Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 NEYTENDAMÁL Reglur um kjöt og kjötvörur Nú er unnið að reglugerð á vegum Hollustuverndar ríkisins, um Iqðt og kjötvörur í samráði við Félag íslenskra kjötiðnaðar- manna, kjötiðnaðarfyrirtækja sem eru í Félagi íslenskra iðnrek- enda og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Elín Hilmarsdóttir matvælafræðingur hjá Félagi islenskra iðnrekenda er i starfs- hópi sem vinnur að þvi að semja reglugerðina. Hún sagði að slíkar reglugerðir fyrir kjötvörur væru í gildi erlendis og væru innlendir framleiðendur sammála um að löngu væri orðið tíma- bært að setja sams konar reglur hér á landi. Slíkt væri bæði neytendum og framleiðendum til hagsbóta. Reglugerðinni er ætlað að ná vatni. Hún sagði alla þessa þætti yfir vöruheiti, innihald kjötvara og eftirlit. Skilgreiningar verða þar á viðkomandi vöruheitum, þannig að neytendur viti nákvæm- lega hvað þeir eru að kaupa. Svo tekið sé dæmi, þá verður eingöngu leyfilegt að nota heitið „nauta- hakk“ fyrir hakkað nautgripakjöt, án íblöndunar annarra efna eða kjöts af öðrum dýrategundum. Á sama hátt verða fleiri vörutegund- ir bundnar við ákveðin heiti sem ekki verður leyfilegt að nota fyrir aðrar vörur. Þá verða gerðar ítar- legri kröfur tii innihaldslýsinga á tiiteknum kjötvörum, svo neyt- endur geti betur áttað sig á sam- setningu þeirra. í reglunum verða einnig ákvæði um gæðaflokkun, sem gera mun neytendum auð- veldara að fá vörur við sitt hæfí. Elín sagði að efngreiningar væru nauðsynlegur þáttur við samningu reglugerðarinnar, þar sem ör þróun hefur orðið í kjötiðn- aði á síðustu árum, m.a. vegna nýrrar tækni við vinnslu. Einnig eru nú ýmis hráefni notuð í kjöt- vörur sem hafa þýðingamiklu tæknilegu hlutverki að gegna, jafnframt því að gefa möguleika á fjölbreyttari framleiðslu en áður. I kjölfar mikillar umræðu í þjóðfélaginu um tengsl mataræðis og heilsufars hefur áhugi neyt- enda aukist á neyslu á fituminni matvælum. Elín sagði að fram- leiðendur hefðu komið þar á móts við neytendur með auknu fram- boði á ýmsum „léttum" áleggsteg- undum, með minna fituinnihaldi en er í hefðbundnum áleggsteg- undum og í sumum tilfellum meira hafa áhrif á samsetningu kjöt- vara. Rannsóknastofnun landbúnað- arins hefur staðið að skipulögðum rannsóknum á efnainnihaldi í kjötvörum frá árinu 1983 og ligg- ur nú fyrir talsvert af upplýsing- um um íslenskar kjötvörur. Hluti þeirra kom fyrir sjónir almennings í fyrstu útgáfu af íslenskum nær- ingarefnatöflum sem teknar voru saman af stofnunni og gefnar út árið 1988. Morgunblaðið/Sverrir Unnið er að reglugerð um íslenskt kjöt og kjötvörur og mun hún ná yfir innihald kjötvöru, vöruheiti, innihaldslýsingu og eftirlit. Kjötiðnaðarfyrirtæki innan Fé- lags íslenskra iðnrekenda gerðu samkomulag við fæðudeild Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins um að stofnunin tæki að sér allar efnagreiningar á kjötvörum. Ef- nagreiningarnar voru kostaðar af kjötiðnaðarfyrirtækjum, Fram- leiðsluráði landbúnaðarins og Fé- lagi íslenskra kjötiðnaðarmanna. Ragnheiður Héðinsdóttir mat- vælafræðingur sá um rannsókn- irnar sem voru í umsjón Guðjóns Þorkelssonar deildarstjóra á RALA. I rannsóknunum voru tekin sýni af 14 vörutegundum frá 15 framleiðeindum víðs vegar um Alþjóðadagur