Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ EÖSTUDAGUR 2, MARZ 1990 Bolli Héðins- son ráðinn efnahagsráð- gjafí forsæt- isráðherra BOLLI Héðinsson hagfræð- ingur hefiir verið ráðinn efiiahagsráðgjafi forsætis- ráðherra frá og með 1. mars. Bolli var áður efnahagsráð- gjafi í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar árið 1987, en hélt þá til framhaldsnáms við háskólann í Rochester í New York. Undanfama mánuði hef- ur hann starfað að sérstökum verkefnum hjá Olíufélaginu hf. Eiginkona Bolla er Asta St. Thoroddsen lektor við Háskóla íslands og eiga þau ijögur böm. Formannskjör hjá iðnrekendum: Allir félags- menn í kjöri - segir Vígiund- ur Þorsteinsson VÍGLUNDUR Þorsteinsson, for- maður Félags íslenskra iðnrek- enda, segir að enginn framboðs- listi sé í kosningu félagsins um formann og sljóra, en að öðru leyti vill hann lítið segja um hugsanlegar kosningar milli hans og Lýðs Friðjónssonar, framkvæmdastjóra Vífilfells. Eins og greint var frá í viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær, hefur Lýður Friðjónsson hugleitt að bjóða sig sérstaklega fram í formannsem- bætti FÍI. Lýður segist taka ákvörðun um helgina. Félag íslenskra iðnrekenda hefur sent út atkvæðaseðla vegna formanns- og stjómarkosninga en aðalfundur fé- lagsins verður haldinn 15. dag þessa mánaðar. „Það er einfalt mál að formaður Félags ísl. iðnrekenda er kosinn óhlutbundinni kosningu og til eins árs í senn en stjómin að öðm leyti að hálfu kosin til 2ja ára hverju sinn. Það er þannig enginn framboðslisti heldur allir félagsmenn í kjöri, “ sagði Víglund- ur Þorsteinsson. Sendibifreiðir undanþegnar virðisaukaskatti: Auðvelt er að fara í kringnm reglumar - segir deildarsljóri tæknideildar Bifreiðaskoðunar AUÐVELT er fyrir þá sem það vilja að fara í kring um reglurnar sem gilda um skráningu sendibíla og losna þannig við að virðisauka- skattur verði lagður á verð hans þegar bíllinn er keyptur, að sögn Jóns Baldurs Þorbjörnssonar deildarsljóra tæknideildar Bifreiða- skoðunar íslands hf. Samkvæmt lögum um virðisaukaskatt geta þeir sem hafa atvinnurekstur með höndum keypt bíla til rekstrarins án virðisaukaskatts, ef bíllinn er einkum ætlaður til atvinnureksturs, það er sendibíla og fólksbíla fyrir fleiri en 9 farþega. Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út reglur um hvaða skilyrði bílar þurfi að uppfylla, til að hægt sé að skilgreina hana sem sendibíl. I bréfi ráðuneytisins til Bifreiðaskoð- unar um þetta segir: „Sendibifreið er skilgreind þann- ig: Bifreið sem aðallega er ætluð til vöruflutninga þar sem leyfð heildarþyngd er 3.500 kg eða minna. Þegar virt er hvort bifreið er aðallega ætluð til vöruflutninga ber að hafa eftirfarandi atriði í huga: Skráð þyngd í fólksrými skal vera minni en helmingur af skráðri burðargetu bifreiðar. Miða skal við að hver maður vegi 75 kg. Farmrými aftan við öftustu brún sætis/milliþils skal vera a.m.k. 1.700 mm, eða ef það er styttra, þá skal það vera lengra en fólksrý- mið mælt frá miðri framrúðu. Opnanlegar hleðsludyr skulu vera á afturgafli bifreiðarinnar og/eða hleðsludyr á hlið hennar með auðveldum aðgangi að öllu fannrými. í farmrými skulu hvorki vera sæti né annar búnaður til farþega- flutninga.“ í undirbúningi éru reglur um skilrúm milli farþegarýmis og farm- rýmis og verða þær komnar í gildi á þessu ári. Jón Baldur segir að ein breyting hafi verið gerð á þessum reglum síðan bréfið var sent þann 25. jan- úar síðastliðinn. Munnleg fyrirmæli hefðu borist þess efnis að svonefnd- ir „Double Cab“ bílar væru skil- greindir sem sendibílar. Þeir eru með palli og húsi með tveimur sæta- röðum, og hefðu að óbreyttu ekki náð að vera skilgreindir atvinnu- bílar. Slíkir bílar eru dæmigerðir fyrir bíla, sem eru í senn vinsælir einkabílar og til atvinnurekstrar, einkum af verktökum og sveitarfé- lögum. Jón Baldur segic vera auðvelt að skrá bíla sem sendibíla samkvæmt þessum reglum, en nota þó sem (_b KR. 29.130,- Flug og gisting í 5 nætur Heildsölubirgöir H. Ólafsson & Bernhöft Vatnagöröum 18, s. 82499. Músli frá OTA Gullblandan einkabíla. Til dæmis nægði að taka sæti úr mörgum skutbílum og öðr- um sem hafa dyr á afturgafli og setja síðan sætið í á ný eftir að skráningu lýkur. Það breytti engu, þó reglur komi um skilrúm, þau sé hægt að festa í við skráningu og skoðun, ogtaka síðan burtu aftur. Hann var spurður hvort hægt væri að koma í veg fyrir að menn geti farið á þennan hátt í kring um reglurnar og sagði hann að til þess þyrfti að breyta reglum þannig, að þessir bílar hefðu skráningarmerki, eða sem kallað er bflnúmer í dag- legu tali, í sérstökum lit. Þá væri hægt að þekkja úr þá bfla sem undanþegnir eru skattinum sem atvinnubílar og hafa eftirlit með að þeir séu í raun og veru notaðir til atvinnurekstrarins, en ekki sem hveijir aðrir einkabflar. 39.450,- Flug og gisting í 6 nætur Pr. gengi 20.02 '90 LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... . þær duga sem besta bók. Múlalundur I SÍMI: 62 84 50 £ S/fS FERDASKRIFSTOFAN X4S FFRDASKRIFSTOFAN Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 ARMA W PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 KR. 47.800,- Flug og gisting í 5 nætur Pr. gengi 20.02 ’90 S4S FERDASKRIFSTOFAN scqa Suðurgötu 7, \_ J sími 624040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.