Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Ámi Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Samningar BHMR að liggur auðvitað ljóst fyrir, hvaða afleiðingar það mundi hafa að greiða félagsmönnum í BHMR út kauphækkanir skv. þeim kjarasamningi, sem gerður var á síðasta ári umfram kauphækkanir, sem samið var um á hinum almenna vinnumarkaði fyrir nokkrum mán- uðum. Þeir samningar mundu ein- faldlega verða marklaust plagg, uppnám skapast á vinnumarkaði, nýjar kauphækkanir knúnar fram og ný verðbólgualda skella yfir. Eftir að ríkisstjórnin tók þátt í þeirri samningagerð, sem sam- komulag tókst um í byijun febrúar, hefur legið ljóst fyrir, að hún hlyti að grípa til einhverra ráðstafana vegna ákvæða í samningi BHMR um kauphækkanir umfram aðríi launþegahópa. Um þetta sagði Ein- ar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands og einn helzti höfundur febrúarsamn- inganna, í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Þetta var samningur, sem kvað á um, að einn hópur launþega væri tryggur með að fá alltaf meira en aðrir. Við bentum á, að þetta væri aldeilis galið og hreint arfa- rugl og gæti ekki gengið.“ í fram- haldi af þessúm ummælum kvaðst Einar Oddur vera sammála ákvörð- un ríkisstjómarinnar að fresta launaflokkahækkunum BHMR. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson borgar- stjóri í Reykjavík, hafa gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjómarinnar í mál- inu. í samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Þorsteinn Pálsson: „ ... og ég tel hæpið í meira lagi að ríkisstjómin geti frestað fram- kvæmd þessara kjarasamninga við BHMR með þeim hætti, sem hún tók ákvörðun um. Að mínu mati hefði hún átt að byija á að óska eftir viðræðum við BHMR og knýja á um að gera samning um frestun eða afnám þessara ákvæða kjara- samninga. Það er hin eðlilega leið og hana hefði ríkisstjómin átt að fara um leið og samningum ASÍ og VSÍ var Iokið.“ Ummæli formanns Sjálfstæðis- flokksins em á þann veg að ætla verður , að hann sé sammála því, að kauphækkanir til félagsmanna BHMR eigi ekki að koma til fram- kvæmda að sinni en hins vegar sé hann algerlega ósammála því, hvemig ríkisstjórnin hefur staðið að þeirri ákvörðun og framkvæmt hana. Þessi afstaða Þorsteins Páls- sonar er auðvitað í fullu samræmi við eindregin stuðning hans við samningagerðina í febrúar. Davíð Oddsson, borgarstjóri og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skýrt frá því, að lögfræðingar Reykjavíkurborgar telji hæpið, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar stand- ist lög. Bæði borgarstjóri og lög- fræðingar hans geta rökstutt þessar efasemdir með tilvísun til ákvæða samninga BHMR og ríkisins og þurfa menn ekki annað en lesa þau samningsákvæði í Morgunblaðinu í gær til þess að sjá hversu loðið orðalagið er. En kjarni málsins er auðvitað sá, að borgarstjóri er fyrst og fremst að gera athugasemdir við vinnubrögð ríkisstjómarinnar a.m.k. á þessu stigi málsins, þar sem borgaryfirvöld hafa ekki tekið efnislega afstöðu til þess, hvemig farið verður með iaunagreiðslur til félagsmanna BHMR hjá Reykjavík- urborg. Um það verður ekki deilt, að við núverandi aðstæður mundi það hafa skaðleg áhrif á framvindu efnahagsmála og atvinnumála, að launaflokkahækkanir BHMR kæmu til framkvæmda á þessu stigi máls- ins. Svo mikið hefur áunnizt í bar- áttu við verðbólguna síðustu miss- eri, að þeim árangri