Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAI 1990 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Nesjavallaveita Nesjavallaveita, sem tek- in verður í notkun í lok júnímánaðar, er glöggt dæmi um þá framsýni, sem jafnan hefur einkennt framkvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur. Nú er liðinn rúmlega aldarfjórð- ungur frá því að Reykjavík- urborg keypti Nesjavelli. Skömmu síðar hófust rann- sóknir á þessu svæði og fóru þær fram á árunum 1965 til 1972. Um þær mundir fannst hins vegar meira af heitu vatni nær höfuðborginni og varð þá hlé á rannsóknum og framkvæmdum við Nesja- velli í nokkur ár en þær hóf- ust á ný á árinu 1982. Senn kemur að því að íbú- ar höfuðborgarsvæðisins njóti góðs af þeirri fyrir- hyggju, sem þarna hefur verið sýnd. Nú er svo komið, að Hitaveita Reykjavíkur þarf á auknu heitu vatni að halda í verulegum mæli og þess vegna kemur Nesja- vallaveita til sögunnar. Þetta er mikil framkvæmd, sem búið er að leggja í tæpa 6 milljarða króna. Það hefur ekki farið jafn mikið fyrir fjármögnun þeirrar fram- kvæmdar eins og jafnan þeg- ar ríkið er á ferðinni, enda er Hitaveita Reykjavíkur áreiðanlega eitt öflugasta fyrirtæki landsins í fjárhags- legum efnum. Stefnt er að því að stækka Nesjavallaveitu verulega frá því sem nú er og jafnframt eru uppi áform um að taka þar upp raforkuframleiðslu og er gert ráð fyrir að fram- leiða megi um 60MW af ra- forku við Nesjavelli. Talið er, að raforkuframleiðsla þar sé mjög hagkvæm eins og raun- ar Nesjavallaveita sem slík enda segir Gunnar Kristins- son, hitaveitustjóri, að þetta orkuver sé gullnáma. Hitaveita Reykjavíkur og framkvæmdir á 'nennar veg- um eru einn merkasti af- rakstur meirihlutastjórnar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur jafnan lagt mikla rækt við þetta fyrirtæki og lagt mikla áherzlu á upp- byggingu þess. Nú er svo komið, að Hitaveita Reykjavíkur á þátt í að tryggja Reykvíkingum og nokkrum nágrannabæjum Reykjavíkur umtalsverðar kjarabætur umfram aðra landsmenn, sem margir hveijir búa við dýran kost í upphitun húsa. Sú kjarabót, sem Hitaveit- an er, hefur ekki orðið fyrir tilviljun eina. Hún er til kom- in vegna áratuga uppbygg- ingarstarfs, sem m.a. hefur miðað að því, að þetta fyrir- tæki væri íjárhagslega sjálf- stætt og vel rekið og hefði bolmagn til þess að standa undir þeim viðamiklu fram- kvæmdum, sem raun hefur orðið á. Segja má, að síðustu þijá áratugi hafi staðið yfir samfellt framkvæmdaskeið hjá Hitaveitu Reykjavíkur. í borgarstjóratíð Geirs Hall- grímssonar snemma á við- reisnarárunum hófst nýr blómatími hitaveitunnar, þegar heitt vatn var lagt í öll hús í Reykjavík á nokkr- um árum og síðan var tekið til við framkvæmdir í ná- grannasveitarfélögum. Síðan hefur ekkert lát orðið á upp- byggingu hitaveitunnar. Sá áfangi, sem nú hefur náðst með Nesjavallaveitu, á enn eftir að efla Hitaveitu Reykjavíkur. Það verður spennandi að fyígjast með uppgangi þessa fyrirtækis í framtíðinni, sem lætur lítið yfir sér, en er öflugt og sterkt og hefur mikil áhrif á daglegt líf íbúa höfuðborgar- svæðisins. Þess hefur stundum gætt, að jarðakaup Reykjavíkur- borgar hafa sætt gagnrýni. Er þess skemmst að minn- ast, að minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur héldu uppi harðri gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn fyrir kaup á Ölfusvatni fyrir nokkrum árum. í landi þeirr- ar jarðar er hins vegar mik- ill jarðhiti. Það