Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Vindum ofan af óreiðunni Vinstri stjórnir hafa allar reist sér sams konar bautastein. Þær þyngja veru- lega skattbyrði almennings og atvinnuvega, eyða langt um- fram tekjur í ríkisbúskapnum og binda skattgreiðendum níðþunga skuldabagga. A fjögurra ára tímabili, 1988-1991, hafa skattar til ríkisins hækkað um fimmtán til sextán milljarða króna. Á sama tíma stefnir í þijátíu millj- arða króna uppsafnaðan halla ríkissjóðs. Þegar útgjöldin vaxa umfram tekjur verður að fjár- magna hallann með lántökum, innlendum og erlendum. Lánsfjárþörf ríkisins er meginorsök hárra vaxta hér á landi. Alþýðublaðið greinir frá því í gær að erlend lán hafi numið hvorki meira né minna en 178 milljörðum króna — 52,9% af landsframleiðslu — um síðastliðin áramót. Það svarar til þess að hver fjögurra manna fjölskylda skuldi lang- leiðina í þrjár milljónir í útlönd- um. Fimmta hver króna af út- flutningstekjum fór í að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum. Vaxtagreiðslan ein af þessum erlendu skuldum nam um 39 m.kr. á dag í fyrra. í riti Þjóðhagsstofnunar, „Bú- skapur hins opinbera 1980- 1989“, kemur m.a. fram, að vaxtagjöld ríkissjóðs voru 9.644 m.kr. árið 1989; hafa hækkað úr 5,4% af heildarútgjöldum ríkissjóðs 1980 í 10,6% 1989 og úr 1,4% af landsframleiðslu 1980 í 3,3% 1989. Á Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins um síðastliðna helgi var mótuð stefna í skattamálum undir kjörorðunum: minni ríkisumsvif — minni skatt- heimta. Þar setur flokkurinn sér það fyrsta markmið að koma í veg fyrir boðaðar skattahækk- anir ríkisstjómarflokkanna. Samhliða á að stöðva þenslu í umsvifum ríkisins og stefna að jöfnuði í ríkisbúskapnum, m.a. með aðhaldi, hagræðingu, einkavæðingu og einfaldara skattkerfi. Þetta er nauðsynlegt til að styrkja íslenzkt atvinnulíf í samkeppni við umheiminn. „Minni ríkisumsvif eru forsenda aukinnar verðmætasköpunar og þar með tryggasta leiðin til að létta skattbyrði og bæta al- menn lífskjör.“ I ályktuninni segir að einka- væðing gegni lykilhlutverki til að tryggja minni ríkisumsvif, auka valddreifingu og athafna- frelsi í flestum ríkjum heims. „Með einkavæðingu er unnt að auka tekjur ríkisins um fáeina milljarða á ári í fáein ár til að gefa svigrúm til skattalækkana meðan unnið er að lækkun ríkisútgjalda." Þar segir og: „Skattkerfíð á að verða eins hlutlaust og nokk- ur kostur er með tilliti til at- vinnugreina, viðskipta- og rekstrarformá, sparnaðarforma og umfram allt ekki atvinnuletj- andi eins og nú er. Til að ein- falda skattheimtuna og gera hana skilvirkari þarf að treysta og afmarka skattstofna, lækka skatthlutföll, fækka skattþrep- um, fækka undanþágum og breikka skattstofna." Meðal markmiða, sem stefnt skal að, samkvæmt ályktun landsfundar, eru: * Lækkun virðisaukaskatts í 15%, þann veg að hann verði svipaður og í öðrum Evrópuríkj- um. Þessu markmiði á m.a. að ná með breikkun skattstofnsins (fækkun undanþága). * Tekjuskattshlutfall fyrir- tækja verði lækkað niður í 30-35%. * Eignarskattur af íbúðarhús- næði verði afnuminn. * Tekjuskattur á unglinga und- ir 16 ára aldri verði afnuminn. * Aðstöðugald verði afnumið. Davíð Oddsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í