Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 25
'MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR '14. MÁRZ 1991 forsætisráðherra, Ásmundur Ste- fánsson forseti Alþýðusambands ís- lands, Ögmundur Jónasson formað- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Einar Oddur Kristjánsson formaður Vinnuveitendasambands íslands og Árni Benediktsson for- maður Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna. Ásmundur Stefánsson lýsti því að af hálfu ASÍ hefði sú krafa verið sett fram 24. júlí í launanefnd ASÍ, VSÍ og VMS, að félagar í ASÍ fengju sömu launahækkun og félagar í BHMR. Ásmundur kvaðst þess full- viss að vinnuveitendur hefðu ætlað að verða við kröfunni. Ögmundur Jónasson kvað félaga í BSRB ekki hafa sett fram sams konar kröfu á þessum tíma. Þeir myndu hafa gert kröfuna við endur- skoðun forsendna kjarasamningsins í nóvember 1990, en félagar í BSRB hefðu ekki sætt sig við annað en að fá sömu launahækkun og aðrir, enda þótt í forsendum kjarasamn- ingsins væri ekki kveðið á um það. í málinu var lagt fram bréf dags. 31. júlí 1990 sem hefur að geyma svar VSÍ og VMS við ósk ASÍ um endurskoðun samninga. Þar segir m.a.: „Alþýðusamband Islands hefur sett fram kröfu um endurskoðun á kaup- gjaldsákvæðum gildandi kjarasamn- ings aðila í kjölfar sérstakrar 4,5% launahækkunar háskólagenginna starfsmanna ríkis og sveitarfélaga í BHMR hinn 1. júlí sl. Krafa þessi er reist á 9. tölulið 10. gr. samningsins, en þar segir að ein af forsendum samn- ingsins sé sú, að launaþróun annarra verði sú sama og gert sé ráð fyrir í samningnum. Vinnuveitendur staðfesta, að þeim var fullkunnugt um, að það var af hálfu verkalýðsfélaganna frumfor- senda samninga sem miðuðu að lækk- un verðbólgu og vaxta, óbreyttu verð- lagi landbúnaðarafurða og tryggara atvinnuástands, að allir launamenn sætu við sama borð ... Nú liggur fyrir að einn hópur laun- Ólafur Ragnar Grímsson: Þurfum að læra af þessari reynslu „BHMR-MÁLIÐ hefur verið mjög erfitt og viðkvæmt og því er mikilvægt, að niður- staða dómsins er í öllum atrið- um ótvíræð," segir Ólafur Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra, um niðurstöðu Borgardóms. Ólafur sagði að í dóminum kæmi fram að bráðabirgðalögin væru í fullu samræmi við stjórn- arskrána. „Lögin samræmast þeim réttareglum og grundvall- aratriðum félagafrelsis sem þurfa að ríkja í lýðræðinu. Þeir lögfræðingar og stjórnmála- menn, meðal annars í nýkjörinni forystu Sjálfstæðisflokksins, sem gáfu sterkt til kynna að lögin væru brot á stjórnar- skránni, þurfa nú að horfast í augu við rangt mat og alvarleg mistök," sagði Ólafur. „Mér finnst mikilvægast að horfa fram á við og læra af þessari reynslu. Á undanförnum mánuðum hef ég átt viðræður við forystumenn einstakra fé- laga BHMR til að meta ýmsar leiðir sem geta skilað háskóla- menntuðum ríkisstarfsmönnum betri kjörum og vænlegri starfs- aðstöðu. Þar getum við horft á reynslu af samningum þar sem farnar hafa verið sérhæfðar leið- ir með tilliti til eðli starfanna hjá hverjum fyrir sig. Dómurinn hefur sett punkt aftan við ákveðinn kafla og það þarf að draga lærdóma af honum en aðal atriði er að byija nýjan.“ -Skapar dómurinn aukið svigrúm fyrir stjórnvöld, til að grípa inn í kjarasamninga á grundvelli efnahagsstefnunnar á hveijum tíma? „Eg tel að það sé rangtúlkun á dóminum, vegna þess að hann ítrekar rækilega félagafrelsi og samningsfrelsi og rökstyður að hagur BHMR-félaga var ekki skertur umfram hag annarra. Grundvallarreglan er að al- mannahagur er sterkari sér- hagsmunum," sagði fjármála- ráðherra. þega hefur þegar fengið 4,5% launa- hækkun umfram aðra og þar með nærfellt tvöfaldað þá launahækkun, sem ella hefði orðið á árinu. Ef þessi hækkun gengur fram telja VSI og VMS sig ekki eiga annarra kosta völ en að tryggja viðsemjendum sínum hliðstæða launaþróun ...