á eftir að koma í ljós á næstu árum og áratugum, að með þeim kaupum var sýnd sama fyrir- hyggja og framsýni og þegar Nesjavellir voru keyptir á sinni tíð. LITHÁEN:NEI ARAFAT: JÁ eftir Þorstein Pálsson Störfum Alþingis lauk fyrir réttri viku. Segja má að tvennt hafi öðru fremur einkennt þingstörfin á liðnu þingi. í fyrsta lagi komu þau ein- kenni fram í stefnuleysi í ýmsum mikilvægustu málum. I öðru lagi lýstu þau sér í því að ýmis þýðingar- mestu málefni þringsins urðu hrossakaupaáráttu stjórnarflokk- anna að bráð. Veikleiki í utanríkismálum Stefnumörkun í utanríkismálum er með vandasamari viðfangsefnum ríkisstjórna og Alþingis á hveijum tíma. Fá málefni krefjast meiri yfír- vegunar og staðfestu. Álit íslend- inga út á við ræðst sannarlega nokkuð af því hvernig við höldum á utanríkismálum, hvernig við mót- um stefnuna og hvemig við fjöllum um framkvæmd hennar. Athygli hefur vakið að núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta sem ekki hefur treyst sér til að taka fram í stefnuyfirlýsingu eitt aukatekið orð um aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkin. Það grundvallarat- riði í varnar- og öryggismálum var einfaldlega of viðkvæmt fyrir sam- starf þessara flokka og fyrir þá sök var því einfaldlega sleppt. Utanríkisráðherra lýsir orð forsætisráðherra markleysu Yfirlýsingar forsætisráðherrans um utanríkismálefni hafa í miklum mæli einkennst af þessu ábyrgðar- leysi sem fram kemur í stefnuyfir- lýsingunni. Mikla athygli vakti til að mynda þegar forsætisráðherra stóð upp á Alþingi og lýsti því yfir að sendiherra Bandaríkjanna hefði gerst brotlegur gegn Vínarsáttmál- anum og hlutast til um íslensk inn- anríkismálefni í viðtali við Morgun- blaðið þar sem fjallað var um vara- flugvöll og álver. Ef forsætisráðherrann hefði verið tekinn hátíðlega hefði yfirlýsing sem þessi leitt til alvarlegra árekstra í samskiptum þjóðanna. En utanríkisráðherra sem fer með samskipti íslands og annarra ríkja lýsti því þegar í stað yfir á Alþingi að sendiherrann hefði ekki gerst brotlegur við Vínarsáttmálann og bann hefði ekki hlutast til um inn- anríkismálefni íslendinga. Sú niður- staða var kynnt bandarískum yfir- völdum. Utanríkisráðherrann þurfti með öðrum orðum að lýsa því yfir að það hefði verið markleysa sem hrökk af vörum forsætisráðherrans um þetta efni. í yfirlýsingum ut- anríkisráðherrans fólst því í raun og veru afsökunarbeiðni. En þeirri spurningu er enn ósvarað, hvenær á að taka mark á forsætisráðherra og hvenær ekki þegar fjallað er um utanríkismál. Fundur án innihalds eða með? Annað dæmi af þessu tagi lýtur að afstöðunni til deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. í skýrslu ut- anríkisráðherra til Alþingis er stefnu íslands lýst með mjög ákveðnum og skýrum hætti. Þar er meðal annars sagt að sérhver lausn verði að fela í sér tryggingu á öryggishagsmunum ísraels. Forsætisráðherra hefur á hinn bóginn ekki haft annað betra við tíma sinn að gera síðustu daga en að leggja lykkju á leið sína niður í eyðimörkina til þess að eiga þar fund með Arafat. Vegna viðbragða Israelsstjórnar við því ferðalagi hef- ur utanríkisráðherrann orðið að taka fram að ferðalagið feli ekki í sér stefnubreytingu af íslands hálfu. Með öðrum orðum: Hann hefur þurft að lýsa því yfir að þess- ar viðræður séu markleysa og séu ekki í neinum tengslum við utanrík- isstefnu íslands. Þannig kemur ábyrgðarleysið og stefnuleysið fram á þessu mikil- væga málefnasviði hvort heldur lit- ið er á stór viðfangsefni eða smá. Og athyglisvert er að forsætisráð- herra íslands hefur nægan tíma og vilja til þess að ferðast um hálfan hnöttinn í þeim tilgangi að styrkja Arafat. En meðan hann sat hér heima kom hann í veg fyrir að Al- þingi íslendinga viðurkenndi með ályktun sjálfstæði Litháa. Formaður þingflokks framsókr.