landsfundarræðu: „Við höfum ekki sagt ennþá, að við ætlum að afnema alla skatta, sem ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar hefur sett. Auðvitað stendur von okk- ar og vilji til þess, en við vitum að slíkt er hægara sagt en gert. Það tekur tíma að vinda ofan af óreiðunni. En við skulum segja við okk- ur sjálf, að sú ákvörðun að lýsa því yfír, að við munum ekki hækka skattana, er aðeins fyrsta skrefið til að stoppa þann skriðþunga skuldasöfnunar og skattahækkana, sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir. Fyrst stoppum við af skatta- hækkunarskriðuna og svo vind- um við ofan af þeim. Skattana verður að lækka ... Eg segi þetta er fyrst og fremst spum- ing um hugarfar, miklu meiri spurning um hugarfar en sund- urliðun á einstökum þáttum þar sem niðurskurðarhníf verði beitt. Hér reynir á grundvallar- afstöðu og þær pólitísku hug- sjónir sem menn hafa.“ Aukið vægi EB í varnarmálum: Bandaríkin taka hug- myndum Delors fálega Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. London. Reuter. JACQUES Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB), reifaði í siðustu viku hugmyndir sínar um aukið vægi bandalags- ins í varnar- og öryggismálum. Hugmyndir þessar hafa hlotið misjafn- ar móttökur og að sögn heimildarmanna eru það einkum Bandaríkja- menn sem hafa efasemdir um ágæti þeirra. I ræðu sem Delors hélt hjá Al- þjóða hermálastofnuninni í London sagði hann að viðsjár í heimsrnálum kölluðu á viðbrögð af hálfu EB. „Allt í kringum okkur fléttast sam- an óvægin metorðagirnd, valda- græðgi og uppreisnir þjóða og skapa hættulegar aðstæður," sagði Delors. Hann sagði að Evrópumenn þyrftu að gera sér grein fyrir að það þyrfti að veija frelsið og lýð- ræðið. Bandaríkjamenn hafa látið í ljós ótta við að aukinn samruni ríkja Evrópubandalagsins kunni að koma niður á vamarsamstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins (NATO). Delors sagði slíkan ótta óviðunandi ef Bandaríkjamenn ætluðu í kjölfar hans að torvelda samruna Evrópu. Hann sagði að EB styddi nýsköpun Atlantshafsbandalagsins og væri reiðubúið til að axla aukna ábyrgð innan þess. „Þetta ætti ekki að koma í veg fyrir að Evrópubanda- lagið markaði sér stefnu um mál- efni utan ramma Atlantshafssátt- málans — að höfðu viðeigandi sam- ráði að sjálfsögðu.“ Ræða Delors var túlkuð svo af embættismönnum í Brussel, þar sem eru höfuðstöðvar EB, að hann vildi ganga lengra en Frakkar og Þjóðveijar sem hafa lagt til að Vestur-Evrópusambandið svokall- aða verði endurvakið og gert að nokkurs konar brú milli EB og NATO í varnarmálum. Fram- kvæmdastjórn EB hefur þegar Jagt fram tillögurf anda hugmynda ítala um að Vestur-Evrópusambandið sjái um varnarmál fyrir hönd bandalagsins. Leiðtogar Evrópuríkja innan NATO hafa tekið hugmyndum Del- ors vel vegna þess að í þeim er NATO, Evrópubandalaginu og Vestur-Evrópusambandinu ætlað að gegn ákveðnu hlutverki. John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur þó varað við því að dregið verði úr beinni þátttöku Bandaríkja- manna í vörnum Evrópu. Sam- kvæmt heimildum í Brussel eru Bandaríkjamenn á hinn bóginn tor- tryggnir gagnvart þessum hug- myndum og óttast að þær geti orð- ið til að einangra þau Evrópuríki sem ekki eiga aðild að EB og