má ekki stefna í voða. Atvinnuvegirnir hafa ekkert bolmagn til að greiða hærra kaup- gjald og þjóðarbúið þolir ekki nýja verðbólguöldu. Skattgreiðendur hafa heldur ekki efni á að greiða starfsmönnum sínum hærri laun. Ríkisstjórnin situr uppi með af- leiðingar kjarasamninga, sem hún gerði til þess að losna út úr erfiðu verkfalli. Hún stóð síðan að öðmm kjarasamningum, sem gengu þvert á hina fýrri. Hún hefði auðvitað átt að gera hreint fyrir sínum dyrum strax í vetur. En hvað sem því líður má aldrei leika vafi á , að ríkis- stjóm fari að lögum. Þess vegna á ríkisstjórnin að ganga hreint til verks og nýta þann rétt, sem hún hefur til þess að setja bráðabirgða- lög, þannig að ekki fari á milli mála, að rétt sé að verki staðið. Auðvitað hefði ríkisstjómin átt að leggja tillögu að slíkri löggjöf fyrir Alþingi áður en því var slitið í vor. Allar upplýsingar lágu fyrir um þetta mál meðan þingið sat, en væntanlega hafa stjómarflokkarnir viljað komast hjá pólitískum óþæg- indum vegna þessa máls fyrir sveit- arstjórnakosningar. Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að nýta rétt sinn til bráðabirgðalaga, vegna að- stæðna, ætti hún að taka þátt í því að fá úr því skorið fyrir dómstólum, hvemig túlka beri loðið orðalag samninganna. Það stjórnar enginn lýðræðisþjóðfélagi með samnings- brotum og trúnaðarbresti við laun- þegasamtök. Margir hópar háskólamenntaðra manna eru illa haldnir í launum og í sumum tilvikum eru launakjör háskólamenntaðs fólks fáránleg. En aðstæður til þess að leiðrétta launakjör þessa hóps hafa sjaldan verið jafn slæmar og einmitt um þessar mundir. Nú skiptir höfuð- máli, að kjarasamningamir, sem gerðir voru í febrúar sl., haldi fram á haust 1991, eins og um var sa- mið. Það verður mjög erfitt að ná því marki og þar verða allir að leggj- ast á eitt, verkalýður og vinnuveit- endur, ríkisstjórn og stjómarand- staða. Baráttufundur BHMR í Bíóborg: Samningmim verður fylgt eftir undanbragðalaust - sagði Páll Halldórsson formaður BHMR BANDALAG háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hélt baráttufund í Bíoborg í gær, vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að fresta 3-9% launahækkun sem koma átti til félaga í BHMR 1. júlí næstkomandi. Kom fram í máli ræðumanna að háskólamenn myndu ekki sætta sig við að launahækkanirnar kæmu ekki til fram- kvæmda og samningnum yrði fylgt eftir með öllum ráðum. Þijú ávörp vom flutt á fundin- launþega. í lýðræðisþjóðfélagi væri um. Ásta Möller formaður Félags ætlast til að stjómvöld stæðu vörð háskólamenntaðra hjúkranarfræð- inga talaði fyrst og sagði að há- skólamenn hefðu undanfarið und- irbúið síðari hluta kjarasamnings síns við ríkið, og ýmsar kannanir hefðu dunið yfir félagsmenn. Markmiðið þeirra hefði verið skýrt, eða eins og segði í kjarasamningn- um sjálfum, að háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn njóti sambæri- legra kjara og menn sem gegndu hliðstæðum störfum eða hefðu sömu eða svipaða menntun. Ásta sagði að þetta hefði ekki náðst fram fyrr, vegna kjarkleysis kjaradóms og vanefnda ríkisins. Því hefðu háskólamenn bundið miklar vonir við dagsetninguna 1. júlí 1990 þegar fyrsti áfangi kjara- leiðréttingarinnar átti að koma til framkvæmda. Nú hefði ríkið ákveðið einhliða að fresta þessari leiðréttingu, vegna þess að hún raski öðrum kjarasamningum. Ásta sagði að þessi rök könnuðust háskólamenn hjá ríkinu mætavel við, því þau hefðu verið notuð af kjaradómi áður. En þessi ákvörðun ríkis- stjórnarinnar nú væri árás á rétt um réttindi þegnanna. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar nú bæra hins vegar keim af alræði. Eggert Lárasson formaður Hins íslenska kennarafélags sagði að þegar samningur BHMR og ríkis- ins var undirritaður hefði fulltrúi ríkisins talað um nýja hugsun og nýja tíma í því sambandi. Þessi sami fulltrúi hefði svo kynnt há- skólamönnum nýja hugsun á fundi sl. mánudag: að verið væri að standa við kjarasamninginn með því að svíkja hann. Eggert sagði að kennarar hlytu að spyrja sig hvort þetta nýja sið- gæði væri það sem ætlast sé til að þeir hefðu fyrir æsku landsins. Þeir ættu að hefja kennslu 1. sept- ember í haust, en hlytu nú að leita að klausum í ráðningarsamningum sínum sem segðu að þeir ættu að svíkja samningana ef það kæmi þeim óþægilega að standa við þá, og fresta 1. september um óákveð- inn tíma. Eggert sagði að kennarar hefðu nú gert þrenna samninga sem allir Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn fjölmenntu á baráttufúndi í Bíóborg í gær. iviurguiiuictuiu/nima.r raiur. Páll Halldórsson formaður BHMR í- ræðustól. Ásta Möller, formað- ur Félags háskóla- menntaðra hjúk- runarfræðinga flyt- ur ávarp á fundinum í Bíóborg í gær. Eggert Lárusson formaður Hins íslenzka kennarafé- lags talar á fúndin- um í gær. hefðu verið sviknir. Hann bætti við að ef samningurinn frá í fyrra hefði verið tímasprengja, hefði sú sprengja sprungið með þessum vanefndum ríkisins. Afleiðingun- um yrði sá að taka sem tendraði kveikjuþráðinn. Páll Halldórsson formaður BHMR talaði síðastur á fundinum. Hann sagði að öll vinnubrögð og röksemdir ríkisstjórnarinnar í þessu máli væru með eindæmum. Sem dæmi um það hefði ljármála- ráðherra sagt í fjölmiðlum að samningurinn krefðist þess að við hann yrði ekki staðið. Fyrsta grein samningsins fjalli hreinlega um það að hann eigi að svíkja. Páll sagði hins vegar að 1. gi-einin segði að að launakerfi háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna skuli endur- skoðað. Og setningin, sem notuð væri af ríkinu sem forsenda frest- unarinnar, segði fyrir um hvernig, en ekki hvort, standa skuli að þeirri endurskoðun. Páll sagði að í samningagerðinni fyrir ári, hefði það tekið marga sólarhringa að semja um orðalag þessarar greinar. Samninganefnd háskólamanna hefði ekki sæst á það fyrr en lögfræðingar þeirra hefðu verið fullvissir um það, eftir nákvæma athugun, að það væri ekki hægt að mistúlka. Páll spurði sig síðan hvort há- skólamenn hefðu, með gamla reynslu í hugá og einkum og sér í lagi eftir almennu kjarasamning- anna í vetur, ekki mátt búast við að samningurinn kæmi okkur aldr- ei til framkvæmda. Hann svaraði því neitandi. „Við vitum að svo lengi sem ríkið beitir ekki lagaboði til að losna undan eigin samning- um, er það bundið af honum,“ sagði Páll. Hann sagði að engin undan- komuleið væri til frá samningnum og honum yrði fylgt eftir til síðasta áfanga undanbragðalaust. Há- skólamenn hefðu þegar sýnt sterk viðbrögð og einbeittan vilja, sem myndu rifja upp fyrir ríkinu við hvað það ætti að eiga. Páll sagði að lokum að enn væri vegið að háskólamönnum en þetta síðasta lag myndu þeir bera af sér. Texti samningsins væri skýr, og í samfélaginu væra til lög og reglur um það hvernig taka ætti á vanskilamönnum. Kjarasamningar háskólamanna: Oljóst hvort borg- inni beri að greiða hækkanir 