Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 PICTIONARY Geturþú teiknað frosk, teiknibólu eda pípuhatt? Of auðvelt? Reyndu þá að teikna lúðrasveit, mannætueða hiksta. Erfíðast erað mega hvorki nota ixjkstafí eða tölustafí þegar teiknað er. Einnarmínútu stundaglas eykur svo enn á spennu leiksins. HORNSÓFAR - SÓFASETT Ný sending af hornsófum í lúxefni. Verð: 2. sæta, horn, 2. sæta kr. 86.500,- stgr. 2. sæta, horn, 3. sæta kr. 94.000,- stgr. Eitt besta úrval borgarinnar af hornsófum í leðri og lúxefni. Ný sending af sófasettum í lúxefni: Módel Ríó, 3+1 +1 kr. 110.000,- afb., kr. 99.000,- stgr. Módel Púma, 3+1 +1 kr. 121.000,- afb., kr. 109.000,- stgr. Einnig fjölbreytt úrval af sófasettum í leðri. Góð greiðslukjör Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75 Þankabrot um hækkun vaxta af lánum Bygg- ingarsjóðs ríkisins eftir Kristínu Jónsdóttur í byijun nóvember lagði formað- ur húsnæðismálastjórnar fram til- lögu í stjórninni um að hækka vexti af lánum úr Byggingarsjóði ríkis- ins. Þessi tillaga var felld. Að gefnu tilefni vegna þeirrar umræðu sem fylgdi í kjölfarið vil ég skýra ástæð- ur þess að undirrituð greiddi at- kvæði gegn vaxtahækkun að svo stöddu. Ríkisstjórnin hunsar vilja Alþingis í tengslum við frumvarp til laga um húsbréf var lagt fram frumvarp um vaxtabætur. Tilgangur frum- varpsins var að styðja við bakið á hinum efnaminni við kaup á hús- næði, og var ein meginforsenda þess að Kvennalistinn studdi hús- bréfafrumvarpið. Kvennalistinn var þó mjög ósáttur við tekju- og eigna- viðmiðun í vaxtabótafrumvarpinu eins og það lá fyrir þinginu í vor. Fulltrúi Kvennalistans í fjárhags- og viðskiptanefnd, Kristín Halldórs- dóttir, ákvað samt að styðja frum- varpið með þeim fyrirvara að milli- þinganefnd yrði falið að athuga nánar ýmis atriði þess. Eða eins og segir í nefndaráliti meiri hluta fjár- hags- og viðskiptanefndar: „Meiri hl. þykir einboðið að vísa frum- varpinu um vaxtabætur ... til ... milliþinganefndar og óskar eftir því að hún taki sérstaklega til umfjöll- unar ákvæði um tekju- og eignavið- miðun við ákvörðun vaxtabóta." Undirrituð sat í milliþinganefnd. Þar var þetta ákvæði aldrei tekið til umfjöllunar og nú hafa lög um húsbréf þegar tekið gildi. Meðan endurskoðun hefur ekki farið fram tel ég ekki forsvaranlegt að hækka vexti af lánum í B.r. Enn skal einstæðum foreldrum mismunað í vaxtabótalögunum segir m.á. að vaxtabætur skulu skerðast í hlutfalli við eignarskattsstofn framteljanda. Þetta viðmiðunarþak er allt of lágt auk þess sem for- eldri með barn á framfæri og ein- staklingum er stórlega mismunað borið saman við hjón. Eignarskatts- stofn einstaklings eða foreldris með barn má aðeins vera 1.700 þús. Eftir það skerðast vaxtabæturnar um 6% við hveijar 100 þús. umfram þá tölu. Eignarskattsstofn hjóna má vera 3,4 millj. áður en skerðing byrjar og þá skerðast þær helmingi minna eða um 3% við hveijar 100 þús. krónur. Vrvals amerískt sinnep með frönskuivafi Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON& CO. Skúlatúni 4, Rcykjavík, sími 62 32 32 Vextir hækki ekki af þegar teknum lánum Undanfarin ár hafa Byggingar- sjóðirnir fengið fé að láni hjájífeyr- issjóðunum á 6-7% vöxtum. Á sama tíma hefur Byggingarsjóður ríkisins llanað þetta fé áfram til húsbyggj- enda á 3,5% vöxtum en Byggingar- sjóður verkamanna á 1% vöxtum. Það er fyrirséð að þessi vaxtamun- ur gengur ekki til lengdar nema annaðhvort komi til aukið framlag frá ríkissjóði eða vextir af lánum byggingarsjóðanna hækki. Vitað var að ríkisstjórnin hafði þegar ákveðið að leggja til hækkun vaxta af lánum Byggingarsjóðs