Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 56
FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 'VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. TVÖFALDUR1. vinningur FEDERAL ísafjörður fær 000 sem neyðamúmer Fyrirspurnir um neyðarnúmer frá Borgarfirði og Austurlandi NEYÐARNÚMERIÐ 000 hefur verið tekið í notkun fyrir lög- sagnarumdæmi lögreglunnar í Bolungarvík, á ísafirði og í ísa- fjarðarsýslu. Að sögn Hrólfs Jónssonar aðstoðarslökkviliðsstjóra í Reykjavík, er í undirbúningi að koma á neyðarnúmeri á höfuð- borgarsvæðinu. Bergþór Halldórsson yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma, segir að þangað hafi borist fyrirspurnir um neyðarnúm- er frá Borgarfjarðarumdæmi og Austfjörðum, en draumurinn sé að landið allt fái neyðarnúmerið 000. Lögreglan á ísafirði mun svara þegar hringt verður í 000. Hún mun síðan sjá um að kalla út þá aðila, sem þurfa þykir í hvert sinn, ^egir í frétt frá embættinu, svo sem slökkvilið, sjúkraflutnings- menn, björgunarsveitir, björgun- arbátinn Daníel Sigmundsson og lögreglumenn í Bolungarvík. Ilún mun hins vegar ekki sjálf sinna víðtækari verkefnum að öðru leyti umfram það sem þegar er gert. Hlutverk neyðarnúmersins, er að koma boðum áfram til þeirra að- ila, sem veita umbeðna þjónustu. Ekki má gleyma að hér er um neyðarnúmer að ræða og er rík áhersla lögð á, að það verði ekki misnotað. Sérstaklega er skorað á foreldra að sjá til þess, að börn þeirra fikti ekki í símtækjum heim- ilanna, þar sem mjög auðvelt verð- ur að hringja í neyðarnúmerið. Þá er gert ráð fyrir að fólk hringi áfram í símanúmer lögreglu á ísafirði og í Bolungarvík, svo sem verið hefur og aðra þá aðila, sem starfa við öryggisþjónustu á svæðinu, sé ekki um neyðartilvik að ræða. *Hotaryklúbbur Reykjavíkur: Aðild kvenna var hafnað öðru sinni FÉLAGAR í Rotaryklúbbi Reykjavíkur höfnuðu aðild kvenna að klúbbnum í gær, þegar kannað var hvort þeir teldu tímabært nú að veita þeim aðgang. 30 vildu leyfa konum aðgang en 40 voru mótfallnir því. Svipuð könnun fór fram í september 1988 og þá voru 27 fylgjandi aðild kvenna en 41 á móti. Lögreglan varar bílstjóra við þjófum Lögreglan í Reykjavík dreifði í gær bæklingi með aðvörunum gegn þjófnuðum úr bílum og ráðleggingum um hvernig koma megi í veg fyrir þjófnaði. Bæklingunum var dreift á nokkrum helstu bílastæðum höfuð- borgarinnar. Fram kemur í bæklingnum að innbrot í bíla séu um þriðjungur allra innbrota sem eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar S. Halldórsson forseti Rotaryklúbbs Reykjavíkur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að forsögu málsins mætti rekja til þess, að árið 1987 hefði fallið dóm- ur í Bandaríkjunum, þar sem Rot- ary hreyfingunni var meinað að banna aðild kvenna að klúbbunum. „Það er áfram sú afstaða að við megum nýta okkur það frelsi, að við séum ekki skyldugir að bjóða konum aðild að okkar klúbbi," sagði Ragnar. Helstu rökin sem menn færðu gegn aðild kvenna nú, sagði Ragn- ar að hefðu verið annars vegar að konur hafi sinn eiginn klúbb, sem nefnist Inner Wheel Internati- onal og í honum eru eiginkonur Rotary félaga. „Síðan má auðvitað benda á að við getum kannski ekki verið mikið frjálslyndari en hreyfing sem var stofnuð fyrir nokkrum árum, heitir það ekki Samtök um kvennaiista og þar er karlmönnum bannaður aðgangur og það eru margir sem virðast, þeirrar skoðunar að við eigum að fá að hafa eitthvað út af fyrir okkur, karlarnir," sagði Ragnar. Fiskvinnslufólk safnar liði í eins dags verkfall: Krafa til stjónivalda um að lækka skatta ÞRJÁR konur, sem vinna í fisk- vinnslu, hafa gengist fyrir sam- einuðu átaki fiskvinnslufólks til að þrýsta á stjórnvöld um hækk- un skattleysismarka. „Við viljum fá miklu meiri persónuafslátt, því að það þýðir auðvitað ekkert að fara fram á kauphækkauir,“ sagði Vagna Sólveig Vagnsdóttir á Þingeyri, forinaður samtaka fiskvinnslufólks á Vestfjörðum, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Við ætlum siðan að aug- lýsa vinnustopp í öllum frystihús- um sem vilja vera með, 20. mars, með kröfu um þetta.