1. júlí — segir Davíð Oddsson, borgarstjóri DAVÍÐ Oddsson, borgarsljóri, segir að ekki sé ljóst, hvort Reykjavíkurborg beri að greiða háskólamenntuðum starfsmönnum sínum þær launahækkanir, sem koma áttu til framkvæmda 1. júlí samkvæmt kjarasamningi BHMR og ríkisins. Borgin hefði hins vegar fylgt á eftir hefði ríkið hækkað launin. „Okkar samningur er dálítið frábrugðinn samningi ríkisins og til dæmis er fyrsti kafli þess samn- ings ekki hjá okkur,“ segir borgar- stjóri. „Ríkið forðast nú að greiða hækkanir samkvæmt refsiákvæð- um, sem ekki era beinlínis í okkar samningi. Hefðu hækkanirnar hins vegar komið til framkvæmda hefðum við auðvitað greitt okkar fólki svipaða upphæð. Við ætluð- um að hafa þeirra hækkanir til viðmiðunar, en þar sem ríkið hefur frestað hækkununum er ekki ljóst hvort borginni beri að gi-eiða sínu fólki þessar upphæðir. Það mál erum við nú að kanna og ef mál- inu verður skotið til félagsdóms munu menn auðvitað hinkra við og bíða þar til dómsniðurstaða liggur fyrir.“ Hann segir, að samstarf hafi verið milli samninganefnda ríkis- ins og Reykjavíkurborgar og þeir embættismenn borgarinnar, sem með starfsmannamál fara, hafi vitað af hugmyndum hjá ríkinu um að fresta hækkunum 1. júlí, án þess að af þeirra hálfu hafi farið fram efnisleg skoðun á lög- mæti þeirrar aðgerðar. Það hafi ekki verið fyrr en menn fóru að skoða málið af alvöru að þeir kom- ust að þeirri niðurstöðu að hæpið væri að aðgerðin stæðist sam- kvæmt lögum. „Ég tel að ef ríkið hefði viljað breyta þessum kjarasamningi hefði þui-ft að grípa til löggjafar, því ríkið getur ekki, sem annar samningsaðili, breytt framgangi hans einhliða sér í hag,“ segir Davíð Oddsson, borgarstjóri. Sleipnir samdi BÍLSTJÓRAR í Sleipni sömdu við vinnuveitendur á sjötta tímanum í fyrrinótt og ekki kom til vand- ræða vegna verkfalls sem boðað hafði verið frá miðnætti þá uniy nóttina. Einar Ámason lögfræðingur hjá VSÍ segir meginefni samningsins byggjast á ASr samningunum frá 1. febrúar en nokkur atriði séu skýr- ari en áður var. Einkum var deilt um dagpeninga bílstjóra á hóp- og langferðabílum. Niðurstaðan varð sú að í ferðum innlendra og erlendra ferðaskrif- stofa sem sjálfar útvega fæði, fá bílstjórar helming dagpeninga eins og þeir eru ákveðnir af Ferðakostn- aðarnefnd ríkisins. Þetta gildir þó ekki ef íslenskur matur er fram- reiddur í ferðunum, enda munu bílstjórar lítið hafa yfir slíkum við- urgjörningi að kvarta. Upphæðin sem um ræðir er 1540 kr. á dag, bæði í byggð og utan hennar. Halldór Ásgrímsson starfandi forsætisráðherra: Út í hött að segja að rík- isstjórnin hafi brotíð lög Lögfræðingar Reykjavíkurborgar með HALLDÓR Ásgrímsson starfandi forsætisráðherra segir að þrír lög- fræðingar Reykjavíkurborgar hafi verið hafðir með í ráðum þegar ríkisstjórnin tók ákvörðun um að fresta launahækkunum félaga í BMHR. Hann segir jafnframt að það sé út í hött að halda því fram að ríkisstjórnin sé að brjóta lög, heldur sé um að ræða samning milli ríkisins og BHMR og ríkisstjórnin beita ákvæðum samningsins. Ýmsir hafa gagnrýnt hvernig ríkisstjómin stóð að ákvörðuninni um frestun launahækkananna. Davíð Odddsson borgarstjóri segir að lögfræðingar Reykjavíkurborgar hafí efasemdir um ákvörðunin standist lög. Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins segir að eðlilegt hefði verið að ríkisstjórnin leitaði eftir samningum við BHRM um frestun_ launahækkananna. Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að fyrsta spumingin hefði verið hvort nauð- synlegt var að grípa til einhverra aðgerða vegna yfirvofandi launa- hækkana til BHMR, og hvort menn teldu að þær hækkanir myndu raska hinu almenna launakerfi í landinu. „Ég tel að viðbrögð aðila vinnu- markaðarins, eftir að þessi ákvörð- un var tekin, hafi þegar staðfest þá skoðun sem ríkisstjórnin hafði á málinu. Þá kemur næsta spurning: hvemig átti að bregðast við, þegar séð var fram á að þetta myndi raska almennu launakerfi í landinu. Þar hafa verið nefndar til tvær leiðir. í fyrsta lagi að beita samningnum hafi með ákvörðun sinni verið að sjálfum og í öðru lagi að setja bráðabirgðalög. Þá leið hafa ýmsir nefnt, m.a. borgarstjórinn í Reykjavík. En það kom aldrei til greina af hálfu ríkisstjórnarinnar að beita bráðabirgðalögum, enda var beinlínis gert ráð fyrir aðstæð- um sem þessum, í samningnum. Þar af leiðandi kom ekkert annað til greina en beita ákvæðum samn- ingsins til að bregðast við þeim aðstæðum sem þama voru komnar upp. Það kemur mér svo á óvart að frá því skuli vera skýrt að lögfræð- ingar Reykjavíkurborgar hafi til- tekna skoðun á þessu máli. Ég hef verið upplýstur um, að þrír af lög- fræðingum Reykjavíkurborgar hafi verið hafðir í samráði og lögfræð- ingar fjármálaráðuneytisins vora í sambandi við þá áður en ákvörðun- in var tekin. Hins vegar virðist borgarstjórinn í Reykjavík vera í sambandi við einhveija aðra lög- fræðinga hjá sér um máðið. En þessi yfiríýsing borgarstjórans kemur mér á óvart og ég tel hana mjög óheppilega í ljósi þeirrar sam- vinnu sem þarna var um málið, og í ráðum ég vænti þess að þetta verði leið- rétt,“ sagði Halldór. —Hefði ekki komið til greina að fara mjúku Ieiðina og heíja samn- ingaumleitanir við BHMR um frest- un launaflokkahækkananna? „Samningurinn var fyrir hendi, og ríkisstjórnin taldi að það ætti að beita ákvæðum samningsins. Ég tel að í þessu tilviki hafi ekki verið um neitt að semja. Annaðhvort var að gera þetta eða ekki, og hér er svo mikið í húfi að það var nauðsyn- legt að hafa skýra afstöðu í mál- inu. Það er svo alltaf álitamál hvemig með svona ákvarðanir skuli farið.“ —Þið teljið þessa ákvörðun þá byggða á fullkomnum lagagrund- velli? „Hún er tekin á grandvelli samn- ingsins. Hér er ekki um að ræða lög, heldur samning milli ríkisins og félaga innan BHMR, og hann ber að virða. Og það ber einnig að beita samningnum miðað við þær aðstæður sem þarna eru upp komn- ar og menn voru ekki svo bjartsýn- ir að sjá fyrir þegar hann var gerð- ur. Ef menn fella sig ekki við þá túlkun á samningnum geta menn að sjálfsögðu Ieitað réttar síns með öðram hætti, eins og í öllum öðrum málum, en það er út í hött að halda því fram, að ríkisstjórnin sé að bijóta einhver lög,“ sagði Halldór Ásgrímsson. FRAMKVÆMDIR VIÐ BLÖNDUVIRKJUN NA HAMARKII SUMAR Gilsratn Auslara- Fríðmum Þrístikla laatökulón Smalatjörn Galtaból Vinnugöng. ^-Frórennsli Eldjárnsstaðir Eiðsstaðir 'yfirfallsstftia BLONDUVIRKJUN VATNSVEGUR AÐ STÖÐVARHÚSI Selbunga ^stífla stjórnstöð og / starfsmannahús Guölaugsstaöir EyvindarstaÖir Morgunblaðið/ GÓI gfgáiítra 0 Uppistöðu-k ■Tin- Þnstikla 1 Smalatjörn 0 1 Austara- Fríðmundarratn 5 2 0 2 Inntökulón 5 500 m-y-S' 30 km \ö LANGSNIÐ eftir vatnsvegi ’ Yfir 400 starfsmenn á virkjunarsvæðinu \ 200 1 Blanda -100 VINNA við byggingu Blönduvirkjunar nær hámarki í sumar. Þar verða 400-450 menn að störfúm