Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1990 37 ÚRSLIT Þór — Haukar 91 : 98 Íþróttahöllin á Akureyri, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtudaginn 1. mars 1990. Gangur leiksins: 8:8, 35:30, 48:45, 50:59, 73:73, 82:87, 91:98. Stig Þórs: Dan Kennard 27, Jón Öm Guð mundsson 17, Guðmundur Bjömsson 16, Konráð Óskarsson 11, Eiríkur Sigurðsson 8, Jóhann Sigurðsson 6, Björn Sveinsson 4, Ágúst Guðmundsson 2. Stig Hauka: Jón Arnar Ingvarsson 31, Pálmar Sigurðsson 20, Jonathan Bow 17, Henning Henningsson 8, ívar Ásgrímsson 6, ívar Webster 6, Ingimar Jónsson 4, Reyn- ir Kristjánsson 4, Sveinn Steinsson 2. Áhorfendur: 4. Dómarar: Kristján Möller og Bergur Steingrímsson. Dæmdu þokkalega. Reynir-UMFG 72 : 97 íþróttahúsið í Sandgerði, Islandsmótið i körfuknattleik, fimmtudaginn 1. mars 1990. Gangur leiksins: 2:0, 4:9, 10:11, 16:17, 24:30, 30:35, 36:39. 40:40, 46:47, 46:60, 53:63, 62:73, 68:84, 70:90, 72:97. Stig Reynis: Ellert Magnússon 31, David Grissom 22, Sveinn Hans Gíslason 8, Jón Ben Einarsson 6, Anthony Stissi 5. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 33, Darren Fowlks 29, Rúnar Árnason 9 Hjálm- ar Hallgrímsson 8, Marel Guðlaugsson 6, Steinþór Helgason 5, Ólafur Jóhannsson 3, Guðlaugur Jónsson 2, Eyjólfur Guðlaugs- son 2. Áhorfendur: Um 20. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Aibertsson. Jón Arnar Ingvarsson, Haukum. Darren Fowlks UMFG. Pálmar Sigurðsson og Jonathan Bow, Haukum. Dan Kennard og Jón Öm Guð- mundsson, Þór. Guðmundur Bragason og Hjálmar Hallgrímsson, UMFG. David Gris- som og Ellert Magnússon Reyni. Handknattleikur Bikarkeppnin FH-b — Haukar.................17:19 KR-b —ÍBK.....................26:31 Ármann-b — Ármann....:........22:37 KNATTSPYRNA ísland mætir Luxemborg í lok mars - og síðan Banda- ríkjunum og Bermuda Íslenska landsliðið í knattspymu spilar æfingaleik gegn Luxem- borg ytra 28. mars. Bo Johanssón, landsliðsþjálfari, kemur til landsins 10. mars og þá verður ákveðið hvaða leikmenn hann ætlar að nota í Luxemborg. íslendingarnir sem leika með er- lendum liðum ættu flestir að geta fengið sig lausa í leikinn gegn Lux- emborg, þar sem margir æfinga- leikir eru fyrirhugaðir hjá þeim landsliðum sem eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina á It- alíu í sumar. Englendingar leika sama kvöld við Brasilíu og eins leika Vestur-Þjóðveijar sama dag. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að búið væri að ganga frá leik við Bermuda 4. apríl. En áður hefur verið ákveðið að liðið leiki við við bandaríska landsliðið í St Luis 8. apríl. „Það er mjög mikil- vægt fyrir okkur að fá þessa leiki á þessum tíma,“ sagði Eggert. KNATTSPYRNA ÍRogKRIeika fyrsta leikinn Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hefst þriðjudaginn 13. mars. Þá leika ÍR og KR á gervigrasvellin- um í Laugardal. Urslitaleikurinn verður leikinn 13. maí. Búið er að draga í tvo riðla, sem verða þannig skipaðir: 1. RIÐILL: ÍR, KR, Fylkir, Víkingur og Leiknir. 