- armanna taldi það vera ögrun við Sovétríkin ef íslenskir þingmenn færu til Litháen í þeim tilgangi að sýna stuðning við sjálfstæðisbar- áttu þess. Utanríkisráðherrann hef- ur ekki enn beðist afsökunar á þeim ummælum. Þeir segja nei við Litháa en já við Arafat. Engin steftiumörkun Alþingis í Evrópumálunum Engum blöðum er um það að fletta að umræðurnar um afstöðu íslands til Evrópubandalagsins voru eitthvert þýðingarmesta mál nýaf- staðins þings. Þær umræður stóðu með nokkrum hléum frá hausti og fram á vor. En þeim lauk án niður- stöðu. Stjórnarmeirihlutinn hafnaði öllum tillögum um ályktanir Alþing- is í þessu efni þannig að afstaða þess lægi fyrir skýr og ótvíræð. Um þessar mundir eru stofnanir Evrópubandalagsins hins vegar að undirbúa umboð fyrir samninga- nefnd þess. Það mátti ekki nefna einu orði hér á Alþingi íslendinga að samningamenn íslands fengju slíkt umboð. Ástæðan fyrir því var sú að innan stjórnarflokkanna var og er svo alvarlegur ágreiningur um markmið og leiðir í því efni. Stjómarflokkarnir hafa reynt að draga fjöður yfir þennan ágreining með orðaleppum af ýmsu tagi. Ljóst er að tilraun til stefnumörkunar með ályktun hefði afhjúpað mis- munandi afstöðu stjórnarflokk- anna. Þess vegna var öllum hug- myndum um eðlilega málsmeðferð af því tagi hafnað. Við sjálfstæðismenn bentum á að það myndi veikja stöðu Islands og EFTA-ríkjanna ef þau gengju með þessum hætti til viðræðna við Evrópubandalagið. í Brussel er auð- vitað fylgst með umræðum hér heima. Forystumenn Evrópubanda- lagsins vita um mismunandi fyrir- vara einstakra stjórnarflokka í þessum efnum. Fyrir þá sök m.a. hafa viðræðurnar dregist á langinn. Evrópubandalagið hefur nú sett fram harðari kröfur gagnvart EFTA en áður um ótvírætt samn- ingsumboð og vilja til þess að breyta EFTA í stofnun með yfírþjóðlegu sniði. Ekki fer á milli mála að á Al- þingi er meirihluti fyrir skýrri stefnumörkun í Evrópumálefnum en það eru fyrst og fremst alþýðu- flokksmenn sem hafa kosið að láta afturhaldsöfl bæði í Alþýðubanda- laginu og Framsóknarflokknum Þorsteinn Pálsson „Og athyglisvert er að forsætisráðherra Is- lands hefur nægan tíma og vilja til þess að ferð- ast um hálfan hnöttinn í þeim tilgangi að styrkja Arafat. En með- an hann sat hér heima kom hann íveg- fyrir að Alþingi Islendinga viðurkenndi með álykt- un sjálfstæði Litháa.“ hafa þau áhrif að um þessi mikil- vægu málefni er fjallað á sama ábyrgðarlausa háttinn og um ýmis önnur svið utanríkismála. Hrossakaupin um fiskveiðisteftiuna Sama var upp á teningnum þegar kom að umijöllun um fiskveiðistefn- una. Ótvírætt var það mál mikil- vægasta innlenda viðfangsefni þingsins. Vikum saman gat þing- nefndin ekki tekið það til efnislegr- ar umfjöllunar vegna ágreinings stjórnarflokkanna. En á síðustu stundu var það dregið inn í hefð- bundin hrossakaup þeirra og með því var rekinn fleygur í þá stefnu- mörkun sem í flestum grundvallar- atriðum hafði náðst breið samstaða um í þjóðfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn mótaði þá afstöðu í þessu efni á landsfundi að eðlilegt væri að