Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 DÓMUR BORGARDÓMS REYKJAVÍKUR í MÁLI BHMR GEGN RIKISSJOÐI EHdssjóður sýknaður af öllum kröfum BHMR Viðar Már Matthíasson hrl, flytur mál BMHR fyrir Borgardómi. Fyrir miðri mynd eru dómararnir Allan Vagn magnússon, Friðgeir Björns- son og Jón L. Amalds en lengst til hægri situr Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður. HÉR fer í heild sinni dómur Borgardóms Reykjavíkur í máli því sem félagi í BHMR höfðaði gegn fjármálaráðherra og menntamálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna setningar bráðabirgðalaga sem afnámu 4,5% launahækkanir samkvæmt kjarasamningum BHMR. Ár 1991, miðvikudaginn 13. mars, var í bæjarþingi Reykjavíkur í mál- inu nr. 13059/1990: Bjarnheiður Guðmundsdóttir gegn flármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs og menntamála- ráðherra f.h. rannsóknardeildar fisk- sjúkdóma við Tilraunastöð Háskól- ans í meinafræðum kveðinn upp svo- hljóðandi dómur: Mál þetta höfðaði Bjarnheiður Guðmundsdóttir, [...] gegn fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs, kt. 540269- 6459, Arnarhvoli, Reykjavík og menntamálaráðherra f.h. Rannsókn- ardeildar fisksjúkdóma við Tilrauna- stöð Háskólans í meinafræðum, kt. 650269-4549, Keldum við Vestur- landsveg, Reykjavík með þingfest- ingu málsins fyrir bæjarþingi Reykjavíkur 4'. október 1990. Málið var dómtekið 29. janúar sl., endur- upptekið 11. febrúar og dómtekið á nýjan leik 25. febrúar sl. I. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. Að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða stefnanda kr. 27.634,- með dráttar- vöxtum samkvæmt III. kafla vaxta- laga nr. 25/1987 af kr. 4.268,- frá 1. september 1990 til 30. september s.á., en af kr. 8.548,- frá 1. október 1990 til 31. október s.á., en af kr. 14.832,- frá 1. nóvember 1990 til 30. nóvember s.á., en af kr. 21.233,- frá 1. desember 1990 til 31. desem- Bér s.á., en af kr. 27.634,- frá 1. janúar 1991 til greiðsludags. Þess er krafist að dráttarvextir leggist við höfuðstól á 12 mánáða fresti, í fyrsta sinn þann 1. september 1991, en síðan árlega þann dag. 2.Þá er þess krafist að stefndu verði in solid- um dæmdir til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags íslands, og að við ákvörðun á ljárhæð málskostnaðar verði tekið tillit til þess, að stefn- anda er skylt að greiða virðisauka- skatt á málflutningsþóknun lög- manns síns. Loks er þess krafíst, að dæmt verði að málskostnaður skuli bera dráttarvexti skv. III. kafla 1. nr. 25/1987 að liðnum 15 dögum frá dómsuppsögu. Endanlegar dómkröfur stefndu eru þær aðallega, að þeir verði sýkn- aðir af öllum kröfum stefnanda og þeim tildæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati dómsins. Til vara er þess krafíst að stefnukröfumar verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður í því til- viki. II. Stefnandi er ríkisstarfsmaður, ráðin til starfa við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði með ótíma- bundnum ráðningarsamningi, sem staðfestur var af fjármálaráðuneyt- inu 6. desember 1989. Stefnandi telur að fjármálaráðu- neytið hafi ekki greitt sér laun að fullu fyrir vinnu sína frá 1. septem- ber 1990 til 31. janúar 1991, á það skorti kr. 27.634,-. Vangoldin dag- vinnulaun í þennan tíma nemi kr. 21.608,-, vangoldin yfírvinnulaun fyrir mánuðina september, október og nóvember nemi kr. 5.331,- og vangoldin ■orlofslaun af yfírvinnu fyrir sama tíma kr. 695. Stefnandi er félagi í Félagi ís- lenskra náttúrufræðinga, en það fé- lag á aðild að Bandalagi háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna, BHMR. Félag íslenskra náttúru- fræðinga er eitt af svokölluðum sam- flotsfélögum BHMR, en þau félög gerðu kjarasamning við fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs 18. maí 1989. Kjarasamningurinn var gerður að undangengnu sex vikna verkfalli félaga í samflotsfélögunum. Önnur aðildarfélög BHMR gerðu kjara- samninga sama efnis við fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs næsta dag. Aðildarfélög BHMR gerðu og hlið- stæða kjarasamninga við aðra við- semjendur sína. Þar sem kjarasamningar þessir eru sama efnis um þau atriði er hér skipta máli, verða þeir eftirleiðis nefndir kjarasamningur BHMR. Samkvæmt 17. gr. kjarasamnings BHMR skyldi hann gilda til 31. des- ember 1994, en honum mátti segja upp eftir 30. september 1990 með eins mánaðar fyrirvara. 