Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 ísland, Norður- lönd og Evrópa eftir Júlíus Sólnes Þing Norðurlandaráðs, sem lauk í Kaupmannahöfn laugardaginn 1. marz sl., var haldið í skugga stríðs- ins við Persaflóa og atburðanna í Eystrasaltslöndunum, þar sem þijú lítil þjóðríki beijast örvæntingarfullri baráttu gegn hernaðarlegu ofurefli og kúgun til að endurheimta frelsi sitt og sjálfstæði. Þróun mála innan Evrópu hefur að öðru leyti verið já- kvæð, þar sem margar Austur-Evr- ópuþjóðir hafa endurheimt frelsi sitt og lýðræði komizt á í flestum fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna. Aukið samstarf Vestur-Evrópuríkja heldur áfram, bæði innnan Evrópubanda- lagsins og EFTA, og samningar um evrópskt efnahagssvæði eru langt komnir. Það er því ekki úr vegi að fjalla ítarlega um þessi mál fijá sjón- arhóli eyjarskeggja langt út í Norð- ur-Atlantshafinu. Hvað munu samningar um hið evrópska efnahagssvæði færa okkur og hvað lokaniðurstaða fæst. Eitt er víst, að það verður erfitt að sam- ræma hagsmuni hinna þriggja smá- þjóða í Norður-Atlantshafinu og harðneskjulega og ósáttfúsa stefnu Evrópubandalagsins í fiskveiðimál- um. Islendingar, Grænlendingar og Færeyingar eiga það sameiginlegt að vilja slá skjaldborg um fiskimið sín, sem lífsafkoma þeirra byggist á. Afstaðan til EB Afstaða Norðurlandanna til Evr- ópubandalagsins og aukins sam- starfs innan Evrópu er mjög mis- munandi. Danmörk er eitt aðild- arríkja EB, og danskir stjórnmála- menn eru óþreytandi við að hvetja hin Norðurlöndin til að fylgja þeim eftir inn í EB. Líklega eru þeir ein- mana í Evrópusamstarfinu. Svíþjóð virðist hafa tekið þessari áskorun og lítur á hið evrópska efnahags- svæði sem eins konar biðsal fyrir framan dyrnar inn í EB. Noregur og Finnland fylgja sennilega Svíum eftir, en full aðild íslendinga virðist útilokuð svo lengi sem fiskveiði- stefna ba'ndalagsins helzt óbreytt. Sama er að segja um hin smáríkin í Norður-Atlantshafinu. Sumir halda því þó fram, að innan tíðar muni öll Norðurlöndin vera kominn inn í EB. Má vel vera, að svo fari að lokum. Hvað þá um Austur-Evrópuríkin? Er útvíkkað EB eina lausnin? Mun EB lifa áfram óbreytt? Þessar og margar aðrar spumingar leita óneit- anlega á hvern og einn, sem veltir þesum málum fyrir sér. Persónulega efa ég mjög, að EB lifi áfram óbreytt. Júlíus Sólnes „Er hægt að hugsa sér Evrópubandalag, sem myndi ná yfir alla Evr- ópu frá Atlantshafinu í vestri að Úralfjöllum í austri? Jafnvel yfir Síb- eríu að Kyrrahafi. Er hægt að miðstjórna slíku landsvæði frá Brussel?