Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 gufuvélar. Þá höfðu m.a. bæst í flota íslendinga 40 nýir togarar sem voru þá taldir meðal stærstu og fullkomnustu fiskiskipa í heiminum, en þeir voru nær allir með gufuvél- ar og gufutogvindur. Kaupskip'in, sem voru endurnýjuð á árunum eft- ir lok heimsstyijaldarinnar síðari höfðu aftur á móti dieselvélar í stað hinna hljóðlátu og öruggu gufuvéla. Þannig var tímabil undanhalds gufuvélanna runnið upp hér á landi — að sjálfsögðu með miklum sökn- uðu vélstjóranna sem höfðu eitt sjö árum ævi sinnar til að öðlast rétt- indi í meðferð þess konar véla. Það var glaður, hress og bjart- sýnn hópur 39 vélstjóra sem hóf starfsferil sinn á vélstjórabrautinni að loknu prófi sem allir náðu um vorið 1950. Löngu og ströngu en ijölbreyttu námi var lokið; námi sem var að dqugum hluta um völundar- vef gufuvélanna og annan vélbúnað stórskipa þeirra tíma. Á næstu árum urðu því breyting- ar á tækninni, m.a. hvarf gufuvélin nær af vettvangi með endurnýjun flotans og síldarverksmiðja á næstu áratugum. Því hafa vélstjórarnir oft orðið að hasla sér völl og endurfæð- ast á nýjum sviðum. Af því hefur leitt að fyrir mörgum vélstjóranum hefur oft legið að skipta um starf. Hist á Hótel íslandi Þegar 40 ára vélstjórarnir ákváðu að efna til útskriftaraf- mælis með því að hittast á ein- hveijum skemmtistað borgarinnar komu vissulega margir staðir til álita. Vélstjórarnir, sem höfðu siglt um öll heimsins höf, upplýstu að enginn staður með álíka marga íbúa og Reykjavík hefði úr eins mörgum skemmtistöðum að velja; að vart væri hægt að hugsa sér að nokkur borg í Evrópu ætti eins stóran og glæsilegan skemmtistað og Hótel Island. Fæstir okkar höfðu séð Hótel ísland. Dagarnir fyrir sam- fund okkar voru því dagar tilhlökk- unar og eftirvæntingar, ekki ólíkt því þegar hlakkað var til þess að fara á skólaböll á árum áður. Dag- ana áður en stundin rann upp átti undirbúningsnefndin margar ferðir til starfsfólksins á Hótel íslandi. Okkur fannst sem að mörgum smá- atriðum væri að hyggja svo endur- fundir okkar yrðu sem ánægjuleg- astir. Af þeim ferðum okkar gátum við ályktað svarið við velgengni og framtaki jöfursins Ólafs Laufdals. Á Laufdals vegum virðist vera val- inn starfsmaður í hveiju rúmi. Að upplifa stemmninguna á laug- ardagskvöldið á Hótel íslandi var stórkostlegt. Á annað þúsund manns voru saman komin í ijórum sölum hótelsins. Það má ætla að skemmtikraftar og hljómsveitar- menn hafi verið hátt í sjö, átta tugi. Maturinn var frábær og ég held við allra hæfi. Þegar dansinn hófst var dansað á fjórum stöðum og tónlist ólík á hveijum stað svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Hávaðinn var víðast hvar mikill, e.t.v. fremur samkvæmt óskum unga fólksins en hinna eldri. í okkar sal, sem bar nafnið Ás- byrgi, var þó allt á lægri nótunum. Þar hljómaði hin ljúfasta tónlist frá hljómsveit Hauks Morthens með frábærum söng hans og Jóhönnu Linnet. Það eina sem skyggði á í fyrstu var að stúlkan með silki- mjúku röddina, Erla Þorsteinsdótt- ir, sem sló í gegn á skólaárum vél- stjóranna, hafði forfallast. Reynslan sýndi að það kom ekki verulega að sök, því rosknu vélstjórarnir hlust- uðu og horfðu í staðinn hugfangnir á Jóhönnu Linnet. í virðingarskyni færðu þeir söngkonunni blóm í lok- in. Hópur hinna rosknu vélstjóra og maka yfirgaf Hótel ísland með góð- um minningum kl. 3, svo kominn var nýr dagur, 5. nóvember. Á leið- inni út riijaði ein vélstjórafrúin upp Dallasþáttinn sem hún hafði horft á viku áður. Hún sagði í lokin: „Það var klassi yfir þessu balli, ekki ólíkt og á olíubarónaballinu í Dallas.