Morgunblaðið - 03.05.1991, Síða 38

Morgunblaðið - 03.05.1991, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 4 k > 4 KFUM o g KFUK fara í vorferðalag DEILDIR KFUM og KFUK fara laugardaginn 4. maí í sameigin- legt vorferðalag til Akraness. Mætt verður kl. 11.30 á Lækjar- torgi/Austurstræti og mynduð þar skrúðganga bama og leiðtoga í KFUM og KFUK. Furðufata- klæðnaður er æskilegur. Gengið verður sem leið liggur að Akra- borginni og siglt með henni kl. 12.30. Á Akranesi verður farið í skrúð- göngu að íþróttahúsi ÍA við íþróttavöllinn þar sem haldin verð- ur fjölbreytt skemmtun kl. 14. Dagskráin er fjölbreytt, m.a. söng- og leikatriði flutt af börnum úr KFUM og KFUK, keppni ýmiss konar, happdrætti, söngur og hug- vekja. Veitingar. íþróttakeppni. Heimferð með Akraborginni kl. 17 og heimkoma í Reykjavík kl. 18. Böm í KFUM og KFUK em sértaklega velkomin. Þátttökumið- ar hafa verið seldir í deildum fé- lagsstarfs KFUM og KFUK í apríl. Þeir sem ekki hafa keypt miða enn þá geta gert það í upphafi skrúð- göngunnar frá Lækjatorgi og kostar miðinn kr. 500. Ferðalagið er lokaverkefni fé- lagsstarfs KFUM og KFUK í vetur en um 1.500 böm og unglingar hafa tekið þátt í starfínu í vetur. (Fréttatilkynning) -------------- Leiðrétting Vegna villu Sem fram kom í kynningu á Fegurðarsamkeppni ís- Iands í blaðinu s.l. sunnudag skal áréttað, að þrír meistarar greiða stúikunum, þær Mjöll Daníelsdóttir, Ásta Þóra Valdimarsdóttir og Jón- heiður Steindórsdóttir. Þær vinna allar hjá Hár og förðun. Morgnnblaðið/Guttormur V. Þormar Gróðurhús Barra hf. Egilsstaðir í baksýn. Ný gróðurhúsabygg- íng á Egilsstöðum Geitagerði, Fljótsdal. LOKIÐ er nú uppsetningu á gró ið Barri hf. hefur látið reisa á Byggingin er 2.000 fm og var það Límtré hf., Flúðum, sem átti hagstæðasta tilboðið í verkið og hefur séð um uppsetningu bygg- ingarinnar sem hefur gengið vel að frátöldum nokkmm töfum við klæðninguna. Hins vegar tók það aðeins 5 daga að reisa burðarvirk- ið sem samanstendur af 31 sperru. Meistari og verkstjóri er Halldór Einarsson áður bóndi og búnaðar- þingsfulltrúi, Setbergi við Hafnar- fjörð. Starfsmenn vom af Héraði að einum smið undanskildum. Upp- setning tækjabúnaðar hefst á næstu dögum og er stefnt að því íurhúsabyggingu sem hlutafélag- Egilsstöðum. að húsið verið tilbúið til notkunar fyrstu vikuna í maí. Á þessu fyrsta sumri verða þrjár vinnulotur. í fyrsta lagi er það sáning sem reiknað er með að taki um tvær vikur fyrir 15 starfsmenn. Næsta lota hefst svo u.þ.b. 15 dögum eftir sáningu en þá þarf að taka til við grisjun í fjölpottunum eftir spírunarhæfni fræsins. Þriðja lotan hefst svo í ágúst við að gæðaflokka og af- henda plönturnar. Heimavinnandi húsmæðram hefur verið bent á og hvattar til að notfæra sér nú þetta atvinnutækifæri. Hlutafjársöfnun Barra hf. hef- ur gengið að óskum og undirtekt- ir Héraðsbúa verið góðar. Hlut- hafar er nú 122 talsins. Miðað við 10. apríl var áskriftarhlutafé kom- ið í 31,7 millj. kr., þar af innborg- að hlutafé 28,2 millj. kr. Stjórn félagsins hefur sett sér það takmark að ná 35 millj. kr. markinu fyrir næsta aðalfund. Hægt er að kaupa hlutabréf að andvirði 2,5, 50 og 100 þús. kr. í Búnaðarbankanum og á skrif- stofu KHB, Egilsstöðum. Framkvæmdastjóri félagsins er Einar Gunnarsson skógtækni- fræðingur. - GVÞ Tónleikar á Listahátíð æskunnar: Últíma 50ára EITT af elstu fyrirtækjum landsins er 50 ára um þessar mundir. Últíma hf. var stofnað 3. maí 1941. Allar götur síðan hefur fyrirtækið rekið sauma- stofu með klæðskeraþjónustu og auk þess hefur alltaf verið rekin verslun með margskonar karlmannafatnað samhliða. Um árabil rak Últíma hf. vefn- aðarverksmiðju þar sem framleidd voru aðallega gluggatjaldaefni, áklæði og fataefni. Jafnframt voru framleidd gólfteppi. Vefnaðar- verksmiðjunni var lokað þegar aukinn innflutningur veikti svo samkeppnisaðstöðu þessarar iðn- greinar að ekki var unnt að reka hana lengur, segir í fréttatilkynn- ingu. Undanfarna tvo áratugi hefur Últíma hf. framleitt mikið af ein- kennisfatnaði m.a. fyrir