Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. AJPRÍL 1992 EIGNAMIÐLUTNIN hf Síini 67-90-90 - Síðumúla 21 Sumarhúsalóðir ígrennd við Flúðir Til leigu eru sumabústaðalóðir í landi Ásatúns í Hruna- mannahreppi. Aðeins rúmlega klukkustundar aksturfrá Reykjavík og bundið slitlag nær alla leið. Um er að ræða fallegt land með stórbrotnu útsýni. Heitt og kalt vatn er lagt að lóðarmörkum og unnt er að taka inn rafmagn strax. 5 mínútna akstur er að Flúð- um en þar er m.a. sundlaug, verslun o.fl. í nágrenninu ereinnig golfvöllurog margskonar útivistarmöguleikar. Nánari upplýsingar um páskana gefa Grímur og Guð- björg í Ásatúni í síma 98-66683. ♦ EIGNAMIÐLUMN hf Sími 67-90-90 - Síðumúla 21 Atvinnuhúsnæði Leikhópurinn sem tekur þátt í Laxnessveislunni Laxness-veisla í Laufásvegur íbúð og atvinnuhúsnæði Vorum að fá í sölu fallegt og virðulegt steinhús við Laufásveginn. Efri hæð er glæsileg um 155 fm íbúðar- hæð auk 38 fm bílsk. og 40 fm rýmis í kj. Neðri hæð er um 160 fm með góðri lofthæð og er í dag nýtt und- ir læknastofur. Hæðinni fylgir einnig rými í kjallara um 50 fm sem hægt væri að samnýta. Hentar vel sem íbúð og atvinnuhúsnæði eða sem 2 stórar og glæsileg- ar íbúðir. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu eftir páska. 2376 og 5117. 511 Cfl 91570 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJQRI-. J ■ I I Vv'í I 0 / V KRISTINIMSIGURJÓNSSON, HRL. loggilturfasteiG'nasáu 1 Nýjar eignir á söluskrá m.a.: Glæsilegt raðhús við Brekkusel Velbyggt og vel meðfarið á þremur hæðum 238,6 fm með 6-7 svefn- herb. Tvennar svalir. Á jarðhæð (ekki kjallari) má gera litla séríbúð. Góður upphitaður bílskúr með geymslurisi. Eignaskipti möguleg. Einstaklingsíbúð - lyftuhús - útsýni 2ja herb. Iitil íbúð á efstu hæð við Ljósheima. Laus strax. Tilboð óskast. Nýtt glæsilegt einbýlishús Steinhús 157,1 fm við Kársnesbraut, Kópavogi. Allar innr. og tæki af bestu gerð. Stór og góður bílskúr. Mikil og góð langtímalán áhv. Fossvogur - sérþvottahús - bílskúr Á útsýnisstað við Hulduland 5 herb. íbúð á 2. hæð 120 fm. 4 svefn- herb., góðir skápar. Sólsvalir. Endurbætur yfirstandandi utanhúss. Tilboð óskast. Skammt frá Álftamýrarskóla 3ja herb. suðuríbúð á 3. hæð. Sameign í góðu lagi. Útsýnisstaður. Nýleg íbúð f vesturborginni í 10 ára fjölbýlishúsi 3ja herb. á 1. hæð við Meistaravelli. Sólsvalir. Góðir skápar. Nýtt parket. Þvottahús á hæðinni. Góð geymsla í kjall- ara. Hentar m.a. eldra fólki. Glæsileg lóð. Við Ásvallagötu - hentar námsfólki Sólrík 2ja herb. lítil kjallaraibúð. Sérhiti. Samþykkt. Laus strax. í Vogunum - hagkvæm skipti Velbyggt og vel með farið steinhús ein hæð 165 fm auk bílskúrs. 5 svefnherb., 2 stofur m.m. Glæsileg lóð. Eignaskipti möguleg. Glæsileg sérhæð - frábært verð Efri hæð í þríbhúsi við Strandgötu í Hafnarfiröi, 4ra herb. 113 fm nettó. Nýtt eldhús, nýtt bað, nýtt sérþvhús á hæöinni. Allt sér. Gott geymsluris fylgir. Mikið útsýni. Verð aðeins kr. 8,1 millj. Ný íbúð - langtímalán - bílskúr 3ja-4ra herb. íbúð af yfirstærð við Sporhamra. Sérþvhús í íbúðinni. Fullgerð sameign. Suð-vestursv. 