Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990 1..... 1 f ■ i! 7 • r-g—------------ KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Meistaramir óstöðvandi ^Tólfti sigur Detroit í röð. Jafnt hjá Lakers og Phoenix Mark West (t.v) lagði grunnirm að sigri Phoenix í fyrsta leiknum gegn La- kers. Hann náði þó ekki að stöðva James Worthy í öðrum leik liðanna. MEISTARARNIR í NBA-deild- inni, Detroit Pistons, hafa sjaldan leikið betur og fátt sem bendir til annars en að liðið fari auðveldlega í 3. umferð. Liðið sigraði NewYork, 104:97, í öðrum leik liðanna og þarf tvo sigra til viðbótar til að tryggja sér sæti í 3. umferð. Chicago Bulls stendur einnig mjög vel að vfgi eftir annan sigur sinn á Philadelphia 76ers. Lakers náði að jafna gegn Phoenix með öruggum sigri í Los Ange- les og San Antonio hefur minnkað muninn gegn Port- land. Detroit þurfti að hafa nokkuð fyrir sigri sínum á New York og leikurinn var jafn nær allan tímann. Detroit lokaði svo vörninni síðustu þrjár mínút- Gunnar ur leiksins og New Valgeirsson York náði ekki að wards, gamla kempan í liði Detroit, var stigahæstur, gerði 28 stig og hefur aldrei gert fleiri stig í úrslita- keppni. Detroit vantar nú aðeins einn sigur til að jafna met Lake: s, sem vann 13 leiki í röð í úrslitakeppn- inni. Þess má geta að í síðustu 22 leikjum Detroit hefur það aðeins tvisvar sinnum gerst að andstæð- ingarnir hafi gert yfir 100 stig. Það kom því ekki á óvart í vikunni er Dennis Rodmann var valinn besti varnarmaður deildarinnar. Michael Jordan gerði 45 stig er Chicago sigraði Philadelphia 101:96. Philadelphia hafði 16 stiga forskot í fyrri hálfleik en í þeim síðari fór Jordan í gang og gerði útum leikinn. James Worthy, framheiji Los Angeles Lakers, leikur alltaf best í úrslitakeppninni og það sýndi hann er Lakers sigraði Phoenix, 124:100. Phoenix vann fyrsta -leikinn en Worthy gekk frá næsta leik strax í fyrri hálfleik er hann gerði 23 stig. San Antonio minnkaði muninn í 1:2 er liðið sigraði Portland, 128:99. David Robinson, sem lítið hefur borið á í úrslitakeppninni, fór á kostum og gerði 28 stig fyrir San Antonio. KC Jones vill ekki til Boston KC Jones, fyrrum þjálfari Bos- ton, sagði í gær að ekki kæmi til greina að hann færi aftur til liðs- ins. Jimmy Rodgers var rekinn á þriðjudaginn en talið var líklegt að Jones tæki við liðinu að nýju. Hann er nú aðstoðarþjálfari Seattle og líklegt þykir að hann verði aðal- þjálfari næsta vetur. foém FOLX ■ BARCELONA hefur neyðst til að skipta um risastóra ljósatöfiu á velli félagsins, Nou Camp. Taflan er óheppilega staðsett hvað varðar sól og kastar skugga á hluta vallar- ins. Þar er grasið mjög illa farið og segja forráðamenn liðsins að ekki sé annað hægt en að_ rífa allt grasið upp og leggja nýtt. Áætlaður kostnaður við verkið er um 50 millj- ónir króna sem er þó líklega ekki stór biti fyrir Barcelona. ■ KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Liverpool, var í gær útnefndur framkvæmdastjóri ársins í Englandi