fjölg- að tilefnum til árekstra á milli EB og Bandaríkjanna á vettvangi Atl- antshafsbandalágsins. Reuter Trabantalager Erfitt er nú að finna kaupendur að Trabant-bifreiðum í Tékkó- slóvakíu og er það af _sem áður var er fólk beið í allt að fimmtán ár eftir slíkum farkosti. I bænum Hradec Kralove í Bæheimi eru yfir- byggingar Trabants geymdar og hefur lítil hreyfing verið á þeim undanfarið ár jafnvel þótt verð hafi verið lækkað geysilega. Reuter 12 létust í 30 bíla árekstri Þijátíu bílar, þ.á m. stór flutningabíll, lentu í árekstri í gær á M4-hraðbrautinni sem tengir Lundúnir við Suðvestur-England. í flutningabílnum voru gashylki með própangasi sem sprungu við áreksturinn. Tólf manns létu lífíð og 25 slösuðust. Þoka var þegar óhappið átti sér stað. Umbótum s-afrískra stjórnvalda hafnað: Brottreknir blökku- menn fái jarðnæði endurgjaldslaust Jóhannesarborg. Reuter. AFRISKA þjóðarráðið (ANC) og flesl önnur samtök blökkumanna í Suður-Afríku höfnuðu í gær nýjustu tillögum stjórnar hvíta minnihlut- ans þar sem allar hömlur á eignarrétt blökkumanna á jarðnæði eru afnumdar. Samtök blökkumanna krefjast þess að fólk sem missti jarð- næði sitt er aðskilnaðarstefnan var lögfest fyrir rúmum fjónim áratug- um fái það á ný endurgjaldsiaust. Áhrif verkfalla kolanámumanna í Sovétríkjunum: Stálbræðsla og olíuvínnsla stendur frammi fyrir hruni Baskíría í Sovétríkjunum: KGB varar við að lýð- veldið verði óbyggilegt Moskvu. Reuter. ÖRY GGISLÖGREGL A Sovétríkj- anna, KGB, sagði í gær að Sovét- lýðveldið Baskíría við Úralfjöll, geti innan tíðar orðið óbyggilegt ef ekki verði gripið til róttækra aðgerða til að minnka mengun. í lýðveldinu búa fjórar milljónir manna og þar hafa orðið einhver verstu umhverfisslys Sovétríkjanna. Á síðasta ári var skrúfað fyrir vatn til höfuðborgarinnar Ufa í marga daga eftir að úrgangur frá efnaiðn- aði eitraði vatnsból borgarinnar. Leiðslur eru enn þurrar í stórum hluta borgarinnar. Sovéska fréttastofan TASS birti í gær beiðni KGB til yfirvalda í Baskíríu. Þar sagði að lýsa þyrfti yfír neyðarástandi á stórum svæð- um í lýðveldinu vegna mengunar. Efnaverksmiðjur í Baskíríu, sem hefði að sögn Tass átt að vera búið að loka fyrir löngu, hafa losað millj- ónir tonna af eiturefnaúrgangi út í jarðveginn. Loftmengun er einnig gífurleg vegna eitraðra lofttegunda sem sleppt hefur verið út í andrúms- loftið. „Ástand umhverfismála í lýðveld- inu er löngu komið yfír hættumörk^ Sérfræðingar KGB spá því að verði ekki gripið til róttækra aðgerða sé allt líf í Baskíríu dauðadæmt," sagði Vladímír Podeljakín, talsmaður KGB í Baskíríu. Moskvu, Bonn. Reuter. FIMM stálbræðsluver í Úkraínu urðu í gær að loka bræðsluofnum sínum vegna kolaskorts í kjölfar verkfalls kolanámumanna undan- farnar tvær vikur. Samkvæmt frétt frá TASS-fréttastofunni er hætta á að sumum bræðsluver- anna verði að loka til frambúðár þar sem skyndilokun af þessu tagi getur eyðilagt bræðsluofna. t gær tilkynntu sljórnendur Tjúmen- olíuvinnslusvæðisins í Síberíu, sem er ein helsta gjaldeyristekju- lind Sovétríkjanna, að vinnslu- svæðið væri að hruni komið. Verkföll kolanámumanna á helstu námavinnslusvæðum Sovétríkjanna, Donbass í Úkraínu og Kúsbas í Síberíu, halda áfram en námumenn- irnir krefjast annars vegar