Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990 51 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD EvjóHur þjáifar Stjömuna Mm FOLX ■ RONNY Rosentlinl, sem var í láni hjá Liverpool síðustu tvo mán- uði, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við félagið. Kaupverðið var milljón pund. Stand- Frá ard Liege hafði Bob setti upp 500 þús- Hennessy un(j pUnf] er hann i ngan i |j0tn til Liverpool en síðan hefur kaupverðið hækkað stöðugt. Rosenthal gerði sjö mörk í jafnmörgum leikjum fyrir Liver- pool. Kenny Dalglish var því ekki á þeim buxunum að sieppa honum og gekk frá samningum í gær. ■ TERRY Butcher, varnarmað- urinn sterki hjá Glasgow Rangers, er að öllum líkindum á leið til Tott- enham eftir heimsmeistarakeppn- ina á Ítalíu. Butcher, sem er 31 árs og hefur verið skoskur meistari með Rangers í þrígang síðan 1986, hefur lýst því yfir að hann vilji aft- ur til Englands. Terry Vanables, framkvæmdastjóri Tottenham, vill greiða milljón pund fyrir kappann. I RUUD Gullit er klókur í samn- ingum og þegar hann samdi við AC Mílanó sagði að ef hann meidd- ist myndi hann samt sem áður halda uppbótargreiðslum sem liðið fær fyrir góðan árangur. Þetta gafst vel þegar AC Mílanó sigraði Nacio- nal frá Kólumbíu, í heimsmeistara- keppni félagsliða. Gullit fékk þá 1,6 millj. kr., án þess að svo mikið sem fara á völlinn. ■ KOLDING IF varð fyrir skömmu danskur meistari í hand- knattleik er liðið sigraði Helsingör IF 17:16 í öðrum úrslitaleik lið- anna. Otto Mertz, leikmaður Kold- ing og danska landsliðsins, var valinn handknattleiksmaður ársins af dönskum íþróttafréttamönnum. Pólveijinn Wojciech Kaczmarek, sem leikur með Helsingör, var val- inn besti leikmaður úrslitakeppn- innar. H ALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið, FIFA, hafnaði í gær áfrýjun frá tveimur leikmönnum sem dæmdir höfðu verið í eins árs bann. Júgóslavinn Mehmet Bazdarevic fékk bann fyrir að hrækja á dóm- ara í leik Júgóslavíu og Noregs í október og Abdul Albalooshi, landsliðsmaður Sameinuðu arabísku fúrstadæmanna fékk bann fyrir að ráðst á belgískan leikmenn í júlí. Báðir verða þeir því að sætta sig við að missa af heims- meistarakeppninni í knattspymu. H MICHELA Figini hefur lagt keppnisskíðin á hilluna, vegna þess að forráðamenn svissneska skíða- sambandsins neituðu að fara að beiðni hennar og reka þjálfara kvennaliðsins, Jan Tischhauser. Þau áttu í deilum allt síðasta keppn- istímabil. Figini er 24 ára. Hún varð Ólympíumeistari aðeins 17 ára, yngst kvenna í sögunni, í Sarajevo 1984. Hún sigraði svo í heimsbikarkeppninni 1985 og 1988. Tvær aðrar af snjöllustu skíðakon- um Svisslendinga hafa einnig hætt keppni; Maria Walliser og Brigitte Oertli. EYJÓLFUR Bragason hefur skrifað undir tveggja ára samning sem þjálfari Stjörn- unnar í Garðabæ í 1. deild íslandsmótsins í handknatt- leik. Hann hefur þjálfað lið ÍR tvö undanfarin ár en tekur nú við af Gunnari Einarssyni, sem stjórnað hefur liði Stjörnunnar, þrjú síðustu ár en tekur nú við U-21 árs landsliðinu. að má eiginlega segja að ég sé að koma heim eftir fímm ÁSGEIR Sigurvinsson, einn litríkastí knattspyrnumaður ís- lands, hef ur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eft- ir leikinn gegn Homburg á Neckar leikvanginum í Stutt- gartídag. Asgeir, sem hélt upp á 35 ára afmæli sitt síðasta þriðjudag, er að ljúka 19. keppnistímabili sínu, en hann hóf að leika með ÍBV í 1. deild 1972. Haustið 1972 gerðist hann