2. RIÐILL: Fram, Þróttur, Valur og Armann. Tvö efstu félögin í riðlunum kom- ast í undanúrslit. HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Vonbrigði íHM-hópi Morgunblaðsins: „Spánveijar áttu auðveld- ara meðað skapa sér færi“ boðið til Jón Amar óstöðvandi Tókýó Einari Vilhjálmssyni, spjótkast- ara, hefur verið boðið að taka þátt í japanska meistaramótinu sem fram fer í Tókýó 10. júní í sumar. Einar tók þátt í þessu móti í fyrra og varð þá í öðru sæti, á eftir heima- manninum Kazuhiro Mizoguchi. Einar kastði 80,50 metra, en Mizoguchi 81,60 metra. Einar sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hafi æft mjög vel í vetur og væri bjartsýnn á sumarið. „Ég hef aiveg losnað við meiðsli og stefni að sjálfsögðu á að bæta mig í sumar. Fyrsta mót mitt á þessu ári verður japanska meistara- mótið, en hápunktur sumarsins er Evrópumeistaramótið í Split Júgó- slavíu í ágúst," sagði Einar. Einar, sem nú stundar nám í Bandaríkjunum, sagðist koma heim til íslands í sumar til að taka þátt í Landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ og Sumaríþróttahátíð ÍSÍ. Hann sagði að verið væri að vinn í því að fá bestu spjótkastara Norðurlanda til þátttöku í Landsmótinu í Mosfells- bæ. fyrri hálfleiknum í leikhléi á veit- ingaltaðnum Fógetanum, þar sem herbúðir gömlu landsliðsmannanna eru. „Ef ég stæði inni í búnings- klefa nú myndi ég óska eftir því að strákarnir lengdu sóknir sínar í Birgir Björnsson ræðir um gang mála eftir fyrri hálfleik í iandsleik íslendinga og Spánverja. Jón Erlendsson og Karl Jóhannsson eru við hlið hans. mjög snöggir og sterkir,“ bætti Jón Erlendsson við. Sigurður Einarsson sagði að það væri greinilegt að Spánveijarnir ættu auðveldara með að setja mörk en íslensku leikmenn- irnir. „Já, við leikum of þröngt," sagði Jóhann Einvarðsson, sem var farastjóri íslenska landsliðsins í HM í Tékkóslóvakíu 1964. „Við verðum bara að fá að vera einum færri, þá skorar Alfreð," sagði Bjarni Jóns- son, fyiTum fyrirliði landsliðsins, þegar Alfreð jafnaði 10:10. „Spánveijar eru með geysilega skemmtilegt lið. Þeir hreyfa sig mikið þegar þeir eru ekki með knöttinn og þannig opna þeir fyrir meðspilurum sínum,“ sagði Guðjón Jónsson. Það er því hægt að ségja að Guðjón, sem trésmiður, hafi hitt naglann á höfuðið. Spánveijar sýndu miklu meiri hreyfanleika en leikmenn íslenska liðsins og það var leikgleðin sem færði þeim sigur. Eins og í fyrsta leiknum, gegn Kúbu, spáðu kapparnir í HM-hóp Morgunblaðsins fyrir um úrslit fyr- ir leikinn. Potturinn gekk ekki út frekar en fyrra kvöldið, en Sigurður Einarsson var næstur lokatölum. Hann spáði jafntefli, 18:18. Það verður því þrefaldur pottur þegar kapparnir koma saman til að sjá leik Islands og Júgóslavíu á morgun í beinni útsendingu. Morgunblaðið/Bjarni Dæmigerð svipbrigði í lok leiksins. Vonbrigði leyna sér ekki í svip gömlu iandliðskappanna, Guðjóns Jónssonar og Sigurðar Einarssonar, sem dönsuðu stríðsdans í Bratislava 1964, þegar island vann Svíþjóð, 12:10, í einum söguleg- asta sigurleik í landsleikjasögu íslands. seinni hálfleik. Leika yfirvegað og gefa Spánveijum ekki tækifæri til að leika hraðan handknattleik, sem hentar þeim best. Þeir eru eitraðir ef þeir fá að ráða ferðinni," sagði Birgir, en áður hafði hann lýst yfir ánægju sinni með hvernig Alfreð Gíslason lék. „Hann er einn af þess- um sterku leikmönnum; hreinn „Jaki,“ sem erfitt er að ráða við. Hann hefur þroskast á seinni árum,“ sagði Birgir. Birgir var ekki ekki ánægður með leik íslenska liðsins. „Það er of mikið um mistök í sókninni. Strákarnir eru of spenntir, sem sést á því að vörnin opnast oft upp á gátt. Það er oft eins og leikmenn íslenska liðsins séu of þungir í hreyfingum. Spánveijar eiga auð- velt með að komast framhjá þeim,“ sagði Birgir. „Þegar staðan var 2:0 fyrir Spán- veija, sagði Frímann Gunnlaugs- son, fyrrum formaður landsliðs- nefndar