styðjast við afla- heimildakerfi þar til jafnvægi hefði náðst á milli sóknargetu fiskiskipa- flotans og afrakstursgetu fiski- stofnanna. En þegar því marki yrði náð tækju menn skipan fiskveiði- stjórnunar til endurskoðunar og fyndu henni frambúðarfarveg. En vinstri stjórnin ákvað í hrossakaupum að stofna einn sjóð- inn enn. Hann á að gegna tvíþættu hlutverki. í fyrsta lagi er þar mælt fyrir um fyrsta skref í átt til auð- lindaskatts en í öðru lagi rétt til geðþóttaúthlutunar á aflaheimild- um. Allt sýnir þetta að enginn pólitískur grundvöllur er innan nú- verandi ríkisstjórnar til skýrrar stefnumörkunar á þessu sviði. Hrossakaupin um áframhaldandi setu á ráðherrastólum voru einfald- lega mikilvægari hagsmunum sjáv- arútvegs og íslensku þjóðarinnar um mótun ábyrgrar fiskiveiði- stefnu. Stjórnarmeirihlutinn stöðvaði frumvarp fjárveitinganeftidar Á nýafstöðnu þingi fóru fram talsverðar umræður um ný vinnu- brögð við fjárlagagerð í þeim til- gangi að auka aðhald í þeim efnum. Fjármálaráðherrann hrósaði sér af flutningi íjáraukalaga og fjölmiðlar hafa tíundað með reglulegu milli- bili að þar sé um tímamót að ræða. Framkvæmdin var sú að ijáraukalög fyrir árið 1989 voru samþykkt á Álþingi þegar aðeins ein vika var til áramóta. En þessa viku notaði fjármálaráðherra til þess að gefa út aukafjárveitingar upp á einn milljarð króna án þess að Alþingi fengi nokkuð þar um að segja. Fá dæmi eru um að ijármála- ráðherra hafi gengið jafn þvert á Alþingi í þessum efnum svo ekki sé talað um muninn á orðum og athöfnum sem er sá sami og milli dags og nætur. Yfir þessu þegja fjöimiðlarnir, einkum þeir ríkis- reknu. I fjárveitinganefnd myndaðist sámstaða þingmanna allra stjórn- málaflokka um að flytja frumvarp sem mælti fyrir um stóraukið að- hald í meðferð ríkisfjármálanna. Sjálfstæðismenn knúðu hvað eftir annað á um það nú í vor að þetta frumvarp yrði samþykkt en stjórn- arflokkarnir stóðu þversum fyrir og komu í veg fyrir að það yrði gert. Þeim þótti ágætt að vera flutnings- menn að slíku frumvarpi og fá já- kvæða umijöllun í ijölmiðlun. En þeir treystu sér ekki til þess að lifa og starfa með nýrri löggjöf af þessu tagi og komu þess vegna í veg fyrT ir að hún yrði samþykkt. Þannig hefur stefnuleysið verið ríkjandi þáttur í störfum Alþingis liðinn vetur og gjáin milli orða og athafna hefur staðfest ábyrgðar- lausa afstöðu stjórnarflokkanna til mikilvægustu málefna þingsins. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur J. Guðmundsson á atvinnuráðstefiiu sjálfetæðimanna í Kópavogi: Andstæðingar nýs álvers eru hlynntir atvinnuley si GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands lét þau orð falla á ráðstefnu sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi að þeir menn er berðust gegn byggingu nýs álvers á Islandi væru um leið að befyast fyrir atvinnuleysi. „Það á að setja hljóðdunka á slíka menn!“ sagði Guðmundur. Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi gen- gust nýverið fyrir ráðstefnu um at- vinnumál. Á fundinum fluttur fjórir gestir framsöguerindi, þeir dr. Gunn- ar Birgisson, Einar Oddur Kristjáns- son, Guðmundur J. Guðmundsson og Guðni Stefánsson. Að loknum fram- söguerindum voru umræður. I ræðu sinni sagði dr. Gunnar að mikil umræða hefði verið undanfarin ár um atvinnumál í Kópavogi, en minna hefði hins vegar verið gert. Virtust margir vilja líta á bæinn sem svefnbæ Reykjavíkur. Gunnar benti á að traust atvinnustarfsemi hlyti að vera grundvöllur að betra bæ- jarlífi og þyrfti því að huga að þess- um þætti; leita nýrra leiða til að fá fyrirtæki til bæjarins og athuga vel nýja möguleika. Um fyrra atriðið nefndi hann sem möguleika frestun á greiðslu gatnagerðargjalda og varðandi það síðara nefndi hann út- gerðarstarfsemi; „hraða verður upp- byggingu hafnaraðstöðu í Kópavogi, en láta málið ekki sofna í nefnd eins og meirihlutinn hefur gert.