Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 KNATTSPYRNA / HEIMSMEÍSTARAKI PPNÍN A ÍTAUU Þremenningarnir á myndinni, Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ruud Gullitt, settu upp kórónur eftir sigurinn í Evrópukeppni landsliða fyrir tveimur árum. Þeir náðu sér ekki á strik í fyrsta leik HM, gegn Egyptum og nú heimtar holienska þjóðin betri frammistöðu gegn Englendingum á morgun. Kórónumar reynast Hollendingum erfiðar! HOLLENDINGAR fengu heldur betur magalendingu eftir 1:1 leikinn gegn Egyptalandi á HM í knattspyrnu á Ítalíu. Holl- enska þjóðin átti alls ekki von á þessum úrslitum. Spurningin fyrir leik var ekki hvort heldur hvað sigurinn yrði stór. Mér í Hollandi snýst allt um hollenska liðið og þessa keppni. Appelsfnuguli liturinn er um allt — jafnvel járnbrautavagn- arnir eru með hvatningarorðum. Búðargluggar, veitingastaðir og jafnvel einkaheim- ili eru skreytt með myndum, blöðrum, fánum og öðru — app- elsínuguli liturinn er þar alls ráð- andi, og þetta er mest áberandi litur, sem sést hér þessa dagana. Kjartan L. Pálsson - skrifar fráHollandi Skammir Landsliðið fær líka heldur betur skammirnar eftir þennan leik. Aðeins einum manni er lirósað fyrir framlag sitt — markverðin- um Van Breukelen. Hann er sá eini, sem er öruggur með sæti í liðinu í leiknum gegn Englandi á morgun. Almennt er þó talið að sex til sjö af þeim sem voru í lið- inu gegn Egyptalandi haldi sætinu — hinum verði skipt út fyrir yngri menn. Jafnvel er haldið að Gullit sjálfur verði á bekknum, þegar leikurinn hefst. Hann hefur líka fengið heldur betur orð í eyra hjá fólki. Þótti óheyrilega lélegur í leiknum, og var svo með stór orð og yfírlýsing- ar í sjónvarpi og víðar strax eftir leikinn um hvað félagar hans í liðinu hefðu verið lélegir. Leikmennirnir héldu fund ígær og hefur ekkert spurst út um það sem þar fór fram. Er það óvenju- legt, því menn hafa verið mjög .ósparir á að segja frá og gefa stórar yfirlýsingar til þessa. En kannski hafa þeir vaknað aftur eftir þessi úrslit gegn Egyptum — úrslit, sem voru að flestra áliti hér ósanngjöm. Egyptar hefðu átt að vinna 3:1! Menn eru samt ósáttir við vítið, sem Hollendingar fengu á sig. Segja að brotið hafi verið fyrir utan teig. En hér segja menn líka að þetta sé bara gott. Liðið sé núna með einu stigi meira en það hafði eftir fyrsta leikinn í Evrópu- keppninni 1988. Þá tapaði Holl- and 1:0 fyrir Sovétríkjunum. Liðin mættust síðan aftur í úrslitaleikn- um og þar fóru leikar á annan veg, sem flestum er kunnugt. Niður með kórónumar! Dagsskipun liðsins í leiknum gegn Englandi á morgun verður, samkvæmt þvf sem blöðin segja, að spila á köntunum. Það sé þar, sem úrslitin ráðast, og svo að sjálfsögðu upp við mörkin. „Aftur á móti þyrftu ákveðnir menn í lið- inu að taka niður kórónurnar, sem þeir settu sjálfir upp eftir síðustu Evrópukeppni. Það er erfítt að hlaupa með þær og þær þrengja sýnilega að ákveðnum líkams- hluta, sem er inni i höfðinu á sumum í liðinu, og þessi líkams- hluti þolir ekki þennan þrýsting,“ sagði eitt blaðið. En hvað um það. Það verður fýlgst vel með hér í Hollandi ann- að kvöld. „Og það er eins gott að þeir spili betur en síðast,“ sagði einn æstur aðdáandi liðsins við mig. „Annars verða vegabréfín tekin af þeim og þeir fá ekki að koma hér yfir landamærin.“ Já, það er erfítt að vera knatt- spyrnumaður á HM á Ítalíu núna. Stjarna í dag, en óvinur þjóðarinn- ar númer eitt á morgun! H ÍTÖLSKU strákarnir eru léttir í skapi þessa dagana, en mikil spenna ríkti í herbúðum þeirra fyr- ir leikinn gegn Austurríki. Eftir að betri helmingur leikmannanna hafði yfirgefið hótelið á sunnudag- inn kom prestur þangað og messaði , eins og venja er hjá flestum liðúf!?™ Ítalíu á sunnudögum. ■ PELE, fyrrum leikmaður bras- ilíska landsliðsins sem talinn er- besti knattspyrnumaður allra tíma, vinnur nú fyrir brasilíska sjónvarpið. Hann sér um lýsingar á leikjum Brasilíu í HM. Eftir ieikinn gegn Svíum í Tórínó sagði Pele: „Ég var sveittur allan tímann og áreiðanlega ennþá spenntari en leikmennimir sjálfír, Brasiliumenn léku vel en voru ekki óviðjafnanleg- ir eins og þeir hafa stundum verið." M GIANNI Agnelli Fiat-kóngur og eigandi Juventus var meðal áhorfenda í heiðursstúkunni í Tórínó: „Svíarnir eru mun beti^ en ég átti von á,“ sagði Agnelii, ■ „ég átti svo sannarlega ekki von á að þeir byggju yfír svona góðri tækni og gætu leikið svona hratt.