Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐlb FIMMTUDÁGUR 14.' MARZ 1991 31 ALMAIMIMATRYGGIIMGAR, helstu bótaflokkar 1.mars1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) ................. 11.819 1/z hjónalífeyrir ..................................... 10.637 Full tekjutrygging .................................... 21.746 Heimilisuppbót ...................................... 7.392 Sérstök heimilisuppbót ................................. 5.084 Barnalífeyrir v/1 barns ................................ 7.239 Meðlag v/1 barns ....................................... 7.239 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ...........................4.536 Mæðralaun/feðralaunv/2jabarna ......................... 11.886 Mæðralaun/feðralaunv/3jabarnaeðafleiri ................ 21.081 Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða ......................... 14.809 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ...................... 11.104 Fullur ekkjulífeyrir .................................. 11.819 Dánarbæturí8ár(v/slysa) ............................... 14.809 Fæðingarstyrkur ....................................... 24.053 Vasapeningarvistmanna .................................. 7.287 Vasapeningarv/sjúkratrygginga ........................... 6.124 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar ........................... 1.008,00 Sjúkradagpeningareinstaklings ......................... 504,40 Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri .............. 136,90 Slysadagpeningareinstaklings .......................... 638,20 Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 136,90 FISKVERÐ AUPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 13. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 112,00 75,00 94,48 60,10,100 5.678,505 Þorskur(ósl.) 85,00 70,00 75,16 13,168 989,673 Ýsa 112,00 70,00 105,89 3,436 363,827 Ýsa (ósl.) 97,00 81,00 87,94 0,266 23,391 Karfi • 40,00 40,00 40,00 ‘ 1,863 74,520 Steinbítur (ósl.( 35,00 32,00 32,89 17,904 588,933 Steinbítur 34,00 34,00 34.00 . 0,086 2.924 Ufsi 48,00 40,00 46,64 2,885 134,568 Skötuselur 240,00 240,00 240,00 0,170 40.920 Lúða 490,00 360,00 418,36 0,366 153.120 Langa 58,00 58,00 58,00 0,159 9.222 Koli 80,00 47,00 50,34 0,287 14.449 Hrogn 235,00 235,00 235,00 0,663 155.946 Samtals 81,20 101,355 8.229.998 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavik Þorskur (sl.) 125,00 73,00 100,76 41,567 4.188.402 Þorskur (ósl.) 100,00 63,00 89,04 20,183 1.797.194 Ýsa (sl.) 125,00 99,00 106,47 3,001 319.513 Ýsa (ósl.) 125,00 85,00 98,04 0,898 88.038 Blandað 150,00 7,00 20,58 0,188 3.869 Gellur 310,00 310,00 310,00 0,017 5.518 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,388 1.940 Hnísa 25,00 25,00. 25,00 0,097 2.425 Hrogn 245,00 245,00 245,00 0,845 207.027 Karfi 45,00 38,00 41,29 2,624 108.347 Keila 30,00 20,00 27,67 0,768 21.250 Langa 48,00 48,00 48,00 0,295 14.160 Lúða 500,00 330,00 470,20 0,050 23.510 Lýsa 30,00 30,00 30,00 0,109 3.270 Rauðmagi 95,00 90,00 91,52 0,580 . 