“ Gat Gunnar þess að fjölmargir útgerða- raðilar hefðu áform um það að gera út frá Kópavogi þegar hafnaraðstaða væri orðin góð. Einar Oddur Kristjansson sagði að í tilefni sveitarstjórnakosninga þyrftu menn að hafa það í huga, að það stæði auknum hagvexti og fram- förum í atvinnulífi fyrir þrifum væri of mikil eyðsla. Þegar samdráttur hefði orðið, hefðu einstaklingar dreg- ið saman seglin í neyslu sinni; sama væri hins vegar ekki að segja um ríki og sveitarfélög. Benti hann á að tekjur sveitarfélaga hefðu aukist um 14% umfram landsframleiðslu og eyðslan hefði aukist um 18% um landsframleiðslu. „Fram að þessu hafa einstaklingarnir verið ábyrgir í þessum málum, en ekki ríki og sveit- arfélög. Það skiptir því miklu máli að ábyrgir menn veljist til setu í sveit- arstjórnum." Auk álvers, ræddi Guðmundur J. Guðmundsson um þá kjarasamninga sem nú eru í gildi. Sagði hann að aðilar vinnumarkaðarins hefðu kom- ið þar að sem hver gengislækkunin tók við af annarri, hver kauphækkun- in hvarf, gjaldþrotum hefði fjölgað, vextir verið hækkandi og verðbólga vaxandi. „Við knúðum ríkisstjórnina til þess að falla frá hækkun opin- berra gjalda, bændur frá að hækka landbúnaðarvörur og bankana frá vaxtahækkun. Samningarnir eru hins ekki enn gengnir eftir, enda enn ár eftir af gildistímanum. Það er því Morgunblaðið/Þorkell Framsögumenn á atvinnumálaráðstefnu sjálfstæðisfélaganna í Kópa- vogi (frá vinstri): Dr. Gunnar Birgisson, Einar Oddur Kristjánsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Guðni Stefánsson. of snemmt að spá hvort þeir hald- ast, eða ekki og þar með atvinnulífið snarist yfir og atvinnuleysi verði landlægt." Guðmundru sagði einnig að þegar samningarnir væru runnir út, þyrfti að hækka laun þeirra sem hefðu aðeins 40-55.Q00. „Þá verða hinir að þegja!“ Guðni Stefánsson ræddi um at- vinnuástandi vítt og breitt; flestar fréttir væru á verri veg, sama í hvaða atvinnugrein væri gripið niður. Benti hann á að til dæmis járniðnaður, sem á árum áður hefði verið blómleg, væri við það að hrunja. Ástæðan væri erlendi samkeppni og opinber gjöld á íslenskum fyrirtækjum. í umræðunni á eftir tók meðal annarra Hreggviður Jónsson, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi. Hann gat þess að i nefnd er hann sæti í, hefði verið lögð fram skýrsla frá Byggðastofnun, er sýndi að það væri dýrara að lifa á höfðu- borgarsvæðinu en úti á landi. Hregg- viður vakti og athygli á skýrslu Efna- hags- og framfarastpfnunar Evrópu (OECD), þar sem fram kæmi að það væri forsenda efnahagslegra fram- fara að ríkisvaldið minnkaði afskipti sín af efnhagsmálum. iSIlfii i S i II f f 1,1 ff 1 If II 9-12.2 f f V.f 1121Z1111 f ? t f f'f ss f flisfsjsiiiisí I m » * É % * * ■ Z-1 • «* * § 8 £f.