Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 2. MARZ 1990 Hafrannsóknastofiiun: Telur að 4 þús. tonnum af smáþorski sé fleygt Hafrannsóknastofhun telur að um 4 þúsund tonnum af smá- þorski hafí verið fleygt á síðasta ári ef gengið er út frá því að þorski sem er stærri en 50 sm sé ekki fleygt. Upplýsingar Haf- rannsóknastoftiunar stangast mjög á við niðurstöður könnunar sem SKÁÍS framkvæmdi meðal sjómanna að frumkvæði Kristins Péturs- sonar alþingismanns. Niðurstöður hennar voru birtar í Morgun- blaðinu 23. febrúar síðastliðinn. í niðurstöðum könnunarinnar er gert ráð fyrir að 53.000 tonnum hafi verið fleygt árið 1989, helm- ingur þess hafi verið þorskur, mest undirmálsfiskur og slakur neta- fiskur. Á síðasta ári mældu eftirlits- menn sjávarútvegsráðuneytisins um 103 þúsund þorska um borð í togurum á norðvestur-, norður- og Austfjarðamiðum. Þar af voru um 5% undir 50 sm. Meðalþyngd þorsks af þessari stærð er um eða innan við eitt kg. í þyngd var und- irmálsfískur því um 2,5% af tog- araaflanum á síðasta ári eða um 4 þúsund tonn. f Hafrannsóknastofnun kemst að þeirri niðurstöðu að ef gert er ráð fyrir að ekki sé fleygt þorski sem er stærri en 50 sm stangist fram- angreindar mælingar mjög á við niðurstöður könnunarinnar. Samkvæmt upplýsingum Haf- rannsóknastofnunar hefur stöðugt dregið úr smáfiskadrápi frá 1984 og lengdarmælingar eftirlitsmanna um borð í togurum 1989 sýni að hlutfall undirmálsfísks hafí verið óvenju lágt, einkum ef miðað er við árin 1987 og 1988. Árið 1988 var þetta hlutfall 4,5% af heildar- afla eða um 8.500 tonn. 1987 var hlutfall undirmálsfisks í afla tog- ara á norður- og austurmiðum enn hærra eða um 6%, eða um 12.000 tonn. Tveir þriðju hlutar undirmáls- físks er undanþeginn kvóta. Sumir togarar nýta sér þetta og koma með talsverðan undirmálsfísk að landi. Árið 1987 voru þetta rúm 4.000 tonn en aðeins um 2.000 tonn 1989. Hlutur smáfísks í afla togara- flotans minnkaði verulega þegar möskvi í togveiðarfærum var stækkaður á árunum 1976-1977 og hlutfall smáfisks í afla var í lágmarki átímabilinu 1978-1981. Á árunum 1982-1984 jókst hlut- ur smáfísks og hélst hár til og með 1987. Eftir það hefur dregið úr smáfískadrápi, segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Þar kem- ur einnig fram að sambærilegar tölur eru ekki til fyrir bátaflotann. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 2. MARS YFIRLIT í GÆR: Suðaustankaldi um landið vestan- og norðanvert en breytileg átt, víðast gola suðaustantil. Vestanlands voru él en um allt austanvert landið var skýjað en úrkomulaust. Hlýjast var 1 stigs frost á Gufuskálum en á Grímsstöðum var 16 stiga frost. SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt, sums staðar allhvöss, með snjó- komu eða slyddu suðvestan-, vestan- og norövestanlands, en úr- komulaust að mestu austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Allhvöss eða hvöss vestan- og suðvestanátt. Él sunnan-, vestan- og norðvestanlands, en að mestu úrkomulaust norðaustan- og austanlands. Hiti nálægt frostmarki. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. f r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * •JO° Hitastig: 10 gráður á Ceisíus V Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur [~^ Þrumuveður "§ > T VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +14 skýjað Reykjavik r9 skafrenningur Björgvin 0 úrkoma Helsinki 0 snjókoma Kaupmannahöfn 4 skúr Narssarssuaq +5 skafrenningur Nuuk +7 snjókoma Ósló 3 snjókoma Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn +2 snjókoma Algarve 17 skýjað Amsterdam 5 haglél Barcelona 17 skýjað Berlín 4 snjóél Chicago +4 heiðskírt Feneyjar 14 léttskýjað Frankfurt 6 snjóél Glasgow 3 skýjað Hamborg 0 snjóél Las Palmas 20 léttskýjað Lundúnlr 7 hálfskýjað Los Angeles 12 þokumóða Lúxemborg 3 snjóél Madríd 14 hálfskýjað Malaga 23 skýjað Mallorka 21 skýjað Montreal +14 léttskýjað New York +4 heiðskírt Orlando 13 helðskírt París 6 skýjað Róm 17 þokumóða Vín 9 léttskýjað Washington +1 léttskýjað Winnipeg 1 alskýjað Morgunblaðið/Þorkell