40 ára húsnæðislán. kr. 5 millj. • • • Opið í dag og á laugardaginn frá kl.10.00ti! kl. 16.00. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGHASMMi LÁUGAVEGn8^ÍMA^2ÍÍ50 - 21377 Þj óðleikhúsinu Fjölbreytt dagskrá í tilefni af 90 ára afmæli Halldórs Laxness HALLDÓR Laxness verður 90 ára 23. apríl næstkomandi og verður þess minnst með margvíslegum hætti. Þjóðleikhúsið hyggst fagna með veglegum fjögurra daga hátíðahöldum sem bera samheitið Laxness-veisla og verða helguð skáldinu og verkum þess. Þar munu flestir af listamönnum hússins leggja hönd á plóg. Hátíðahöldin hefjast á afmælis- daginn kl. 16.30 með leiklestri á Straumrofi í Leikhúskjallaranum. Að sögn Þórhalls Sigurðssonar leik- stjóra verður ekki um hefðbundinn leiklestur að ræða því leikarar verða í búningum og hreyfa sig um svið- ið. Það eru þau Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Pálmi Gestsson, Egili Olafsson, Baltasar Kormákur, Hall- dóra Björnsdóttir og Bryndís Pét- ursdóttir sem sjá um lesturinn. Rík- isútvarpið mun útvarpa frá þessari sýningu. Um kvöldið, kl. 20.00, hefst tveggja tíma hátíðardagskrá á Stóra sviðinu í umsjón Þórhalls Sig- urðssonar, þar sem flestir leikarar hússins koma við sögu. Leikin verða stutt atriði úr leikritum eða ieik- gerðum af verkum Halldórs, lesið úr skáldsögum og ijóðum auk þess sem söngflokkurinn Blái hatturinn og félagar úr Þjóðleikhúskórnum syngja ljóð eftir Halldór. Húsið verður opnað kl. 19.30 og munu listamenn verða með „uppákomur" úti á tröppum, í anddyri og á göngum áður en dagskráin hefst. Leikhúsgestir geta til að mynda heilsað upp á persónur úr Sjálf- stæðu fólki og Heimsljósi einhvers staðar í húsinu. Föstudaginn 24. apríl kl. 20.00 verður síðan leiklesið á Stóra svið- inu leikritið Prjónastofan Sólin und- ir leikstjóm Þórhildar Þorleifsddtt- ur. Þórhildur sagði í samtaii við blaðið að verkinu væri gefið örlítið svipmót með búningum og útlínum að sviðsetningu. Aðspurð sagðist hún telja Pijónastofuna standast vel tímans tönn. „Hugmyndalega held ég að Halldór sé svo langt á undan að við séum ekki búin að ná honum ennþá. Það er dálítið sérkennilegt hvernig hann gat séð þetta fyrir og þá á ég vicý ýmis smáatriði hér og þar fyrir utan heildarlínuna. Leikhúslega gildir eiginlega það sama, Halldór er mik- ill leikhúsmaður og leggur mikla áherslu á sjónleikinn, að skapa heim sem ekki er til íýrir utan verkið. Þetta er verk sem vert væri að glíma við að sviðsetja." Með aðalhlutverk í Pijónastof- unni fara Helgi Skúlason, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Jóhann Sig- urðarson, Erlingur Gíslason og Guðrún Gísladóttir. Á föstudagskvöldinu verður leik- ritið Strompieikur einnig leiklesið og hefst kl. 20.30 á Smíðaverkstæð- inu. Leikstjórinn, Guðjón P. Peder- sen, sagði í samtali við blaðið að viðfangsefni Halldórs í Strompleik ættu ennþá erindi, þótt þau horfðu öðmvísi við nútímanum en hann hugsaði þau. „Það er ennþá heilmik- ið til í þeim orðum leikritsins að þó heimurinn sé blöff þá séu kjafts- höggin ekta,“ sagði Guðjón og taldi að gaman yrði að vinna leikritið betur. Með helstu hlutverk í Strompleiknum fara Edda Heiðrún Backman, Ingvar