Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR 9. DÉSEMÉER 1989 43 AÐ KEPPAí FEGURÐ eftir Ásgeir R. Helgason Sú heimska að halda að hægt sé að setja mælikvarða á hið ómæl- anlega er forsenda þeirrar fárán- legu venju að keppa í fegurð. Fljótt á litið mætti ætla að hér sé einung- is um græskulaust gaman að ræða sem óþarfi sé að eyða á púðri. Einn vinur minn orðaði þetta þannig: „Sælir eru fattlausir því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir,“ og átti þá við að sér þætti óþarfi að amast við heimsku ef hún veitti einhveijum gleði og væri engum til tjóns. Áður en lengra er haldið er rétt að gera nokkra grein fyrir skoðun- um mínum á afstæðum og algildum sannleika. Afstæð sannindi eins og ég nota hugtakið vísar til einhvers sem er ekki uppgötvanlegt í sjálfu sér og er húmor ágætt dæmi um slík sannindi. Þannig er að mínum ■-dómi rangt að segja að tiltekinn brandari sé fyndinn, þ.e. að öllum hljóti að finnast hann fyndinn, því skopskyn er algerlega persónu- bundið. Þannig fannst vini mínum hinn ósmekklegi útúrsnúningur úr Ijallræðunni sem vitnað er til í upp- hafi greinarinnar afskaplega fynd- inn þó öðrum þyki þetta e.t.v. að- eins ósmekklegt guðlast. Dæmi um algild uppgötvanleg sannindi eru hinsvegar lögmál rúmfræðinnar sem hafa alltaf verið til jafnvel þó þau hafi ekki verið uppgötvuð fyrr en tiltölulega seint á æviskeiði mannsins. Fegurð er að mínum dómi dæmi um afstæð sannindi sem eru alfarið í hugskoti hvers og eins. Þó ekki séu allir heimspekingar á sama máli um þessa hluti tel ég víst að flestir ættu að geta verið því sammála að mat manna á feg- urð hefur tekið miklum breytingum „Fegurð er að mínum dómi dæmi um afstæð sannindi sem eru alfar- ið í hugskoti hvers og eins.“ í tímanna rás. Þannig tel ég afar ósennilegt að verk margra mikils- metinna listamanna 20. aldarinnar hefðu þótt par falleg á 17. eða 18. öld og ekki er ég viss um að karl- menn fyrri tíma hefðu fallið fyrir þeirri holdrýru kvenlegu fegurð sem fegurðarfræðingar nútímans hafa innleitt. Það sorglegasta við þetta allt er svo að sjálfsögðu sú einfalda staðreynd að ekki hefur nema mjög takmarkaður hópur kvenna á hveij- Ásgeir R. Helgason um tíma nokkra erfðafræðilega for- sendu til þess að gera sér minnstu von um að komast í hinn eftirsótta flokk fallegra kvenna. En ungar stúlkur varnarlausar eins og ungl- ingar jafnan eru fyrir hvers konar áhrifum reyna allt hvað þær geta að beija af sér öll hugsanleg „lýti“ til þess að fylla flokk hinna fögru meyja. Stórhættulegir megrunar- kúrar, ef ekki samanspengdur munnur, klukkustundir fyrir fram- an spegilinn, tár, sviti og örvænting sem getur endað í þunglyndi. Hveijir skyldu það nú vera sem búa til þann einkennilega „sann- leika“ að fallegar konur séu aðeins þær sem falla inn í þessa tilbúnu ímynd? Mér segir svo hugur að það séu að stærstum hluta karlar. Sem betur fer höfum við karlar frið til að vera feitir og þrifalegir á okkar eigin vísu enda eru margar helstu hetjur okkar mjúkar og búttaðar og nægir þar að nefna Winston gamla Churchill, Karl Marx, Hinrik VIII og Albert okkar Gumm. Hveij- ir ætli það séu sem græði hvað mest á fegurðarfárinu? Það kæmi mér hreint ekki á óvart þó svarið væri nokkur tonn af karlketi. Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Krabbameinsfélagi íslands. Akureyri Opið hús Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn verður með opið hús í Kaupangi laug- ardagskvöldið 9. desember, frá kl. 21.00. Halldór hugsar til Matthíasar. Áríðandi að allt sjálfstæðisfólk mæti. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði, Hafnarfirði Jólafundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 10. desember í veitingahúsinu Skútunni og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Fjölbreytt skemmtiatriði, jólahappdrætti, kaffi og hugvekja. Konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Jólanefndin. Opið hús verður I Sjálfstæðishúsinu, Brákarbraut 1, Borgarnesi, laugardaginn 9. desember 1989 frá kl. 16.00-19.00. Flvernig væri að líta inn og ræða málin? Jólaglögg og kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin. Akureyri - fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráðsfundur verður þriðjudaginn 12. desember kl. 20.30 í Kaupangi. Fundarefni: Tilhögun á vali frambjóðenda á lista flokksins í væntanlegum bæjar- og sveitastjórnarkosningum. Sjálfstæðisfélögin. Seltirningar - af mælishátíð Sjálfstæðisfélag Seltirninga 30 ára Viö ætlum að halda uppá afmæli félagsins okkar og fagna jólum með því að hittast og eiga góða stund saman laugardaginn 9. desem- ber kl. 21.00 í félagsheimili okkar á Austurströnd 3. Segjum sögur, syngjum og fáum okkur hressandi veitingar. Allir velkomnir. Stjórnin. