Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur mars - 19. apríl) Þú verður að lesa á milli línanna í dag. Hamingjustundanna nýtur þú nú með fjölskyldunni. Þú verð- ur í önnum við að ljúka einhveiju verkefni í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Fáðu fagmenn til að líta á það með þér sem þú ætlar að gera heima fyrir. Betur sjá augu en auga. Þú færð heimboð frá vin- um. Einhleypir kynnast róm- antíkinni. Reyndu að halda eyðslu þinni í skefjum. ^--------------------------- Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Nú verður ekki undan því vikist að greiða gamlan reikning. Þér bjóðast ný tækifæri í viðskiptum. Fjárhagsútlitið tekur stakka- skiptum til hins betra í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >"$S Opinskáar viðræður geta komið í veg fyrir misskilning milli þín og náins ættingja eða vinar. Nú býðst þér tækifæri til að komast í frí. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) «-^ó að þú sért ekkert himinlifandi yfir því sem þú ert að gera núna geturðu verið viss um að þú hlýt- ur viðurkenningu fyrir það . seinna. Haltu þig við efnið. Heppnin sækir þig heim í pen- ingamálum núna. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Blandaðu ekki saman leik og starfi í dag. Þú getur lent í róm- antísku ævintýri núna. Gerðu eitthvað skemmtilegí með maka þínum og njóttu lífsins. %>.___________________________ Vog ^ (23. sept. - 22. október) Þó að þú sért ekki í sem bestu formi til að taka á móti gestum núna hefðir þú mjög gott af að fá félagsskap. Þú finnur lausn á vandamáli sem þú hefur glímt við um langa hríð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Hj0 Viðræður sem þú tekur þátt í tefjast af ófyrirsjáanlegum ástæðum. Skapandi einstaklingar eiga góða tíma í vændum. I dag gerist eitthvað skemmtilegt eða rómantískt. Bogmaður (22. nóv. — 21. desember) Sinntu fjölskyldumálunum í dag. Þú nýtur góðs af fjárfestingu sem þú hefur ráðist í. Nú fer allt að ganga betur en áður. Steingeit (22. des. - 19. janúar) X* Það gengur erfiðlega á köflum að vinna verk sem þú hefur með höndum í dag. Eitthvað sem ætt- ingi eða náinn vinur segir þér gleður þig innilega. Sinntu skap- andi áhugamálum þínum fyrst og fremst. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Skapgerðargallar ættingja þíns ♦"koma nú í ljós. Þú heldur þínu striki á fullri ferð og hreppir gullið tækifæri í dag. Heimilislífið er með miklum blóma. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það ríkir spenna í fjölskyldunni. Þú endurskoðar áætlanir þínar núna. Tjáning þín er einlæg og -heillandi í dag. AFMÆLISBARNIÐ er líklegra til að leita sér frama í atvinnulíf- inu en viðskiptum. Það er stórt í sniðum og óáháð í hugsun. Tján- -^i'ngarhæfileikinn er náðargáfa sem því hefur verið gefin í vöggu- gjöf og það getur auðveldlega náð langt sem rithöfundur, kenn- ari, lögfræðingur eða sölumaður. Það á auðvelt með að vinna með öðrum og öðlast oft á tíðum leið- togasess af þeim sökum. •~**Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS rDCTTID ItJlVL. 1 1 1 SMAFOLK S0 I A5K MYSELF UWAT COULP BE MOKE 5TUPIP THAN 5TANPING 0UT HERE IN KlGHT FIELP IN THE RAlN 7 Svo ég spyr sjálfa mig, hvað gæti verið heimskulegra, en að standa hér úti á hægra svæðinu í rigningu? 1 KEEP A5KING MY5ELF THE 5AME QUE5TI0N 0VERANP 0VER.. U)HAT C0ULP BE M0RE 5TUPIP? THEN I A5K MY5ELF AGAIN... Ég held áfram að spyrja sjálfa mig sömu spurningarinnar aftur og aft- ur ... hvað gæti verið heimsku- legra? Svo spyr ég sjálfa mig aftur. Og á meðan verð ég gegndrepa... Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Pula í Júgóslavíu í vor kom þessi staða upp í skák sovézka stórmeistarans Sveschn- ikovs (2.515), sem hafði hvítt og átti leik, og Júgóslavans Radlovacki (2.250). 20. Rxf7! - Kxf7 21. Bxg6+! - Kxg6. De4+ og svartur gafst upp, því 22. - Kf7 23. Dh7+ - Bg7 24. d5 er sýnilega með öllu vonlaust. Sovétmenn einokuðu þetta mót, efstir og jafnir urðu stórmeistar- arnir Romanishin og Panchenko og alþjóðameistarinn Sher. Þeir hlutu 8 v. af 9 mögulegum, en af þeim fimm sem komu næstir voru fjórir Sovétmenn og einn heimamaður. Þátttakendur á mót- inu voru 528 talsins, langflestir Júgóslavar en einnig nokkrir tugir Sovétmanna. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Samningurinn er sex hjörtu í suður. Vill lesandinn veðja á nið- urstöðuna miðað við bestu spila- mennsku í sókn og vöm? Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 742 VKG105 ♦ ÁD ♦ ÁG72 Austur .. ♦ 1085 V32 ♦ G874 ♦ 10843 Suður ♦ ÁD6 ¥ÁD976 ♦ kio ♦ D65 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 hjarta Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: tígultvistur. Margir Standard-spilarar nota tvö grönd við hálitaropnun til að sýna slemmuáhuga í opn- unarlitnum. Útfærslan í fram- haldinu er mismunandi, en hér segist suður vera til í tuskið með þremur gröndum, án þess að eiga einspil eða auka lengd í hjarta. Sagnhafi tekur fyrsta slaginn heima og svínar strax laufgosa. Þegar hann heldur lítur samn- ingurinn strax betur út. Hann tekur næst tígulás og tvisvar hjarta og endar heima. Spilar síðan laufi að blindum. Þegar kóngurinn birtist dúkkar safn- hafi! Vestur verður þá að spila upp í spaðagaffalinn eða tígli út í tvöfalda eyðu. Fallegt innkast, en vestur gat varist með því að fórna kóngnum þegar laufi var spilað í öðrum slag. Suður verkar rauðu litina sem fyrr, en spilar síðan litlu laufi úr blindum. Þá er komið að austri að halda vöku sinni og stinga upp lauftíu! Ef hann gerir það ekki lendir vestur inni á laufníu. Á opnu borði getur vömin því haft síðasta orðið. Vestur ♦ KG93 ¥84 ♦ 96532 ♦ K9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.