53.080 Skata 110,00 110,00 110,00 0,025 2.750 Skarkoli 91,00 91,00 91,00 0,033 3.003 Skötuselur 175,00 175,00 175,00 0,130 22.750 Steinbítur 40,00 32,00 34,16 7,552 258.000 Tyndabykkja 6,00 5,00 5,52 0,060 331 Ufsi 48,00 35,00 46,56 1,438 66.950 Ufsi (ósl.) 20,00 20,00 20,00 0,105 2.100 Undirmálsfiskur 20,00 16,00 18,23 0,167 3.044 Samtals 88,71 81,120 7.196.472 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur (dbl.) 62,00 62,00 62,00 1,100 68.200 Ýsa (ósl.) 109,00 79,00 104,27 10,773 1.123.346 Ýsa (sl.) 112,00 100,00 106,79 7,952 849.200 Þorskur (sl.) 91,00 82,00 89,98 2,123 191.079 Þorskur (ósl.) 117,00 60,00 87,90 151,768 13.339.993 Undirm. fiskur 30,00 30,00 30,00 0,060 1.800 Skarkoli .77,00 61,00 73,96 0,810 59.910 Lúða 435,00 430,00 433,44 0,064 27.740 Skötuselur 185,00 185,00 185,00 0,239 44.215 Skata 89,00 89,00 89,00 0,305 27.145 Steinbítur 38,00 29,00 32,83 17,320 568.687 Karfi 47,00 33,00 40,35 4,274 172.497 Blálanga/langa 52,00 52,00 52,00 0,504 26.208 Rauðmagi 95,00 90,00 93,91 0,064 6.010 Ufsi 39,00 15,00 34,37 72.182 2.480.861 Hrognkelsi 15,00 15,00 15,00 0,010 150 Blandað 17,00 10,00 16,82 0,667 11.220 Hlýri/steinb. 32,00 32,00 32,00 0,054 1.728 Langa 57,00 40,00 48,80 1,840 89.786 Keila 28,00 19,00 25,65 8,894 228.100 Samtals 68,75 281,005 19.317.875 Selt var úr dagróðrabátum, Sveini Jónssyni, Þuríði Halldórs o.fl. Á morgun verður selt úr dagróðrabátum. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 1. jan. - 12. mars, dollarar hvert tonn Dómurinn í BHMR-málinu laun kjarasamningar færi þeim. Þótt litið yrði svo á að vinnulaun sem ekki hafi verið unnið fyrir séu eign í skilningi 67. gr. stjórnarskrár- innar þá sé samt heimilt að leggja á þá eign almennar takmarkanir. Markmiðin með þjóðarsáttinni hafi verið almenns efnahagslegs eðlis, einkum þau að tryggja kaupmátt og ná niður verðbólgu. I slíkum tilvikum sé meira svigrúm til þess að setja eignarréttinum mörk en annars. Bráðabirgðalögin hafi ekki verið hluti af þjóðarsáttinni heldur aðgerð til þéss að vernda hana. Þegar því sé haldið fram að lög séu ekki í samræmi við stjórnarskrá verði það ósamræmi að vera hafið yfir allan vafa, en svo sé ekki í því tilfelli sem hér um ræði. IV. 4 Því er haldið fram af hálfu stefn- anda að jafn alvarleg atlaga að kjar- asamningum og bráðabirgðalögin séu leiði til þess að menn glati trúnni * á það að starfa í verkalýðsfélögum. Með bráðabirgðalögunum hafi því 73. gr. stjórnarskrárinnar um félag- afrelsi verið brotin. Ekki verði við það unað að 73. gr. stjórnarskrárinn- ar sé skýrð svo þröngt að hún verji einungis rétt manna til þess að stofna félög. Við skýringar á 73. gr. stjórnarskrárinnar verði að hafa í huga þær skuldbindingar sem ís- lenska ríkið hafi gengist undir með aðild sinni að mannréttindasáttinála Evrópuráðsins og öðrum aiþjóðasátt- málum svo sem sáttmálum Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar „Intern- ational Labour Organisation“ þar sem kveðið sé á um félagafrelsi, enda þótt ekki sé um að ræða réttar- heimildir að íslenskum lögum. Stefn- andi vísar til sáttmála Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar n'r. 87, 98 og 151. Af hálfu stefndu er því haldið fram að 73. gr. stjórnarskrárinnar og þeir alþjóðasáttmálar sem stefn- andi byggi á varði ekki kröfugerð hans. I stjórnarskránni sé aðeins kveðið á um rétt manna til að stofna félög. Ekki hafi verið viðurkennt í dómum að 73. gr. stjórnarskrárinnar verndaði menn gegn svokölluðu nei- kvæðu félagafrelsi, þ.e. skyldu til að vera í félögum. Reynslan hafi líka leitt í ljós að margítrekuð afskipti löggjafans af kjarasamningum hafi í engu grafið undan félagsstarfsemi launþega. V. Um varakröfu sína halda stefndu því fram að komi til þess að kröfur stefnanda verði teknar til greina eigi þær að lækka um fjárhæð þeirra kauphækkana sem stefnandi fékk greiddar frá 1. október 1990. Þann- ig eigi stefnandi ekki að fá greidda hærri Qárhæð en kr. 21.304,- en af þeirri fjárhæð séu