á 8 á % fi iÍ 1 ÍÁlCSÍJI i i I í f i t £ i í í a £ & 4 2 if 1 'i t l Hafskipsmál: Könnuðu ekki venjur og misskilja hugtök - segir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. um rannsóknar- o g umsagnarendurskoðendur Hafskipsmálsins JÓN Steinar Gunnlaugsson hrl., verjandi Helga Magnússonar löggilts endurskoðanda Hafskips, hélt áfram varnarræðu sinni í sakadómi í gær en lauk henni ekki. Hann fjallaói að mestu leyti um grundvöll viða- mestu kafia ákærunnar, þeirra sem lúta að reikningsskilum Hafskips á árinu 1984, og beindi í þeim efnum spjótum sínum að skýrslugerð og álitsgjöf þeirra endurskoðenda sem að málinu hafa komið á vegum skiptaréttar, lögreglu og ákæruvalds. Jón Steinar Gunnlaugsson gerði samanburð á reikningsskilavenjum og -reglum og lagareglum sem refsi- heimildum, því hvaða erindi hann teldi að slíkar reglur ættu inn í saka- mál. Hann vísaði til skilgreiningar Stefáns Svavarssonar, umsagna- rendurskoðanda ákæruvaldsins, sem væri á þá leið að segja mætti að reikningsskilavenjur væru almennar leikreglur sem svífi yfír vötnum kunnáttumanna í reikningsskilum. Innan hugtaksins rúmist mismun- andi aðferðir sem geti leitt til fleiri en einnar ólíkrar en jafnrétthárrar niðurstöðu enda sé ekki meðal lögg- iltra endurskoðenda einhugur um alla hluti frekar en á öðrum fagsvið- um. Hins vegar segði í 1. grein al- mennra hegningarlaga að engum megi refsa nema gerst hafi sekur um háttsemi sem refsing sé lögð við í lögum. Lögfræðileg þýðing góðrar reikningsskilavenju í Hafskipsmálinu sé sú að lög, svo sem bókhaldslög og hlutafélagalög, vísi til hennar en þó ekki með þeim hætti að refsivert sé að fylgja ekki góðri reikningsskila- venju enda sé ekki vísað til hennar í þeim lagaákvæðum sem refsingar sé krafist samkvæmt. Hugsanlega megi styðja ákæru um brot á þeim ákvæðum með því að góðri venju hafi ekki verið fylgt en til að sú rök- semdafærsla haldi þurfi að lágmarki að sanna efni venjunnar, að sá ákærði hafí þekkt venjuna, og hann hafi brotið gegn henni með það að ásetningi að blekkja. Hugsanlegar leiðbeinandi reglur félags endurskoð- enda teljist ekki til góðrar reiknings- skilavenju fyrr en þær hafi öðlast almenna viðurkenningu í fram- kvæmd. Hugsanlegt sé einnig að löggiltir endurskoðendur víki frá venju í lögmætum tilgangi, þar sem þeir telji það gefa réttari niðurstöðu. í því sambandi rakti Jón Steinar að þar til fyrir fáum ðrum hefði tíðkast hér á landi, og því væntan- lega verið góð reikningsskilavenja, að geta ekki um eftirlaunaskuldbind- ingar fyrirtækja í ársreikningum þeirra. Sá endurskoðandi sem það hafi gert fyrstur hafi ekki verið að bijóta gegn góðri reikningsskilavenju heldur hafi hann verið að taka upp nýjung sem gefið hefði réttari mynd og hefði náð útbreiðslu. Jón Steinar vék næst að skýrslum þeirra endurskoðenda sem komið hafa að rannsókn málsins og ræddi fyrst verk Valdimars Guðnasonar, sem starfað hefði á vegum skipta- réttar og síðar einnig rannsóknarlög- reglu. Ljóst væri að Valdimar hefði verið undir miklum áhrifum umræð- unnar um Hafskip í þjóðfélaginu þegar hann samdi skýrslu sína. Framganga hans í málinu sé öll hin furðulegasta, einkum sé hún borin saman við eigin vinnubrögð Valdi- mars við gerð reikningsskila ýmissa fyrirtækja. Þegar til kastanna komi hafi Valdimar ekki í heiðri þær regl- ur sem hann prediki þegar hann fjalli um verk Helga Magnússonar. Jón Steinar kvaðst alfarið mótmæla sönnunargildi skýrslu Valdimars Guðnasonar, sem beri merki hlut- drægni, sem heldur hafí ekki leynt sér í vitnisburði hans fyrir dómi. Valdimar hafi engra skýringa leitað hjá forráðamönnum Hafskips eða Helga Magnússyni á einstökum at- riðum en þó hefði hann viðurkennt fyrir dómi að slíkt væri almennt eðli- legt. Þá