Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 46
46 MORQyNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989, FRÓÐLEGIR MAJVNLÍFSÞÆTTIR Bætum aðstæður til uppeldis og undir- stöðumenntunar 8JORNjÓNSSONLÆKNm GHMPAR Bókaflokkurinn „Aldnir hafa oröið“ varðveitir hinar merkileg- ustu frásagnir eldra fólks af at- burðum löngu liðinna ára og um það sjálft, atvinnuhættina, siðvenjumar og bregður upp myndum af þjóðlífinu, örum breytingum og stórstígum framförum, þótt ekki sé um samfelldar ævisögur að ræða. Þau sem segja frá eru: Bjami Jóhannesson, Einar Malmquist, Eiríkur Bjömsson, Guðný Pétursdóttir, Ketill Þórisson, Þorsteinn Guðmundsson og Þórður Oddsson. Þetta er síðasta bókin í þessum þekkta bókaflokki. Mannlif þessarar bókar er óvenju auðugt. Lesandinn kynnistfyrst þrem afbragðsskáldum, þeim Heiðreki Guömundssyni, Ólafi Jóhanni Sigurðssyni og Þorsteini Valdimarssyni. Þá koma vísinda- mennirnir Dr. Símon Jóh. Ágústsson, Bjöm Magnús- son prófessor og Dr. Sigurður Sigurðsson, fyrrv. berkla- yfirlæknir. Aðrir eru Guðrún E. Jónsdóttir frá Reykja- hlíð og Jóhanna Bjöms- dóttir í Kópavogi, Eiríkur Guðmundsson frá Dröngum, Jóhann Péturs- son, vitavörður, Skjöldur Eiríksson, fyrrv. skóla- stjóri og Þórir Daníels- son fyrrum ritstjóri. Brellur og bemskuminningar Bjössa bomm, höfundur: Bjöm Jónsson, læknir. Margir þekkja höfundinn undir nafninu Bjössi bomm. í bókinni lýsir Bjössi bemskuárum sínum og bommertum á Sauðárkróki, bæ alsælu og sólskins. Bjössi bomm er ærslafullur drengur, og uppátækin hans sum ótrú- leg, sumir myndu kannske segja hneykslanlega. Bjössi lýsir þeim og dregur ekkert undan. Jóhannes Geir listmálari bróðir höfundarins mynd- skreytti bókina. iSkfekfoorflgl Simar: 67 24 00 67 24 01 31599 eftirÁslaugu Brynjólfsdóttur Það er sagt að uppeldi barna hafi færst æ meir inn í skólann. En reyndin er sú að skólinn er ekki í stakk búinn til að taka við því hlutverki í svo auknum mæli og nú er talað um. Allur ytri rammi, svo sem skóla- húsnæði, lengd skólatíma, búnaður og námsumhverfi er ekki í neinu samræmi við þær breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Þar af leiðandi verður öllu innra starfi þröngur stakkur skorinn. Fólk hefur lagt áherslu á að gera heimilin vistleg og glæsileg, þar er víða ekkert til sparað, hvort heldur varðar ytri ramma, innbú eða tækjabúnað. Þarna standa íslend- ingar framarlega með margfallt fleiri fermetra á hvern einstaling og ríkulegri búnað að öllu leyti en víðast annars staðar. Allir þekkja bifreiðaflotann, sem slær nálega öll met, að ógleymdu banka- og verslunarhúsnæði, sem er allt að fjórfalt meira en þekkist í nágrannalöndunum. Meðan foreldrarnir eru að vinna fyrir öllum þessum hlutum og um 90% kvenna eru vinnandi utan heimilisins þurfa börnin að vera einhvers staðar. Og þau eru hjá dagmönnum, á dagheimilum, leik- skólum og í grunnskólanum og því miður stundum alein. Sum eru í skóla eftir hádegi, önnur fyrir há- degi og systkini þarafleiðandi oft sitt á hvað. Skólar hér eru nefnilega tvísetnir, en slíkt skólafyrirkomulag mun vart þekkjast meðal annarra menningarþjóða. Skólatími er örstuttur hjá yngstu bömunum, en lengist smám saman er ofar dregur eins og pýramídi á hvolfi. Leifar þess tíma, þegar und- irstöðunám, lestur, skrift og reikn- ingur, fór meira og minna fram á heimilunum. í skólann koma böm, sem em misjöfn, með mismunandi hæfileika og