borgaryfirvalda að athuga málin. „Við hjá KSÍ höfum bent borgaryfirvöldum á að það verði að gera bragarbót á Laugardalsvellin- um. Það er ljóst að aðsókn á knatt- spyrnuleikjum myndi stóraukast ef áhorfendum yrði boðið upp á full- koma aðstæðu þar sem vel færi um þá,“ sagði Ellert, en hann er ein- mitt formaður þeirrar nefndar hjá Knattspymusambandi Evrópu, UEFA, sem tekur út leikvelli og samþykkir að leiknir séu stórleikir á þeim. „Við hjá FIFA gerum allt til að ró og spekt verði á knattspymu- leikjum - eftir harmleikina sem hafa orðið undanfarin ár. Allir al- þjóðlegir leikir eiga fara fram við bestu aðstæður og það er stefnan að allir alþjóðlegir leikir félagsliða og landsleikir verði leiknir á völlum sem bjóða aðeins upp á sæti. Það verður ekki selt inn á stæði á leik- völlum,“ sagði Sepp Blatter, ritari FIFA. „Vandamál sem við verðum að taka á“ - segirJúlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „Sækjum um undanþágu fyrir Laugardalsvöllinn" Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta er vandamál sem við verðum að taka á. Ég hef rætt við Ellert B. Schram, formann Knattspyrnu- sambands íslands út af þessu máli,“ sagði Júlíus Hafstein, form- aður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Nei, við munum ekki fara í það að byggja upp sérstakan þröngan knattspymuvöll. Hann mun koma upp í framtíðinni. Það er ákveðið að gera miklar endurbætur á Laugardalsvellinum - bæði vegna aðstöðu fyrir áhorfendur og einnig verður aðstaða fyrir frjálsar íþróttir endurbætt. Það verður að gera fyrr en síðar,“ sagði Júlíus. Þegar Júlíus var spurður um KNATTSPYRNA / 1. DEILD Fylkir skelKi Þór ÚRSLIT 3. DEILD A: Afturelding — ÍK..................0:7 — Ómar Jóhannsson 3, Hörður Magnússon 2. Steindór Elísson, Júlíus Þorfmnsson. Grótta — Grindavík................0:2 — Þórarinn Ólafsson, Hjálmar Hallgríms- son. Víkveiji — Lciknir................3:0 Svavar Hilmarsson 2, Bergþór Magnússon. Reynir S. — Hveragerði............2:3 Ævar Finnsson, Valdimar Júlíusson — Kristján Theódórsson 2, Ólafur Jósefsson. 3. DEILD B: Magni — Þróttur N.................3:2 Jón Ingólfsson, Heimir Ásgeirsson, Reimar Helgason — Guðbjartur Magnason, Hörður Rafnsson. 4. DEILD B: Geislinn — Haukar.................1:6 Ingvar Pétursson — Kristján Kristjánsson, Hermann Guðmundsson, Páll Poulsen, Gauti Marinósson, Valdimar Sveinbjöms- son, Helgi Eiríksson. 4. DEILD D: Æskan — HSÞ-b.....................6:4 Baldvin Hallgrímsson 3, Gunnar Berg 2, Stefán Rögnvaldsson - Viðar Siguijónsson 3, Stefán Guðmundsson. m Valur Ragnarsson, Örn Valdi- marsson, Baldur Bjarnason, Fylkir, Baldvin Guðmunds- son, Þór. FYLKISMEIMN gerðu góða ferð til Akureyrar í gærkvöldi - þar sem þeir náðu að skelia Þórs- urum, 3:1. Við þetta æsist leik- urinn á botni 1. deildar, þar sem fjögur félög eru með tíu stig; Keflavík, Víkingur, Fylkir og Þór. „Þetta voru mjög dýr- mæt þrjú stig fyrir okkur. Við komum hingað til að gefa allt sem við áttum í leikinn og vinna sigur. Það tókst og nú er bara að fylgja þessu eftir og rífa sig frá botninum,“ sagði Valur Ragnarsson, fyrirliði Þórs. Leikurinn fór rólega á stað, enda aðstæður ekki góðar - völlurinn rennandi blautur og var því knatt- spyman eftir því. Fylkismenn voru ákveðnari í byijun Reynir og fékk Baldur Eiríksson Bjamason fyrsta s,knf‘3r tækifæri leiksins - fraAkureyn . 2g_ mín_ Baldvin Guðmundsson, markvörður Þórs, sá við honum og stökk eins og köttur og gómaði knöttinn á elleftu stundu. Aðeins þremur mín. seinna skoraði Örn Valdimarsson glæsi- mark fyrir Fylki, 0:1. Örn fékk knöttinn 20 m frá marki og var hann ekki að tvínóna við hlutina - heldur sendi þrumufleyg að marki Þórs. Knötturinn skall á þverslánni og þeyttist þaðan í netið út við stöng. Gústaf Víflisson bætti öðm marki við, 0:2, eftir að varnarmenn Þórs höfðu sofnað á verðinum, en á síðustu sek. fyrri hálfleiksins náði Þorsteinn Jónsson að minnka mun- inn, 1:2, fyrir Þór. Seinni háifleikur var bragðdaufur og þegar sex mín. voru til leiksloka gulltryggði Baldur Bjamason sigur Fylkis, 1:8. Örn Valdimarsson skoraði glæsi- mark á Akureyri. ÍÞRÓmR FOLK H ÞÓRSARAR hafa fengið Bandaríkjamann við liðs sig í körfuknattleik. Það er Brad Hag- wood, 28 ára, svartur á hörund. Hann er 2,06 m hár. ■ ÓLAFUR Hilmarsson hefur gengið til liðs við Þór í handknatt- leik, en hann lék með KA. Þá mun Sigurður Pálsson, sem lék með Haukum, einnig leika með Þórslið- inu. Þór-Fylkir 1 : 3 íslandsmótið i knattspymu 1. deild, Akureyrarvöllur, föstudagur 28. júlí. Mark Þórs: Þorsteinn Jónsson (45.). Mörk Fylkis: Öm Valdimarsson (29.), Gústaf Vífelsson (35.), Baldur Bjarnason (84.). Gul spjöld: Baldur Bjamason (65.), Luca Kostic (55.), Ólafur Þorbergsson (57.) Rautt spjald: Ólafur Þorbergsson (83.) Dómari: Gísli Guðmundsson. Áhorfcrndur: 617. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Luca Kostic, Nói Björasson, Þorsteinn Jónsson (Bjami Sveinbjörnnson 70 min.), Bqan Tanevski, Birgir Karlsson, Július Tryggvason, Sveinn Pálsson, Hlynur Birgisson, Ólafur Þorbergsson, Kristján Kristjánsson (Sœvar Ámason 63.). Lið Fylkis: Guðmundur Baldursson, Valur Ragnarsson, Gústaf Vffilsson (Jón B. Guð- mundsson 60.), Pétur Óskarsson, Guðmundur Magnússon (Ólafur Magnússon 77.), Hilm- ar Sighvatsson, Anton Jakobsson, Baldur Bjarnason, Örn Valdimarsson, GIsli Hjálmtýs- son, Loftur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.