Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990 49 HT-.-T—r- r-7 —m—' 11 ■ \ r ; rr—T"—:—'——r*---------------------------------------*——**• Skortur og kúgun Til Velvakanda. Ríkisfjölmiðlarnir hafa ítarlega lýst stjórnum nýlenduríkjanna og hafa ekki dregið fjöður yfir það sem úrskeiðis fór en lítið minnst á það sem til heilla horfði og er þó skylt að hafa það sem sannara reynist. Englendingar útrýmdu hungrinu sem landlægt var í Indl- andi með bættum samgöngum. Þeir afnumdu barnagiftingarnar þar sem konan var dæmd til lífstíð- ar kúgunar tengdafólksins ef mað- ur hennar dó. Þetta var sjálfsögð mannúð þar sem ungbamadauð- inn var eins hræðilegur og hann var þá. Þetta mætti slíkri mót- spyrnu að 125 þúsund pör voru gefin saman á Indlandi daginn áður en lögin gengu í gildi. Hungrið kom fyrst í nýlendur Portúgala í Afríku þegar þær voru orðnar fijálsar og marxisminn hélt þar innreið sína. Nýlendurnar urðu fijálsar og það er vel en nýlenduþjóðirnar hafa aldrei gert tilkall til mannvirkjanna sem þær reistu þar. Núna gerist það að smáríki sem herir Hitlers og Stal- íns hirtu vill fá sjálfstæði aftur. Þá rís sovétstjórnin upp og hótar öllu illu og segir það brot á lögum Sovét-Rússlands. Aldrei hefur maður heyrt slíkt áður. Friðarsinn- unum hefur líklega brugðið við fréttirnar frá Rauðatorginu 1. maí 1990. Þar voru engin drápsvopn til sýnis en bara fólk sem mót- mælti skortinum og kúguninni. Og svo margir sem báru spjöld þar sem krafist var sjálfstæðis Litháens. íslendingarnir voru ekki að hafa fýrir því að sýna Eystra- saltsþjóðunum samúð. Það virðist svo að enginn ætli að lyfta hönd eða fæti þeim til hjálpar. Hvorki kirkjan eða nokkurt líknarfélag hér ætlar nokkuð að gera. Sovét- stjórninni á að vera óhætt að svelta þau í hel. Sýnir þetta best hvaðan andinn kom sem styrkir þjóðirnar í Afríku þar sem marx- leninisminn er að drepa fólk út hungri. Félagshyggjan lætur ekki að sér hæða. Kæri Velvakandi. Heyrst hefur að byijað sé að setja upp einhveija steindranga í yiðey. A þetta að vera til prýði? Ég segi nei! Væri ég kraftaskáld, kvæði ég niður steindranga þessa. Vona ég að margir séu mér sam- mála, að hér sé rétt að stemma stigu við í tíma. Er ekki talað um að það sé sóðaskapur að hlaða vörður á víðavangi og fólki bent á að gera slíkt ekki? Verði þessi Týnd læða Þessi læða, sem er gulgrá, hvít og bröndótt, tapaðist fyrir tveimur mánuðum frá Laugarnesvegi 85. Vinsamlegast hafið samband við Svönu í síma 23707 heima eða vinnusíma 602708 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. eindæma fáviska leyfð, hvað getur þá fylgt á eftir? Ég bara spyr. Verndum fegurð Viðeyjar, verum góð við hana, og við líðum ekki þar árans steindrangana! Ég fel mig ekki undir dulnefni fremur en fyrr, og stend við þau orð sem hér eru sett á blað. Auðunn Bragi Sveinsson Húsmóðir. Burt með steindrangana Nýir umboösmenn Nýir umboðsmenn hafa tekið til starfa á eftirtöldum stöðum: Innri-Njarðvík: Elínborg Þorsteinsdóttir, sími 92-13463. Bíldudalur: Guðrún Helga Sigurðardóttir, sími 94-22228. Stokkseyri: Selma Róbertsdóttir, sími 98-31496. Eskifjörður: Bjarney Aðalheiður Pálsdóttir, sími 97-61391. Patreksfjörður: Snorri Gunnlaugsson, sími 94-1373. Fótlagainniskór Stærðir: 36-41 TDPPÍSl Litur: Hvítt. ---SKÚRQíN VELTUSUND11 21212 KRINGMN KWHeNM S. 689212 mm Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík bjóða Reykvíking- um í skoðunarferð um höfuðborgina laugardaginn 12. maí nk. Lagt verður af stað frá sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 13.30 og 14.30 (tvær ferðir). Að lokinni skoðunarferð verður þátttakendum boðið upp á kaffi■ veitingar á Hótel Loftleiðum. Frambjóðendur annast leiðsögn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hið fyrsta á skrifstofu Sjálfstæðis flokksins i síma 82900 frá kl. 9.00-17.00. Frambjóðendur Sjálfstæðisfíokksins í Reykjavík. Borgarstjómarkosningar 26. maí 1990 SliSPŒlS wmmmmmmmmmm 1-^®“ * » ‘ r • :'-*5sí(®íSs,<' k? Mj' 'P.-; Ath.: Höfum einnig mikið úrval af vönduðum fótlagainniskóm á börn. 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs. Afmœlistilboð VIÐ ERUM 4RA ÁRA l tilefni af 4ra ára afmæli X & Z bjóðum við 25% afmælisafslátt næstu daga. Verslunin hefur á boðstólum barnafatnað í stærðum 0 -14 ára og byggir eingöngu á eigin merkjum sem ma. eru: Pony, Königsmuhle, Overdress, John Slim, Balotta, Steilmann, Bopy, Caddy, Sonni o.fl. Barnaskór — Barnaföt PÓSTSENDUM SAMDÆGURS X & z BARNAFATAVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.