“ Einar Oddur Kristjánsson sagði vinnuveitendur myndu hafa greitt umkrafða launahækkun. Haft hefði verið samband við framkvæmda- stjórnarmenn VSÍ og hefðu þeir ver- ið samþykkir því að launahækkunin yrði greidd. Ekki hefði þetta þó ver- ið samþykkt formlega. Ekki hefði komið formleg beiðni um launa- hækkun frá öðrum en ASÍ en vitað he’fði verið að slíkar kröfur myndu koma fram. Árni Benediktsson kvað samband hafa verið haft við stjórnarmenn VMS og hefðu þeir verið sammála um að greiða yrði þessa kauphækk- un, enda stæðu skuldbindingar til þess. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra kvað sér jiafa verið tjáð af formönnum VSÍ og VMS áður en bráðabirgðalögin voru sett að vinnuveitendur myndu_ greiða umkrafða kauphækkun ASÍ. Kjarasamningur Alþýðusambands íslands vegna Iðnnemasambands íslands og eftirtalinna landssam- banda þess og einstakra aðildarfé- laga þeirra; Verkamannasambands íslandSj Málm- og skipasmiðasam- bands Islands, Rafiðnaðarsambands íslands, Landssambands iðnverka- fólks, Landssambands íslenskra verslunarmanna, Sambands bygg- ingarmanna svo og félaga með beina aðild að sambandinu annars_ vegar og Vinnuveitendasambands íslands vegna aðildarfélaga þess og ein- stakra meðlima, Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna, Meist- ara- og verktakasambands bygging- armanna og Reykjavíkurborgar hins vegar var undirritaður 1. febrúar 1990. Samningstíminn er til 15. september 1991 og laun og launa- tengdir liðir hækka fimm sinnum á samningstímanum um 9,5% saman- lagt. í 10. gr. samningsins er greint hveijar forsendur hans séu. Ein þeirra er sú að launaþróun annarra verði hin sama og gert sé ráð fyrir í samningnum. í kjarasamningum Alþýðusam- bands Norðurlands, Verkstjórasam- bands íslands og Verkstjórafélags- ins Þórs, Vélstjórafélags Suðurnesja og Vélstjórafélags íslands við Vinnu- veitendasambands íslands og Vinnu- málasamband samvinnufélaganna er samið um sömu launahækkanir á sama tímabili og í samningi Alþýðu- sambands íslands. Forsendur þess- ara samninga eru þær sömu, þ.á.m. ákvæðið um launaþróun annarra. I kjarasamningum Blaðamanna- félags íslands og Alþýðusambands Vestfjarða er byggt á sömu forsend- um að því er launaþróun annarra varðar og í kjarasamningi Alþýðu- sambandi íslands og launahækkanir eru svipaðar. í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar annars vegar og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hins vegar er samið um sömu launahækkanir og í framangreindum samningum. I þeirri grein, þar sem greindar eru forsendur samningsins, er ekki getið um launaþróun annarra. Samnings- tíminn er frá 1. febrúar 1990 til 31. ágúst 1991. í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og St. Jósefsspítala _ annars vegar og Hjúkrunarfélags íslands hins vegar er vísað til forsendna í kjarasamn- ingi BSRB en þeirri forsendu bætt við að launaþróun annarra verði hin sama og í samningnum felist. Samn- ingstíminn er frá 1. maí 1990 til 31. ágúst 1991. Samið var um saman- lagt 7,5% kauphækkun á samnings- tímabilinu. Þá hafa verið lagðir fram kjara- SJÁ NÆSTU SÍÐU l»ú færð hvergi jafn öfluga tölvu fyrir eins GÖTTVERÐ! Verðsamanburöur hefur sannfært tölvunotendur um að erfitt er að gera betri kaup en einmitt í Acrotech tölvunum, þar sem saman fara gæði, góð vinnslugeta og makalaust verð. Pað er einnig alkunna að nýja 20MHz Acrotech 286AT er hraðvirkasta AT tölvan á markaðinum. ém- t.. Pess vegna kunna tölvunotendur að meta Acrotech tölvurnar. Nú átt þú auðvelt með að bætast í hóp Acrotech eigenda, því verðið er hreint með ólíkindum. Acrotech 286AT 20MHz kostar kr. 119.908.- Acrotech 386SX 16MHz kostar kr. 139.900.- Innifalið í verði: VSK, Super VGA litaskjár, 1 Mb innra minni, 40 Mb harður diskur og MS-DOS 4.01. Ótrúlegt verð fyrir óviðjafnanlega tölvu. Opið laugardag frá kl. 10:00 til 16:00. = BALTI hf. ARMULA 1 SIMI (91) 8 25 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.