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Hafnarfirði Áríðandi fundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu v/Strandgötu, mánudaginn 11. des. kl.20.30. Fundarefni: 1. Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins við næstu bæjarstjórnarkosningar. 2. Önnur mál. Mætið stundvislega. Stjórnin. Miðvikudaginn 13. desember nk. kl. 20.00 fjölmennum við í Sjálf- stæðishúsinu við Strandgötu, skerum út laufabrauð og lærum að hnýta kransa úr konfekti. Allt sem til þarf verður á staðnum. Stjórnin. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í Sjálfstæðis- húsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 10. desember kl. 10.30. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðis- flokksins mæta á fundinn. Rangárvallasýsla Ungt fólk herðum Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Fjölni, félagi ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu, sunnudaginn 10. des- ember kl. 17.00 í Hellubíói. Dagskrá: 1. Starfið framundan. 2. Almennar stjórnmálaumræður. Gestur fundarins verður Guðlaugur Þór Þórðarsson, fyrsti varaformaður SUS. Nýir félagar velkomnir. Stjórn Fjölnis. soknina! Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Málþing um fiskveiðistjórnun Landsmálafélagið Vörður efnir til málþings um fiskveiðistjórnun í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 9. desember kl. 9.30 til 12.30. Málshefjendur: Dr. Rögnvaldur Hannesson, prófessor: Er veiðileyfagjald skattur eða leiga? Dr. Þorkell Helgason, prófessor: Veiðigjald til viðreisnar! Markús Möller, hagfræðingur: Kvótafrumvarpið, drög að slysi. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur: Af hverju ekki auðlindaskatt? Dr. Hannes H. Gissurarson, lektor: Sjálfstýring í sjávarútvegi. Fundarstjóri: Brynjólfur Bjarnasoh, forstjóri. Þátttöku skal tilkynna í síma 82900 (skrifstofa Sjálfstæðisflokks- ins) 'fyrir kl. 12.00 föstudag 8. desember. Landsmáiaféiagið Vörður. □ MlMIR 598912117-1 Frl □ Gimli 598911127 = 1 KFUM & KFUK MW-IM8 ftO &r trrii RiVu Ulanda KFUM og KFUK Samkoma á vegum KSH I kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstig 2B. Ræðumaður Ada Lum frá alþjóðlegu kristilegu skólahreif- ingunni (IFES). Gospelkórinn syngur. Allir velkomnir. fámhjólp Munið Kjarna í dag kl. 14.00. Mætið stundvíslega. Samhjálp. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ' KRISTNIBOÐSF&AGA Kristniboðshátíð fjölskyldunnar verður haldinn á Háaleitisbraut 58, 3. hæð, í dag, 9. desember kl. 16.00. Vitnisburður. Einsöng- ur: Magnús Baldvinsson. Mynd- band frá Eþíópíu. Ræðumaður: Ada Lum frá Hawai. Jólaföndur fyrir börnin. Allir velkomnir. Kristniboðssambandið. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bænasamkoma f kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Keflavík Slysavarnardeild kvenna Keflavík Jólafundurinn verður í Iðnsveina- félagshúsinu mánudaginn 11. desember kl. 21.00. Gestir frá Slysavarnardeild kvenna í Grindavik mæta á fundinn. Konur munið jólapakkana. Nefndin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 10. des. kl. 13.00: Reykjaborg - Reykjafell. Ekið að Hvammi og gengiö það- an á Reykjaborgina og yfir Varmá á Reykjafell (268 m). Gönguferðin endar i Skamma- dal. Verð kr. 600,-. Sunnudagur 17. des. kl. 10.30: Esja - Kerhólakambur. Gengið frá Esjubergi á Kerhóla- kamb (856 m). Þennan dag er birting kl. 10.00 og myrkur kl. 16.48. Verð kr. 800,-. Munið þægilega skó og hlýjan klæðnað. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Ath! Áríðandi að allir sem ákveðnir eru f að halda frátekn- um farmiðum f áramótaferð til Þórsmerkur greiði þá eigi síðar en 16. des. nk. Næsta myndakvöld verður mið- vikudaginn 13. des. f Sóknar- salnum. Sýndar myndir frá Iffi og starfi f Þórsmörk sl. sumar. Ferðafélag íslands. [Bíj Útivist Dagsferð Sunnud. 10. des. Au'ðveld ganga um kjarri vaxið land fyrir ofan Silungapoll: Lækjarbotnar - Hólmsborg. Skoðaöur hellir og fjárborg. Brottför kl. 13.00 frá Umferðar- miðstöð-bensínsölu. Ath.l Vegna miklllar aðsóknar í Ármaótaferð Útivistar óskast pantanir sóttar fyrir 20 des. Sjáumst. Útivist. Nýjar hljóðritanir Jólakort með og án ritninga- greina. Jólapappír. Mikið úrval af bókum. Falleg gjafavara og margt fleira. Opið í dag, laugar- dag, frá kl. 10-18. Uferslunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.