í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Dalglish stýrði liði sínu til sigurs í ensku deildakeppninni í 10. sinn á síðustu 15 árum. Þetta er í 11. skipti af 18 sem fram- kvæmdastjóri Liverpool fær þenn- an heiður. Dalglish Robson ■ JOHN Lyall, sem var í mörg ár framkvædastjóri West Ham, hefur gert þriggja ára samning við 2. deildarliðið Ipswich. Lyall er 50 ára og var 30 ár í herbúðum West Ham, fyrst sem ieikmaður og síðan þjálfari. Hann hætti störf- um hjá félaginu fyrir síðasta keppn- istímabil og gerðist þá aðstoðar- maður Terry Venables hjá Tott- enham. ■ BIIYAN Robson, fyrirliði enska landsliðsins og Manchester Un- ited, á möguleika á að setja met á Wembley í dag. Ef United vinnur Crystal Palace í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar er það i þriðja sinn sem Robson hampar enska bikarn- um á Wembley, en það hefur eng- inn fyrirliði leikið áður. Robson var fyrirliði United er liðið sigraði í bikarkeppninni 1983 og 1985. „Það er stórkostlegt fyrir hvaða leikmann sem er að fagna sigri i ensku bikar- keppninni. Þó svo að ég hafi reynt það áður er það alltaf jafn stórkos- legt,“ sagði Robson. ■ STEVE Coppell, fram- kvæmdastjóri Crystal Palace, er yngsti framkvæmdastjórinn sem hefur komið liði í úrslit ensku bikar- keppninnar. Coppell, sem er 34 ára og lék áður með Manchester Un- ited, hefur framlengt samning sinn við Palace til 1992. íþróttir helgarinnar Knattspyrna Úrslitaleikur litlu bikarkeppninnar fer fram á Kaplakrikavelli í dag. FH og ÍA eigast við kl. 11.30. Frjálsar íþróttir Vormót Aftureldingar, fyrsta stiga- mótið af átta í stigakeppni FRÍ, fer fram í dag í Mosfellsbæ. í karlaflokki verður keppt í 100, 1.500 og 5.000 metra hlaupum, langstökki, hástökki og kúluvarpi. Konurnar keppa hins- vegar í 100, 800 og 3.000 metra hlaupum, langstökki og kúluvarpi. Golf J & B mótið verður haldið í Vest- mannaeyjum. Mótið er opið og verður leikið í dag og á morgun. 36 holur, með og án forgjafar. Fyrsta golfmótið í Grafarholti fer fram í dag, Hvítasunnubikarinn. Golf- völlurinn opnar formlega er Guð- mundur Bjömsson, formaður GR, slær fyrsta höggið. Keppni hefst kl. 9 en ræst verður út til kí. 12. í kvöld verður svo hið árlega vorblót GR hald- ið í golfskálanum. Skotfimi Haglabyssukeppni fer fram á velli Skotfélags Suðurlands um helgina. Sautján keppendur eru skráðir til leiks og reyna með sér frá kl. 9-15 í dag og á fnorgun. Sund Sprettsundmót verður haldið um helg- ina á Selfossi. íþróttir í sjónvarpi RÚV íþróttaþáttur Ríkissjónvarpsins hefst kl. 13.45 í dag með beinni útsendingu frá úrslitaleik ensku bikarkeppninnar, viðureign Manchester United og Crystal Palace. Að henni lokinni verð- ur bein útsending frá úrslitaleik Is- landsmótsins í pílukasti. Meistaragolf hefst kl. 17 og ef tími vinnst til verða sýndar svipmyndir frá síðustu um- ferðinni í ensku knattspyrnunni. Þættinum lýkur kl. 18 Stöð 2 íþróttaþáttur Stöðvar 2 hefst kl. 16 á morgun. Kynnt verða þátttökulið á HM í knattspyrnu, sýndar svipmyndir