hærri launa og hins vegar afsagnar Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sov- étríkjanna. Á mánudag hvöttu leið- togar námumanna til allsheijarverk- falls. Fregnir úr þessum tveimur héruðum eru taldar benda til að stuðningur við verkföllin sé stöðugur en að ekki séu teikn á lofti um að þau séu að breiðast frekar út. 1 Verkalýðsleiðtogar í Donetsk, námumiðstöð Donbassvinnslusvæð- isins sögðu námamenn í 60 námum af 254 vera í verkfalli. Sambærileg- ar tölur frá Kúsbas eru 13 námur af rúmlega 70. í viðtali sem birtist í þýska dag- blaðinu »Bild í dag segist Boris Jeltsín vilja eyðileggja hið miðstýrða stjórnmálakerfí Sovétríkjanna. „Gorbatsjov vill sterka miðstýringu og veik lýðveldi. Hann vill viðhalda kerfínu en ég vil eyðileggja það,“ segir Jeltsín m.a. í viðtalinu sem sent var fréttastofum í gær. Hann segir einnig að komi Gorbatsjov til hans og leiti sátta muni hann svara: „Of seint. Þú ert búinn að missa af lestinni. Ég lagði þetta til fyrirþrem- ur árum.“ Jeltsín segist ekki hafa ■hug á að taka við af Gorbatsjov. Ilann hafí nóg fyrir stafni í Rúss- landi. • Pravda, málgagn sovéska Kommúnistaflokksins, sagði í gær að pólitískt brotthvarf Sovétríkjanna frá ríkjum Austur-Evrópu mætti ekki leiða til þess að ríkið sæti uppi með hóp landa við vesturlandamæri sín sem væru Sovétríkjunum and- snúin. Voru lönd Austur-Evrópu vöruð við að daðra við hugmyndir um inngöngu í Atlantshafsbandalag- ið. Sagðist blaðið vera að endur- spegla álitsgerðir sem miðstjórn Kommúnistaflokksins hefði unnið að í janúar á þessu ári. „Viðbrögð ANC við hvítbók stjórnarinnar um jarðnæðisumbæt- ur eru bræði og sár vonbrigði," sagði í yfirlýsingu samtakanna. Sagt er að stjórnvöld gangi út frá stöðu mála eins og hún sé nú en hirði ekkeit um þá fátækt er sé bein afleiðing af aðskilnaðarstefn- unni, apartheid, sem framkvæmd var með þeim hætti að fjölmargt blökkufólk var neytt til að yfírgefa býli sín og skipað að setjast að í svonefndum heimalöndum. Heima- lönd svertingja njóta flest sjálfstæð- is að einhveiju eða öllu leyti en eru yfírleitt kostarýr. Lögin um aðskiln- að kynþáttanna voru sett 1948 og á næstu árum er talið að 3.5 milljón- ir blökkumanna hafí verið hraktar frá heimilum sínum, oft með vopna- valdi. Stoffel van der Merwe mennta- málaráðherra segir að blökkumönn- um verði gert kleift að kaupa jarð- ir sem nú eru í ríkiseigu á lágu verði og fjárhagsaðstoð til slíkra viðskipta, sem áður hefur eingöngu verið ætluð hvítum, muni nú einnig verða veitt svertingjum. Samafríska þjóðarráðið (PAC), samtök rót- tækra vinstrisinna úr röðum blökkumanna, sagði tillögurnar ganga í rétta átt en of skammt. „Fólkið okkar var rænt eignum sínum með vopnavaldi. Það er órök- rétt og ruddalegt að gera ráð fyrir því að við kaupum á ný jarðnæði sem var rænt frá okkur,“ sagði talsmaður samtakanna sem vilja að stjórn blökkumanna taki völdin í Suður-Afríku og hvítir fái engan fulltrúa í ríkisstjórn. Kohl vill leyfa beitingu hersins utan Evrópu rnWe Bonn. Keuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, krafðist þess í gær að ÞjóðVerj- ar gætu í framtíðinni tekið fuilan þátt í hernaðaraðgerðum Samein- uðu þjóðanna en Þjóðverjar voru mjög gagnrýndir fyrir lítið framlag sitt í stríðinu gegn