Morgunblaðið - 03.05.1991, Page 26

Morgunblaðið - 03.05.1991, Page 26
2S AtOKGtítffeLAÖffi ’ 50 STUDÁGÍIR ■ 3 ’■' MÁUl Ö91 Hátíðahöldin 1. maí: Talið er að rúmlega 5 þúsund manns hafi komið saman í miðborginni 1. degi launafólks. Morgunblaðið/KGA maí á alþjóðiegum baráttu- Fjölmenni safnaðist saman í miðborginni RUMLEGA fimm þúsund manns komu saman í miðborg Reykjavík- ur við hátíðahöld í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi launafólks 1. maí, en að þeim stóðu Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasam- band Islands. Hátíðahöldin hófust með kröfu- göngu, sem lagði af stað frá Hlemmi kl. 14, en gengið var nið- ur Laugaveginn að Lækjartorgi með Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitina Svan í broddi fylk- ingar. Að göngunni lokinni var haldinn útifundur á Lækjartorgi, en einnig gengust Samtök kvenna á vinnumarkaði fyrir útifundi á Hallærisplaninu. Ræðumenn á Lækjartorgi voru Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB, og Sig- urður Rúnar Magnússon, hafnar- verkamaður, en fundarstjóri var Elín Sigurðardóttir, formaður Iðn- nemasambands Islands. Á Hallæ- risplaninu fluttu ávörp þær Ásdís Steingrímsdóttir, meinatæknir, Elna Katrín Jónsdóttir, kennari, og Stefanía Þorgrímsdóttir, borg- arstarfsmaður, en fundarstjóri þar var Bjarnfríður Leósdóttir. Auk ræðuhalda voru skemmtiat- riði bæði á Hallærisplaninu og Lækjartorgi, en þar söng meðal annars Bubbi Morthens nokkur lög. Kröfuganga gekk frá Hlemmi niður á Lælyartorg, og sést hún hér koma niður Bankastræti. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í ræðustól á útifundinum á Lækjartorgi. Frá útifundinum á Lækjartorgi. Lára Maack skip- uð yfirlæknir réttargeðdeildar GUÐMUNDUR Bjarnason, fráfarandi heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, hefur skipað Láru Höllu Maack, yfirlækni nýstofnaðrar réttargeðdeildar ráðuneytisins frá og með 1. maí nk. Ráðherra vill að kannaðir verði möguleikar á rekstri slíkrar deildar í.tengslum við geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir 22 milljón kr. framlagi til þessa verkefnis. Einnig hefur feng- ist heimild til kaupa á húsnæði til nota sem heimili fyrir geðsjúka af- brotamenn. Hlutverk réttargeðdeildar er að vista þá sem dæmdir eru ósakhæfir og verður ekki refsað samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga en vegna réttaröryggis eru dæmdir til að sæta ótímabundinni vistun á viðeigandi hæli. í öðru lagi er deildinni ætlað að annast geðlæknisþjónustu í fang- elsum landsins við fanga sem taldir eru sakhæfir og hafa verið dæmdir til fangelsisvistar en eru geðveikir eða eiga við geðræn vandamál að stríða. Þá er það hlutverk réttargeð- deildar að framkvæma geðrann- Lára Maack sóknir á þeim sem gert hefur verið að sæta geðrannsókn vegna rann- sókna mála og að annast geðrann- sóknir eða geðskoðun, t.d. vegna mats á því hvort láta eigi viðkom- andi afplána refsingu utan fang- elsa. Magnús Pétursson. Fjármálaráðuneytið: Magnús Pétursson skip- aður ráðuneytisstjóri FORSETI íslands hefur skipað Magnús Pétursson ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins frá 1. maí 1991 samkvæmt tillögu Ólafs Ragn- ars Grímssonar, fráfarandi fjármálaráðherra. Með breytingu á lögum um Stjórnarráð íslands var fjárlaga- og hagsýslustofnun sameinuð fjár- málaráðuneytinu og staða ráðu- neytisstjóra þá auglýst laus til um- sóknar. Umsækjendur um stöðuna voru tveir: Magnús Pétursson settur ráðuneytisstjóri og Indriði H. Þor- láksson, sem gegnt hefur starfi varafulltrúa Norðurlanda í stjórn Alþjóðagjaldseyrissjóðsins. Magnús Pétursson er fæddur 26. maí 1947 og er hagfræðingur að mennt. Hann gegndi stöðu hag- sýslustjóra á árunum 1981-1988 og starfaði síðan erlendis þar til í ársbyijun 1990 er hann kom aftur til fyrri starfa. Jafnframt því að gegna stöðu hagsýslustjóra var Magnús settur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu i febrúar 1990;.........................— Aðalritari Aðventista: Anægjulegar breyt- ingar orðið hér á landi BERT B. Beach, aðalritari heims- samtaka Sjöunda dags aðvent- ista, var staddur hér á landi í síðustu viku. Hann var á leið frá Englandi til aðalstöðvanna í Bandarikjunum þar sem hann var viðstaddur innsetningu erk- ibiskupsins af Kantaraborg í embætti. Beach hefur margsinnis komið til íslands enda var hann með aðset- ur í Bretlandi um margra ára skeið og sá þá um menntunarmál Aðvent- ista í V-Evrópu og Afríku. Hin síðari ár hefur hann starfað á aðal- skrifstofu kirkjunnar í Bandaríkjun- um og séð um almenningstengsl, mannréttindi og trúfrelsi. Hann veitir forstöðu þeirri deild Aðvent- ista sem annast opinber tengsl við stjórnvöid í hveiju landi og samband þeirra við önnur kirkjuleg samfélög. Beach kom síðast til landsins fyrir ellefu árum og hann sagði að breytingarnar væru mjög ánægju- legar, gróður væri mun meiri og mikið hefði verið byggt síðan 1980. Á meðan hann dvaldi hér hitti hann forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, herra Sigurbjöm Einarsson, biskup, fulltrúa Reykjavíkurborgar auk þess sem hann heilsaði upp á nemendur og kennara í Hlíðadalsskóla, sem Að- ventistar reka. Hann sagði að Aðventistar í heiminum væru um 5 milljónir en útbreiðslan væri hröð og líklega yrðu þeir rúmlega 5 milljónir, í Afríku einni, árið 2000. Hér á landi eru Aðventistar um 600 talsins. Morgunblaðið/Sverrir Dr. Bert B. Beach. ■ Á PÚLSINUM föstudaginn 3. maí og laugardaginn 4. maí leikur hljómsveitin Deep Jimi and The Zep Creams í fyrsta sinn í Reykjavík. Eins og nafngift hljóm- sveitarinnar gefur til kynna sérhæf- ir hljómsveitin sig í tónlist hljóm- sveita eins og Deep Purple, Led Zeppelin, Cream og Jimi Hendrix, auk þess að klæðast samkvæmt ríkjandi tísku þess tímabils þegar nefndar hljómsveitir stóðu á há- punkti frægðarferils síns. Hljóm- sveitina skipa: Júlíus Freyr Guð- mundsson, trommur, Þór Sigurðs- son, gítar, Björn Árnason, bassi, Baldur Þórir Guðmundsson, hammondorgel, og Sigurður Ey- berg sér! úm sönginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.