Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990 itttóáur á morgun ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta kl. 11 árdegis. Organleik- ari Jón Mýrdal. Ath. breyttan messutíma. Brottför í vorferð sunnudagaskóla Árbæjarsóknar, til Hveragerðis og Selfoss, frá Ár- bæjarkirkju kl. 13.30. Fyrirbæna- stund í Árbæjarkirkju miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSPRESTAKALL: Sameiginleg guðsþjónusta Ás- og Laugarnes- sókna í Langholtskirkju kl. 11. Lau- fey G. Geirlaugsdóttir syngur ein- söng. Sóknarprestur Áskirkju prédikar og sóknarprestur Laugar- neskirkju þjónar fyrir altari. Árni Bergur Sigurþjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Daníel Jónas- son. Þriðjudag kl. 18.30, bæna- guðsþjónusta. Helgina 19.-20. maí er fyrirhuguð safnaðarferð. Nánari upplýsingar veittar í kirkjunni. Þátt- taka tilkynnist fyrir föstudag. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Kaffi Vopnfirðingafé- lagsins eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPRESTAKALL: Sam- eiginleg guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14. Minnst 35 ára af- mæli Kópavogskaupstaðar. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn Hunger Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Miðvikudag 16. maí kl. 17.30 bænastund. Prestarnir. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Aðalsafn- aðarfundur Hólabrekkusóknar eftir guðsþjónustu. Sóknarprestar. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 11 í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans Sigríðar Jónsdóttur. Ath. breyttan messutíma. Sr. Vigfús Þór Árna- son. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 11. Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Kaffi- sala kvenfélagsins kl. 15. Þriðjudag kl. 14: Kirkjukaffi í Grensási. Laug- ardag kl. 10: Biblíulestur og bæna- stund. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Matur seldur eftir messu. Kirkja heyrnar- lausra: Messa í Bessastaðakirkju kl. 14. Þriðjudag: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbæn- ir og fyrirbæpir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar í Digranesskóla. Messa kl. 11, altarisganga. Kór Hjallasóknar syngur. Organisti David Knowles. Áðalsafnaðarfund- ur Hjallasóknar að lokinni guðs- þjónustu kl. 12 í Digranesskóla. Sóknarfólk er hvatt til þátttöku. Kaffiveitingar. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Sameig- inleg guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14, Minnst 35 ára afmæl- is Kópavogskaupstaðar. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- þrands þiskups. Guðsþjónusta kl. 14. Ræðuefni: Kraftur heilags anda. Kaffisala í safnaðarheimilinu eftir stundina. Sr. Þórhallur Hei- misson. LAUGARNESKIRKJA: Sameigin- leg guðsþjónusta Ás- og Laugar- nessókna í Laugarneskirkju kl. 11. Altarisganga. Sr. Árni Bergur Sig- urþjörnsson prédikar. Sr. Jón Dalþú Hróþjartsson þjónar fyrir altari. Llaufey G. Geirlaugsdóttir syngur einsöng. Organisti Gústaf Jóhannesson. Heitt á könnunni eftir messu. Kyrrðarstund í hádeg- inu á fimmtudögum, orgelleikur, fyrirbænir, altarisganga. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Hjálpræðisherinn á Islandi 95 ára. Laugardagur: Hát- íðarsamkoma kl. 20.30. Karsten A. Solhaug kommandör frá Noregi Guðspjall dagsins: Jóh. 16.: Sending heilags anda. talar. Sunnudagur: Guðsþjónusta kl. 11. Guðfinna Jóhannesdóttir ofursti prédikar. Samkoma kl. 20. Karsten A. Solhaug kommandör og frú tala. Miðvikudag 16. maí. Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Aðalsafnaðarfundur í kirkju- miðstöðinni að lokinni guðsþjón- ustu. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Barna- kór kirkjunnar syngur söngleikinn „Adam í Eden“, eftir Michael Hurd, undir stjórn Gyðu Halldórsdóttur organista. Að lokinni guðsþjónustu verður farið í hina árlegu vorferð barnastarfsins. Farið verður upp að Hvanneyri þar sem barnakórinn flytur söngleikinn í Hvanneyrar- kirkju kl. 14.30. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14.00. Morgunandakt miðvikudag 16. maí kl. 7.30. Org- elleikari Pavel Smid. Cecil Haralds- son. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delfía: Almenn guðsþjónusta kl. 20. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág- messa kl. 8.30, stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18, nema á laugar- dögum þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18. KFUM & KFUK: Samkoma í kristni- boðssalnum, Háaleitisbr. 58, kl. 20.30. Upphafsorð Vigfús Hallgr- ímsson. Ræðumaður sr. Ólafur Jóhannsson. Þáttur frá æskulýðs- starfinu. HJÁLPRÆÐISHERINN: í tilefni af 95 ára afmæli Hjálpræðishersins á íslandi: Útvarpssamkoma í Nes- kirkju kl. 11. Guðfinna Jóhannes- dóttir ofursti prédikar. Komman- dör K.Á. Solhaug flytur ávarp og kafteinn Daniel Óskarsson stjórn- ar. Hersöngsveitin syngur. Afmæl- isfagnaður sunnudagdaskólans kl. 14, síðasti fundur í vor og er hann opinn öllum börnum. Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 16 ef veður leyf- ir. Hjálpræðissamkoma kl. 20 í Neskirkju. Kommandör K. Solhaug og frú Else tala. Hópur hermanna og foringja frá Akureyri og Færeyj- um syngja og vitna. Hersöngsveit- in syngur. Fórn verður tekin. NÝJA postulakirkjan: Messa Háa- leitisbr. 58 kl. 11. LÁGAFELLSKIRKJA, Mosfellsbæ: Messa kl. 14. Sr. BirgirÁsgeirsson kveður söfnuðinn. Kaffi eftir messu í Hlégarði. Sóknarnefnd. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Kirkja heyrnarlausra og sr. Miako Þórðarson koma í heimsókn. Álftaneskórinn syngur. Stjórnandi John Speight. Organisti Þorvarður Björnsson. Sr. Gunn- laugur Garðarsson. KAPELLA St. Jósefssystra: Há- messa kl. 10. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Víðistaðakirkju syngur. Organisti Kristín Jóhann- esdóttir. Sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson annast guðsþjónustuna. Organisti Kristjana Ásgeirsdóttir. HEILSUHÆLI NLFÍ, HVERA- GERÐI: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa. Ferming kl. 10.30. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Þorbjörn HlynurÁrnason préd- ikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kirkjukórar Borgar- ness og Akraness syngja sameig- inlega. Söngstjórar og organistar Jón Þ. Björnsson og Einar Örn Ein- arsson. Altarisganga. Þessi guðs- þjónusta er þáttur í M-hátíð á Vest- urlandi. 50 ára fermingarbörn taka þátt í messunni. Mánudag erfyrir- bænaguðsþjónusta, beðið fyrir sjúkum kl. 18.30. Sr. Björn Jóns- son. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Stjórnandi Örn Falkner. Sóknarprestur. KAÞÓLSKA kapella, Hafnargötu 71, Keflavík: Messað á sunnudög- um kl. 16. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur. KAPELLAN St. Jósefsspítala, Hafnarfirði: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18.30. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Messan er liður í M-hátíð á Vesturlandi og er flutt í samvinnu sóknarpresta og kirkjukóra í Borgarnesi og Akra- nesi. Messan er flutt með tónlagi sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sr. Björn Jónsson prédikar. Sóknar- prestur. ■ VEGURINN, kvistið samfé- lag, heldur kynningarsamkomu í Glym (Broadway) sunnudagskvöld- ið 13. maí kl. 20.30. Starfsemi Vegarins verður kynnt og lofgjörð- artónlist flutt. ■ MYNDLISTA- og handíða- skóli Islands heldur fjóvar sýn- ingar á verkum nemenda á næstu dögum. Sýning á lokaverkefhum útskriftarnemenda verður opnuð á Kjarvalsstöðum 12. maí kl. 14.00 og stendur sýningin til 20. maí. Hún verður opin daglega kl. 11.00—18.00. Sýning á hluta af lokaverkefhum Qöltækninema verður á Vatnsstíg 3b 12.