1. gr. kjarasamningsins er svo- hljóðandi: Endurskoða skal launakerfi háskól- amenntaðra starfsmanna ríkisins með tilliti til ábyrgðar, sérhæfni og mennt- unar, sem nýtist í starfi. Skal þessi endurskoðun hafa það að markmiði, að háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn njóti sambærilegra kjara og menn, sem gegna hliðstæðum störfum eða hafa sömu eða svipaða menntun, sér- hæfni og ábyrgð og ekki taka laun skv. launakerfi ríkisstarfsmanna, enda sé þá tekið tillit til hlunninda og ann- arra atriða, sem hafa áhrif á starfs- kjör. Standa skal að umræddum breyt- ingum með þeim hætti, að ekki valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu. Tímabundnar sveiflur og sér- stakar aðstæður á vinnumarkaði skulu ekki hafa áhrif á þessa endurskoðun. Samkvæmt 2.-4. gr. kjarasamn- ingsins skyldu þijár nefndir starfa að þeirri endurskoðun sem um getur í 1. grein hans. Ein þeirra var svo- kölluð kjarasamanburðamefnd. 5. gr. kjarasamningsins er svo- hljóðandi: Endurraða skal starfsheitum í laun- aflokka í samræmi við endurskoðun launakerfisins skv. 1. og 2. gr. Að því skal stefnt, að endurröðuninni verði lokið á-ekki lengri tíma en þremur árum. Tilfærsla milli launaflokka skal ger- ast í sem jöfnustum árlegum áföngum er taki gildi 1. júlí ár hvert, sá fyrsti árið 1990. í hveijum áfanga skal þá miða við að hækkun nemi einum launaflokki hið minnsta að meðaltali, en einstök starfsheiti og einstakir starfsmenn hækki þó ekki meira en nemur 3 laun- aflokkum. Er hér miðað við launa- flokka skv. 10. gr. eða jafngildi þeirra, verði launatöflu breytt. Sé tilefni til endurröðunar takmark- að, er heimilt að ljúka tilfærslu á skemmri tíma en þremur árum. Reyn- ist á hinn bóginn ekki unnt að ná endurröðuninni í 3 árlegum áföngum, er heimilt að fjölga áföngum um 2 og falla þá niður ákvæði 3. mgr. varð- andi þá áfanga. Röðun í launaflokka skal taka mið af menntun svo og faglegri, fjármála- legri og stjórnunarlegri ábyrgð, sbr. ákvæði 1., 3. og 4. gr. Hafi nefnd skv. 3. mgr. 2. mgr. ekki skilað lokaáliti hinn 1. júlí 1990, skal greitt upp í væntanlega hækkun þannig að tilfærslur milli launaflokka skv. 3. mgr. verði að jafnaði 'h launa- flokki meiri en lágmark skv. 3. mgr. hefði verið frá 1. júlí 1990. Við endan- lega ákvörðun áfangans skal þó eng- inn lækka í launaflokki. í stað tilfærslu milli launaflokka skv. þessari grein er aðilum heimilt að semja um önnur kjaraatriði, er jafn- gildi þeirri launaflokkatilfærslu, sem tilefni gefst til eða hluta hennar. 15. gr. kjarasamningsins er svo- hljóðandi: Verði almennar breytingar á launa- kjörum annarra launþega eftir 30. nóvember 1989, þannig að þau hækki umfram launabreytingar skv. 12. gr., geta aðilar krafist breytingar á launa- liðnum sem því nemur. Náist ekki samkomulag um slíka breytingu innan eins mánaðar frá því að krafa kemur fram, getur hvor aðili um sig óskað eftir, að ágreiningurinn verði úrskurð- aður af nefnd skv. 9. gr. og skal hún þá skila niðurstöðu innan þriggja vikna. Kjarasamanburðarnefnd mun ekki hafa lokið störfum sínum fyrir 1. júlí 1990. Með bréfi starfandi forsætisráð- herra dags. 12. júní 1990 var fyrir- svarsmönnum BHMR tilkynnt, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að launa- hækkun sem kveðið er á um í 5. gr. kjarasamningsins yrði ekki greidd. Þessa ákvörðun töldu forsvarsmenn BHMR ólögmæta. Félag íslenskra náttúrufræðinga stefndi fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs fyrir