Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 4
G 4 es(?r naaMagsn .6 auoAanAouAJ aiaAjamioaoM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 ísland - Lúxemborg: Samningur um gagn- kvæmt félagslegt öryggi Brussel. Frá Krislófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. SAMNINGUR um gagnkvæmt félagslegt öryggi á milli íslands og Stórhertogadæmisins verður undirritaður í Lúxemborg á mánudag. Samningurinn gerir ráð fyrir því að þegnar beggja rikjanna njóti fé- lagslegs öryggis, s.s. trygginga, í hvoru landi um sig. fyrir hönd Stórhertogadæmisins. Að athöfninni lokinni gefst Guðmundi Bjarnasyni tækifæri á að kynna séi heilbrigðisþjónustu í Lúxemborg. Stór íslendingabyggð hefur verið um árabil í Lúxemborg, fyrst og fremst í kringum flugstarfsemi ýmiss konar. íslendingar sem hafa verið búsettir þar hafa fyrirgert rétt- indum sínum á íslandi og hafa þess vegna ekki notið lágmarks öryggis í tíðum heimsóknum sínum til föður- landsins. Minniháttar' óhapp eða sjúkrahúsvist á meðan á íslandsdvöl stendur hefur kostað umtalsverða peninga. Þorbjörg Jónsdóttir, sem er í stjórn íslendingafélagsins í Lúx- emborg, sagði að fljótt á litið væri þessi samningur merkur áfangi fyrir Islendinga þar. Enn hefði ekki gef- ist tækifæri til að fara ofan i saum- ana á samningnum en helstu VEÐUR áhyggjuefni íslendinga í Lúxemborg hefðu auk öryggisleysis í heimsókn- um til íslands verið skipan eftir- launa, sérstaklega með tilliti til þess að margir vildu flytja til íslands þegar þeim áfanga væri náð. Samningurinn tekur til sjúkra- og fæðingartrygginga í báðum löndun- um, sömuleiðis vinnuslysa- og at- vinnusjúkdómatrygginga, elli- og örorkulífeyris, lífeyris eftirlifandi maka og atvinnuleysistiygginga. Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, undirritar samninginn í umboði Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, fyrir hönd íslands, en Johny Lahure, félagsmálaráðherra Lúxemborgar, Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá undirritun samningsins í Ráðherrabústaðnum. F.v. Knútur Halls- son ráðuneytisstjóri í menntamálaráðneytinu; Markús Orn Antonsson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, Hans Kristján Arnason stjórnarformað- ur Stöðvar 2, Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Kristín Jó- ------------------- hannesdóttir kvikmyndaleikstjóri. Norrænn kvikmynda- og sjónvarpssjóður: Sjónvarpið og Stöð tvö standa saman að verkefiiinu Sto&isamningur um norrænan kvikmynda- og sjónvarpssjóð var undirritaður af íslands hálfú í gær. Samningurinn er gerður milli norrænu ráðherranefhdar- innar, kvikmyndastofiiana og sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum, VEÐURHORFUR I DAG, 9. DESEMBER. YFIRLIT í GÆR: Hæg suðvestan- og vestanátt víðast hvar á landinu. Léttskýjað var á Suðaustur- og Austurlandi en annars skýjað. Þokumóða var á suðvestanverðu landinu. Hiti var 0-8 stig. SPÁ: Suðaustangola eða kaldi og þokumóða við suðvesturströnd- ina og sunnanverða Vestfirði, en hæg norðan- og norðvestangola á Norðausturlandi. Annars staðar að mestu hægara og skýjað, en úrkomulaust. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðaustanátt, víða all- hvöss um sunnan- og vestanvert landið en hægari norðan- og norðaustanlands. Úrkomulaust eða úrkomulítið á norðanverðu landinu en rigning í öðrum landshlutum. Hiti 3-5 stig. TAKN: Heiðskírt •á Léttskýjað á HáHskýjað Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 graður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka Þokumóða ’, > Súld CO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 f gær að ísl. tíma hlti veöur Akureyri 6 skýjað Reykjavík 7 þokumóða Björgvin 6 skýjað Helsinki +8 snjókoma Kaupmannah. 