lögreglu, slökkvilið, sýslumenn, skipafélög, ótal félagasamtök og stofnanir. Fyrirtækið hefur starfað á nokkram stöðum í Reykjavíkur- borg á þessum 50 árum, lengst af í Kjörgarði eða í 26 ár. Árið 1987 var verslunin flutt að Laugavegi 63. Undanfarin ár hefur fyrirtækið að mestu séð um innflutning á þeim vöram sem verslað er með auk eigin framleiðslu. Stofnandi fyrirtækisins og forstjóri þess til dánardægurs var Kristján Frið- riksson. Núverandi eigandi og framkvæmdastjóri er Karl Friðrik Kristjánsson. í tilefni afmælisins verður veitt- ur 10% afsláttur af öllu jakkaföt- um í maímánuði, auk þess sem gefinn er 10% staðgreiðsluafslátt- ur af öllum vöram verslunarinnar. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Hið sögufræga hús Bílddælinga, Matvælaiðjan, framleiddi m.a. Bíldu- dals grænar baunir á sínum tíma. Ýmir sf. kaupir Mat- vælaiðiuna á Bfldudal Bíldudal. ** ÝMIR sf. hefur keypt hið sögu- fræga hús Bílddælinga, Matvæla- iðjuna, sem var landsþekkt niður- suðuverksmiðja á sínum tíma. Kaupverð er 4,5 milljónir króna. Húsið er um 700 fermetrar. Ýmir sf. á tvo báta, Ými BA og Hallgrím Ottósson BA. Byijað er að verka grásleppuhrogn í húsinu, en Ýmir BA hóf grásleppuveiðar 20. apríl. Að sögn eigenda kemur vel til greina að salta fisk og koma upp beitingaraðstöðu í húsnæðinu. Matvælaiðjan á Bíldudai hóf rekstur árið 1938, þá mest við rækj- upillun. Síðan var ráðist í að starf- rækja þar niðursuðuverksmiðju. Helsta hráefni var kjöt, fiskur og grænmeti. Kjötið var bæði soðið og steikt. Menn muna eflaust eftir Bíldudals grænum baunum, en þær vora mjög vinsælar hér á landi í þá daga. Grænmetið var innflutt. Fyrsti framkvæmdastjóri Mat- vælaiðjunnar var Þorvaldur Frið- finnsson. Hann var þá eini mat- væla- og niðursuðutæknifræðingur- inn hér á landi. Þorvaldur fórst í sjóslysinu mikla með Þormóði BA 1943. í gegnum árin var Valdemar Ottósson, nú vélstjóri Fiskvinnsl- unnar á Bíldudal hf., verkstjóri og verksmiðjustjóri. I samtali sagði hann að þetta hús mætti muna sinn fífil fegri. „Þetta var aðalatvinnu- fyrirtækið á staðnum í mörg ár og þarna störfuðu mest um 70 manns. Það var mikið af aðkomustúlkum starfandi í verksmiðjunni og setti þetta mikinn svip á mannlífið í kauptúninu.“ Valdemar segir að starfseminni hafi lokið í kringum 1970, en þá keyptí Sláturfélag Arn- firðinga húsið og hóf þar sauðfjár- slátrun fram til 1989, en þá var síðast slátrað í húsinu. Síðan hefur húsið staðið autt þar til nú. R. Schmidt Um 90 börn og ungmenni komu fram í Bústaðakirkju UM 90 börn og unglingar léku sígilda tónlist á tónleikum I Bú- staðakirkju síðastliðinn laugar- dag. Húsfyllir var og fengu hinir ungu tónlistarmenn góðar við- tökur áheyrenda. Tónleikarnir eru liður í Listahátíð æskunnar og komu fram tvær hljómsveitir, Fiðlusveit Suzuki nemenda og Hljómsveit tónlistarskólanna í Reykjavík. Fiðlusveit Suzuki nemenda hóf tónleikana. Sveitina skipaði 21 ung- ur tónlistarmaður og voru leikin verkin ABCD með tiibrigðum eftir Jean Philipe Rameau og Litlu and- arungamir, þýskt þjóðlag. Stjórn- andi var Sigríður Helga Þorsteins- dóttir, Nikulás Hall lék undir á píanó. Hijómsveit tónlistarskóianna í Reykjavík tók síðan við og léku þar alls 66 börn og unglingar á strengja- og blásturshljóðfæri undir stjórn Gígju Jóhannsdóttur og Hlíf- ar Siguijónsdóttur. Leiknir voru 3 þýskir dansar í D dúr, G dúr og D dúr eftir Joseph Haydn, Konsert í D dúr op. 15 eftir Ferdinant Kuc- hler, úr Myndabók Jónasar Hall- grímssonar, Mars og Öskumenúett til Nínu eftir Pál Isólfsson og loks Dansasvíta eftir Michael Praetor- ius. Hljómsveitirnar skipuðu nemend- ur Nýja tónlistarskólans, Tónlistar- skóla F.Í.H., Tónlistarskóla Suzuki sambandsins, Tónlistarskólans í Reykjavík, Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar. Morgunblaðið/ÞJ Fiðlusveit Suzuki nemenda leikur undir stjórn Sigríðar Helgu Þor- steinsdóttur. Hljómsveit tónlistarskólanna í Reykjavík leikur undir stjórn Gígju Jóhannsdóttur í Bústaðakirkju á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.