Félags- dóm hinn 5. júlí 1990 og krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi Félagsdóms, að stefnda væri skylt frá 1. júlí 1990 að hækka laun fé- lagsmanna stefnanda, sem hjá stefnda störfuðu og tækju laun sam- kvæmt kjarasamningi aðila frá 18. maí 1989, um IV2 launaflokk sem jafngilti 4,5% hækkun. í dómi sem upp var kveðinn 23. júlí 1990 tók Félagsdómur þessa kröfu til greina. Pjármálaráðuneytið greiddi frá 1. júlí til 31. ágúst 1990 þálaunahækk- un sem Félagsdómur kvað á um að greidd skyldi. Eftir að dómur Félagsdóms var fallinn hófust samningsumleitanir á milli ríkisstjórnarinnar og forráða- manna BHMR um breytingar á kjar- asamningunum frá 18. og 19. maí 1989, en þær báru ekki árangur. Hinn 3. ágúst 1990 voru sett bráðabirgðalög sem gefín voru út í Stjómartíðindum sama dag. í lögun- um segir svo: Forseti íslands gjörir kunnugt: Forsætisráðherra hefur tjáð mér að eftir akvörðun Vinnuveitendasam- bands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna frá 31. júlí sl. að veita viðsemjendum sínum sömu hækkun launa og félagar í Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hljóta og þar sem tilraunir til samn- inga við BHMR hafa ekki borið árang- ur, beri brýna nauðsyn til að grípa þegar til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi sjálfvirkar víxl- hækkanir launa og verðlags og treysta þau efnahagslegu markmið, sem ríkis- stjómin og aðilar vinnumarkaðarins hafa komið sér saman um og lögð voru til grundvallar almennum kjara- samningum í byijun þessa árs. Þá er nauðsynlegt að jafnræði ríki í þróun launataxta og kaupmáttar á milli hinna ýmsu stétta í landinu. Fyrir því eru hér með sett bráða- birgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnar- skrárinnar á þessa leið: 1. gr. Lög þessi taka til þeirra kjarasamn- inga sem samkvæmt ákvæðum sínum eru í gildi við gildistöku laganna. Lög- in taka hins vegar ekki til þeirra kjara- samninga sem þá eru lausir. 2. gr. Frá 1. september 1990 til 15. sept- ember 1991, sbr. þó 5. mgr., skulu laun, þ.e. launataxtar og launatengdir liðir þ.á.m. kauptrygging sjómanna, samkvæmt þeim kjarasamningum, sem lög þessi taka til breytast frá því sem þau voru 30. júní 1990 sem hér segir: 1. Hinn 1. desember 1990 skulu laun hækka um 2,0%. 2. Hinn 1. mars 1991 skulu laun hækka um 2,5%. 3. Hinn 1. júní 1991 skulu laun hækka um 2,0%. Ofangreindar breytingar koma í stað ákvæða kjarasamninga um breyt- ingar launataxta og launatengdra liða. Ákvæði 1. mgr. raska ekki ákvæð- um kjarasamninga um greiðslu sér- stakra uppbóta á laun, svo sem orlofs- uppbótar, desemberuppbótar og pers- ónuuppbótar. Á árinu 1991 skal greiða 7.500 kr. orlofsuppbót eftir sömu regl- um og með sama hætti og á árinu 1990. Hafi laun samkvæmt ákvæðum þessara samninga hækkað á tímabil- inu 30. júní til 1. september 1990 skal sú hækkun falla niður frá og með 1. september 1990, enda koma launa- hækkanir skv. 1. mgr. í stað hennar. Með þeim breytingum, sem kveðið er á um í 1.-4. mgr., skulu þessir kjara- samningar gilda til 15. september 1991 og verða þá lausir án uppsagn-. ar. Kveði kjarasamningur á um gild- istíma til 31. ágúst 1991 skulu þau ákvæði þó halda gildi sínu. 3. gr. 4. gr. 5. og 15. gr. kjarasamninga milli- aðildarfélaga BHMR og ijármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs frá 18. og 19. maí 1989 falla úr gildi. Með sama hætti falla úr gildi hliðstæð ákvæði í kjarasamningum aðildarfélaga BHMR og annarra viðsemjenda þeirra. Þess í stað skulu laun félagsmanna í aðild- arfélögum BHMR taka þeim breyting- um sem kveðið er á um í 2. og 3. gr. laga þessara. Með þeim breytingum, sem lög þessi kveða á um, skulu kjarasamningar aðildarfélaga BHMR og viðsemjenda þeirra gilda til 31. ágúst 1991 og falla þá úr gildi án uppsagnar. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Fyrir dóminn komu og gáfu skýrslur Steingrímur Hermannsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.