írökum. Kohl sagði að þar sem Þýskaland væri nú sameinað þyrftu Þjóðveijar að axla meiri ábyrgð í málefnum heimsins, einnig þegar það þýddi að gæta þyrfti öryggis utan Evr- ópu. Við sameiningu þýsku ríkjanna í október sl. gafst Þjóðveijum stór- gott tækifæri til að breyta stjórnar- skrá sinni, en í henni er leyfílegur herstyrkur mjög takmarkaður vegna ósigursins í síðari heimsstyij- öldinni. Yfírlýsing Kohls var afdráttar- lausasta innleggið í deilur um það hvort þýskar hersveitir eigi aðeins að gegna friðargæslu erlendis eða taka fullan þátt í aðgerðum líkt og þeim sem gripið var til við Persa- flóa. Yfirlýsingin var þegar í stað gagnrýnd mjög af stjórnarandstöð- unni og talið er að margir Þjóðveij- ar séu algjörlega mótfallnir því að þýski herinn geti gegnt slíku hlut- verki erlendis. Yerkföll, mótmæli og efnahagsöngþveiti í Sovétríkjunum: Framtíð Gorbatsjovs sögð ráðast á næstu mánuðum STAÐA Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, hefur sjaldan verið veikari en nú. Örfáum dögum áður en gengið verður til at- kvæða í ölium sovétlýðveldunum um nýjan sambandssáttmála eru helstu atvinnugreinar landsins að stöðvast vegna verkfalla kola- námumanna. Meðal krafna verkfallsmannanna er að forsetinn segi af sér. Birtar hafa verið skýrslur sem spá algjöru hruni í efna- hagslífinu. Um hálf milljón manna er talin hafa tekið þátt í mótmæl- um í fjölmörgum sovéskum borgum um síðustu helgi þar sem þátt- takendur lýstu yfir stuöningi við Borís Jeltsin, forseta Rússlands, en andstöðu við Gorbatsjov. Að sögn Peter Vassílíjev, hjá fréttastof- unni Interfax í Moskvu, eru margir sovéskir sljórnmálaskýrendur nú þeirrar skoðunar að grípi Gorbatsjov ekki til mjög róttækra aðgerða á næstu sex til tólf mánuðum verði hann að segja af sér. „Ef engar framfarir verða á þessu tímabili mun ástandið knýja hann til afsagnar," sagði Vassílíjev við Morgunblaðið i gær. „Til að geta setið áfram í embætti þrátt fyrir hina gífurlegu almennu óánægju verður Gorbatsjov að taka af skarið. Hann verður að kynna mjög róttækar umbætur og sýna fram á að hann er stuðningsmaður umbótastefnunnar, perestrojkunn- ar. Hann verður að sanna að hann hafi ekki snúið baki við þeim hug- myndum sem hann sjálfur kom upphaflega á framfæri.“ Hraðari umbóta þörf Aðspurður um líkurnar á að Gorbatsjov tækist þetta sagði Vassílíjev hann hafa sýnt í gegnum árin að hann væri mjög slyngur stjórnmálamaður þótt galdramað- ur væri hann vissulega ekki. Ef litið væri á verk hans að undan- förnu og þau greind kæmi í ljós að hann væri þrátt fyrir allt að færa Sovétríkin í átt til aukins markaðsbúskapar, mannréttinda og mannlegra samfélags. Þetta gerðist hins vegar mjög hægt. Hraðari umbóta væri hins vegar þörf ætlaði hann sér að halda velli. Þegar Vassílíjev var spurður hvort að mótmælin um helgina hefðu verið skipulögð af Jeltsín sagði hann svo ekki beinlínis verá. Þau hefðu verið skipulögð af stuðningsmönnum Jeltsíns, rússn- eskum þingmönnum í sovéska full- trúaþinginu og Æðsta ráðinu, óháðum lýðræðislegum samtökum og ýmsum andstæðingum Gorb- atsjovs. Viðbrögð almennings í Moskvu gagnvart mótmælunum sagði hann vera mjög skipt. Marg- ir styddu þau heilshugar en aðrir teldu þau vera gagnslaus. Þarna væri að mati síðarnefnda