Morgunblaðið - 03.05.1991, Side 15

Morgunblaðið - 03.05.1991, Side 15
15 Júlíus Hafstein „Borgarsljórn leggur mikla áherslu á íþrótta- og tómstundamál. Ekki eingöngu fyrir keppnis- fólk í íþróttum því áhersla á almennings- íþróttir er ekki síðri. Það sama má segja um tómstundamálin. “ starfræktar 4 almenningssundlaug- ar þar af 3 utanhúss. Sundlaugarn- ar, eru opnar frá 7.00-21.00 virka daga, 7.30-18.00 um helgar og á frídögum. Unnið hefur verið lag- færingu og snyrtingu kringum laugamar til að gera þær skemmti- legri fyrir fjölskyldur og trimmara. Komið hefur verið upp vatnsrenni- brautum, trimmtækjum, mínígolf- völlum og barnaleiktækjum. Aðsókn að sundlaugunum hefur aukist jafnt og þétt á sl. árum. Árið 1981 var heildargestafjöldi 1.197.000 en árið 1990 1.382.000. MjQKCUXmAlHH.J'jÖSTUffAGUR :!, jVlAl 1991 Laugardalur I Laugardalnum er miðdepill íþróttastarfs borgarinnar. Þar er Laugardalslaug, Laugardalsvöllur, Laugardalshöll, frjálsíþróttavöllur, gervigrasvöllurinn og vélfrysta skautasvellið auk smærri íþrótta- valla fyrir tennis og blak. íþrótta- mannvirki í Laugardal eru hluti af því heildarskipulagi sem samþykkt var í borgarstjórn í desember 1986. Gervigrasvöllur Árið 1984 var tekinn í notkun fyrsti gervigrasvöllurinn á íslandi. Völlurinn er hitaður upp með heitu vatni yfir vetrarmánuðina. Við völl- inn hefur verið byggð stúka fyrir áhorfendur og böð og búningsklefar fyrir iðkendur. Segja má að þessi framkvæmd hafi gjörbreytt aðstöðu reykvískra knattspyrnumanna en völlurinn er notaður allt árið bæði til æfinga og keppni. Notkun á gervigrasvellinum er tæplega 3.000 klst. á ári og ekkert íþróttamannvirki nýtist jafn mikið einvörðungu af íþróttafélögunum. Skíðasvæði Reykjavíkurborg á aðild að sam- starfi 13 sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu um rekstur skíðasvæðis í Bláfjöllum. Þar hefur á sl. árum átt sér stað mikil uppbygging. Að- sókn almennings að skíðasvæðinu hefur stóraukist, og rekstur skíða- svæðisins hefur gengið vel sl. ár. Gert hefur verið samkomulag við Skíðadeildir Fram og Ármanns um leigu Bláfjallanefndar á skíðalyft- um félaganna. Þá hefur náðst samkomulag milli Bláfjallanefndar og Skíðadeilda Ármanns, Fram, Víkings og IR um sameiginleg árskort sem gilda á skíðasvæðum þessara aðila. Þá hefur Reykjavíkurborg keypt hluta af skíðasvæði KR í Skálafelli og munu ÍTR og Bláfjallanefnd annast rekstur þess. Nú er því auð- veldara að samræma allt starf á skíðasvæðum með það fyrir augum að bæta aðstöðu skíðafólks. Samstarf við íþróttafélög Samstarfíð við íþróttafélögin í borginni er náið. Það fer bæði fram í gegnum einstök félög og ekki síður er samvinnan við IBR, íþrótta- bandalag Reykjavíkur, mikil og góð. Innan vébanda ÍBR eru nú 43 aðildarfélög og eru iðkendur u.þ.b. 30 _þúsund. Á árinu 1989 veitti Reykjavíkur- borg ÍBR styrk að upphæð 50 m.kr. A þessu ári er fjárveiting til ÍBR áætluð kr. 129.414.000 og nú er gert ráð fyrir að veita áfram íþróttafélögum í Reykjavík vegna barna og unglingastaifs og keppn- isfólks. Á fundi íþrótta- og tóm- stundaráðs 8. janúar 1990 var sam- þykkt svofelld tillaga: „íþrótta- og tómstundaráð sam- þykkir að leggja til við borgarráð að frá og með 1. janúar 1990 styrki Reykjavíkurborg húsaleigukostnað íþróttafélaganna sem eiga aðild að IBR 100%. Settar verði nánari regl- ur um styrkjakerfí og hljóti þær samþykki ÍTR og borgarráðs. Til- laga þessi er flutt í framhaldi af samþykkt borgarstjómar 2. febrúar 1989 um viðræður við fram- kvæmdastjórn ÍBR um endurskoð- un á styrkjakerfi íþróttabandalags- ins.