Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐEÐ FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 3 BIO-RAY lífseguljafnarinn. Armbaugurinn sem Raiza Gorbatsjova 9 Sean Connery og Silvía svíadrottning ganga með. B ...................... „ _ liðlæknisins Manuel L. Polo sem árið 1973 fann upp Bio-Ray lífseguljafnarann. Hann eyddi fjölda ára í að fullkomna uppfinningu sína, l)æði virkni hennar og hönnun. Bio-Ray lífseguljafnarinn er gerður úr málm- um sem pólaðir eru með rafeindatækni. Virkni hans byggir á sömu lögmálum og nálastungulækningar og stuðlar að því að korna á jafnvægi milli „yin“, sem táknar neikvæðar jónir, og „yang“, sem táknar jákvæðar jónir. Yin og yang eru tvö óaðskiljanleg öfl á stöð- ugri hringrás í mannslíkamanum. Bio-Ray lífsegul- jafnaranum er ætlað að losa líkamann við umfram- magn af jákvæðum jónum og stöðurafmagn sem hleðst upp meðal annars vegna rafmagnstækja í nán- asta umhverfi okkar. Aðalsteinu Bergdal, leikari og fararstjóri segir um Bio>Ray lífsegidjafnaraim: Fyrir fjórum árum rak ég augun í armband á úlnlið kunn- ingja míns sem er lyfsali á Spáni. Að ráði hans festi ég kaup á ein- um slíkum og hef ekki skilið Bio-Ray lífseguljafnar- ann við mig síðan. Ég kalla armbauginn gjarnan „af- ruglarann minn“ og líkt og margir aðrir er ég sann- færður um að hann gerir mér gott. Eg hef endurnýjað hann reglulega, þegar segulorkan fer að dvína og er nýbúin að fá mér þann þriðja. Þegar á aðra milljón þessara armbauga höfðu selst í spænskum apótekum, án annarrar auglýsingar en jákvæðra ummæla notenda, tóku ýmsir að fram- leiða armbönd sem eru illþekkjanleg frá Bio-Ray lífseguljafnaranum í útliti og með næstum samhljóða leiðbeiningum. En engir aðrir armbaugar en Bio- Ray eru gerðir á vegum höfundar uppfinningarinnar, Manuel L. Polo, eða með hans samþykki. Bio-Ray lífseguljafnarinn er borinn um úlnlið og hefur hönnun hans tekist með þeim ágætum að hann er bæði stílhreinn og formfagur skartgripur. Hann er fáanlegur með átján karata gullhúð eða silfurhúðaður. Viljirdu nánari upplýsingar, líttu við eða siáðu á þráðinn. Semlum einnig í póstkröfu uni laml allt. krinj'lan s: ()89266. Skólaviirdustíj; s: 229()6 Eilsuhúsið Yerslun í góðu jafnvægi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.