ríkisins um leið og lög um húsbréf tækju gildi. Því setti Kvennalistinn það einnig sem skilyrði fyrir stuðningi við húsbréfakerfið að: „Vextir á lánum sem úthlutað hefur verið úr Byggingarsjóði ríkisins verði ekki hækkaðir þegar húsbréfakerfið kemst í framkvæmd." Ríkisframlagið í Byggingar- sjóð verkamanna lækkar Kvennalistinn lagði mikla áherslu á það yrði stutt enn frekar við bak- ið á hinum efnaminni þar sem vitað er að vaxtahækkun mun auka mest á vanda þeirra. Til að tryggja það vildi Kvennalistinn efla félagslega íbúðarlánakerfið og setti eftirfar- andi skilyrði. 1. Að á árinu 1990 verði 500 millj. kr. raunaukning á framlögum til félagslegra íbúðakerfisins. Efnd- irnar eru þær áð framlag ríkissjóðs í Byggingarsjóð verkamanna skv. frumvarpi til fjárlaga lækkar um 100 millj. á næsta ári. 2. Að „ .. . á árinu 1989 verði 100 millj. kr. raunaukning á fram- lögum auk þess sem felst í bréfi ríkisstjórnarinnar til Alþýðusam- bandsins í tengslum við kjarasam- inga 1. maí 1989. „í endurskoðaðri áætlun á frumvarpi til fjárlaga fyr- ir árið 1989 er ríkisframlagið til Byggingarsjóðs verkamanna óbreytt. Húsnæðismálasljórn sýndi ekki ábyrgðarleysi Ég vísa á bug öllum fullyrðingum um að húsnæðismálastjórn hafi sýnt ábyrgðarleysi er hún felldi til- lögu um hækkun vaxta í Bygging- arsjóði ríkisins. Hlutverk stjórnar- innarær vissulega að gæta hags- muna byggingarsjóðanna en ekki Kristín Jónsdóttir „Ég vísa á bug öllum fúllyrðingum um að húsnæðismálastj órn hafi sýnt ábyrgðarleysi er hún felldi tillögu um hækkun vaxta í Bygg- ingarsjóði ríkisins.“ síður að gæta hagsmuna almenn- ings í landinu. Það er mikill ábyrgðarhlutur að hækka vexti um rúmlega þriðjung m.a. af lánum til: Byggingar leigu- íbúða eða heimila fyrir aldraða, dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða og sérhannaðra íbúða fyrir sextíu ára og eldri. Enn meiri ábyrgðarhlutur er að hækka vexti um hundrað prósent af lánum til útrýmingar heilsuspillandi hús- næðis og lánum til einstaklinga með sérþarfir eins og tillagan sem meiri hluti stjórnarinnar felldi gerði m.a. ráð_ fyrir. Ég vil taka fram vegna umræðna í kjölfar þessarar ákvörðunar að það eru engin ný sannindi að sjóðurinn stefni í gjaldþrot vegna mismunar á vöxtum á veittum og teknum lán- um. Framlag ríkisins til byggingar- sjóðanna lækkar á næsta ári um einn milljarð að krónutölu skv. frumvarpi til íjárlaga. Ekki bendir það til þess að ríkisstjórnin hafi nokkrar áhyggjur af gjaldþroti þeirra. Höfundur er námstjóri í tölvufræðum ogfulltrúi Kvennalistnns í Húsnæðismálastjórn. Afmæli: Þórður Jónsson Stykkishólmi 90 ára Hinn 21. nóvember sl. átti Jó- hannes Þórður Jónsson frá Lang- eyjarnesi Dalasýslu 90 ára afmæli. Hann er fæddur í Purkey á Breiða- firði, sonur Sigríðar Jónasdóttur og Jóns Jónssonar, er þar bjuggu þá. Jóhannes giftist Elínu Elimundar- dóttur frá Stakkabergi, f. 25. nóv- ember 1908. ÞaU giftu sig 2. júní 1922. Þau eignuðust 2 börn, Jónínu Kristínu, gifta Ragnari Hannessyni og Berg, sem ávallt vann að búi þeirra. Þau bjuggu í Langeyjarnesi frá 1926 og þar til 1986 að Jóhannes brá búi eftir lát konu sinnar. Hann hefir nú dvalið á Sjúkra- húsi St. Fransiskussystra þrjú sein- ustu árin. Á afmælisdaginn heimsóttu hann vinir og kunningjar bæði úr Hólmin- um og eins innan úr Dölum og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Systurn- ar héldu veglega upp á afmælið með stórri afmælistertu og góðum veitingum og var afmælisbarnið hið hressasta og glaðasta. Jóhannes er furðanlega hress eftir aldri og Iíður vel hér á sjúkra- húsinu. Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.