“ Hvert stefnir Evrópubandalagið? Á fundi með háttsettum dönskum embættismanni hjá Evrópubanda- laginu í Brussel, sem haldinn var í Kaupmannahöfn nýlega, kom fram hjá honum, að stjórnunarleg vanda- mái innan EB eru geigvænleg. Að samhæfa skoðanir og hagsmuni 12 ólíkra ríkja virðist oft óyfirstígan- iegt. Ef þijú tii fjögur ríki bættust í hópinn myndi stjórnarnefnd EB í Brussel líklega hrynja saman. Hvemig ætti t.d. að ná samstöðu 19 mismundandi landa, (EB + EFTA), í stjórnarnefndinni, án mót- atkvæða? Hvernig ætti að leysa tungumálavandræðin, sem eru ærin fyrir? Með EFTA-ríkjunum bætast nefnilega fjögur ný tungumál við þau 12, sem fyrir eru. Horfum lengra inn í framtíðina og hugsum okkur, að Austur-Evrópa sé nú öll komin í EB. Er hægt að hugsa sér Evrópubandalag, sem myndi ná yfir alla Evrópu frá Atl- antshafinu í vestri að Úralfjöllum í austri? Jafnvel yfir Siberíu að Kyrra- hafi. Er hægt að miðstjórna slíku landsvæði frá Brussel? Við erum að tala um heimsálfu, þar sem um 800 milljónir manna eiga heima, er til samans tala um 50 mismunandi megintungumál og búa við ótrúlega mismunandi aðstæður. Ég held, að þetta sé óhugsandi. Þetta dæmi gengur ekki upp eins og er. Evrópsk framtíðarsýn Hugmyndin um sameiginlegt evr- ópskt efnahagssvæði er miklu raun- særri. Vel er hægt að hugsa sér, að hægt sé að ná samkomulagi með tíð og tíma um samræmdar reglur, staðla, lög og viðskiptahætti, sem gildi um alla Evrópu. Evrópskt efna- hagssvæði, sem spannaði yfir alla Evrópu með sínum 800 milljón íbú- um, getur vel gengið. Fijálsræðin fjögur, þ.e. fijáls flutningur á fjár- magni, vörum, þjónustu og fóiki um allt svæðið, yrði sá grundvöllur, sem efnahagssvæðið myndi byggjast á. Sameiginlegur Evrópudómstóll í lík- ingu við mannréttindadómstólinn í Strasbourg myndi taka til meöferðar klögumál og ágreiningsmál með hliðsjón af hinum sameiginlegu regl- um. Með þessum hætti er í raun ekki þörf fyrir Evrópubandalagið, sem gæti þess vegna lognazt út af eða lifað áfram sem sérstakt menn- ingarbandalag hinna 12 þjóða, sem nú mynda EB. Það er alveg ljóst, að fjölmörg ríki Evrópu munu eftir sem áður vilja hafa nánara samband og sam- vinnu innan sérstakra menningar- bandalaga í líkingu við Norðurlanda- ráð. Þjóðir, sem eiga sér sameigin- lega menningararfleifð, skyld tungu- mál og aðrar sögulegar hefðir munu leita saman í þjóðahópum eftir nán- ara menningarsamstarfi. Benelux- löndin þrjú, Belgía, Holland og Lux- embourg, hafa haldið menningar- samstarfi sínu áfram innan EB. Samvinna Norðurlandanna þarf ekki að riðlast og hefur ekki gert það, þótt sum löndin séu í Evrópubanda- laginu og önnur utan þess. Löndin, sem í upphafi aldrinnar mynduðu gamla austurríska keisaradæmið, þe. Austurríki, Ítalía, Júgóslavía, Ungveijaland og Tékkóslóvákía, hafa nýlega tekið upp formlegt menningarsamband. Sendinefnd frá þessum ríkjum kom í vor sem leið í heimsókn til norrænu ráðherraskrif- stofunnar í Kaupmannahöfn til að leita upplýsinga um Norðurlandaráð, en Norðurlandasamstarfið hefur ver- ið fyrirmynd margra þjóða, sem vilja taka upp slíka samvinnu. Á Norðurlandaráðsþinginu var um það rætt, að Eystrasaltsríkin fengju aðild að Norðurlandaráði. Ég tel það óráðlegt, þar sem um er að ræða lönd með allt aðrar hefðir og sögulega- og menningarlega arf- leifð. Vonandi verða Eystrasaltsríkin ásamt Norðurlöndunum aðildarríki í hinu sameiginlega evrópska efna- hagssvæði. Eystrasaltsríkin ásamt öðrum ríkjum