HSÍ: „Spánveijamir eru geysilega grimmir í vörn. Þetta verður erfiður róður. „Þeir eru allir Einar Vilhjálmsson. Huakar unnu Þórsara í jöfnum leik á Akureyri, 98:91, í gær- kvöldi. í fyrri hálfleik skiptust liðin á um að hafa forystuna og var BHH munurínn aldrei Reynir meiri en fjögur stig. Eiríksson í upphafi síðari hálf- skrífar leik áttu Haukar mjög góðan leikk- afla og náðu þá tíu stiga forystu, en Þórsarar náðu að saxa á forskot þeirra og komust yfir rétt eftir miðjan hálfleikinn. Haukar fóru þá S gang á ný og gerðu hveija körf- KNATTSPYRNA „Ánægður með minn hlut“ - sagði Ólafur Þórðarson, sem lék með varaliði Crystal Palace í gærkvöldi Olafur Þórðarson, landsliðsmaður S knattspymu lék rneð varaliði Crystal Palace gegn Luton í varaliðadeildinni ensku í gærkvöldi. Ölafur var ánægður með frammistöðu sína í leiknum þó lið hans hafí tapað, 2:1. „Eg spilaði til að bytja með á hægri kantinum en var síðan færður inn á miðjuna. Ég er ánægður með minn hlut,“ sagði Ólafur. Hann sagðist leika aftur með liðinu næsta miðvikudag gegn Watford og síðan kæmi í ljós með framhaldið. una á fætur annari og sigur þeirra ekki í hættu eftir það. Hinn bráðefnilegi Haukamaður, Jón Arnar Ingvarsson, var besti leikmaður vallarins og var nánast óstöðvandi. Hjá Þór áttu þeir Jón Örn og Dan Kennard ágæta spretti. Grindvíkingar skiptu um gír í síðari hálfleik Grindvíkingar áttu lengi vel í basli með Reynismenn í Sand- gerði í gærkvöldi og það var ekki fyrr en komið var fram í síðari hálfleik að þeir náðu Bjöm að skipta um gír og Blöndal hrista _ nýliðana af sknfar sér. Úrslitin urðu 72:97. Körfuknattleikurinn sem liðin sýndu var ekki í háum gæðaflokki og ljóst er að Grindvíkingar verða að gera mun betur í úrslitakeppn- inni ef þeir ætla að standast KR- ingum snúning. Þetta var síðasti heimaleikur Sandgerðinga sem eru fallnir í 1. deild og eftir ágæta leiki um mið- bik mótsins þegar þeir unnu Vals- menn og voru nærri því að vinna fleiri lið í Sandgerði hefur enda- sprettur þeirra valdið vonbrigðum. KORFUKNATTLEIKUR - sagði Sigurður Ein- arsson, fyrrum fyrirliði landsliðsins, sem sá fljótlega í hvað stefndi ÞAÐ var samdóma álit hinna gamalkunnu landsliðsmanna í HM-hópi Morgunblaðsinsaö Spánverjar hafi verið mun frískari en landinn í rimmunni íZlin. „Spánverjarnir voru allan tímann mun frískari. Þeiráttu alltaf mun auðveldara me að skapa sérfæri og nýttu þau,“ sagði Sigurður Einarsson, fyrr- um línumaður úr Fram. Sigurður sagði það strax í byij- un leiksins gegn Spánveijum, að það væri eins og leikmenn íslenska liðsins mættu ekki til leiks í eins miklu stemmningsstuði og Spánveijar. „Það er mun þyngra yfír leik okkar,“ sagði Sigurður. Guðjón Jónsson, sem sá um að mata Sigurð á línunni á árum áð- ur, tók í sama streng. „Spánverjarn- ir léku miklu hraðar. Varnarleikur okkar var ekki nægilega góður. Strákarnir gengu of mikið fram gegn hinum léttleikandi Spánveij- um. Það var sárt að sjá að reynslan hafði ekki yfirhöndina í þessum leik,“ sagði Guðjón. Guðmundur Gústafsson, fyrrum landsliðsmarkvörður úr Þótti, sagði að markvörður Spánveija hefði ráð- ið úrslitum. „Hann varði hreint stór- kostlega.“ Birgir Björnsson, hinn gamal- kunni refur úr FH, fyrrum fyrirliði Hafnarfjarðarliðsins, landsliðsins og landsliðsþjálfari hér á árum áð- ur, sagði sitt álit á gangi mála í leikhléi, þegar hann gerði úttekt á FRJALSAR Einari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.