“ Anna Þorleifsdóttir á Hellissandi sagði aðgerðirnar einungis beinast að stjórnvöldum, þeim væri ekki beint gegn atvinnurekendum. Hún Borgardómur Reykjavíkur: Ríkið sýknað af kröfum BHMR BORGARDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær öllum þeim kröfum, sem gerðar höfðu verið á hendur ríkissjóði í máli sem höfðað var vegna setningar bráðabirgðalaga 3. ágúst 1990, sem afnámu 4,5% launahækkun samkvæmt, kjarasamningi BHMR. Þeirri af- stöðu BHMR að með bráðabirgðalögunum hefði verið brotið gegn fjórum stjórnarskrárákvæðum var hafnað með öllu. Páll Halldórsson formaður stólar séu ekki undanskildir því BHMR sagði að með niðurstöðu dómsins væri samningsréttur í landinu gerður að engu. Hann sagði að ekki hefði verið ákveðið hvprt málinu yrði áfrýjað. í niðurstöðum dómsins segir að nauðsyn hafi verið nægilega rík til að setning bráðabirgðalag- anna teljist innan heimildarmarka 28. greinar stjórnarskrárinnar varðandi brýna nauðsyn en dóm- að meta hvort nauðsyn hafí verið til að dreifa, einkum hvort fullyrð- ing um brýna nauðsyn hafi verið studd nægum rökum. Þó sé ljóst að bráðabirgðalöggjafinn hafi rúmar hendur hvað varðar mat á nauðsyn séu þær ekki óbundnar með öllu. Þá segir að það að dóm Félags- dóms hafi þurft til að setja niður þá deilu sem risið hafði með aðil- um kjarasamningsins um skilning á samningnum þyki ekki skjóta loku fyrir rétt löggjafarvaldsins til íhlutunar um efni kjarasamn- ingsins en ýmis dæmi séu til um íhlutun löggjafarvaidsins um kaup og kjör. Ihlutunin hafi að þessu sinni ekki aðeins byggst á því að létta greiðsluskyldu af ríkissjóði heldur einnig að því að koma í veg 'fyrir að aðrir launþegar fengju sömu launahækkun og laun hækkuðu á víxl. Lagasetning af þessu tagi bijóti því ekki gegn þeirri þrígreiningu ríkisvaldsins sem kveðið sé á um í 2. grein stjórnarskrárinnar. Dómurinn telur að laun manna samkvæmt bindandi kjarasamn- ingi séu eign í skilningi 67. grein- ar stjórnarskrárinnar og að laun sem um hefur verið samið en ekki unnið fyrir séu kröfuréttindi enda komi vinna á móti launagreiðslum og njóti verndar sama stjórnar- skrárákvæðis. Dómurinn telur hins vegar að löggjafanum sé heimilt undir vissum kringum- stæðum, svo sem við framkvæmd efnahagsstefnu, að skerða samn- ingsbundin laun manna án bóta. Sjá ummæli níálsaðila og að- ila viimuinarkaðarins og dóm Borgardóms á bls. 24, 25, 26, 27 og 31. sagði að í þeim fælust ákveðin skila- boð til frambjóðenda í Alþingis- kosningunum: „Ætlið þið að gleyma okkur einu sinni enn, verkamannin- um?“ Guðný Björnsdóttir á Skaga- strönd sagði undirtektir þar nyrðra vera góðar. „Fólk í frystihúsum er ekki ánægt með kaupið og það greiðir mikla skatta. Sjómenn til dæmis fá sjómannaafslátt og það væri ágætt fyrir okkur að fá eitt- hvað slfkt," sagði hún. „Við höfum haft samráð við verk- stjórana á mörgum stöðum, til þess að fara ekki fram hjá þeim og þeir geti hliðrað til. Við erum bara að beina þessu gegn þeim fyrir sunn- an, stjórnvöldum," sagði Vagna Sólveig. Hún segir aðgerðirnar miðaðar við fólk í fiskvinnslu. „Við höfum farið með þetta í hvert einasta frystihús á landinu, nema við höfum ekki náð í stóru frystihúsin í Reykjavík. Ég hringi bara og tala við ein- hverja eina konu í hverju frysti- húsi, bið hana að leggja þetta fyrir fólkið og vita hvort fólkið er með því eða á móti. Sé fólkið á móti bið ég hana að láta mig vita og það hefur enginn ennþá gengið til baka. Ég vona því að það verði góð þátttaka í þessu, en maður getur kannski ekki ætlast til að það verði hver einasti maður, það kemur bara í ljós,“ sagði Vagna Sólveig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.