atvinnumaður í knattspyrnu með belgíska iiðinu Standard Liege og lék með liðinu í 8 ár við góðan orðstýr. Þaðan fór hann til Bayern Múnchen í Vestur-Þýskalandi og var þar í eitt ár. Hann var síðan seldur til Stuttgart 1982 og þar hefur hann verið allar götur síðan. Asgeir hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu frá því hann lék fyrsta landsleik sinn 1972. Há- punktur á ferli hans er án ef er hann vann vestur-þýska meistara- ára fjarveru. Stjarnan er liðið mitt og það er gott að koma aftur í Garðabæinn, þó að það sé ekki sársaukalaust að yfirgefa ÍR- inga,“ sagði Eyjólfur. „Gunnar hefur gert góða htuti með Stjörn- una og ég efast ekki um að ég taki við góðu búi. Ég ætla að fylgja starfi hans eftir en líklega koma einhveijar breytingar með nýjum manni.“ Eyjólfur, sem þjálfaði ÍBV í þijú ár áður en hann fór til ÍR, sagði að munurinn á ÍR og Stjöm- titilinn 1984 og var þá jafnframt kjörinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum úrvalsdeildarinnar og var það í fyrsta sinn sem erlend- ur leikmaður hlaut þann heiður. Hann hefur tvívegis verið kjörinn íþróttamaður ársins, 1974 og 1984. Ásgeir hefur verið í miklum met- um meðal áhangenda Stuttgart og munu þeir fjölmenna á völlinn í dag til að kveðja hann. Vestur-þýska íþróttablaðið Kicker sagði frá því í gær að nú sé komið að kveðjustund- inni hjá hinum frábæra knatt- spyrnumanni Ásgeiri Sigurvinssyni.. í viðtali við blaðið segist Ásgeir vera mjög ánægður með feril sinn sem knattspymumaður. „Tíminn hjá Stuttgart hefur verið sérstak- lega skemmtilegur,“ sagði Ásgeir. Fritz Walter einn leikmanna Stuttgart sagði í samtali við Kicker að leikmenn myndu leggja hart að sér í leiknum gegn Homburg þótt hann skipti í raun engu máli. „Við ætlum að kveðja Ásgeir með sigri,“ sagði hann. unni væri sá að Stjarnan væri komin lengra í uppbyggingu. „Stjaman hefur meiri breidd og reynslu en ÍR-ingar eiga eftir að verða stórveldi í handboltanum með tíð og tíma,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði að liðið byijaði strax að æfa fyrir næsta vetur og stefnt væri að æfingaferð út fyrir land- steinana í ágúst. Aðstoðarþjálfari hans verður Brynjar Kvaran, markvörður Stjörnunnar, sem íeikur þó ennþá með liðinu. ÍSLENSKA landsliðið íblaki náði fram hefndum með því að sigra Liechtenstein, 3:0, á smá- þjóðamótinu á Möltu í gær. Andorra vann Kýpur og verða það að teljast mjög óvænt úr- slit þar sem Andorra hefur ekki haft góðu liði á að skipa. Islenska liðið tapaði fyrir Liec- htenstein á Smáþjóðaleikunum í fyrra og varð þar með af bronsverð- launum. Það var því sæt hefnd fyr- ir íslensku strákana að vinna. Fyrsta hrinan fór 16:14 þá 15:10 og loks 17:16. Stefán Jóhannesson úr KA og Einar Þór Ásgeirsson, Þrótti, voru bestu leikmenn íslands og áttu oft góða skelli. Leifur Harð- Eyjólfur Bragason. arson lék einnig vel og spilaði þá vel uppi. Andorra vann Kýpur mjög óvænt, 3:0. Andorra hefur ekki verið með sigursælt lið undanfarin ár, tapaði öllum leikjum sínum á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í fyrra, sem heimamenn unnu. Það þykir það furðu sæta að liðið skuli nú vinna Kýpur aðeins ári seinna. Sú skýring er á framförum Andorr.nj er að í liðinu voru sjö erlendir leik- menn og voru Kýpveijar ekki án- • ægðir með það og hafa kært leikinn til mótshaldara. ísland leikur í dag gegn Andorra og Mónakó, sem sigraði Lictenstein í gær, 3:0. Síðan verður keppt um sæti, en keppt er í tveimur