kr. 668,- orlofs- laun sem ekki eigi að greiða til stefn- anda. Samkvæmt kjarasamningi sem stefnandi haldi fram að sé í gildi eigi hann ekki rétt á kauphækkunum frá og með 1. október 1990. Af hálfu BHMR hafi engar kröfur verið gerðar um launahækkanir sam- kvæmt 15. gr. þeirra eins og rétt hefði verið fyrst samtökin hafi taiið samningana í fullu gildi. Hvaða form eða formleysi hafi áður verið viðhaft um kaupkröfur við svipaðar kring- umstæður skipti hér ekki máli og sé ekki hægt að yfirfæra það á þær aðstæður sem nú ríki. Stefnanda hafi verið greidd launa- hækkun samkvæmt ákvæðum bráðabirgðalaganna og séu þau ógild hafi verið greitt umfram skyldu. Ríkisstjórnin hafi ákveðið að segja upp kjarasamningnum við BHMR, en sú uppsögn hefði ekki getað kom- ið til fyrr en 30. september 1990 samkvæmt ákvæðum kjarasamn- ingsins. Engin uppsögn hafi verið send vegna þess að bráðabirgðalögin hafi verið sett fyrir 30. september 1990. Verði bráðabirgðalögin dæmd ógild verði að byggja á því að kjara- samningnum hefði verið sagt upp. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að kröfu um launahækkun samkvæmt samningum þurfi ekki að setja-fram skriflegacða 1 ákveðnú Asmundur Stefánsson, forseti ASI: Kemur ekki á óvart „MÉR kemur þessi niðurstaða ekki á óvart,“ sagði Ásmund- ur Stefánsson, forseti ASI þegar viðbragða hans við dómi Borgardómi var leitað. Hann kvaðst aðspurður ekki sjá að niðurstaða í þessu ákveðna máli gæti breytt nokkru um stöðu verkalýðsfé- laga. „Ríkisstjórnir hafa ítrekað sett lög á kjarasamninga og ég sé ekkert í þeirri niðurstöðu að kröfum BHMR sé hnekkt sem þurfi að koma á óvart miðað við það sem áður hefur gerst í þess- um málum. Það er svo annað mál hvort sú niðurstaða er eðli- leg eða ekki,“ sagði Ásmundur Stefánsson. „Lagasetning á kjarasamninga gengur að sjálf- sögðu alltaf alltaf andstæð verk- alýðssamtökum en það er að því ég best fæ séð eru forendur þarna ekki svo frábrugðnar því sem oft hefur verið áður.“ Hann kvaðst ekki hafa kynnt sér sérstaklega niðurstöður dómsins og vildi því ekki ræða forsendur hans nánar. formi. Venjan sé sú að beina munn- legum tilmælum um hækkun til launagreiðanda og dugi þau tilmæli ekki þá sé sett fram skrifleg krafa. Birgir Björn Siguijónsson fram- kvæmdastjóri BHMR hafi skýrt frá því fyrir dóminum að kröfum um launahækkun hafi verið beint til fjár- málaráðuneytisins og hafi þær kröf- ur verið settar fram samkvæmt 15. gr. kjarasamningsins. Ekki skipti máli hvort fjármálaráðherra telji að stefnanda hafi verið greidd launa- hækkun samkvæmt bráðabirgðalög- unum. Ríkisstjómin hafi aldrei sagt upp kjarasamningnum, en það hafi í fyrsta lagi verið hægt 30. september 1990. Þótt ríkisstjórnin hefði sagt upp samningnum hefði það engu máli skipt, því að samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 94/1986 gildi sá kjarasamningur sem sagt hafí verið upp þar til nýr hafi verið gerð- ur. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að hún sé einn réttur aðili til þess að krefjast orlofslauna sinna þótt stefndu greiði þá fjárhæð inn á orlofsreikning stefnanda. Stefndu hafi fyrst sett þessa máls- ástæðu fram 15. janúar sl. og sé hún of seint fram komin. VI. Telja verður að málsástæður aðila þessa máls séu nægjanlega snemma fram komnar. Eins og að framan er rakið deildu forráðamenn BHMR og fjármálaráð- herra um skilning á kjarasamningi aðila frá 18. maí 1989, einkum 1. gr. sbr. 5. gr. samningsins. Úr þeirri deilu var skorið með dómi Félags- dóms, sem upp var kveðinn 23. júlí 