hafi Valdimar aldrei sjálfur fengist við endurskoðun fyrir jafn- stór fyrirtæki og Hafskips, né nokk- urt fyrirtæki í skipaflutningum. Þá hafi hann aldrei unnið að reiknings- skilum íslenskra fyrirtækja sem eigi erlend dótturfélög. Þá segist Valdi- mar hafa leitað álits kollega sinna sem reynslu hefðu á þessum sviðum en neitaði að nafngi-eina þá. Loks hefði hann unnið áfram að lögreglu- rannsókn málsins, sem byggst hefði á skýrslu hans sjálfs, og þótt sak- sóknari hafi reynt að gera lítið úr þýðingu þeirrar staðreyndar leyni áhrifin sér ekki. Þetta hafí verið ótrú- leg vinnubrögð. Nauðsynlegt hefði verið að kveðja til annan utanaðkom- andi mann. Þá hafí hann hvorki end- urskoðað ársreikning né átta mánaða milliuppgjör Hafskips árið 1984, en um reikningsskil hafi skýrsla hans Ijallað. Þá væru mörg dæmi þess úr skýrslunni að þar væri slegið fram ■ fullyrðingum án nokkurrar athugun- ar, sem standi undir nafni. Til dæm- is hafi Valdimar engin gögn kannað um þróun skipaverðs áður en hann ákvað að rétt hefði verið að meta í ársreikningi 1984 skipin miðað við verð það sem þau voru seld Eim- skipafélaginu á, hálfgerðri nauðung- arsölu, eftir gjaldþrot Hafskips í des- ember 1985. Þá rakti lögmaðurinn að fyrir rétti hefði komið í ljós að skilgreining Valdimars á hugtakinu venja væri mjög á reiki. Lögmaður- inn rakti ýmis dæmi þess að Valdi- mar hefði lent í mótsögn við sjálfan sig að þessu leyti og sagði að hann hefði meðal annars sagst gera grei- namun á góðri reikningsskilavenju og viðtekinni venju. Þrátt fyrir allan hrærigrautinn sé þetta hugtak samt útgangspunktur málsins. Allir sem að rannsókn málsins hafi unnið hafi brugðist í því að kanna merkingu þessa hugtaks, til að skilja um hvað væri verið að tala, kanna í raun hvað væri venjulegt og hvað ekki í íslensk- um reikningsskilum, og jafnvel að bijóta til mergjar hver sú aðferð eða reikningsskilavenja sé sem til um- fjöllunar sé hveiju sinni hjá Hafskip. Állt þetta skorti jafnt hjá Valdimar og endurskoðendum sérstaks sak- sóknara sem fjallað hafi um verk hans. Þeir hafi ekki kannað venjurn- ar, skilji ekki hugtakið og viti ekki hvernig hafi verið að verki staðið hjá Hafskip. Valdimar virðist hafa geng- ið út frá því að Hafskip hefði ekki verið rekstrarhæft í árslok 1984 og segir það grundvallarforsendu reikn- ingsskila. Hinir endurskoðendurnir, Stefán Svavarsson og Atli Hauksson, hafi hins vegar talið Hafskip rekstr- arhæft á þeim tíma. Fyrir dómi hafi Valdimar sagst ósammála kollegum sínum um þetta atriði og sagt það álitamál hveiju sinni hvort fyrirtæki væri rekstrarhæft. Þannig væri grundvallarforsenda Valdimars rokin út í veður og vind. Ljóst sé að við gerð ársreikningsins hafi verið tekin ákvörðun um að auka hlutafé fyrir- tækisins um 80 milljónir króna og stjórnar- og fyrirsvarsmenn félagsins hefðu þegar ákveðið að kaupa veru- legan meirihluta þess hlutafjár. Það hefðu þeir ekki gert nema ætlunin hefði verið að reka fyrirtækið áfram. Allt þetta hefði Valdimar verið ljóst. Lögmaðurinn ítrekaði mótmæli sín við sönnunargildi skýrslu Valdimars, henni hefði verið nauðsynlegt að kasta út og vinna málið frá grunni. Þetta hefði sérstökum saksóknara einnig verið ljóst þegar hann kom að málinu og því hefði hann sent endurskoðendunum Stefáni Svavars- syni og Atla Haukssyni bréf og beð- ið þá um að rannsaka reikningsskil Hafskips á umræddum tíma. Sak- sóknari hefði hins vegar gert þau mistök að senda