á vegum fjölda verktaka og Lands- virkjunar og framkvæmt verður fyrir 2,7 milljarða króna, að sögn Páls Ólafssonar yfírmanns byggingadeildar Landsvirkjunar. Meðal annars verða gerðar stíflur, grafnir skurðir og byggð hús fyrir stjórnstöð og starfsmenn. Áætlað er að gangsetja Blönduvirkjun fyrir 1. október á næsta ári. í sumar er ráðgert að halda áfram rannsóknum á fyrirhuguðu virkjunarsvæði Fljótsdalsvirkjunar á Fljótsdalsheiði og he§a vegalagningu, en aðrar framkvæmdir verða ekki á vegum Landsvirkjunar á hálendi landsins í sumar. Byggðar verða jarðvegsstíflur í Blöndu og Kolku til að mynda uppistöðulón Blönduvirkjunar á Auðkúluheiði. Grafnir verða skurð- ir úr lóninu og vatninu veitt í gegn um þijú vötn, Þrístiklu, Smalatjörn og Áustara-Friðmundarvatn, í inn- takslón við Eiðsstaði. Inntakslónið er myndað með stíflu sem b.vggð er í litla á, sem Gilsá heitir. Ur inntakslóninu er grafinn aðrennsl- isskurður í inntaksmannvirki og þaðan er vatninu veitt í stálpípum lárétt og síður lóðrétt í stöðvarhú- sið sem er neðanjarðar. Meginhluti vinnu við stíflugerð og skurðgröft verður í sumar, að sögn Páls, þannig að hægt verði að byija næsta vor að safna vatni í lónin, en framkvæmdum lýkur þó ekki fyrr en næsta sumar. Hag- virki gerir stíflurnar í Blöndu og Kolku og grefur veituskurðinn nið- ur í Austara-Friðmundarvatn. Þar tekur Fossvirki við og grefur veitu- skurðinn í inntakslónið, gerir stífluna í Gilsá, grefur aðrennslis- skurðinn og annast steypuvinnu í stöðvarhúsinu. Júgóslavneskt verktakafyrirtæki leggur stálpíp- urnar að stöðvarhúsinu og setur upp lokubúnað í Blöndustíflu. Vél- smiðja Orms og Víglundar setur upp lokubúnaðinn í Kolkustíflu og Gilsárstiflu. Allri neðanjarðarvinnu, það er sprengingum og gangnagreftri, er lokið. í sumar verður byijað á að setja niður vatnshverfla í stöðvar- húsið og steypa í kring um þá en meginhluti vél- og rafbúnaðarins verður settur upp næsta sumar. Japanskt fyrirtæki framleiðir vél- búnaðinn og annast Orkuvirki upp- setningu hans sem undirverktaki. * í sumar verða byggð tvö stór hús á virkjunarsvæðinu, stjórnhús og starfsmannahús. Verktakafyr- irtækin Stígandi á Blönduósi bygg- ir stjómhúsið og SH-vorktakar í Hafnarfirði byggja siartsmanna- húsið. í stjórnhúsinu eru aflspenn- ar og tengivirki og er húsið tengt við sjálft stöðvarhúsið með lóðrétt- um kapalgöngum. I þessum göngum setur Héðinn upp hæstu lyftu landsins, en hún er 260 metra há. Þá verður í sumar byijað á að undirbúna lagningu háspennulínu frá Blönduvirkjun að byggðalín- unni. Verkfræðistofa Sigurðar Thor-_ - oddsens er verkfræðilegur ráðgjafi Landsvirkjunar á virkjunarstað en starfsmenn Landsvirkjunar hafa umsjón með framkvæmdum og annast eftirlit. Að sögn Páls era framkvæmdir sumarsins við ýmsa verkþætti komnar vo! af stað en hann átti þó ekki voíi á því að fullur kraftur yrði kominn í vinnuna fyrr en um iniðjan mánuðinn. Þá verða 400-450 manns við störf á virkjun- arsvæðinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað^ gert verður á Fljótsdalsheiði í sum- ar vegna undirbúnings Fljótsdals- virkjunar. Fer það eftir gangi samninga um nýtt álver. Páll sagði að stefnt væri að áframhaldandi rannsóknum vegna undirbúnings jarðgangnagerðar og byrjun á veg- arlagningu. Ef ráðist verður í virkj- unina þarf að leggja 35 km vegy en Páll sagði ekki afráðið hvað mikið yrði lagt í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.