Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990 Páll Hörður Pálsson, Stokkseyri - Minning Fæddur 17. janúar 1931 Dáinn 7. maí 1990 Ég vil með fáum og fátæklegum orðum minnast mágs míns, Páls Harðar Pálssonar, skipstjóra frá Snæfelli á Stokkseyri. Hanri lést fyrir aldur fram mánudaginn 7. maí á afmælisdegi konu sinnar, Margrétar Sturlaugsdóttur. Það var ótrúlegt að frétta að Hörður mágur væri horfinn frá okkur svona skyndilega á góðum aldri. Hörður -v'ir mikill happamaður, bæði sem sjómaður í yfir íjóra áratugi og ekki síður sem heimilisfaðir og afi. Hörður og Margrét eignuðust fimm mannvænleg börn, Pál, Aðalheiði, Guðbjörgu, Sturlu Geir og Vigdísi, öll góð og kær foreldrum sínum. Á Snæfelli var mikill samhugur með fjölskyldunni alla tíð og þangað var alltaf gott að koma. Ég votta Möggu, börnunum, tengdabörnunum og öllum barna- börnunum djúpa samúð og megi minningin um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa styrkja ykkur öll á þessari erfiðu stundu. Einar Sturlaugsson og fjölskylda, Hafnarfírði. A snöggu augabragði afskorið verður fljótt lit og blöð niðurlagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Það má nú segja að Hörður, en svo var hann ávallt nefndur í dag- legur tali, hafi verið kallaður yfir landamærin á snöggu augabragði, á miðjum starfsdegi í burt frá góðri og traustri fjölskyldu sem hann hafði helgað líf sitt. Það voru sorg- Jgg tíðindi sem okkur bárust frá ^orlákshöfn sl. mánudag, þess efn- is að Hörður væri fallinn í valinn langt um aldur fram. Fékk þar mannlegur máttur engu um breytt og gilti einu hversu heit- ar óskir voru þar um. Sjómennska hafði verið hans ævistarf og þá oftar en ekki sem stjórnandi eða í forsvari. Hann kom nú að landi úr síðasta róðri, af fiskimiðum með góðan afla. Lagði bátnum við festar svo sem áður en var síðan kallaður umsvifalaust og án nokkurs fyrir- vara yfir í þann heim sem okkar allra bíður. Sýnir þetta glögglega hve við fáum litlu um ráðið. En Hörður átti sterka og sam- stæða fjölskyldu sem er henni nú mikill styrkur i sorginni er nú hefur knúið svo óvænt dyra. Hörð þekkti ég auðvitað nokkuð vel þar sem við vorum giftir systrum og þar afleið- andi talsvert samband og samgang- ur á milli heimila okkar. Viljum við hjónin nú þakka við leiðarlok, marg- ar ánægjulegar heimsóknir að Snæ- felli og góð kynni, enda heimilið þekkt fyrir gestrisni og höfðings- skap. Ung að árum gengu þau Hörður og Margrét Sturlaugsdóttir í hjóna- band sem reyndist traust og far- sælt. Á bjargi byggt. Rætur þeirra beggja voru á Stokkseyri, þar sem þau eignuðust hlýtt og gott heimili og farnaðist vel. Eignuðust fimm börn sem eru foreldrum sínum til sóma í hvívetna. Þau eru: Páll Sig- urður, giftur Suncana frá Júgó- slavíu. Búa á Reyðarfirði og eiga 2 börn. Aðalheiður Guðný, gift Olav Hilde frá Noregi. Þau búa í Hvera- gerði og eiga 2 börn. Guðbjörg Brynja, trúlofuð Guðmundi Magn- ússyni. Búa í Reykjavík. Sturla Geir og Vigdís Unnur eru yngst og dvelja ennþá í foreldrahúsum. Hörður var traustur maður í allri framgöngu enda það að gera sjó- mennsku að ævistarfi ekki fyrir ein- hverja aukvisa eða linkumenni. Hogvær en fastur fyrir ef því var að skipta og gat þá oft verið skemmtilega orðheppin. Með starfi sínu lagði hann góðan hlut til þess velferðarþjóðfélags sem við búum nú við. Ég hygg að það hafi honum verið kært, enda í anda hugsjóna hans um bætt þjóðfélag, til aukins jafnréttis og bræðralags. Hann var með opinn huga um velferð síns sveitarfélags enda kos- inn þar til trúnaðarstarfa og einnig til þjóðfélagsins í heild, þar sem skoðanir hans fóru ekki á milli mála. Það er napur raunveruleiki að Hörður skyldi ekki fá að njóta þess áhugamáls og verkefnis sem hann hafði unnið að og ætlað að njóta á efri árum. En sagt er að mennirnir álykti en Guð ráði. Þegar dauðann ber að garði í hvaða mynd sem er, eru margir sem eftir standa ráð- þrota og spyija um tilgang lífs ,og dauða. Við eigum ekki við þessu svo greið svör, svo óyggjandi sé. Við getum ekki bent á heim eða vídd framliðinna eins og næsta hús. Yfir þessu hvílir mikil dulúð. En meistarinn frá Nazareþ gaf vantrú- uðum ákveðið svar. „Ég lifi og þér munuð Iifa.“ Þorsteinn Alfreðsson Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð, mannanna böm leita hælis í skugga vængja þinna. 