1990, á þann hátt að ríkissjóði var gert skylt að hækka laun félags- manna stefnanda í því máli, Félags íslenskra náttúrufræðinga, um 4,5%. Ríkissjóður greiddi öllum félögum í samflotsfélögum BHMR sömu launahækkun frá 1. júlí 1990, eftir því sem best er vitað. Með bráða- birgðalögunum nr. 89, 3. ágúst 1990 voru felldar úr gildi 5. og 15. gr. framangreinds kjarasamnings, en í 5. gr. var það ákvæði sem hækkun launa um 4,5% byggðist á og reynd- ar fleiri ákvæði en um þau deila aðilar þessa máls ekki sérstaklega og koma þau því hér ekki við sögu. Launahækkunin féll niður frá og með 1. september 1990 samkvæmt bráðabirgðalögunum. Með bráða- birgðalögunum voru og felld úr gildi hliðstæð ákvæði í kjarasamningum aðildarfélaga BHMR og annarra við- semjenda þeirra. VI. 1 Eðlilegt þykir að taka fyrst af- stöðu til deilu aðila um það, hvort það skilyrði 28. gr. stjórnarskrárinn- ár," áð Tr’ýna' náúðsýn 'vérði áð be'ra til setningar bráðabirgðalaga, hafi verið fyrir hendi og hvort bráða- birgðalöggjafinn eigi um það endan- legt mat eða dómstólar. Hér ber dómstólum eins og öðrum handhöf- um ríkisvaldsins að virða innbyrðis valdmörk. Mat á því hvort brýna nauðsyn beri til setningar bráðabirgðalaga hlýtur ætíð að verulegu leyti að byggjast á því, að hvaða markmiðum er stefnt hveiju sinni í stjórnmálum ■ og hvernig þeim skuli náð, rétt eins og verulegur hluti almennrar lög- gjafar er því marki brenndur. Verður m.a. af þeim sökum að líta svo á að bráðabirgðalöggjafinn hafi all fijálsar hendur um þetta mat en þó ekki óbundnar með öllu. Telja verður að ekki sé undan dómsvaldinu skilið að leggja mat á það hvort bráða- birgðalög hafi verið sett í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar að þessu leyti, enda væri slík skýring óeðlileg þegar m. a. er haft í huga að dómstólar dæma um það, hvort almenn löggjöf brýtur í bág við stjórnarskrána eða ekki, bæði að efni og setningarhætti. Heimildir dómstólanna að því er þetta atriði varðar verður þó að skýra þannig, að þeirra sé fyrst og fremst að meta hvort sú brýna nauðsyn sem bráða- birgðalöggjafinn telur vera á setn- ingu bráðabirgðalaga sé studd nægi- legum rökum svo að ljóst megi vera að um sýnilega misbeitingu heimild- arinnar sé ekki að ræða. I aðfararorðum bráðabirgðalag- anna er lýst þeirri nauðsyn sem tal- in var á því að lögin yrðu sett. Sú kauphækkun sem tekin var af félögum í BHMR með bráðabirgð- alögunum var til komin eftir langt verkfall og átti sér þær sérstöku forsendur að með henni átti hinn 1. júlí 1990 að stíga fyrsta skrefið til þess að færa kjör félagsmanna til samræmis við kjör annarra há- skólamenntaðra manna sem ekki vinna í þágu ríkisins, væri þá ekki lokið samanburði á kjörum þessara hópa. Samkvæmt kjarasamningnum átti einnig að greiða ákveðnar launa- hækkanir á samningstímanum. Þá var ákvæði í 15. gr. kjarasamnings- ins sem heimilaði félagsmönnum að krefjast hækkunar á launum til sam- ræmis við almennar breytingar á launakjörum annarra launþega, yrðu þær meiri en þær launahækkanir sem kveðið var á um í kjarasamn- ingnum. Ákvæði sama efnis, þ.e. um launahækkanir vegna almennra breytinga á launakjörum annarra launþega, er að finna í þeim kjara- samningum sem lagðir hafa verið fram í máli þessu, að kjarasamningi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja frátöldum. Upplýst er í málinu að Alþýðu- samband íslands gerði þá kröfu í júlílok 1990 að þeir launþegar sem .....................SJÁSÍÐÚ 33'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.