við Eystrasalt, þ.e. Skandinavíuríkjunum, Finnlandi, Rússlandi, Póllandi og Þýzkalandi, geta hins vegar myndað menningar- samband ríkja við Eystrasalt án þess að það þurfi að trufla Norðurlanda- samstarfið. Vestnorræna samstarfið Tillögur eru nú uppi um aukið samstarf vestnorrænu þjóðanna, Grænlendinga, íslendinga og Fær- eyinga. Yfirlýsing forsætisráðherra og formanns grænlenzku lands- stjórnarinnar, Jonathans Motzfeldt, um nánara efnahagslegt og menn- ingarlegt samstarf, var samþykkt í íslenzku ríkisstjórninni fyrir nokkru. Færeyingum hefur verið boðið að gerast aðilar að þessu samkomu- lagi, og hafa þeir lýst áhuga sínum á nánari samvinnu þessara þjóða. Þessar þjóðir eiga mikla sameigin- lega hagsmuni svo sem fiskimiðin í Norður-Atlantshafinu. Stefna EB gagnvart vestnorrænu smáríkjunum er augljóslega, eins og Rómveija til forna, að deila og drottna. Þess vegna er mikilvægt, að við stöndum saman gagnvart EB. Sameiginlega getum við náð betri samningum við EB hvað varðar verð fyrir fiskinn, tolla m.f., því við ráðum yfir auð- lind, sem EB getur ekki verið án. Á fundi samstarfsráðherra í Kaupmannahöfn í upphafi þings Norðurlandaráðs var samþykkt til- laga mín um að styrkja vestnorræna samstarfið og athuga hvort ekki ætti að koma upp sérstakri skrif- stofu í Reykjavík, útibúi frá ráð- herranefndarskrifstofunni í Kaup- mannahöfn, sem sinnti málefnum Grænllands, íslands og Færeyja. Hefur verið skipuð samnorræn nefnd undir formennsku Jóns Júlíussonar, sem er skrifstofustjóri skrifstofu Norðurlandamála í utanríksiráðu- neytinu, til að undirbúa tillögur í þessum efnum. Samstarfsráðherra átti nýlega fund með fulltrúum Fær- eyinga og Grænlendinga á skrifstofu grænlenzku heimastjórnarinnar í Kaupmannahöfn, þar sem til um- ræðu var m.a. áukið samstarf í umhverfismálum. Var ákveðið, að æðstu embættismenn umhverfis- mála í þessum þremur löndum skyldu hittast á fundi i Reykjavík í lok maí til að festa slíkt samstarf í sessi. Að lokum má geta þess, að ráð- herranefndin hefur samþykkt að veija 20 milljónum danskra króna til að byggja norræna menningar- og upplýsingamiðstöð í Nuuk. Þessu hefur verið vel tekið á Grænlandi, en íslendingar hafa stutt þessa til- lögu með ráðum og dáð. Hinn nor- ræni útvörður í vestri má ekki gleymast vegna tímabundinnar hrifningar á vandamálum Eystra- saltsríkja og Austur-Evrópu þótt þróun mála þar sé vissulega spenn- andi. Höfundur er samstarfsráðherra Norðurlanda. Eyjólfur Kristjánsson syngur nokkur góð lög. Oanspör fró Nýja dansskólanum sýna samkvæmisdansa. Krýndar verða Ljósmyndafyrirsæta Reykjavíkur 1991 og vinsælasta stúlkan í hópnum. Krýning ó Fegurðardrottningu Reykjavíkur. Stjórnín leikur fyrir dansi fil kl. 03.00 Kynnir völdsins verður Jóhann Sigurösson. SimNTHom&w-i iiiiiiiitinti WorldClass GM »«iwt!i.n iMLinnh höteiJi^iLAHO qnp sduiAOSsror* Hf/KM VlKUtl oruuiwvioun ————— SEBASTIAN0 nuitm IVIiðaverð aðeíns kr. 2.200,— Borðapantanir í síma 687111.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.