neytendaréttar Á morgun, 15. mars, er al- þjóðadagur neytendaréttar. Réttarstaða neytenda hefur á undanförnum árum fengið fastan sess í viðskiptum, en hún fékkst ekki átakalaust. Varla er meira en aldarljórð- ungur síðan hinn bandaríski frum- heiji í neytendamálum, Ralph Nader, hóf baráttu sína fyrir ör- yggismálum og réttindum neyt- enda er hann á eftirminnilegan hátt lýsti því yfir í fjölmiðlum vestan hafs að hinn netti fjöl- skyldubíll Corvare væri „Unsafe at any speed“ eða hættulegur á hvaða hraða sem væri! Þessi stutta en hnitmiðaða yfir- lýsing var svo áhrifamikil, að segja má að bílaiðnaðurinn hafi skolfið af heilagri vandlætingu og reiði yfir þessu óþokkabragði Naders að gagnrýna framleiðslu þeirra. Fram að þeim tíma er gagnrýnin kom fram, höfðu fram- Morgunblaðið/Sverrir Á síðustu mánuðum hefur orðið ánægjuleg þróun hér á landi í viðhorfum til umhverfisverndar og framboði á umhverfisvænum vörum. Fjölbreytt úrval af umhverfisvænum vörum (Green force) komu nýlega á markað í Hagkaupum. Þetta eru vörur í gæða- flokki. Framtakið er til fyrirmyndar. landið. Niðurstöður efnagreining- anna sýna að greinilegar breyt- ingar hafa orðið á innihaldi margra vörutegunda á þessu tímabili. Helstu breytingarnar eru þær að framleiðendur hafa dregið úr fituinnihaldi í kjötvörum, í mörgum tilfellum og kemur það best fram i vöðvaáleggi eins og skinku og hangiáleggi. Fituinni- hald í skinkuáleggi hefur að með- altali lækkað úr tæpum 7% í 4% og í hangiáieggi úr tæpum 20% niður fyrir 14%. Á þessu tímabili hefur ný vara, fituminna hangiá- legg, verið sett á markaðinn, og er fítuinnihald þess mun minna en hefðbundins hangiáleggs, eða aðeins um 5% að jafnaði. í kjöt- farsi hefur fituinnihaldið einnig lækkað verulega að meðaltali á þessum tíma, einnig hefur fitan í kindakæfu lækkað úr um 32% niður í 25% á tímabilinu. Að lokum sagði Elín að ástæða væri til að geta þess að nautahakk á mark- aði hérlendis væri mjög fitulítið, það inniheldur rúmlega 8% af fitu að meðaltali. Breytileiki á fituinni- haldi í nautahakki reyndist vera mjög lítill á milli framleiðenda, það mældist mest 14%. M. Þorv. leiðendurnir ekki vilja viðurkenna galla sem komið höfðu fram í mörgum bílum af þessari tegund, og orsakað höfðu stórslys. Fram- leiðendur neyddust síðar til að taka þessa bíla af markaði. Síðan þetta var hefur mikið vatn til sjávar runnið og margt áunnist í neytendamálum. Nú hef- ur t.d. réttarstaða bifreiðaeigenda verið svo vel tryggð að banda- rískir bílaframleiðendur innkalla bíla um leið og í ljós koma gallar sem geta orðið slysavaldar. Réttur neytenda til skaðlausrar vöru er nú ótvíræður. Hin stutta en áhrifamikla yfir- lýsing Naders ýtti ekki aðeins óþægilega við framleiðendum, hún vakti neytendur upp til vit- undar um rétt sinn á öllum sviðum viðskipta. Ijað var sem fólki yrði að fullu Ijóst að í viðskiptum eru bæði seljandi og kaupandi hags- munaaðilar, og.þar er annar aðil- inn ekki öðrum æðri. Viðskipti verða að byggja á gagnkvæmu trausti. Réttindabarátta neytenda hefur skipt máli. M.Þorv. VE5TURVÖR 12, IW*1 NIDURSU! ISLENSK OG EINKAR LJUFFENG. VERTU EKKI í VAFA PRÓFAÐU! FÆST í NÆSTU VERSLUN ZentiS gœðasultur og marmelaði KOSTUR Heildsölubirgðir Sími: (91)691625 VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.