6 skýjað Marssarssuaq a-3 skýjað Muuk +2 léttskýjað Ósló 0 snjókoma Stokkhólmur léttskýjað Þórshöfn e alskýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 7 skýjað Barcelona 15 mistur Berlín 2 rigning Chicago +10 hálfskýjað Feneyjar vantar Frankfurt vantar Glasgow vantar Hamborg vantar Las Palmas 21 skýjað London 7 alskýjað Los Angeles 14 heiðskírt Lúxemborg 2 hálfskýjað Madrid 11 súld Malaga 17 skúr Mallorca 18 skýjað Montreal +22 léttskýjað New York +5 alskýjað Oriando 20 alskýjað Paris 5 léttskýjað Róm 13 rigning Vin 2 léttskýjað Washington +3 snjókoma Winnipeg +11 snjókoma en firamlög skiptast jafht milli þessara aðila. Þetta er fyrsta norræna verkefhið sem Sjón- varpið og Stöð tvö standa að í sameiningu, en Kvikmyndasjóður íslands á einnig aðild að samn- ingnum. Stofiifé sjóðsins er 405 milljónir króna og gert er ráð fyrir að fyrsta úthlutun fari fram á fyrri hluta næsta árs. Eiður Guðnason alþingismaður hóf máls á stofnun sjóðsins innan Norðurlandaráðs. „Þegar ljóst var að ekki yrði af norrænu samstarfi um Nordsat eða Tele-x fjarskipta- hnettina tók hugmyndin um sjón- varps- og kvikmyndasjóð að mótast. Málið gekk sérstaklega fljótt og vel eftir og á þremur árum varð hug- myndin að veruleika," segir Eiður. Sjóðurinn mun hafa aðsetur í Stokkhólmi. Yfir honum er fimm manna stjóm og fulltrúi íslands þar Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi og fyrrum sjónvarpsmaður, en vara- maður hans Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri. Markmið sjóðs- ins verður að efla framleiðslu kvik- mynda og sjónvarpsefnis á Norður- löndum og stuðla að tryggri dreif- ingu þess. Framleiðendur geta sótt um fjár- veitingu úr sjóðnum og framlög verða hvorki háð því að um sameig- inlegt verkefni tveggja eða fleiri Norðurlanda sé að ræða, né að við- fangsefnið sé sérstaklega norrænt. Við úthlutanir verður tillit tekið til ljstrænna þátta og hvort verkin virð- ist vel fallin til dreifingar á Norður- löndum. Sérstök áhersla verður sam- kvæmt reglum sjóðsins lögð á fram- leiðslu efnis fyrir börn og unglinga. íslenskar sjónvarpsstöðvar greiða 1% af framlagi norrænna stöðva í sjóðinn og Kvikmyndasjóður íslands greiðir 1%. Þetta þýðir 1,5 milljónir á Kvikmyndasjóð og 750 þúsund krónur á hvora sjónvarpsstöð. Hlut- ur ríkisins greiðist hins vegar af norrænu fé. Kveikt á jólatrénu á Austurvelli á morgun JÓLASTEMMNING verður á Austurvelli á morgun. Þá mun Per Aasen, sendiherra Nor- egs á íslandi, afhenda Davíð Oddssyni, borgarstjóra, jóla- tré frá Óslóarbúum. I rúm þrjátiu ár hefur Óslóborg sýnt Reykvík vinarbrag með þess- um hætti. Borgarstjóri mun veita trénu viðtöku fyrir hönd borgarbúa kl. 16, en þá verður kveikt á jólatrénu. Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur jólalög á Austurvelli frá kl. 15.30, en athöfninni lýk- ur með því að Dómkórinn syng- ur jólasálma. Fyrstu jólasveinamir koma til Reykjavíkur á morgun, en þeir koma fram eftir að kveikt verð- ur á jólatrénu. Yfimmboðsmað- ur jólasveinanna, Ketill Larsen, hefur frétt frá Askasleiki, for- ingja jólasveinanna, að þeir munu þá skemmta bömum jafnt sem fullorðnum. Jólasveinarnir koma fram á þaki Nýja Köku- hússins strax að lokinni athöfn- inni við jólatréð. Framkvæmdastjórn EB: Tillögur um innflutn- ingsleyfi fyrir saltfísk Strassborg. Frá Kristófer M. Kristinssyni FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópubandalagsins (EB) gekk í gær frá tillögum um innflutnings- heimildir á salt fiski á lækkuðum tollum til EB á næsta ári. Sam- kvæmt tillögunum er gert ráð fyrir að heimila innflutning á 49.000 tonnum af saltfiski með Bjó til sögu um hnífaárás 16 ARA piltur sem um síðustu helgi sagðist hafa orðið vitni að því er maður stakk annan með hnifl, hefur játað að um tilbúning sinn hafi verið að ræða. Pilturinn gaf sig fram við lög- reglu í miðbænum um síðustu helgi og sagðist hafa séð menn í átökum í porti BSR við Lækjargötu og hefði einn tekið upp hníf og stungið anhan í lærið. Við athugun lögreglu kom ekkert í ljós sem renndi stoðum und- ir frásögn piltsins og hefur hann nú játað að hún hafi verið tilhæfulaus. fréttaritara Morgunblaðsins. 9% tolli og 1000 tonnum af söltuð- um flökum með 12% tolli. Jafh- firamt leggur framkvæmda- stjórnin til að leyfður verði inn- flutningur á 500 tonnum af skreið með 10% tolli. Tillögur framkvæmdastjómar- innar eru nokkuð í samræmi við samþykktir ráðherrafundar um sama efni í fyrra. Samkvæmt heim- ildum í Brussel eru taldar góðar líkur á því að tollur á blautverkuð- um saltfiski lækki í meðfömm ráð- herranefndarinnar í 6-7% en magn- ið verði óbreytt. Tillögumar vom til meðferðar í vinnuhópi sérfræðingá frá aðild- arríkjunum í Brussel í gær. Ekki náðist samstaða um tillögurnar fyrst og fremst vegna andstöðu Suður-Evrópuríkja við 9% toll sem þær telja of háan. Reiknað er með því að fastafull- trúar aðildarríkjanna fjalli um til- lögumar á miðvikudag og þær fari fyrir ráðherrafund sem verður í Bmssel 18. og 19. desember nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.