“ Á fundi borgarráðs 6. febrúar 1990 var fallist á þessa samþykkt með tillögu um fjárveitingu til IBR til þessa máls og á árinu 1990 var unnið í samráði við þessa samþykkt. Styrkveitingar Á hveiju ári veitir Reykjavíkur- borg styrki til félaga og samtaka. Bæði er um að ræða styrkveitingar til reksturs íþróttafélaga og vegna húsaleigukostnaðar og vegna fram- kvæmda félaganna. Nú eru starf- rækt 10 hverfisíþróttafélög í helstu hverfum borgarinnar. Byggð hafa verið upp íþróttasvæði í kringum þessi félög og hefur verið komið upp knattspyrnuvöllum, tennisvöll- um, íþróttahúsum og félagsheimil- um. Fjárveiting alls til framkvæmda á félagavöllum íþróttafélaganna er áætluð 90.000.000 kr. og til rekst- urs valla eru áætlaðar 16.440.000 krónur eða alls 106.440.000 kr. Stærstu verkefni sem verið hafa í gangi eru framkvæmdir við gras- völl á svæði ÍR í Suður-Mjódd, byrj- unarframkvæmdir á svæði Fjölnis í Grafarvogi auk áframhaldandi framkvæmda á svæðum Víkings, Þróttar, Leiknis, Fylkis, Fram og KR og í ár er fyrirhugað að hefja framkvæmdir við íþróttahús Víkings í Stjörnugróf. Aðrar styrk- veitingar til íþróttastarfsemi eru áætlaðar 13 m.kr., þar af 8 m.kr. til íþróttafélags fatlaðra í bygging- arstyrk vegna íþróttahúss við Sig- tún. Einnig má nefna 3,6 m.kr. styrk til Skíðadeilda ÍR og Víkings. Styrkveitingar til æskulýðs- og tómstundafélaga eru áætlaðar 31,0 m.kr. þar af 9,9 m.kr. til KFUM og K 10,2 m.kr. til Taflfélags Reykjavíkur og 9,3 m.kr. til skáta- heimila í Reykjavík. Alls er áætlað að verja í styrk veitingar til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafélaga 283.472.000 kr. Framkvæmdaáætlun Fjárveiting til framkvæmda á sviði íþrótta- og æskulýðsmála borgarinnar er áætluð 133 m.kr. auk 160 m.kr. til byggingar íþrótta- húsa á vegum skólamála sem munu nýtast til íþróttastarfsemi á vegum félaga og almennings. Alls er því varið til framkvæmda í þessum málum um 293 m.kr. á vegum Reykjavíkurborgar auk 90 m.kr. vegna framkvæmda við íþróttavelli og 30 m.kr. vegna fram- kvæmda íþróttafélaga á vegum ÍBR eða alls 413 m.kr. til framkvæmda á sviði íþróttamannvirkja. SkautasveU Nú hefur vélfrysta skautasvellið í Laugardal verið tekið í notkun. Skautasvellið er 30x60 m að stærð og þjónustubygging er 470 m2 og í henni eru böð- og búningsher- bergi, vélaherbergi, aðstaða fyrir starfsfólk og önnur nauðsynleg þjónusta. Stæði verða fyrir 2.000 áhorfendur. Þegar byggt verður yfir svellið er gert ráð fyrir að yfir- byggingin verði 45x88 m. Breidd ákvarðast af því að hægt verði að keppa og æfa í öðrum íþróttagrein- um þversum í húsinu, svo sem í handknattleik, tennis og fl. Sundlaug í Árbæjarhverfi Hafin er hönnun á sundlaug í Árbæjarhverfi á svæði Fylkis í Ell- iðaárdal og hefjast framkvæmdir í ár. Gert er ráð fyrir að sundlaug þessi verði með nokkuð öðru sniði en þær almenningssundlaugar sem fyrir eru í Reykjavík. Hér er um að ræða fjölskyldubaðstað með fjöl- breytilegri þjónustu. íþróttahús Á árinu 1991 er varið 60 m.kr. til að ljúka framkvæmdum við íþróttahús við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en húsið var tekið í notk- un 2. mars sl. Húsið mun nýtast fyrir Fjölbrautaskólann og Hóla- brekkuskóla og fyrir æfingar og keppni íþróttafélaga og almenn- ings. Einnig er varið 100 m.kr. til hönnunar og byrjunarframkvæmda við íþróttahús í Grafarvogi við íþróttasvæði Ungmenna- og íþróttafélagsins Fjölnis. í húsinu sem mun þjóna Foldaskóla og Húsa- skóla og til æfinga og keppni verða einnig búnings- og baðklefar og önnur aðstaða fyrir félagið vegna íþróttastarfsemi þess á íþrótta- svæðinu sem er í næsta nágrenni við íþróttahúsið. Mikil áhersla Af framansögðu má ljóst vera að borgarstjóm leggur mikla áherslu á íþrótta- og tómstunda- mál. Ekki eingöngu fyrir keppnis- fólk í íþróttum því áhersla á al- menningsíþróttir er ekki síðri. Það sama má segja um tómstundamálin, reynt er að ná til sem flestra af yngri kynslóðinni með því að styðja við og stuðla að fjölbreytilegu heil- brigðu tómstundastarfi. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn íReykjavík. í tvíbýli 4 daga ferð Innifalið: Flug og gisting á 3ja stjörnu hóteli á besta stað við Óperuna, skoðunarferð, íslensk fararstjórn og akstur til og frá flugvöllum erlendis. Kr. 28.900 Neðangreindir taka við pöntunum: Atlantik, Ferðabær, Ferðamiðstöð Austurlands, Ferðaskrifstofan Alís, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Ferðaskrífstofa Reykjavíkur, Ferða- skrifstofan Saga, Ferðaskrifstofa stúdenta, Ferðaval, Guðmundur Jónasson hf., Land og Saga, Ratvís, Samvinnuferðir-Landsýn, Úrval/Útsýn, Veröld/Pólaris, íslenskar fjallaferðir, Flugferðir - Sólarflug, Söluskrifstofa Flugleiða. GREIÐSLUKORT MEÐ FRÍÐIIMDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.