endurskoðendunum jafnframt til athugunar skýrslu Valdimars Guðnasonar og þar með ’ • gefíð þeim kost á að flýja verkefni sitt með því að gefa einungis umsögn um skýrslu Valdimars án þess að skoða frumgögn málsins. Stefán Svavarsson hafi fyrir dómi lýst hlut- verki sínu þannig að hann hefði ver- ið umsagnaraðili um skýrslu Valdi- mars og gengið hefði verið út frá að staðreyndir málsins væru rétt til- greindar í skýrslu hans. Þeir hafi því ekki talað við nokkurn mann og Átli Hauksson hafi jafnvel borið að þeir hefðu ekki haft aðgang að fylgiskjöl- um Hafskips. Á þessum vinnubrögð- um sé ákæran reist. Jón Steinar sagði að engin ástæða hefði verið til að ætla annað en að þeir Stefán og Atli yrðu leiddir til vitnis í dóminum sem hlutlausir sér- fræðingar, sem væru tilbúnir að upp- lýsa það sem talið væri skipta máli. Raunin hefði orðið allt önnur. Fyrir lægi að Stefán hefði mætt fyrir dóm að loknum æfingum með saksóknara og engum sem í réttarsalnum hefði s.etið hefði dulist að þessi vitni litu á veijendur sakborninga sem höfuðó- vini. Þegar þarna hafi verið komið sögu virðist sem saksóknari hafi átt- að sig á að haldlaust væri að reisa ákæru á góðri reikningsskilavenju. og í vitnisburði sínum hafi Stefán teygt hugtakið til hins ítrasta til að þjóna hagsmunum ákæruvaldsins. Stefán hafi borið að aðeins tvívegis hefði reynt á mat á því hvað væri góð reikningsskilavenja, það er við mat á verði skipa og upphafskostn- aði. Sé það rétt hjá Stefáni snúist málið ekki lengur um brot á góðri reikningsskilavenju því þetta tvennt komi venju ekkert við og því sé búið að hafa endaskipti á hugtakinu. Reikningsskilavenjur skipti miklu víðar máli og séu grundvöilur ákæru varðandi lotun tekna og gjalda, ákvörðunar um upphafskostnaðar- færslu, eignfærslu gáma og bretta og fjölmörg atriði. í heild hafi Stefán og Atli verið hlutdræg og þóttafull vitni sem neitað hafi að ræða almenn atriði nema þegar það hentaði mál- stað þeirra og ákæruvaldsins að tíunda hvað gerist hérlendis og úti um heim. Þegar verjendur spyrji slíkra spurninga sé svarað af þótta og neitað að svara þar sem spurning- arnar skipti engu máli jafnvel þótt gerð sé grein fyrir því að vörnin byggist á svörum við þessum spurn- ingum. Þá rakti lögmaðuri m dæmi þess að í eigin reikningssiúlastarfi hefði Stefán Svavarsson ekki starfað í þeim anda sem hann hefði talið hinn eina rétta þegar Hafskipsmenn væru annars vegar. Jón Steinar kvaðst telja að í raun hafi Atli Hauks- son og Stefán Svavarsson, dósent í-' endurskoðun við viðskiptadeild Há- skóla íslands, verið að semja skólap- lagg, sem ekki væri í neinum tengsl- um við raunveruleikann. Við samn- ingu þessa plaggs hafi þeir viðað að sér gögnum sem ekki liggi frammi í málinu, svo sem erlenda staðla og kennsluefni. Fyrir liggi að þeir hafi suma þá staðla sem vitnað hafi verið til. Sennilega beri skýrslan vitni um draumsýn þessara manna á hvernig hlutirnir ættu að vera ef þeir fengju að ráða. Eða syndaaflausn til að sýna hvað þeir vildu sjálfir gera í eigin reikningsskilum réðu þeir einir..-. Lögmaðurinn kvaðst telja að endur- skoðendurnir hefðu ekki skynjað hvernig saksóknari hygðist nota skýrslu þeirra, að hann mundi gera niðurstöður hennar í einu og öllu að ákæruefni, rétt eins og ríkissaksókn- ari hefði gert við skýrslu Valdimars Guðnasonar. Slíkt geti ekki verið boðlegur grundvöllur i refsimáli. -i ..14 1 lii iál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.