hópsins einungis verið að eyða kröftunum í stór orð í stað aðgerða. Kunnuglegar baráttuaðferðir Aðspurður um muninn á Jeltsín og Gorbatsjov sagði hann: „Það er alveg ljóst að það eru hinar sérstöku aðstæður sem hafa gert Jeltsín að svo sterkum ieiðtoga. Hann hóf feril sinn í Kommúnista- flokknum og hlaut menntun sína þar. Jafnvel enn þann dag í dag berst hann með sömu aðferðum og áður og málatilbúnaður hans er hinn sami. Það sem skilur Gorb- atsjov og Jeltsín að, er afstaða þeirra til þess hversu hratt umbæt- urnar eiga að ganga fyrir sig. Ég sé engan grundvallarmun á þeim hugmyndum sem þeir eru að bera fram.“ Hann sagði það rétt að eftir því sem árásir valdastéttarinnar og Míkhaíl Gorbatsjov ríkisfjöltniðla á Jeltsín hörðnuðu því vinsælli yrði hann meðal al- mennings. Það væru ekki síst þeir sem réðust á hann á opinberum vettvangi sem ýttu undir vinsældir hans. „Það er alveg ljóst í hugum fólks að með þessum árásum er kerfið að reyna að hvítþvo sig sjálft og benda á sökudólg. Jeltsín hljóti því að vera góði maðurinn,“ sagði Peter Vassílíjev. ANC segir að ekkert samráð hafí verið haft við samtök blökku- manna áður en nýju tillögumar voru settar fram. íhaldsflokkurinn, sem er til hægri við stjórnarflokk F.W. de Klerks forseta, Þjóðar- flokkinn, sagði að tillögurnar væru svik við málstað hvítra en verslun- arráð landsins fagnaði þeim og taldi að þær yrðu til þess að traust milli- stétt svertingja gæti orðið til. Kúveit: Furstinn snýr heim Lundúnum. Iieut«r. FURSTINN af Kúveit, Jaber al-Ahmed al-Sabah, mun snúa til heimalands síns í dag, fimmtudag, að sögn itætlana- og uppbyggingarráðherra Kúveits, Salmans Abdul-Raz- eks al-Mutawa t gær. Furstinn flýði til Saudi-Arabíu eftir að íraskar hersveitir réðust inn í Kúveit 2. ágúst sl. Þegar ráðherrann var spurður hvers vegna furstinn hefði ekki snúið aftur til Kúveits fyrr, svaraði hann: „Þegar við, venjulegt fólk, höfum ekki getað gengið að heimilum okkar óskemmdum, hvernig heldurðu þá að ástatt sé um þjóðhöfðingjann?“ Hann sagði að eyðileggingin i ICúveit væri gífurleg. Furstinn, sem heimsótti Bagdad, höfuðborg íraks, aðeins tæpu ári áður en innrásin var gerð, flýði úr höll sinni áður en Irakar náðu henni á sitt vald. Stjórnarerindrekar segja að yngri bróðir furstans hafí fallið þegar hann reyndi að veija höll- ina. Skákmótið í Linares: * Ivantsjúk efstur fyrir lokaumferð Linares. Reuter. -4k ÍVANTSJÚK tók forystuna á stór- mótinu í Linares á Spáni í gær er hann vann biðskák sína gegn Gúrevitsj. Úrslitin í 12. umferð sem tefld var á þriðjudag urðu þessi: ívantsjúk vann Gelfand í einungis 18 leikjum. Kasparov vann Ljubojevic, Gúrevitsj og Karpov gerðu jafntefli og sömu- leiðis Anand og Speelman, Júsúpov og Timman og Ehlvest og Salov. Skák Beljavskíjs og Kamskíjs fór í bið og lauk henni með sigri hins fyrr- nefnda í gær. Staðan fyrir þrettándu og síðustu umferð í dag er þessi: 1. Ivantsjúk 9 v. 2. Kasparov 8V2 v. 3. Beljavskíj 8 v. 4.-5. Speelman og Júsúpov 7 v. 6.-8. Anand, Salov 0g Timman 6 v. 9.-11. Gelfand, Karpov og Ljubojevic 5‘/2 v. 12. Gúrevitsj 5 v. lS.EhlvestS'Av. 14.Kamskíj l'/av. í lokaumferðinni í dag tefla saman Ivantsjúk og Timman og Kasparov og Júsúpov.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.