36. sálmur Davíðs, v. 8. Já, það er mikils virði að vita af faðmi Guðs opnum fyrir okkur öll. Sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd sem dauðinn veldur, flestum kemur hann að óvörúm, en alltaf eru högg- in þung. Við sem lifum í svo litlu þjóðfélagi eins og okkar er, verðum kannski oftar vör við návist dauð- ans þó við þekkjum ekki alltaf per- sónulega til. En við finnum samt til sámkenndar með þeim sem orðið hafa fyrir áfalli. I þetta sinn féll þetta þunga högg nærri okkur. Okkar kæri vinur um margra ára skeið, var skyndilega allur, tómleiki og eftirsjá fyllti hugann. Mánudag- inn 7. maí var afmælisdagurinn hennar Möggu, við höfðum sam- glaðst henni og ijölskyldunni á sunnudeginum, enn einn dagur á Snæfelli, meðal vina. Þegar fór að kvelda og áður 'en við fórum frá Stokkseyri þennan dag langaði okk- ur til að vita hvort Hörður væri að fiska. Ármann hringdi því og talaði við Olav og Hörð, þar sem þeir voru staddir úti á sjó, veðrið lék við þá og þeir voru ánægðir með veiðina. Þetta var síðasta samtalið þeirra vinanna. Því þegar komið var að landi á mánudeginum hné hann niður og allt var búið. Já, þannig verður allt svo tómt og kalt. Þá er svo gott að líta til baka finna gleð- ina í minningunum, þakka fyrir ein- stæða vináttu sem byggð var á grunni virðingar, hlýju og kærleika. Margar voru ferðirnar sem farnar voru til að eiga samskipti við þau og þeirra fjölskyldur. Að sökkva sér niður í umræður um troll, útbúnað trillunnar, fískirí, lífið sjálft, allt það sem að höndum ber hverdags hjá hvorri fjölskyldu fyrir sig, börnin, barnabörnin og þegar ég segi börn- in þá eru.tengdabörnin þar innifalin því að á þau er litið hjá báðum ijöl- skyldunum sem viðbót við barna- hópinn, já, þátttaka í allri gleði og einnig þegar sorgina bar að garði. Þetta er sá auður sem vináttan skapar, auður sem enginn getur frá manni tekið. Saman byggðu Magga og Hörður upp sitt góða heimili sem var börnum öllum, stórum sem smáum, hin trygga kjölfesta. Það er einmitt slík kjölfesta sem verður hveijum einstaklingi dýrmætt vega- nesti út í lífið. Þegar við fluttum til Stokkseyrar haustið 1972, þá þekktum við ekki mai'ga, en smám saman komumst við í kynni við þá sem fyrir voru. Þetta litla sveitarfé- lag varð okkur kært, en ennþá kærara sú vinátta sem þar var til stofnað. Eisku Magga mín, og börnin ykkar öll, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og leiða ykkur inn í framtíðina með þessum orðum ritningarinnar: Ég hef augu mín til ijallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálmur Davíðs 121.1, 2. v.) Frá Lindu og Bjarna í Kanada berast hlýjar samúðarkveðjur. Ver- ið 'öll Guði falin og hjartans þakkir fyrir allt. Blessuð sé minning látins vinar. Sigga og Ármann Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. I dag kveðjum við elsku afa okk- ar. Við þökkum allar góðu, ljúfu stundirnar sem við áttum saman þó að árin hafi ekki verið fleiri sem við fengum að njóta með afa. Alltaf var nægur tími fyrir okkur, bæði í leik og athöfn. Við elskuðum og dáðum afa af öllu hjarta og komum til með að geyma minninguna um besta afa í heimi um ókomin ár. Alltaf var hægt að koma að Snæ- felli til afa og ömmu, þar sem allt- af er opið hús og fullt af hlýju og gleði. Barnabörnin Anna S. Bjarna- dóttir - Minning Fædd 10. janúar 1943 Dáin 30. apríl 1990 %i Mig langar að minnast æskuvin- konu minnar og skólasystur með nokkrum orðum. Anna Sigríður Bjarnadóttir hét hún og var fædd og uppalin á Neskaupstað og þar stofnaði hún heimili með eigin- manni sínum, Alfreð Árnasyni. Anna og Addi eignuðust þijú mann- vænleg börn, tvo drengi og eina stúlku. Þegar litið er til baka er margs að minnast. Anna ólst upp í stórum systkinahópi svo að oft hlýtur að hafa verið mikið að gera á því heimili. En um það hugsaði maður kannski ekki mikið á þeim árum. Anna var góð vinkona, róleg en samt alltaf til í glens og grín. Margt var brallað á þessum árum. ,,Fitt sinn datt okkur Önnu í hug að dulbúa okkur og fara svoleiðis kiæddar um göturnar. Þá vorum við 14 eða 15 ára. Ekki mátti full- orðna fólkið vita neitt um þetta. Til þess að komast hjá því fundum við föt heima hjá Önnu og hentum þeim út um herbergisgluggann hennar. Ekki man ég hvort upp um