“ Höfundur er aðstoðarmaður í Þjóðskjalasafni íslands en fyrrverandi vélvirki og vélstjóri. i .... x ! ..... ' .. . í '■ t _ ' r r Toppur og buxur Skart úr snyrtivörudeild •.stærðir 38-44 .....13.850. Okaupstawí ítölsk leðursófasett. Ekta nautshúð á frábæru kynningarverði kr. 133.000,- eða frá kr. 119.000,- stgr. ítölsk borð- stofusett Leðurklæddir slölar Kr. 166.690.- eða kr. 149.940,- stgr. Opið f dag laugardag frá kl. 10-18 og á morgun sunnudag frá kl. 10-16 HUSGOGN Hellubrauni 10, Hafnarfirði, sími 65-1234. Glaður, hress og bjartsýnn hópur Efsta röð f.v. Kristberg M. Magnússon, Hilmar H. Gestson, Gunnlaugur Steindórsson, Guðni Ólafsson, Jens Þórðarson. Miðröð f.v. Ásgeir Einarsson, Ingvi Árni Hjörleifsson, Höskuldur Þórðarson, Ásgeir Long, Eggert Einarsson. Fremsta röð f.v. Eyþór Þórðarson, Björn Óskarsson, Þór Birgir Þórðarson, Lárus Ó. Þorvaldsson, Þorsteinn H. Björnsson, Magnús Smith, Sigurður Símonarson. eftirEyþór Þórðarson Vélstjórar sem brautskráðust fyrir 40 árum frá Vélskóla íslands héldu afmælið hátíðlegt á Hótel íslandi 4. nóvember sl. Á slíkum stórafmælum er jafnan glatt á hjalla. Menn minnast þá hinna gömlu, góðu daga úr skólalíf- inu og gera jafnvel samanburð á skólanum í fortíð og nútíð. En fyrst og fremst eru menn að sýna sig og sjá aðra. Margt hefur breyst í tímanna rás. Blómarósirnar, unn- usturnar, eiginkonurnar frá skóla- árunum eru líka mættar og bera saman bækur sínar. Vélstjórarnir, sem um er getið, hófu sitt sjö ára vélstjóranám með samningsbundnu ljögurra ára iðn- námi í vélsmiðjum og setu í iðnskól- um á fyrri hluta fimmta áratugar- ins. Að loknu sveinsprófi í vélvirkj- un eða málmiðnaðargreinum hófst síðari hluti námsins haustið 1947 með þriggja ára setu í Vélskóla Islands. Á þeim tíma var skólinn oft nefndur „danski skólinn". Þar kom tvennt til: Skólastjórinn, Mar- inus Eskild Jessen, yar frá Árósum í Danmörku. Hann talaði hið undar- lega mál margra Dana sem hér voru búsettir á þessum tíma, þ.e. eins konar danska íslensku. Þá var Vélskólinn lengi eins og útibú frá danska vélskólanum. Kennslubæk- umar komu árlega á haustin frá Kobenhavns Maskinskole og stundaskráin í Vélskóla íslands var þá nær samhljóða því sem var í Danmörku. Jessen skólastjóri var ákaflega góður maður, skemmtilegur og góð- ur kennari. Hann hélt margar hug- vekjur til að hvetja menn til dáða. í fyrstu skólasetningarræðunni gat hann þess að Vélskólinn væri góður og virtur skóli, m.a. sá eini hér á landi sem kenndi um kæli- og gufu- vélar og skólinn gerði miklar kröfur til nemenda sinna. Hann bað nem- endur að búa sig undir það að reikna mætti með að 10% þeirra féllu e.t.v. á lokaprófi, enda væri slík fallpró- senta við lýði hjá vel virtum skólum í heimalandi hans. Jessen varaði því við afleiðingum þess að slá slöku við námið. Ef nemandi féll á einu prófi sem væri fallfag, af þeim 28, er þreytt voni til lokaprófs, þyrfti hann að endurtaka þau öll að nýju ef hann vildi reyna aftur. Reynslan hefði sýnt að þetta þýddi sjaldan. Þeir sem hefðu komið aftur í skólann eftir að hafa fallið, hefðu oft náð góðu prófi í fyrrverandi „Jessen skólastjóri var ákaflega góður maður, skemmtilegur og góður kennari. Hann hélt margar hugvekjur til að hvelja menn til dáða.“ fallfagi en á hinn bóginn jafnvel fallið í því fagi sem þeim gekk best í árið áður. Um vorið 1949 lauk hópurinn vélstjóraprófi en sjö ára vélstjóra- náminu, sem var þá nær jafn langt læknanámi, lauk með lokaprófi frá rafmagnsdeild skólans 1950. Að námi loknu voru atvinnumöguleikar allgóðir til sjós og lands. Flest meiri háttar skip og síldar- verksmiðjur á þeim árum voru með - .. c v, ....3.330.- Blússa: stæroir b-AL...... 2.340.- Vesti: stærðir S-XL.............. 2.980.- Pils: stærðir38-42 .......... Skart úr snyrtivörudeild HUSGOGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.