Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 50
í5ö MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR iHk ;MÁRZ 1991 . . . að baka karla fyrir börn- in. TM Rag. U.S. Pat Off.—«11 righta rasarved © 1990 Los Angeles Timea Syndicete Skiptir engu máli þótt þú gránir. Ég er búinn að horfa upp á alla hugsanlega liti í hárinu þínu ... HOGNI HREKKVISI // Ff?l£5ieiK FRÆNPI VlLL FA AÐ VlTA HVE'iew/G OKKUR LÍKAZ SK/UNIP. " Flóttinn úr ljósinu Til Velvakanda. Menn sigla til að sýnast og sumir jafnvel týnast. Þetta var sungið í revíunum í gamla daga. Spegilmynd af þjóð- lífinu um þessar mundir. Oft er það svo um siglingar að það eru ekki allar ferðir til fjár. Jafnvel okkar eigin skúta lendir í hafvillum alls konar lasta og vand- ræða. Og svo hitt. Þokunni, sem alls staðar er þyrlað upp á veg hinna vanmáttugu og óráðu, linnir ekki. Ginningar á götuhorni. „Komdu með.“ Félög, sem tendra vita, leiðbeinandi og lífsholla, mega búast við mesta storminum frá hinum ginnandi, illu vættum þjóðlífsins. Búla á hveiju homi, þar sem teknir eru gífurlegir tollar af lífshamingju ungra sem gam- alla, þar sem menn og konur eru lokkuð inn í svartnætti synda og spillingar. Og þeim ljósum, sem tendruð eru af góðum og gegnum mönn- um, er ýtt til hliðar af þeim sem þola ekki birtuna. Liðsmenn myrk- ursins eru alls staðar til taks ef auðvald vímuefna þarf að maka krókinn. Um sakleysi og manndáð er ekki spurt af þeim sem leggja snörurnar. Og hvemig er þeim innanbijósts sem nota afl sitt til þessa og kænsku, þegar kemur að uppgjörinu? Það er sagt að Guð sé svo góð- ur að hann láti engan glatast. Það er rétt, en þá verða menn að koma til hans. Bendir ekki frelsarinn á leiðina til ljóss og varar við hinni? Hlýða menn viðvömn hans? Er þetta ekki alvarlegt mál? Myrkrið í mannheimi æðir yfir. Hversu margt gerist í myrkrinu veit maður ekki, en ávextirnir, ef ávexti skyldi kalla, koma í ljós með mörgu móti. Það er engin til- viljun að morð em orðin algeng með þjóð okkar. Það er engin til- viljun að bæði ungir og gamlir stynja undir böli því sem alls stað- ar er sett í götu þeirra, sprengjum hinna illu afla, sem jafnvel enginn veit hvaðan koma nema þeir sem kasta. Ég minnist dvalar í sveit. Ég man eftir þegar vont veður var og bylur að sett var ljós í gluggann ef það yrði vegfaranda leiðarljós. Vinur minn í Hólminum sagði mér frá því þegar hann sem póst- ur var á leið yfir Kerlingarskarð í vonskuveðri og byl. Hann var að gefast upp, bað til Guðs og aldrei eins af einlægni og krafti og þá. Hvað skeður? Veðrinu slot- ar allt í einu og hann sér til átta. En aðeins andartak. Það er samt nóg. Hann nær áttum, heldur áfram og kemst heim á bæ en þar var ljós í glugga. Við vitum um og sjáum ljós lífs- ins. Við sjáum einnig fjölda manna á flótta frá því út í myrkrið. Sorg og aftur sorg. „Til þess þarf ei lög að læra að lifa og breyta rétt,“ segir Örn Amarson. En það þarf annað. Fylgd við hið besta í heim- inum, frelsarann. Það skyldi hver og einn athuga. Ekkert kemur án fyrirhafnar og ekkert af sjálfu sér. Eigum við að hugleiða það? Arni Helgason, Stykkishólmi Þjóðleikhús á niðurleið Til Velvakanda. Þegar ráðinn var nýr Þjóðleik- hússtjóri var það almennt álit margra, að vel hafí verið valið í stöðuna. En stundum er sagt að úlfur sé í sauðargæru, og í þessu tilfelli átti það . við. Varla var nýráðinn Þjóðleikhússtjóri sestur Skrifið eða hringið til Yelvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þcirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til töstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nö&i, nafhnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfúndur óski nafti- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. í stólinn, þegar hann telur það mest áríðandi að reka leikara og annað starfsfólk, sem ekki var í náðinni hjá honum. Var ekkert mál hvort fólk var með 30 til 40 ára starfsaldur eða skemur, burt með það. Mannleg örlög skiptu engu máli eða hæfileikar og mikil reynsla, allt þetta var aukaatriði. Ekki átti að spara, — nei, fá nýtt fólk, að hans skapi. Framkoma Þjóðleikhússtjóra er slík að ég er viss um að Þjóðleik- húsið mun ekki vaxa, og aðsókn því síður. Ég heyri það á mínum vinnustað, sem er nokkuð stór, að fólk hefur mikla samúð með lei- kurum og öðru starfsfólki Þjóð- leikhúsins, sem er rekið fyrirvara- laust út á gaddinn. Það er almenn- ur vilji fólkg að sækja ekki sýning- ar Þjóðleikhúsins meðan núver- andi Þjóðleikhússtjóri er við stjórn. Furðulegt er að menntamálaráð- herra skuli láta það viðgangast að maður sem hann nýlega skipar í starf Þjóðleikhússtjóra traðki svo harkalega á almennum mannrétt- indum, að fólk veit ekki sitt rjúk- andi ráð. Skömm sé þeim að eilífu sem kunna ekki almenna manna- siði. Kristinn Sigurðsson Ibúðaskipti Ég ósak eftir að skipta á íbúð í ágúst 1991 við einhvern sem býr miðsvæðis í Reykjavík. Myndin er af innganginum í íbúð mína í Lon- don. Sheila Sommerfield 46, Bristol Rd. Forest Gate London E78HG. Yíkveiji skrifar Kunningi Víkveija hefur átt nokkur viðskipti við Verð- _ bréfadeild Iðnaðarbankans — ís- landsbanka. í byijun árs fékk hann sent yfirlit um viðskiptin á síðasta ári ásamt eyðublaði frá skattinum, þar sem tíunda átti verðbréfakaup síðasta árs. VIB lét ekki nægja að senda viðskiptavinum sínum eyðu- blaðið og spara þeim þannig sporin, heldur fylgdi með ljósrit af því, hvernig fylla átti út þetta eyðublað. Leiðbeiningarnar voru mjög ná- kvæmar og þannig gerðar, að barn- aleikur var fyrir kunningja Víkveija að fylla út eyðublaðið. Þessi maður var að vonum án- ægður með bankann sinn. En Vík- veiji þekkir til annars manns, sem er ekki léttur á brún yfir breyting- um banka. Þessi maður er með ávísana- reikning hjá Landsbankanum. Þar á bæ hafa menn gert þær breyting- ar á reikningsyfirlitunum að á þeim er nú aðeins einn dálkur. Áður var einn dálkur fyrir úttektir og annar fyrir þá peninga, sem lagðir voru inn á reikninginn. Mínusmerki er nú fyrir aftan úttektirnar í dálkin- um, en þessi viðskiptavinur Lands- bankans sagðist eiga verra með að skilja í milli en áður og því fyndist honum nýja yfirlitið stórt skref aft- ur á bak. XXX Víkveiji getur ekki orða bundizt vegna þeirrar áráttu fjölda manna, þar á meðal margra, sem starfa á fjölmiðlum, að setja orðið sitjandi með formennsku þessa eða hins. Til skamms tíma voru menn formenn í sínum félögum eða flokk- um og sátu eða stóðu eftir atvikum við formannsstörfm. Nú eru allir formenn sitjandi og standa ekki upp fyrr en formennska þeirra er á enda runnin og þeir verða þess vegna að standa upp úr formannsstólnum. Umræða af þessu tagi tröllreið frásögnum af formannskosningun- um á nýafstöðnum landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Enda um það að ræða, að „sitjandi" varaformaður bauð sig fram á móti „sitjandi" formanni. í huga Víkveija hefði alltaf farið betur á því að segja einfaldlega, að varaformaðurinn hefði boðið sig fram gegn formanninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.