ólíkar þarfír. Það er ljóst, að ef skólinn á að geta sinnt fræðslu og uppeldishlut- verki sínu sómasamlega, lagað sig að þörfum bamsins og veitt því þroskaskilyrði þar sem hæfileikar hvers og eins fái notið sín, þarf að skipuleggja innra starf skólanna betur og á annan máta en nú. En það verður erfítt að gera nema að skólinn sé einsetinn, svo að hægt sé að hafa samfelldan vinnudag bæði hjá nemendum og kennumm og um leið þarf að lengja skóladag yngstu barnanna þannig að allir nemendur dvelji í skólanum sem mest á sama tíma og foreldrar em við vinnu. Samhliða þarf að breyta vinnu- tíma kennara, þeim þarf að ætla ákveðinn starfstíma til samvinnu innan skólans og einnig til sam- starfs við foreldra og ýmislegs ann- ars, sem nauðsynlegt er. Hvað sparast? Hver er ágóðinn? Þegar fyrirtæki er stofnað er ekki aðeins hugað að því hver stofn- kostnaður sé og hvað kosti að reka það, heldur hver sé ágóðinn. Vissu- lega myndi það kalla á aukið fjár- magn að koma á einsetnum skóla og einnig á aukinn rekstrarkostnað að lengja skóladag yngstu barn- anna. En hafa menn íhugað, hvað sparast og hver ágóðinn yrði. Og ég vil aðeins benda á nokkur atriði af ótal mörgum í því sambandi. Fyrst má nefna að foreldrar myndu skila betri afköstum í vinnu sinni. Þeir væm þá ekki með stöð- ugar áhyggjur af bömunum sínum heima fyrir, eða þá að þeir þurfa að skreppa úr vinnu til að aka börn- unum til og frá í vistun annars stað- Áslaug Brynjólfsdóttir „Ef að barn úr hvaða jarðvegi sem það kem- ur nær að virkjast á jákvæðan hátt í skólan- um eru meiri líkur á, að það geti spjarað sig á farsælan máta seinna meir.“ ar. Slíkt hleður á sig viðbótarkostn- aði, skapar meiri umferð og aukna spennu, sem síðan veldur oft á tíðum heilsubresti. Einsetna skóla væri hægt að gera að manneskjulegri vemstað, þar sem börnunum liði betur og þar sem unnt væri að koma betur til móts við mismunandi einstaklinga. Þannig gæfust möguleikar á að leggja betri gmnn til að byggja á frekara nám og störf. Með betri og fjölbreyttari úrræðum í skóla væri unnt að draga úr auðnuleysi og agavandamálum nemenda sem oft á tíðum enda með afbrotum eða annarri óráðssíu. Af slíku hlýst ómældur kostnaður fyrir þjóðfélag- ið. Með einsetnum skóla væri eðli- legt að bjóða upp á skólamáltíðir. Þannig gæti skólinn betur haft áhrif á fæðuval og neysluvenjur barna og unglinga, sem síðan kynni t.d. að draga úr tannskemmdum, sem hér em margfallt meiri en í ná- grannalöndunum. Gott mataræði hefur vissulega einnig bætandi áhrif á heilsu og er talið jafnfamt hafa bætandi áhrif á afköst í námi. Auk þess sem að hægt væri að hafa lengdan dag og aðstoða þá nemendur sem þess þurfa við heimanámið væri hægt að bjóða upp á allskyns tómstundaiðju í skól- anum. I heimaskóla barnanna væri þá einnig hægt að bjóða upp á auk- ið tónlistarnám, danskennslu og hverskyns listgreinafræðslu. Skól- inn gæti þannig orðið lifandi menn- ingarmiðstöð í heimahverfum barn- anna. Hér er aðeins drepið á fá atriði, en ljóst er að gmnnurinn er ætíð mikilvægur og ef að barn úr hvaða jarðvegi sem það kemur nær að virkjast á jákvæðan hátt í skólanum em meiri líkur á, að það geti spjar- að sig á farsælan máta seinna meir á lífsleiðinni. Það er því nauðsyn- Iegt að til komi skilningur allra á því að því betri skólar, því betra samfélag. Höfundur er fræðslustjóri Reykja víkurumdæmis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.