Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 47 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Magnús Oddsson formaður ÍA afhendir Ragnheiði Gísladóttir styrk úr minningarsjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar. Ragnheiður hlýtur styrk Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkonan snjalla frá Akranesi, hlaut á dögunum ijárstyrk úr minningarsjóði Guðmundar Sveinbjömssonar og er þetta í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Minningarsjóðurinn var stofnaður 1972 til minningar um Guðmund Sveinbjörnsson formann Iþróttabandalags Akraness en hann lést 1971. Guðmundur var um langan tíma aðalforystumaður í íþróttastarfi á Akranesi og sat jafnframt í stjórn Knattspymusambands íslands um árabil. í tilefni af því að 2. mars sl. hefði Guðmundur orðið áttræður ef hann hefði lifað efndi stjórn í A til samsætis þar sem tilkynnt var um fyrstu styrkveitingu úr sjóðnum og fór vel á því að Ragnheiður Runólfsdóttir væri fyrsti styrkþeginn bæði vegna þess að hún er íþróttakona í fremstu röð og ekki síður að hún stundar nám í íþróttafræðum við háskóla í Bandaríkjunum. Magnús Oddsson formaður ÍA afhenti foreldrum Ragnheiðar í ljarveru hennar ávísun að upphæð kr. 100.000 ogtók móðir hennar við henni. í máli Magnúsar kom fram að íþróttafólk á Akranesi stæði í mikilli þakkarskuld við starf Guðmundar og í sama streng tóku bæði Ríkharður Jónsson heiðursfélagi ÍA og Gunnar Sigurðsson formaður Knattspyrnufélags ÍA sem báðir fluttu ávörp við þetta tækifæri. - JG. Hlaupafélag Vesturbæjarlaugar á leið í Bláa lónið. > GRINDAVIK Ur vesturbænum í Bláa lónið að voru svitastorknir hlauparar sem fréttaritari mætti einn fagran sunnudagsmorgun í Bláa lóninu. Þarna voru á ferðinni hress- ir „ungl ingar“ á öllum aldri að skokka sér til ánægju og yndisauka og höfðu lagt að baki rúma 9 kíló- metra. Olafur Þorsteinsson hefur verið í þessum hópi frá upphafi og er nú að hlaupa 6. veturinn. „Upphafið má rekja til Reykjavíkurmaraþons sem var haldið árið 1985 þar sem nokkrir gamlir félagar úr MR hitt- ust. Við ákváðum að láta ekki stað- ar numið þar heidur halda áfram og nú hittumst við þrisvar í viku í Vesturbæjarsundlauginni og hlaup- um þetta 3 og upp í 10 kílómetra hvert sinn og förum síðan í sund og heitu pottana,“ sagði Ólafur um tilurð félagsins sem kallar sig hlaupafélag Vesturbæjarlaugar. Hlaupið er undir kjörorðinu betri heilsa sem er einmitt kjörorð Krabbameinsfélags íslands en Ólaf- ur starfar þar. En hvað er hópur skokkara úr vesturbænum að vilja alla leið suður með sjó, í Bláa lónið? „Okkur langaði til að breyta til og ákváðum að hlaupa frá Reykja- nesbraut og í Bláa lónið. Þar spil- aði einnig inn í að veðrið að undan- fömu hefur verið mjög gott þannig að það spillti ekki fyrir. Yfirleitt hlaupum við ekki á sunnudögum en nú var breytt út af því og ferðin var vel heppnuð," sagði Ólafur. 10 til 15 manns eru í hópnum og hann ákaflega samhentur að sögn Ólafs. „Þetta er ákaflega óformlegt. Við hlaupum eftir vinnu í hóp og það er aldrei neip keppni okkar á milli.“ Nokkrir úr hópnum hafa tekið þátt í Reykjavíkurmara- þoni en að sögn Ölafs er númer eitt að stuðla að heilbrigði og flýja eril dagsins með því að skokka í góðra vina hópi. FÓ Gerið verðsamanburð Leirubakka 36 ® 72053 Bíldshöfða 10 Sími 674511 ADEINS 3 DAOAR EFTIR *i*TT jBSbi Opnunartími: Föstudaga kl. 13-19 Laugardaga kl. 10-16. Aðra daga kl. 13-18 FRITT KAFFI - -ÍIIDEOHORN FYRIR QTRÚLEGT VERfl Mikligaröur 'Saumalist Party Studio Steinar Vinnufatabúöin Kókó/Kjallarinn Blómalist Madam Karnabær Hummel Cara Gallery skór Ðombey Tommi & Helga veiftingamenn í 10 ár L í dag, 14. mars 1991, eru nákvæmlega 10 ár síðan Tómas A. Tómasson og Helga Bjarnadóttir opnuðu sinn fyrsta veitingastað, „Tomma ham- borgara" við Grensásveg 7 í Reykjavík. Við þökkum vinum, við- skiptavinum og öllu starfsfólki fyrir ánægjulegar stundir þennan tíma. A morgun, föstudag, byrjar i tilefni afmælisins 10 daga austurlensk matarkynning undir yfirskriftinni „HARD ROCK REYKJAVÍK — HARD ROCK SINGAPORE”. Við höfum fengið í heimsókn gestakokk frá Singapore, sem mun elda íyrir okkur meiriháttar kínverskan mat m.m. Komið, sjáið og smakkið austurlenskan mat á heimsmælikvarða. Verið velkomin á Hard Rock Caíe. Kær kveðja og þakkir, Tommi og Helga. ELSKUM ALLA — ÞJÓNUM ÖLLUM i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.