Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 byPACK FATASK'APAR Vestur-þýskir fataskápar sem sameina góða hönnun og lágt verð. Fást í eik, furu og hvítum lit. Margar stærðir. Speglaskápar, skúffuskápar, skápar fyrir skrifstofuna. Rennihurðir og útteknar hurðir. Skápur210 180x222 sm, 3 skúffur. Verð kr. 44.625 MflXI skóskápurinn Verð kr. 22.790 Nr. 93 Verð 13.940 Skápur304 100x197 sm, 3 skúffur. Verð kr. 17.940 Nýborgí# Skútuvogi 4, sími 82470. HUSBREF Greiðslubyrði vegna íbúðarkaupa eftirJóhönnu Sigurðardóttur Því hefur verið haldið fram að húsbréfakerfið sé síðri kostur til íbúðarkaupa fyrir láglaunafólk en lánakerfið frá 1986. Greiðslubyrðin sé hærri og íbúðarkaup erfiðari. Þetta er ekki rétt. Greiðslubyrðin er svipuð eða lægri í húsbréfakerf- inu og íbúðarkaup eru mun auðveld- ari en áður hefur þekktst. Greiðslubyrði af lánum — greiðslubyrði vegna íbúðarkaupa Gera verður greinarmun á greiðslubyrði af lánum annars veg- ar og greiðslubyrði af íbúðarkaup- um hins vegar. Það sem máli skipt- ir fyrir íbúðarkaupendur er hver greiðslubyrðin af íbúðarkaupunum í heild er. Það gagnast íbúðarkaup- endum ekki mikið að greiðslubyrði af einu láni sem taka þarf til íbúðar- kaupa sé lág, ef greiðslubyrði af öðrum lánum sem taka þarf er þannig að greiðslubyrðin í heild verður há. Þannig var málum farið í 86-kerfinu. Meðalvextir íbúðar- kaupenda sem notfærðu sér 86- kerfið eru um 6-7%, þegar tekið er mið af öllum þeim lánum sem þeir þurftu að taka vegna kaupanna, samanborið við 6,0% vexti í hús- bréfakerfinu. Hámarkslán Hámarkslán í húsbréfakerfinu er um tvöfalt hámarkslán í 86-kerfinu. Þörf þeirra íbúðarkaupenda sem notfæra sér húsbréfakerfið fyrir NYR, GLÆSILEGUR TSE Vift óskum íslenskum sælkerum til hainingju meft nýjan og óvenju fjölhreyttan matseðil oklcar. Að sjálfsögðu er ]>að vinsælasta af eldri matseðli enn til staðar en við bætist fjöldinn allur af girnilegum réttum. DÆMI UM NÝJA RÉTTI: (Súpa dagsins og salathar fylgja). Gordon Bleu, svínaflllé með skinku og osti. Verð: 1590 kr. „Bourbon Street“ nautahryggvöðvi. Oðruvísi steik, marineruð í blöndu af hrúnuðum sykri og búrbon viskí. Borin fram með Búrgundísveppum. Verð: 1950 kr. Það besta úr hafinu í dag. Verð: 1060 kr. fiSKUR S T E I K II U S Suöurlandsbraut 4, simi 38550 skammtímalán er þess vegna minni heldur en þeirra sem kaupa íbúð og fá lán úr 86-kerfinu. Vextir Vextir í húsbréfakerfinu eru 6,0% og lánstíminn 25 ár. Vextir í lánakerfinu frá 1986 eru nú 4,5% og lánstíminn 40 ár. í þessu sam- bandi ber að hafa í huga að algeng- ir vextir af bankalánum eru yfir 8%, en íbúðarkaupendur þurfa í miklu meira mæli á þeim lánum að halda nýti þeir sér 86-kerfið frekar en húsbréfakerfið. íbúðarkaup auðveldari samkvæmt húsbréfakerfinu Sumir halda að það hafi verið auðveldara að festa kaup á íbúðar- húsnæði með láni úr lánakerfinu frá 1986 heldur en samkvæmt hús- bréfakerfinu. Þá taka þeir hinir sömu einungis mið af greiðslubyrð- inni af húsbréfaláni annars vegar og láni samkvæmt 86-kerfinu hins vegar. Þeir gleyma að taka tillit til þess að fæstum kaupendum nægir að fá eingöngu lán hjá Húsnæðis- stofnun úr 86-kerfinu. Nær ein- göngu hinir tekju- og eignameiri hafa getað látið sér þau lán nægja. Fyrir þá