Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAI 1990 35 I Mondial - Einka- leyfi írá Taiwan! ! eftir OrnólfArnason Frú Guðrún G. Bergmann skrifar grein í Mbl. 28. mars sl. undir fyrir- sögninni „Hver var fyrstur og hvar?“ og reynir að halda á lofti vörumerki Mondial-armbandsins sem selt er í verslun hennar „Betra lífi“ en ég hafði bent á í grein 21. mars að virtist vera eftirlíking af Bio-Ray-armbandinu frá Mallorca sem fæst m.a. í Heilsuhúsinu. Guðrún leitast í varnargrein sinni við að gera mig tortryggilegan með því að kalla mig umboðsmann Bio- Ray. Það er að vísu ofmælt en þó átti ég nokkurn þátt i því að koma armbaugnum á markað hér og út- vega kunningja mínum, sem fann hann upp, umboðsmann hér á landi, Örn Svavarsson í Heilsuhúsinu. Eg tók líka m.a. að mér að láta fram- leiðandann vita ef á heiður væri hallað, t.d. af keppinautum, sem selja eftirlíkingar. Það var þó ekki Heilsuhúsið, inn- flytjandi hins upprunalega arm- bands sem varaði við eftirlíkingum, heldur verslunin „Betra líf“, sem af grátbroslegri kokhreysti bætti setningunni „Varist eftirlíkingar" í auglýsingar sínar þegar Bio-Ray- armbandið kom á markaðinn. Sömuleiðis fullyrðir fólk að það hafi í símtölum við „Betra líf“ verið varað við spænsku armböndunum. Mér dettur ekki í hug að efast um það að innflutningur Guðrúnar á Mondial-armböndunum sé sprott- inn af hugsjón eða að hún hafi í fyrstu ekki vitað að þau væru svona nauðalík eldri framleiðsluvöru með skrásettu vörumerki. Nú er þetta hins vegar fyrir nokkru orðið ljóst og því óþarft að halda áfram að lemja hausnum við steininn. Það er enginn vandi að sanna það að Manuel Polo fann upp armbaug sinn og hóf framleiðslu á honum löngu á undan Mondial. Mig rak satt að segja í rogastans að sjá það í grein Guðrúnar Berg- mann að til þess að þvo eftirlíking- arorðið af armböndum sínum segir hún að Hollendingarnir, sem hún kaupir þau af, framleiði þau „sam- kvæmt einkaleyfi frá Taiwan“. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé sett fram í fúlustu alvöru, enda finn ég engin önnur dæmi gamansemi í umræddri grein. Þó trúi ég varla öðru en að hollenski kaupmaðurinn hafi verið að gera að gamni sínu ef hann hefur tjáð Guðrúnu að Mondial væri framleitt samkvæmt einkaleyfi frá Taiwan og að hann hafi reiknað með að hún skildi gn'nið. Taiwan er nefnilega sá stað- ur í veröldinni sem hvað illræmdast- ur er fyrir að þverbrjóta einkaleyfisT rétt og er bækistöð margra verstu svindlara alþjóðlegra viðskipta. Guðrún er þarna örlítið seinheppin með varnarbrögð. „Einkaleyfi frá Taiwan“ lætur ámóta hjákátlega í ■ HÖRPUÚTGÁFAN hefur gefið út í nýrri útgáfu átta ævintýrasnæld- ur. Hér er um að ræða gullkorn úr barnabókmenntum; þekktustu ævin- týri H.C. Andersen, ævintýri úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, ævin- týri eftir Zacharías Topelíus og fleiri gömul og góð ævintýri. Barna- sögur á snældum njóta stöðugt vax- andi vinsælda og eru kærkomin hvíld frá sjónvarpinu. Sögumaður ævin- týranna er Heiðdís Norðíjörð, sem er löngu kunn fyrir vandaðan flutn- ing á barnaefni í barnatímum Örnólfur Árnason eyrum og til að mynda „siðgæðis- vottorð frá Sódómu". Þá upplýsir Guðrún í grein sinni að í fornminjum megi finna arm- bönd „sem eru nánast alveg eins og Mondial-armbandið“. Hún segir að vegna þess sé erfitt að svara þeirri spurningu hver hafi verið fyrstur. Ég get tekið undir það að notkun armbanda til að jafna orku og stuðla að betri líðan manna á sér langa sögu. En uppfinning Manuels Polo er ekki fólgin í hug- mynd um notagildi heldur hönnun þessa sérstaka armbaugs sem er örlítið sporöskjulagaður, með enda- kúlum í ákveðinni stærð, sem hann hlóð segulafli með rafeindatækni og húðaði svo baug og kúlur með silfri og gulli. Allt þetta hafa fram- leiðendur Mondial, hvort sem þeir hafa heimilisfang og varnarþing á Formósu eða í Hollandi, leitast við að herma eftir armbaugi Polos, ekki armböndum Grikkja eða Egypta. , Mér þykja satt að segja hinar nýjustu upplýsingar Guðrúnar Bergmann, að hollensku segularm- böndin hennar séu í rauninni ekki hollensk heldur ættuð frá Taiwan, afskaplega athyglisverðar fréttir. En jafnframt finnst mér raunalegt að hún skuli draga af þessu þveröf- uga ályktun við mig. Höfundur er rithöfundur. ríkisútvarpsins. Snældurnar eru unnar í Hljóðrita í Haftiarfirði. Kápugerð og teikningar eru eftir Brian Pilkington. Litgreining og prentun unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Auk framantalinna sögu- snælda hefur Hörpuútgáfan á boð- stólum snældur með sögum og ævin- týrum eftir Heiðdísi Norðíjörð, sögur fyrir svefninn og jólasögur; alls sext- án sögusnældur. Sögusnældurnar fást í flestum bóka- og hljómplötu- verslunum landsins. rætistí KR sumarhúsum Getum afgreitt vönduð og falleg sumarhús með skömmum fyrirvara. Verndum gróður og umhverfi við uppsetningu. Uppsett sýningar- hús er á lóð okkar að Kársnesbraut 110 í Kópavogi. Opið alla daga frá kl. 14 - 17. KR SUMARHÚS Með 15 ára reynslu að baki Kristinn Ragnarsson húsasmíbameistari • Kársnesbraut 110» Kópavogi Símar 41077 og 985-20010 FlUtnsÝn‘n9°eUsórshiómvsur^ ^sUeguro^ -Zw&z* ./u i Kjarlan Ólafsson ■ VORTÓNLEIKAR Samkórs Trésmiðafélags Reykjavíkur verða haldnir í Fella- og Hólakirkju í dag, laugardaginn 12. maí, kl. 16.00. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og má nefna kórsöng, einsöng og tvísöng. Einnig skiptir kórinn sér í kvennakór og karlakór. Stjórnandi á tónleikunum er Kjart- an Ólafsson. Sýnurn f9 ^"heas&re*')6'' slótg>æs'e9 artún\ 2»' tt9d f B0°4y6 suttnud- ',3916Nef*''eWmiri (ýttt n0'tl ®Snat. Sturta 09 \eg»' og M váinssa\eTn» 9 þgegindi- Cj lé* m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.