Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAI 1990 ->s- Hin hagsýna húsmóðir hvorki getur né vill eyða peningum í margar auglýsingar. Klippið því út og geymið. yii vili"1" be"’ b°'S Frambjóðendur Kvennalistans í Reykjavík 1. Elín G. Ólafsdótúr. 6 börn. 2. Guðrún Ögmuncredóttir. 1 barn. 3. Ingibjörg Hafstað. I barn. 4. Elín Vigdís Ólafsdóttir. 2 börn. 5. Margrét Sæmundsdóttir. 2 börn. 6. Hólmfríður Garðarsdóttir, barn í vændum. 7. Guðrún Erla Gcirsdóttir. 2 börn. 8. Helga Tulinius. 9. Kristín A. Árnadóttir. 3 börn. 10. ína Gissurardóttir. 3 börn. 11. Hulda Ólafsdóttir. 3 börn. 12. Bryndís Brandsdóttir. I barn. 13. Elín Guðmundsdóttir. 4 börn. 14. Stella Hauksdóttir. 2 börn. 15. Guðrún Agnarsdóttir. 3 börn. 16. Hólmfriður Arnadóttir. 4 börn. 17. Kristin Jónsdóttir, 2 börn. 18. Guðný Guðbjörnsdóttir. 2 börn. 19. María Jóhanna Lárusdóttir, 3 börn. 20. Málhildur Sigurbjörnsdóttir. 4 börn. 21. Sigrún Sigurðardóttir. I barn. 22. Sigrún Ágústsdóttir, 2 börn. 23. Helga Thorberg, 2 börn. 24. Sigríður Lillý Baldursdóttir. 3 börn. 25. Borghildur Maack. 3 börn. 26. Magdalena Schram. 3 börn. 27. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, I barn. 28. Kristin Ástgeirsdóttir. 29. Laufcy Jakobsdóttir. 7 börn. 30. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 2 börn— Vilt þú á þínum vinnustað heyra sjónarmið Kvennalistans í borgarmálum? Hafíð samband við kosningaskrifstofu okkar á Laugavegi 17, bakhúsi. Símar okkar eru 26310, 25326 og 622908. Komdu og hafðu áhrif. ^----------------------------->£------ Jmim ATH! VILLTITRYLLTIVILLI mætir í Tunglið næstu helgi Varist eftirlíkingar Herslumuninn skorti í Gausdal Skák Karl Þorsteins LOKAUMFERÐIN á skákmót- inu í Gausdal veitti ekki tilefni til sigurgleði fyrir íslensku keppendurna á mótinu. Margeir Pétursson missti af efsta sætinu við ósigur gegn Ostenstad. Von- ir Snorra Bergssonar um áfanga að alþjóðlegum meistaratitli urðu að engu við tap gegn al- þjóðlega meistaranum Lars Bo Hansen frá Danmðrku. Slæmur ósigur i umferðinni á undan hafði þegar eytt mínum mögu- leikum um áfanga að stórmeist- aratitli. Sannarlega dapurlegur endir á annars ágætri frammistöðu flestra íslendinganna á mótinu. Mótið í Gausdal var vel skipað skákmeist- urum. Fimm stórmeistarar og rúm- ur tugur alþjóðlegra meistara voru á meðal 45 keppenda á mótinu. Líkt og miður algengt er í mótum á Norðurlöndum snýst barátta ein- stakra keppenda um titiláfanga og svipuð viðurkenningarskjöl miklu fremur en von um stóra verðlauna- sjóði. Til þess eru aðstæður í Gaus- dal til fyrirmyndar. Hótelið stendur í 800 metra hæð og þaðan er skammt til keppnisstaða á kom- andi Vetrarólympíuleikum. Þegar skíðafærið fer þverrandi fækkar skíðagestum og næsta fátt dregur athyglina frá taflmennskunni. Mönnum gengur misjafnlega að tefla í fjallakyrrðinni. Margeir Pét- ursson hefur líklega átt þar meiri velgengni að fagna en nokkur ann- ar skákmaður. Hann náði forystu á mótinu nú strax í fyrstu umferð- unum. Ég sigraði stórmeistarana Karlsson og Jansa í annarri og þriðju umferð en brösulegar gekk að innbyrða vinninga gegn minni spámönnum. Snorri tefldi Qörlega í mótinu. Sigraði örugglega eða hlaut slæmar byltur svona nokkurn veginn til skiptis. Svipaða sögu má segja um Lárus. Um miðbik mótsins tefldi hann ágætlega en þijú töp í röð undir lok mótsins færðu hann neðarlega á vinninga- töfluna. Tómas á hinn bóginn náði sér aldrei á strik í mótinu. 