“ ■ TVÆR brasilískar stúlkur sem komu til Sardiníu til að sóla sig á baðströndum urðu fyrir barðinu á tveimur breskum knattspyrnubull- um um helgina. Englendingarnir réðust á þær og lömdu þær fyrii utan diskótek skammt frá Cagliari. ■ LANDSSAMTÖK enskra knattspymuaðdáenda deildarliða, samtök sem starfa undir verndar- væng enska knattspyrnusambands- ins,_ skipulögðu hópferð félaganna til Ítalíu til að fylgjast með HM. Félagar þessara samtaka em það sem kalla má „venjulegt fólk“ og á ekkert skylt við bullumar. Um helg- ina ákváðu félagar samtakanna að gefa blóð í blóðbanka Sardiníu sem kunni vel að meta hina fáguðu' framkomu Englendinganna. ■ ENSKA landsliðið var það lið sem kom fyrst til Ítalíu fyrir HM, þremur vikum áður en keppnin hófst. Mikil gæsla hefur verið allan tímann við æfingabúðir og hótel liðsins, eins og reyndar hjá skoska liðinu sem dvelur í Genóva. Þjálfar- ar þessara tveggja liða vilja sem * minnst tala við fréttamenn og hafa neitað að gefa upp niðurröðun á völlinn og liðsskipan fyrir leik. Æfíngar liðanna fyrir keppnina fóru fram fyrir luktum dyrum og var fréttamönnum og ljósmyndur- um bannað að vera viðstaddir. ■ ÍTÖLSKU landsliðsmennirnir fengu eiginkonur sínar og kærustur í heimsókn á sunnudaginn í fyrsta sinn frá því liðið fór í æfingabúðir fyrir um það bil mánuði. Konurnar borðuðu hádegisverð á hótelinu þar sem liðið dvelur um þessar mundir og höfðu heimsóknarleyfí til kl. 16. ■ NOKKRIR landsliðsmanna ít- alíu eru ólofaðir, þar á meðal fram- heijinn snjalli Gianluca Vialli sem setti á sig hárkollu og klæddi sig í kvenmannsföt fyrir hádegisverðinn og bauðst til að vera „kærasta" einhvers ólofaðs félaga síns. Enginn mun hafa þegið hið rausnarlega boð Viallis. ■ TOTÓ Schillaci, sem skoraði mark ítala gegn Austurríkis- mönnum og kona hans, Rita eiga von á barni nú á næstu dögum. Totó segir að þetta verði strákur sem muni heita Matteo. Þau hjón eiga eina dóttur fyrir. IMordin vill launahækkun Olle Nordin, landsliðsþjálfari Svía, vill fá launahækkun. Hann þénar nú um 4,4 millj. kr. á ári, en hefur farið fram á að fá 10 millj. á ári eða sömu laun og Sepp Piontek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana hafði. Samningur Nordins, sem landsliðsþjálfara, rennur út eftir HM. Hann er í sterkri samningsaðstöðu, því erlend stórfélög bera víurnar í hann, bjóða honum gull og græna skóga. Hins vegar mun sænska knattspyrnusam- bandið gera allt til þess að halda Nordin fram yfir Evrópukeppnina 1992, sem fer fram í Svíþjóð, og því bendir flest til þess að það komi til móts við kröfur hans. Áskorun til sænsku konungshjónanna ið, en það hefur vakið nokkra gremju innan sænska landsliðs- hóþsins að konungshjónin, sem eru einmitt annáluð fyrir mikinn íþróttaáhuga ætla sér ekki að koma til Italíu og horfa á leiki sænska landsliðsins. Nú er beðið eftir svari Karls Gústavs, en þar sem hann er önnum kafinn maður er ekki búist við því að hann sjái sér fært að fara til Ítalíu. Laugardagur kl.18:55 , 2. HM-leikvika 16. iúní 1990 iti X |2| Leikur 1 Enqland - Holland Leíkur 2 Svíþióð - Skotland Leikur 3 írland - Egyptaland Leikur 4 Belgía - Uruguay Leikur 5 Argentína - Rúmenía Leikur 6 Kamerún - Sovétríkin Leikur 7 V.Þýskaland - Kólumbía Lelkur 8 Ítalía - Tékkóslóvakía Lelkur 9 Brasllia - Skotiand LeikurlO Svíþjóð -CostaRica Lelkur11 Belgía - Spánn Leikur12 S.Kórea - Uruquay Lelkur13 írland - Holland Tugmilljónapottur - ef þú spilar með !! Breyttur lokunartími! ~ Eeitt af stærstu síðdegisblöð- unum í Svíþjóð, i DAG, hefur birt opið bréf til sænsku konungs- hjónanna. „Ciao, kæri Karl Gústaf konungur og Silvía drottning. þið eruð velkomin hingað niður eftir til Ítalíu. Heim- sókn ykkar yrði ómetanlegur stuðningur fyrir sænska landslið- ið.“ Með þessum orðum hefst bréf- Þorsteinn Gunnarsson skrifar frá Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.