Sigurðsson, Kristbjörg Keld og Sigurður Skúla- son. Guðjón Pedersen leikstýrir einnig lestri á smásögunni „Veiðitúr í óbygðum" sem er á dagskrá laugar- daginn 25. apríl kl. 15.30. Að sögn Guðjóns er þar nánast um hefð- bundinn upplestur að ræða. Það eru leikararnir Baldvin Halldórsson, Gunnar Eyjólfsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Halldóra Björns- dóttir, Guðrún Þ. Stephensen og Flosi Ólafsson sem lesa. Um kvöld- ið verða svo Pijónastofan Sólin og Strompleikur aftur á dagskrá. Laxness-veislunni lýkur sunnu- daginn 26. apríl með því að Straum- rof og hátíðardagskráin verða end- urflutt. Á meðan Laxness-veislan stend- ur verður sýning á Leikhúsloftinu á þriðju hæð á ljósmyndum úr upp- setningum á leikritum Laxness auk þess sem spilaður verður upplestur skáldsins úr verkum sínum. Þá verður efnt til Hnallþóruveislu að hætti Kristnihalds undir Jökli í Leikhúskjallaranum. Hugmyndin er að gefa fólki kost á að leggja inn sína Hnallþóru skáldinu til heiðurs. Ennfremur er ráðgert að koma fyr- ir spjaldi í anddyri aðalbyggingar- innar þar sem starfsfólk hússins mun skrifa eftirlætistilvitnanir sín- ar úr verkum Haildórs. Ef plássið leyfir mun leikhúsgestum einnig gefast kostur á að færa inn sínar tilvitnanir. Þannig verður Laxness-veisla Þjóðleikhússins. Grein: Riinar Helgi Vignisson Aðalfundur Sóknar: Tilboð í samning- ana var of rýrt AÐALFUNDUR Starfsmannafélagsins Sóknar var haldinn fimmtudag- inn 9. apríl. Að venju var fundurinn fjölmennur. Að loknum venjuleg- um aðalfundarstörfum voru umræður um stöðuna í kjaramálum. Greindi formaður félagsins, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fundinum frá því að stjórn og samninganefnd félagsins hefðu komist að sameiginlegri niður- stöðu um að tilboð það sem fyrir lá þegar upp úr slitnaði 27. mars sl. hefði verið of rýrt, en halda beri samningaviðræðum áfram. á besta staó í vesturbæ íbúöin, 93 m2, hefur öll veriö endurinnréttuö og er sem ný. Verulegur hluti kaupverös gæti greiðst meö húsbréfum. Upplýsingar hjá eigarida í símum 61 37 21,67 68 96 eöa hjá Húsakaupum í síma 68 28 00 (h.sími 67 80 16). Fundurinn heiðraði sérstaklega fimm eldri félagsmenn, sem gegnt hafa ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið undanfarna áratugi. Tveir þessara félaga hafa um eða yfir 50 ára starfsaldur í Sóknarstörfum. Fundurinn sendi frá sér eftirfar- andi ályktun: „Aðalfundur starfs- mannafélagsins Sóknar haldinn 9. apríl 1992 skorar á aðila vinnumark- aðarins að ganga nú þegar til samningaviðræðna. Allar tafir á samningaviðræðum eru til vansa, skapa óvissu, óöryggi og vaxandi atvinnuleysi. Það er því brýnt að ljúka gerð kjarasamninga hið fyrsta og koma á friði á vinnumarkaðinum. Aðalfundur Sóknar skorar á rík- isstjóm ísiands að endurskoða af- stöðu sína til hins mikla niðurskurðar í velferðarkerfinu sem bitnar harðast á láglaunafólki og þeim sem minnst mega sín. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að líta fyrst í eigin barm og byija niðurskurðinn hjá sjálfri Sér. (Fréttatilkynning) I I I i > i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.