okkur komst en mikið höfðum við gaman af þessu. Mér er líka mjög minnisstæður fermingardagurinn okkar. Við hittumst fyrir athöfnina og vorum eðlilega spenntar. Eftir athöfnina og veisluna þurftum við svo að hittast og sjá hvað hin hefði fengið í fermingargjöf. En eins og gengur og gerist skildust leiðir fljótt eftir skóla. Ég fór suður á land, en Anna var eftir!heima. í mörg ár höfðum við lítið samband, en frétt- um þó hvor af annarri. Fyrir þrem- ur árum hringdi svo síminn og var það Anna að segja mér að nú ætti að fara að halda upp á 30 ára ferm- ingarafmæli okkar og hvort ég væri ekki til í að koma. Auðvitað var ég til en var í hálfgerðum vand- ræðum með hvar ég ætti að halda til, því ég þurfti að hafa þijú börn með og svo að sjálfsögðu eigin- manninn. Anna var ekki lengi að leysa það vandamál. Hún sagði að okkur væri öllum velkomið að dvelja hjá henni. Þetta fermingarafmæli verður alltaf mjög minnisstætt og dvölin hjá Önnu ógleymanleg. Rifjuðum við upp gömlu árin og skemmtum okkur vel. Heimili þeirra Önnu og Adda var mjög fallegt og þau bæði samtaka um að láta fara vel um okkur með- an á dvölinni stóð. Sérlega var þeim annt um að börnin okkar hefðu það gott og gerðu allt sem þau gátu fyrir þau. Nú þremur árum seinna er hún sú þriðja sem hverfur úr þessum hópi. Fyrst fór Erla, svo Garðar Sveinn og núna Anna. Ég bið góðan Guð að vera með eiginmanni hennar og börnum svo og foreldrum og systkinum. Aldrei er svo bjart yfír öðlingsmanní, að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (Matthías Jochumsson) ■ ....... Hferdís + Minningarathöfn um eiginkonu mína, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, SIGURLAUGU MARÍU JÓNSDÓTTUR frá Ósi, Hraunbæ 152, Reykjavík, fer fram i Árbæjarkirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 10.30. larðsect verður á Narfeyri kl. 17.00 sama dag. Guðmundur Daðason, Þórir Guðmundsson, Hlíf Samúelsdóttir, Maria Guðmundsdóttir, Bragi Þ. Jósafatsson, Daníel Jón Guðmundsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Rögnvaldur Jónsson, Auður Guðmundsdóttir, Sólmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðmundur Páls- son — Minning Fæddur 24. apríl 1970 Dáinn 4. maí 1990 Ég krýp og faðma fótskör þína frelsari minn á bænastund. Ég legg sem barnið bresti mína bróðir í þína líknar mund. Ég hafna auðs og hefðar völdum hyl mig í þínum kærleiks örmum. (Bæn Bortnianski) Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um vin minn Gumma Páls sem fallinn er frá, allt, allt of fljótt. Hann var ákaflega hlédræg- ur, ljúfur, traustur og góður vinur sem reyndist mér alltaf vel. Þar sem hann naut sín best var á Laugar- vatni, þar sem hann og mamma hans höfðu komið sér upp litlu húsi þar sem ég naut gestrisni þeirra e'ins og alltaf en hann ætlaði sér miklu meira. Ég óska þess að hon- um líði vel þar sem hann er nú. Hann átti góða fjölskyldu sem hon- um þótti vænt um. Ég votta móður hans, Guðrúnu, og systkinum inni- lega samúð mína. Viggó Orn Viggósson Þær eru ansi furðulegar and- stæðurnar í þessu lífi. En það ill- skiljanlegasta er þó að eina stund- ina er maður lifandi en þá næstu dáinn. Það varð mér til happs að ég byijaði í nýjum skóla og í honum var Gummi. Við kynntumst fljótt enda áttum við margt sameigin- legt. Faðir Gumma tiltölulega nýlát- inn og faðir minn nokkrum árum áður, skólinn fannst okkur vera furðuleg stofnun ætluð eingöngu til að hrella okkur og tefja á frama- brautinni. Þannig liðu árin eitt af öðru en þó !alltof’fljót.1 Auðvitað skiptust á skin og skúrir eins og hjá öllum ærslafullum strákum en það hafði þó engin varanleg áhrif á vinskapinn. Skyndilega var skyldunámi lokið og okkur fannst sem við værum lausir úr hálfgerðri prísund, fijálst að gera það sem okkur langaði til. En leiðir skildu og samband okkar varð lítið. Þær verða samt alltaf minnisstæðar góðu stundirnar í sveitinni er við fengum að stelast til að keyra, tusk- ast við Dóra og Halla, borða góðan mat hjá Hædí og Rúrí, eða hvað sem var. Er það von mín að í gegnum sorgina finnum við þó smá gleði því að nú er hann Gummi okkar kominn í ekki síðri heim. Móður og systkinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. ijj, .. i> J >j,i>- > /,] .. i,iu iJÁÍ -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.