Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 47

Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 47 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Magnús Oddsson formaður ÍA afhendir Ragnheiði Gísladóttir styrk úr minningarsjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar. Ragnheiður hlýtur styrk Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkonan snjalla frá Akranesi, hlaut á dögunum ijárstyrk úr minningarsjóði Guðmundar Sveinbjömssonar og er þetta í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Minningarsjóðurinn var stofnaður 1972 til minningar um Guðmund Sveinbjörnsson formann Iþróttabandalags Akraness en hann lést 1971. Guðmundur var um langan tíma aðalforystumaður í íþróttastarfi á Akranesi og sat jafnframt í stjórn Knattspymusambands íslands um árabil. í tilefni af því að 2. mars sl. hefði Guðmundur orðið áttræður ef hann hefði lifað efndi stjórn í A til samsætis þar sem tilkynnt var um fyrstu styrkveitingu úr sjóðnum og fór vel á því að Ragnheiður Runólfsdóttir væri fyrsti styrkþeginn bæði vegna þess að hún er íþróttakona í fremstu röð og ekki síður að hún stundar nám í íþróttafræðum við háskóla í Bandaríkjunum. Magnús Oddsson formaður ÍA afhenti foreldrum Ragnheiðar í ljarveru hennar ávísun að upphæð kr. 100.000 ogtók móðir hennar við henni. í máli Magnúsar kom fram að íþróttafólk á Akranesi stæði í mikilli þakkarskuld við starf Guðmundar og í sama streng tóku bæði Ríkharður Jónsson heiðursfélagi ÍA og Gunnar Sigurðsson formaður Knattspyrnufélags ÍA sem báðir fluttu ávörp við þetta tækifæri. - JG. Hlaupafélag Vesturbæjarlaugar á leið í Bláa lónið. > GRINDAVIK Ur vesturbænum í Bláa lónið að voru svitastorknir hlauparar sem fréttaritari mætti einn fagran sunnudagsmorgun í Bláa lóninu. Þarna voru á ferðinni hress- ir „ungl ingar“ á öllum aldri að skokka sér til ánægju og yndisauka og höfðu lagt að baki rúma 9 kíló- metra. Olafur Þorsteinsson hefur verið í þessum hópi frá upphafi og er nú að hlaupa 6. veturinn. „Upphafið má rekja til Reykjavíkurmaraþons sem var haldið árið 1985 þar sem nokkrir gamlir félagar úr MR hitt- ust. Við ákváðum að láta ekki stað- ar numið þar heidur halda áfram og nú hittumst við þrisvar í viku í Vesturbæjarsundlauginni og hlaup- um þetta 3 og upp í 10 kílómetra hvert sinn og förum síðan í sund og heitu pottana,“ sagði Ólafur um tilurð félagsins sem kallar sig hlaupafélag Vesturbæjarlaugar. Hlaupið er undir kjörorðinu betri heilsa sem er einmitt kjörorð Krabbameinsfélags íslands en Ólaf- ur starfar þar. En hvað er hópur skokkara úr vesturbænum að vilja alla leið suður með sjó, í Bláa lónið? „Okkur langaði til að breyta til og ákváðum að hlaupa frá Reykja- nesbraut og í Bláa lónið. Þar spil- aði einnig inn í að veðrið að undan- fömu hefur verið mjög gott þannig að það spillti ekki fyrir. Yfirleitt hlaupum við ekki á sunnudögum en nú var breytt út af því og ferðin var vel heppnuð," sagði Ólafur. 10 til 15 manns eru í hópnum og hann ákaflega samhentur að sögn Ólafs. „Þetta er ákaflega óformlegt. Við hlaupum eftir vinnu í hóp og það er aldrei neip keppni okkar á milli.“ Nokkrir úr hópnum hafa tekið þátt í Reykjavíkurmara- þoni en að sögn Ölafs er númer eitt að stuðla að heilbrigði og flýja eril dagsins með því að skokka í góðra vina hópi. FÓ Gerið verðsamanburð Leirubakka 36 ® 72053 Bíldshöfða 10 Sími 674511 ADEINS 3 DAOAR EFTIR *i*TT jBSbi Opnunartími: Föstudaga kl. 13-19 Laugardaga kl. 10-16. Aðra daga kl. 13-18 FRITT KAFFI - -ÍIIDEOHORN FYRIR QTRÚLEGT VERfl Mikligaröur 'Saumalist Party Studio Steinar Vinnufatabúöin Kókó/Kjallarinn Blómalist Madam Karnabær Hummel Cara Gallery skór Ðombey Tommi & Helga veiftingamenn í 10 ár L í dag, 14. mars 1991, eru nákvæmlega 10 ár síðan Tómas A. Tómasson og Helga Bjarnadóttir opnuðu sinn fyrsta veitingastað, „Tomma ham- borgara" við Grensásveg 7 í Reykjavík. Við þökkum vinum, við- skiptavinum og öllu starfsfólki fyrir ánægjulegar stundir þennan tíma. A morgun, föstudag, byrjar i tilefni afmælisins 10 daga austurlensk matarkynning undir yfirskriftinni „HARD ROCK REYKJAVÍK — HARD ROCK SINGAPORE”. Við höfum fengið í heimsókn gestakokk frá Singapore, sem mun elda íyrir okkur meiriháttar kínverskan mat m.m. Komið, sjáið og smakkið austurlenskan mat á heimsmælikvarða. Verið velkomin á Hard Rock Caíe. Kær kveðja og þakkir, Tommi og Helga. ELSKUM ALLA — ÞJÓNUM ÖLLUM i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.