Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990 Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum iesenda CáSSBfe SPURT OG SVARAÐ <3W£BS UM BORGARMÁL LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 26. maí næstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosning- anna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins i síma 691187 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyriri borgarstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritstjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsyn- legt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. Kvartað var undan fáum biðstöðum leiðar 1 úr Vesturbænum niður í Miðbæ. Þá var kvartað undan því að leið 1 er hætt að aka um Njálsgötu. Borgarstjóri segir að erfitt sé að koma fýrir fleiri biðstöð- um á leið 1 vegna þrengsla á Suðurgötu og að nauðsynlegt hafi verið að Ieggja niður ferðir Ieiðar 1 um Njálsgötu, sömuleiðis vegna þrengsla. Strætisvagnaferðir í Grandahverfi Björn Ingi Hrafhsson, Seilu- granda 6, spyr: „Ég vil taka undir grein Halls Magnússonar blaðamanns þar sem starfsemi og íhaldssemi stjórnar SVR er gagnrýnd. Það er t.d. hrein firra að fækka ferð- um strætisvagnanna yfir sumar- tímann. Einnig má spyrja hvort ekki ætti að tengja. nýleg hverfi eins og Grandahverfí betur. Leið 16 hefúr verið lögð niður og leið 1 komin í staðinn. Mætti- sú leið ekki vera farin á kortersfresti frekar en hálftímafresti? Væri nokkuð stórmál að láta leið 2 ganga út á Eiðsgranda allan dag- inn en ekki frá 19-23.30 eins og nú er?“ Svar: Ekki er ástæða til að taka mark á neikvæðum skrifum Halls Magn- ússonar, blaðamanns við Tímann, frambjóðanda Framsóknarflokks- ins, um SVR. Það er hins vegar rétt sem fram kemur hjá fyrirspyrj- anda að breytt var um heiti á leið 16 og leiðoin sameinuð leið 1, þann- ig að greiðari tengingar eru milli austur- og vesturbæjar. Leið 3, sem þjónar m.a. Skjólum og hluta af Grandahverfi og fer m.a. um Meist- aravelli og ekur á 15 mín. fresti, en leið 1 sem ekur m.a. um Eiðs- granda ekur á 30 mín. fresti. Leið 2 sem þjónar Grandagarði og Ör- firisey ekur um Eiðsgranda frá kl. 19 og fram yfir miðnætti. Hjá Strætisvögnum er í athugun hvern- ig megi bæta þjónustu á þessu svæði öllu. Golfvelli í Seljahverfi Kristinn Karl Delaney, Engja- seli 54, spyr: „Hver eru áform Reykjavíkur- borgar varðandi byggingu yfir- byggðrar sundlaugar í Selja- hverfi, þar sem almenningur og keppnisfólk fengi góða aðstöðu til að iðka íþrótt sína? Er hægt að útbúa litla golf- eða púttvelli á grænum svæðum í Seljahverfi þar sem börn og unglingar gætu leikið sér? Svar: Samkvæmt þeim áætlunum sem nú eru uppi varðandi sundlaugar- byggingar í Reykjavík er gert ráð fyrir að byggja næst sundlaug í Arbæjarhverfi og síðan í Grafar- vogi. Sundlaugin sem byggð var við Ölduselsskóla er fyrst og fremst hugsuð til skólakennslu og sund- námskeiða. Á svæði ÍR í Suður- Mjódd er gert ráð fyrir að byggja ýmis íþróttamannvirki og hugsan- lega mætti byggja þar sundlaug í framtíðinni. Varðandi hugmynd fyrirspyijanda um litla golf- eða púttvelli á grænum svæðum í Selja- hverfi, sem mér líst mjög vel á, hef ég beðið íþrótta- og tómstundaráð að kanna það mál frekar. Sundlaug í Árbæ Jónína Helgadóttir, Selási, spyr: „Þann 25.04. sl. birtist í Morg- unblaðinu frétt um nýja sundlaug sem fyrirhugað er að byggja í Árbæ. Þar sagði að tillögur um sundlaugina hefðu verið kynntar Tómstunda- og æskulýðsráði og verið einróma samþykktar í skipulagsnefhd. Hvað þýðir þetta? Verður sundlaugin byggð á næstunni?" Svar: Gert er ráð fyrir að ljúka hönnun á sundlauginni í Árbæ á þessu ári og heija framkvæmdir strax á næsta ári og ljúka verkinu á tveim- ur árum. Vantar strætisvagnaferðir um Njálsgötu Guðrún Jónsdóttir, Týsgötu 4b, spyr: „Strætisvagninn sem gekk austur Njálsgötu um langt árabil hefúr nú breytt áætlun og geng- ur aðeins austur Hverfisgötu. Hér býr margt fúllorðið fólk og nú höfúm við engar samgöngur. Ég vil beina því til borgarstjóra að hann færi þetta til betri veg- ar.“ Svar: Nauðsynlegt var að láta vagnana víkja af Njálsgötu vegna þrengsla þar. Hjá Strætisvögnunum var lögð mikil vinna í að finna vögnum leið í gegn um gamla Austurbæinn, en því verður illa við komið. Göngu- vegalengdir frá t.d. Njálsgötu að Laugavegi eða Hverfisgötu eru ekki miklar þó þar sé vissulega á bratt- ann að sækja fyrir eldri borgara. Málið verður athugað nánar hjá stjórnendum Strætisvagnanna. Félagsmiðstöðin Glymur Salvör Gissurardóttir, Sigtúni 31, spyr: „Hvernig hefúr starfsemi fé- lagsmiðstöðvarinnar í Glym farið VAR EINHVER AÐ TALA Hjá okkur færðu dýnur eftir máli í öllum verðflokkum—aðeins örlítið ódýrari-með áklæði eftir þínu 20 kg/m 3 70 x 200 x 1 90 x 200 x 1 1 20 x 200 x 1 1 60 x 200 x 1 2 2 2 2 3.864 4.968 6.624 8.832 70 x 200 x 9 2.898,- Stæróir í cm: VERÐ VERÐ 3.906,- 5.208,- 6.696,- 8.928,- 1 1.904,- 4.838,- 6.451,- 35 kg/m3 Eðlileg ending, tveir stífleikar 8.294,- 1 1.059,- 14.746,- LANDSÞEKKT DÝNUÞJÓNUSTA: Vió gerum meira en aó framleióa fullunnar dýnur. Við lagfærum og endurbætum gaml- ar svampdýnur, skiptum um áklæði og veitum ráðleggingar um val og frágang á dýnum sem henta við mismunandi aðstæð- ur. Síma- og póstkröfuþjónusta. Uppgefið verð er fyrir óklæddar svampdýnur og getur breyst með stuttum fyrirvara. Við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.