er greiðslubyrði íbúðar- kaupa samkvæmt húsbréfakerfinu því meiri. Fyrir hina er greiðslu- byrðin samkvæmt húsbréfakerfinu hins vegar svipuð og í mörgum til- vikum lægri, þegar vaxtabætur eru teknar með í dæmið. Aætlað er að raunvextir lágtekju- og meðaltekju- fólks, sem notfæri sér húsbréfakerf- ið til íbúðarkaupa, séu um 2-3% eftir vaxtabætur. Hagræði Hagræðið, sem hlýst af því að geta fest kaup á íbúðarhúsnæði þegar það hentar, er auðsjáanlegt. Að þurfa að bíða eftir lánsloforði frá Húsnæðisstofnun og festa þá kaup á húsnæði samkvæmt þeim dagsetningum sem þar koma fram, kannski 3—5 árum eftir umsóknar- dag eða síðar, hentar ekki mörgum. Mikill íjármagnskostnaður fylgir líka skammtímalánum á meðan beðið er eftir afgreiðslu láns ef fólk hefur neyðst til íbúðarkaupa áður en til afgreiðslu kemur vegna hins langa biðtíma í 86-kerfinu. Þeir sem festa kaup á húsnæði og nýta sér húsbréfakerfið til þess, sækja um þegar þeim hentar og fá afgreiðslu nokkrum vikum síðar. Þessu hag- ræði gleyma þeir sem segja að 86- kerfið sé hagstæðara en húsbréfa- kerfið. Dæmi um greiðslubyrði Borin er saman greiðslubyrði íbúðarkaupa 1.-5. ár í húsbréfakerf- inu og lánakerfinu frá 1986. Miðað er við að umsækjandi hafi lánslof- orð og sé að festa kaup á sinni fyrstu íbúð. Skuldabréfaskipti í húsbréfakerfinu miðast við 65% af matsverði íbúðar. Ekki er tekið til- lit til vaxtabóta, sem lækka greiðslubyrðina hjá þeim sem upp- Jóhanna Sigurðardóttir „Fyrir hina er greiðslu- byrðin samkvæmt hús- bréfakerfinu hins veg- ar svipuð og í mörgum tilvikum lægri, þegar vaxtabætur eru teknar með í dæmið. Áætlað er að raunvextir lág- tekju- og meðaltekju- fólks, sem notfæri sér húsbréfakerfið til íbúð- arkaupa, séu um 2-3% eftir vaxtabætur.“ fylla skilyrði laga þar um. íbúðarverð er 6,0 millj. kr. Eigið fé kaupanda er 1 millj. kr. Mánaðarleg greiðslubyrði skv. húsbréfakerfinu 1.-5. ár er um 50 þúsund kr. Mánaðarleg greiðslubyrði skv. 86-kerfinu 1.-5. árer um 55 þús. kr. Lögum um húsbréfakerfið hefur verið breytt þannig að viðmiðunar- mörk mega miðast við 75% af mats- verði íbúða, ef íbúðarkaupendur eru að festa kaup á sinni fyrstu íbúð. Verið er að ganga frá reglugerð í félagsmálaráðuneytinu þessa efnis. Þá mun greiðslubyrði vegna íbúðar- kaupa samkvæmt húsbréfakerfinu lækka úr um 50 þúsund krónum á mánuði 1.-5. ár í um 40 þúsund . krónur. Hér hefur verið tekið einfalt og algengt dæmi um mismun á greiðslubyrði vegna íbúðarkaupa. Eins og áður hefur komið fram, er greiðslubyrðin samkvæmt hús- bréfakerfinu alls ekki hærri en sam- kvæmt lánakerfinu frá 1986. Ástæðan er sú að þörf íbúðarkaup- enda fyrir skammtímalán er minni í húsbréfakerfinu. í næstu grein mun ég taka fyrir vexti, ávöxtunarkröfu og .afföll, hvernig þessum hugtökum er oft ruglað saman og hvað það vill oft gleymast að afföll eru ekki nýtt hugtak sem kom með húsbréfakerf- inu. M.a. verður svarað spurningum um hve mikil afföll og fjármagns- kostnað fólk þurfti að bera áður en húsbréfakerfið kom til. Höfundur er félagsmálnráðherra. VORUBILL Til sölu Benz 2219, árg. ’80. 14 tonn. HMF krani. Einfaldur búkki. Allur nýuppgerður. Upplýsingar í símum 98-75932 á kvöldin og 985-32353.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.