—17. maí. Hún er opin laugardag kl. 15.00—18.00, aðra daga kl. 14.00—18.00. Kynning á starf- semi skólans verður í húsnæði hans á horni Skipholts og Stórholts laugardaginn 12. maí kl. 15.00— 19.00 og sunnudaginn 13. maí kl. 13.00—19.00. Sýning á verkum nemenda barna- og unglinga- deildar verður í Skipholti 1 laugar- daginn 12. maí kl. 15.00—19.00 og sunnudaginn 13. maí kl. 13.00— 19.00. í vetur hefur skólinn haldið upp á 50 ára starfsafmæli sitt. Á vorsýningu skólans á Kjaivalsstöð- um verða sýndar litskyggnur úr vetrarstarfinu, m.a. af nokkrum myndlistar-, listiðnaðar- og hönn- unarverkefnum sem unnin hafa verið í samvinnu við stofnanir, fé- lagasamtök og fyrirtæki í tilefni af afmælinu. Allir eru velkomnir á þessar sýningar. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts Að loknum 5 umferðum í Butler- tvímenningi er staða efstu para þessi: A-riðill Hafliði Magnússon — Júlíus Sigurðsson 78 Helgi Gunnarsson — Jóhannes Sigmarsson 76 Guðmundur Grétarsson — Árni Már Björnsson 76 B-riðill Baldur Bjartmarsson — Leifur Jóhannesson 87 Magnús Oddsson — Lilja Guðnadóttir 68 Björn Svavarsson — Bjarni Ásmundsson 67 Meðalskor 60 Keppninni lýkur næsta þriðjudag. VestQarðamót í sveitakeppni Vestfjarðamót í sveitakeppni haldið að Núpi 1. júní - 3. júní. Þátttaka til- kynnist til Ævars Jónassonar í síma 94-2585 fyrir þriðjudagskvöld 29. maí. Garðtjörn úr gervi- gúmniíi eða plastdúk fyrir vatnaplöntur Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 164. þáttur Víða um heim og um langan aldur hefur vatn verið notað til prýði í görðum. Menn hafa búið til tjarnir, læki, gosbrunna, jafn- vel fossa. Héríendis hafa garð- tjarnir verið fremur fátíðar, og þá helst steyptar tjamir eða tjarn- ir úr mótuðu plasti. Hér verður einkum rætt um tjamir úr gervi- gúmmídúk (bútýl-gervigúmmíi), sem hafa marga kosti umfram aðrar gerðir garðtjama, en þekkj- ast varla hérlendis enn, þótt þær séu algengar víða erlendis. Slíkar tjarnir henta sérlega vel til rækt- unar vatnaplantna. Þessum tjörn- um er auðvelt að koma fyrir, lög- un og stærð geta menn ráðið al- gerlega sjálfir og tiltölulega lítið mál er að breyta til eða jafnvel fjarlægja tjörnina alveg. Gervi- gúmmíið er hinsvegar níðsterkt og er sagt að það endist a.m.k. í 50 ár við venjulegar aðstæður. Þetta geta líka verið tjarnir til frambúðar. Þegar gera skal tjörn er byrjað á því að grafa fyrir henni. Hæfi- legt er oftast að miða við það að mesta dýpi sé um 40-50 sm, en hluti tjarnarinnar ætti að vera grynnri, e.t.v. 15-25 sm. Þó geta ýmis sjónarmið komið upp í þessu sambandi sem þarf að íhuga, t.d. varðandi öryggi smábarna. Þegar grafið hefur verið fyrir og botninn sléttaður nokkum veginn er nokkurra senti- metra lag af sandi sett á botninn og á það er gúmmídúkurinn síðan settur. Best er að hafa dúkinn svartan að lit, þá er hann lítið áberandi, einkum eftir að smá Garðtjörn snemma vors. þörungagróður hefur myndast. Jaðrar dúksins eru síðan snyrtir og þeir faldir undir steinum eða hellum. Þá er bara að fylla tjörn- ina uns út úr flýtur, og má hún þá heita tilbúin til notkunar. Gúmmídúkur af þeirri gerð sem hér um ræðir hefur ekki verið fáanlegur hérlendis, en auðvelt hefur verið að ná í hann erlendis frá, enda víða auglýstur í garð- yrkjutímaritum. Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna hefur hins vegar verið fáanlegur plastdúkur ætlað- ur í garðtjarnir. Þennan plastdúk má eflaust nota á sama hátt og gervigúmmí, en er varla eins þægilegur í notkun né eins sterk- ur, en á móti kemur að hann er töluvert ódýrari. í næsta þætti verður rætt ögn um ræktun plantna í garðtjörnum og um viðhald og umhirðu slíkra tjarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.