frá úrslitaleik Keykjavíkurmótsins í knattspymu og Evrópumótinu í kraft- lyftingum. Einnig verður sýnt frá bif- reiðaíþróttum, fylgst með stórmóti i golfi og svo leik helgarinnar í NBA- deildinni í körfuknattleik. Þættinum iýkur kl. 19.19 MARAÞON íslandsmót á Egilsstöðum Egilsstaðajnaraþon, sem jafnframt verður íslandsmót í maraþon- hlaupi karla og kvenna, fer fram sunnudaginn 8. júlí í sumar. Þetta verður í þriðja sinn sem maraþonið fer fram á Egilsstöðum. Hægt er að velja um fjórar mismun- andi vegalengdir; maraþonhlaup sem er 42,195 km, hálft maraþon sem er 21 km, 10 km hlaup og skemmtiskokk sem verður u.þ.b. 4 km. Verðlaunapeningar verða veittir öll- um sem ljúka hlaupunum. Þrír fyrstu í hveijum flokki í keppnishlaupunum hljóta áletraða verðlaunapeninga. Siguvegarar í hveijum flokki í keppn- ishlaupunum fá verðlaunabikar. Sig- urvegarar karla og kvenna í maraþon- hlaupinu hljóta farmiða með Flugleið- um. Auk þess fá þeir sern ná þremur bestu brautartímunum í maraþon- hlaupinu peningaverðlaun; ,1. sætið gefur kr. 55.000, 2. sætið kr. 25.000 og 3. sætið kr. 15.000. KORFUBOLTI Firmakeppni KR KR-ingar standa fyrir firma- keppni í körfuknattleik dagana 21. og 23. maí. Leikið verður í íþróttahúsi KR við Frostskjól. Upp- lýsingar og þátttökutilkynningar í símum 16967 og 612256. FÉLAGSMÁL Félagsfundur hjá Haukum Haukar í Hafnarfirði þoða til félagsfundar í félagsheimilinu mánudaginn 14. maí kl. 20.30. Rætt verður um skipulagsmál Ásvalla og gervigras. Félagar eru hvattir til að mæta og fylgjast með uppbyggingu Ásvalla. Laugardagur kl.13: 25 m VIKA 12. n «990/ 111 X 12! Leikur 1 C. Palace - Man. Utd. <Blkarurslrt) Leikur 2 Celtlc - Aberdeen(Hikarúrslrt) Leikur 3 Frankfurt - Köln (pyskal > Leikur 4 Stuttgart - Homburg (pyskaL) . Leikur 5 Uerdingen - M’Gladback (PysKal ) Leikur 6 Kalserslaut. - Númberq(Þýska,) Leikur 7 BayernM. - Dortmund (Þýskal > Leikur 8 Leverkusen - Bremen (ÞýskaL) Leikur 9 H.S.V. - Mannheim ^ska,> Leikur 10 K.B. - Frem (Uanmorl<) Lelkur 11 Lyngby - A.G.F. (Uanmork> Leikur12 O.B. - Brondby<Uanmork) Allar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá: LUKKULÍNUNNI s. 991002 * r /öfaldi ir pottur!!! !§§ MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKÓLl ÍSLANDS í tilefni af 50 ára afmæli MHÍ býöur skólinn þér, fjölskyldu þinni og vinum á fjórar sýningar: 1) Sýning á lokaverkefnum útskriftarnemenda aö Kjarvalsstööum 12. - 20. maí. Opnun laugardaginn 12. maí kl. 14:00. Opiö daglega frá kl.11:00 - 18:00. 2) Sýning á hluta af lokaverkefnum fjöltækninema aö Vatnsstíg 3-b 12.-17. maí. Opiö laugardag frá kl. 15:00 - 18:00, aöra daga frá 14:00 - 18:00. 3) Kynning á starfsemi skólans í húsnæöi hans á horni Skipholts og Stórholts helgina 12. og 13. maí. Opið frá 15:00 - 19:00 laugardag, 13:00 -19:00 sunnudag. 4) Sýning á verkum nemenda barna og unglingadeildar aö Skipholti 1 helgina 12. og 13. maí. Opiö frá 15:00 - 19:00 laugardag, 13:00 - 19:00 sunnudag. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.