Steindór Bjarnason stendur við það, sem eftir er af stofúnni í Þrasta- lundi. Þetta er allt meira og minna ónýtt - segir Steindór Bjarnason í Þrastalundi „Ég trúði ekki eigin augum þeg- ar ég koma að þessum ósköpum. Mér fínnst þetta enn jafhótrú- legt. Hér hefur aldrei áður fallið snjóflóð svo vitað sé og svo dynja þessi ósköp með þessum óskap- lega krafti. Flóðið þeytti véla- geymslunni niður á tún og fór bókstaflega í gegn um stofuna,“ sagði Steindór Bjarnason, sem ásamt foreldrum sinum öldruð- um hefur búið að Þrastalundi þar til í haust. Steindór hefur að undanförnu verið að lagfæra íbúðarhúsið og hafði því fært nánast öll húsgögnin inn í stofuna, sem er eins konar viðbygging við austurenda hússins. Þar var meðal annars töluvert bóka- safn. „Þetta er vafalaust allt meira og minna ónýtt,“ sagði Steindór. „Vélageymslan er í tætlum, verk- stæðið ónýtt svo og fjárhúshlaðan og íbúðarhúsnæðið sýnist mér ónýtt líka. Hér voru margir bílar og eru 5 þeirra ónýtir, reyndar er ekki búið að fínna þá alla. Þá fóru líka tveir bátar og dráttarvél. Ég býst við því að viðlagatrygging bæti skaðann, sem er umtalsverður. Okkur þykir sárt að líklega eru bækumar ónýtar. Þær eru kannski ekki verðmætar, ekki endilega gamlar eða merkilegar. Einfaldlega bækur, sem fólk les og þykir vænt um. Við ætluðum líka að flytja hing- að inn aftur með vorinu. Þess vegna var ég að dútla þetta í íbúðarhúsinu og hafði ætlað mér inn eftir um kvöldið. Þrátt fyrir þetta get ég vel hugsað mér að búa hér áfram, verði húsinu komið í lag. Maður veit aldr- ei hvar og hvenær maður er óhlut- ur,“ sagði Steindór. Hækkun á innfluttum gúrkum og sveppum Tómatarnir lækka í verði TÖLUVERÐ hækkun hefur orð- ið á innfluttum gúrkum og sveppum undanfarna daga en tómatar hafa lækkað í verði. Verðhækkunin stafar af litlu framboði um þessar mundir en búist er við að verð lækki afitur þegar uppskeran eykst. Heildsöluverð á gúrkum sem Sölufélag garðyrkjumanna-Ban- anasalan er að flytja inn þessa dagana er 338 krónur kílóið. Líklegt er að útsöluverð á þessum gúrkum verði 540 til 550 krónur. I byijun febrúar, þegar upplýsing- um var safnað vegna útreiknings framfærsluvísitölunnar, var út- söluverð á gúrkum að meðaltali tæpar 470 krónur kílóið. Líklegt útsöluverð næstu daga er því 16% hærra en það var að meðaltali fyr- ir mánuði. Níels Marteinsson sölu- stjóri hjá Sölufélaginu segir að lítið sé til af gúrkum á markaðnum, þær séu hættar að berast frá Spáni og uppskeran í Hollandi ekki orðin nógu mikil og það virðist hafa hækkað verðið í bili. Hann sagði að útlit væri fyrir að fyrstu íslensku gúrkurnar kæmu á mark- aðinn eftir tíu daga. Ferskir innfluttir sveppir hafa hækkað mikið. Heildsöluverðið er nú 507 krónur á kíló hjá Sölufélag- inu og er líklegt útsöluverð rúmar 800 krónur. Lítið er til af íslensk- um sveppum en þeir eru mun ódýr- ari en þeir innfluttu, kosta að líkindum 570 til rúmlega 600 kr. kílóið. Meðalverð sveppa var í byrj- un febrúar rúmar 530 krónur kíló- ið. Innfluttu tómatarnir hafa aftur á móti lækkað í verði. Heildsölu- verðið er 198 krónur kílóið, og útsöluverðið þá nálægt 320 krón- um. Er það 21% lægra verð en var að meðaltali í byijun febrúar. Tjón varð á raftækjum vegnaof hárrar spennu TJÓN varð á raftækjum í 13 húsum við Álftanesveg í Garðabæ á þriðjudaginn, þegar 380 volta spennu var hleypt á húsin vegna mistaka starfs- manna Rafveitu Hafharfjarðar. Að sögn Jónasar Guðlaugssonar rafveitustjóra átti þetta sér stað þegar verið var að skipta um spennir á þessum slóðum. „Þetta voru mannleg mistök sem þama urðu, en tjón varð sem betur fer minna en hefði mátt ætla, og flest tæki í húsunum sluppu án skemmda. Það hefur þó komið í ljós að öryggi hafa bilað í tækjum sem voru í gangi, og í öðrum bilaði eitthvað meira, en það tjón sem við höfum haft fregnir af er flest minniháttar. Við munum bæta allan viðgerðarkostnað á þessum tækjum, og einnig höfum látið rafverktaka fara í öll húsin og laga það sem hann hefur getað lagað,“ sagði Jónas. -r:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.