riðlum. JUDO / EVROPUMEISTARAMOTIÐ Bjami tapaði í fyrstu umferð - enfæruppreisnarglímurog á enn möguleika á bronsverðlaunum Bjarni Friðriksson tapaði fyrir Harry van Barneveld frá Belgíu í fyrstu umferð í opnum flokki á Evrópumótinu í Frankfurt í gær. Þar sem Barneveld er kom- inn í 4-manna úrslit fær Bjarni uppreisnarglímur, sem fram fara á sunnudag. Hann á því enn möguleika á bronsverðlaunum, en til þess að það takist þarf hann að vinna uppreisnarglímurnar. Barneveld, sem oft er nefndur „íslandsbaninn“ á meðal júdó- manna, sigraði Dennis Raven frá Hollandi á ippon í 8-mann úrslit- um og er kominn undanúrslit ásamt Elvis Gordon frá Br< ilandi, Laszlo Tolnai, Ungveijalaudi og Marian Grozea frá Rúmonui. Und- anúrslitin fara fram á sunnudag. Bjarni og Sigurður Bergmann kepppa báðir í dag, en þá fara fram uppreisnarglímur í -95 kg flokki og +95 kg flokki. Ásgeir Sigurvinsson heldur hér á féiaga sínum Fritz Walter. „Við ætlum að kveðja Ásgeir með sigri,“ sagði Walter. Tímamótaleik- ur hjá Asgeiri - spilar síðasta leik sinn með Stuttgart í dag BLAK / LANDSLIÐIÐ Smáþjóðamótá Möltu: íslendingar náðu fram hefndum - sigruðu Liechtenstein 3:0 HANBOLTI / SPÁNN Krístján og fél lagar fé II lu af toppnum Alfreð Gíslason KRISTJÁN Arason og félagar hjá Teka féllu af toppnum i spænsku 1. deildinni í hand- knattleik á miðvikudagskvöld er þeir töpuðu fyrir Caja Madrid á útvelli, 29:27. Á sama tíma sigraði Barcelona og trón- ir nú á toppnum, hefur einu stigi meira en Teka þegar þrjár umferðir eru eftir. Alfreð Gísla- son er næst markahæsti leik- maður deildarinnar, hefur gert 171 mark. í miklum ham, hefur gert 171 mark og er næst markahæstur Kristján gerði fjögur mörk fyrir Teka gegn Caja Madrid. Madridingar höfðu yfirhöndina all- an leikinn og í hálfleik var staðan 14:12. Leikmenn Teka virtust þola illa spennuna sem fylgir því að vera í efsta sæti og voru mjög taugaóstyrkir. Granollers gerði jafntefli við Arr- ate, 29:29. Þegar tvær mínútur voru eftir var Arrate tveimur mörk- Atli Hilmarsson skrifar um yfir, en með mikilli baráttu tókst gestunum að jafna. Geir gerði tvö mörk fyrir Granollers, en Atli iék ekki með vegna meiðsla. Alfreð Gíslason var í miklum ham er lið hans, Bidasoa, sigraði Naran- co 22:31 á útivelli. Alfreð gerði níu mörk og er nú næst markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Stinga með 171 mark. Daninn Kim Jakobsen er markahæstur sem fyrr með 189 mörk. Önnur úrslit voru þessi: Pontevedra — Malaga.................32:23 San Antonio — Pacautordera..........28:24 Atletico Madrid — Cuenca............22:19 Alicante — Michelin.................19:16 Barcelona — Valencia................25:20 Staða efstu liða: Barcelona 44, Teka 43, Granollers 42, Atletico Madrid 38, Valencia 35, Bidasoa 34, Caja Madrid 34, Arrate 28, San Antonio 21. Barcelona á eftir að leika gegn Arrate (úti), Granollers (heima) og San Antonio (heima). Teka á eftir að Íeika gegn Bidasoa (heima), Naranco (úti) og Malaga (heima). Granoliers á eftir að Íeika gegn Barcelona (úti), Alicante (úti) og Atletico Madrid (heima). HANDBOLTI Handboltaskóli Geir og Viðars Handboltaskóli Geirs Hallsteins-*r sonar og Viðars Símonarsonar hefst 25. maí nk. og stendur í viku. Kennt verður í nýja íþróttahúsinu í Kaplakrika og þar verður einnig heimavist. Skólinn 'er opin öllum stúlkum og drengjum, 8-16 ára. Nánari upplýsingar fást í síma. 50900 og 656218.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.