1.-2. Berge Ostenstad (Noregi) og Oliver Reeh (V-Þýskalandi) 7 v., 3.-4. Margeir Pétursson og Klaus Berg (Danmörku) 6 ‘A v., 5. Lars Bo Hansen (Danmörku) 6 v., 6.-11. Karl Þorsteins 5 ‘A v., Snorri Bergsson 5 v., Lárus Jó- hannesson og Tómas Björnsson 3'A v. Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: Lars Degerman. Kóngindversk vörn. 1. d4 - RflB, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. Be2 - 0-0, 6. Bg5 - Rbd7, 7. Dd2 - c6, 8. Rf3 - e5, ft. 0-0 - He8. Heimsmeistarinn Garri Ka- sparov hafði annan hátt á í viður- eign gegn Margeiri á heimsbikar- mótinu í Reykjavík. Þá lék hann 9. exd4, 10. Rxd4 - Rc5, 11. Df4 - De7, 12. Hadl. Margeir öðlaðist örlítið frumkvæði en skákinni lytk- aði með jafntefli. Degerman kýs á hinn bóginn að viðhalda spennu á miðborðinu og óvenjulegar skærur með taktískum fléttum uppheijast í áframhaldinu. 10. Hel - Db6, 11. d5 - cxd5, 12. cxd5 - Rc5, 13. Bb5! - Rfxe4!?, 14. Hxe4 - Rxe4, 15. Rxe4 - Dxb5, 16. Rfl6+! Degerman hefur líklega reiknað með 16. Rxd6. Eftir 16. Dd7, 17. Rxe8 - Dxe8 hefði svartur engin vandamál. Leikur Margeirs er metnaðarfyllri. Ekkert liggur á að hirða skiptamuninn og í bígerð er kóngsókn. 16. Kf8, 17. Rxh7+ - Kg8, 18. Rfl6+ - Kf8, 19. Rh7+ - Kg8, 20. Rfl6+ - Kf8, 21. a4 - Dc4, 22. Bh6 - Bf5, 23. Dg5 - Hec8? Ráðlegra var að gefa skipta- Margeir Pétursson muninn til baka með 23. Bxh6, 24. Dxh6+ - Ke7, 25. Rxe8 - Hxe8 með mjög flókinni stöðu. Nú verður sókn hvíts óviðráðanleg. 24. Hel! - Bxh6, 25. Dxh6+ - Ke7, 26. Dg5 - Hh8, 27. Re4+ - Kd7, 28. Rfl6+ - Ke7, 29. g4 - Bd3, 30. Re4+ - Kd7. 31. Rxd6! - Kxd6, 32. Rxe5 - Dd4, 33. Dfl6+ - Kc5, 34. b4+ - Kxd5, 35. Dxf7+ - Kd6, 36. Dd7 mát. TUNGLID MODEL ’79 sýna glæsilegasta stúdentafatnaðinn íárfrá versluninni COSMO, Laugavegi og Kringlunni. Sýningin hefst kl. 00.45 DADDIDJ., S. BAXTER * ogBIGFOOT spila öll gömlu, góðu diskólögin frá TRAFFIC-tímahilinu ígóðu blandi með nýjustu tónlistinni. T U KJALLARI KEISARANS DISKÓTEKIÐ OPIÐ FRÁ KL. 23TIL03 FRÍTT INN í KVÖLD LÁTTU SJÁ ÞIG BARINN ER OPINN FRÁ KL. 18 0G í HÁDEGINU UM HELGAR KJALLARI KEISARANS LAUGAVEGI 116 ansleiJKiLiir í kvöld frá kl. 22.00-03.00 Hin landsþekkta hljómsveit Finns Eydals leikur í kvöld frá kl. 22.00-03.00. Aðeins þessa einu helgi. Dansstuðið eríÁrtúni v^rfiíMliO VEmNQAHUS Vagnhöföa 11, Reykjavik, simi 685090. G L a HÓTEL ESJU Ný, brevtt, s.tærri ogbetn / Hin unga og einkar aðlaðandi söngkona Þurí Bara syngur með Kaskó ásamt Axeli Einarssyni, í kvöld. SIMAR: 23333-29099 BRAUTARH0LTI20 MEIRIHATTAR SKEMMTISTAÐUR ÁVALLT ÚRVALS DANSHUÓMSVEITIR EINSTAKT TÆKIFÆRIUM HELGINA! Lagahöfundurinn Höröur G. Ólafsson og hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki leika fyrir dansi. Hljómsveitin Vetrarbrautin lokuð vegna einkasamkvæmis Þar sem fjörið er mest skemmtir fólkið sérbest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.