Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 197. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Innbyrðis stjórnmáladeilur Serba Þúsundir stuðningsmanna Saddams Husseins, ein- ræðisherra í írak, flykktust út á göturnar í Amm- an, höfuðborg Jórdaníu, í gær. Göngumenn hrópuðu slagorð til stuðnings Saddam og kröfðust þess að bandamenn í Persaflóastríðinu hættu að halda uppi flugbanni í suðurhéruðum íraks. Sjá einnig frétt á bls. 28. Undirbúa van- traust á Panic Styðja Saddam Hussein Belgrad, London, Tirana, Sarajevo. Reuter, The Daily Telegraph. Stuðningsmenn Slobodans Milosevic, forseta Serbíu, lögðu í gær fram vantrauststillögu á Milan Panic forsætisráðherra á þingi sambandsrík- is Serba og Svartfellinga sem þjóðirnar tvær nefna enn Júgósiavíu. 68 þingmenn úr tveim flokkum sameinuðust um tillöguna, sem kemur tii umræðu eftir tvo daga, en alis eru þingmenn 178. A alþjóðlegri ráðstefnu um frið í Bosníu, sem haldin var í London um helgina, sagði Panic berum orðum að Miiosevic væri búinn að vera og rauk forsetinn þá út í fússi. Viðræður deiluaðila í Bosníu hefjast síðar í vikunni í Genf en stjórnarerindrekar sögðu að flest benti til að þær myndu ganga erfiðlega. Owen lávarður, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bret- lands, hefur tekið við stjórn samn- ingaumleitana af hálfu Evrópu- bandalagsins af Carrington lá- varði og verður nú annar af for- mönnum fundahaldanna í Genf, hinn verður Cyrus Vance, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Owen sagði að ekki mætti búast við skjótum endi á átökunum í Bosníu og þýð- ingarlaust væri að setja ákveðinn tímamörk. Sali Berisha, forseti Albaníu, hvatti í gær Serbíu til að veita hérað- inu Kosovo, sem einkum er byggt Albönum, á ný sjálfstjórnarréttindi sem afnumin voru fyrir tveim árum. Ottast er að senn komi til átaka í héraðinu milli Albana og Serba. Rólegt var í Sarajevo í gær en á sunnudag fórust 16 og 78 slösuð- ust að sögn stjórnvalda þegar sprengju var skotið á markaðs- torg í borginni. Bosníustjórn sagði að hermenn hennar hefðu rofið fjögurra mánaða umsátur Serba um borgina Gorazde þar sem mikill skortur var orðinn á lífnauðsynjum. Sjá emifremur frétt á bls. 29. -------♦ ♦ Frakkland Þýska gagnnjósnaþj ónustan bregst við óeirðunum í austurhéruðunum Sérstök deild til að fylgj- ast með hægriöfgaöflum Bonn. Reuter. ÞÝSKA gagnnjósnaþjónustan, Bundesverfassungschutz, hefur ákveðið að setja á laggirnar sér- staka deild sem mun hafa það eina verkefni að fylgjast með hópum hægriöfgamanna. Skýrði Eckhart Werthebach, yfirmaður gagnnjósnaþjónustunnar, frá þessu í gær en um helgina kom til átaka milli lögreglu og hægri- öfgamanna í fjölmörgum borg- um í austurhluta Þýskalands. „Til þess að sýna fram á hversu alvarlegum augum við lítum þessa hættu, hef ég ákveðið - og fyrir því hafa innanríkisráðherrann og fjár- lagadeild þingsins veitt samþykki sitt - að setja á laggirnar fjölmenna deild sem mun hafa það eina verk- efni undir höndum að takast á við hryðjuverk hægriöfgamanna," sagði Werthebach. Hann skýrði einnig frá því að frá áramótum og þar til óeirðirnar hefðu hafist í Rostock þann 23. ágúst hefði komið til ofbeldisað- gerða af hálfu hægriöfgamanna í 742 tilvikum. Það væri ljóst að margir hægriöfgamenn væru reiðu- búnir að fremja mjög alvarleg of- beldisverk. Ganga mætti út frá því að ofbeldi af þessu tagi myndi auk- ast en Werthebach sagði ekkert benda enn til þess að þau væru skipulögð á samræmdan hátt. Þýska þingið kom saman á skyndifund í gær til að ræða við- brögð við óeirðunum en ekki náðist samstaða um þau. „Erlendir starfs- bræður mínir hafa oftar en einu sinni minnst á viðburði síðustu viku og ég hef sagt þeim að ég skamm- ist mín,“ sagði Klaus Kinkel utan- ríkisráðherra í útvarpsviðtali. Ráða- menn í Brandenborg sögðust óttast að árásum yrði haldið áfram á búð- ir flóttamanna næstu daga. Þrátt fyrir áðurgreind ummæli Wert- hebachs sögðu þeir einnig að örugg- ar vísbendingar væru um að að- gerðunum væri vandlega stjórnað af enn óþekktum aðilum. Sjá nánar bls. 28. Fleiri styðja Maastricht París. Reuter. MAASTRICHT-samkomulagið myndi nú sleppa gegnum þjóðar- atkvæði í Frakklandi ef marka má nýja könnun. 53% styðja nú samkomulagið en sama hlutfall reyndist andsnúið í þremur at- hugunum í síðustu viku. Frönsk stjórnvöld vara lands- menn við og segja að afneitun Maastricht þýði kolsvart efnahags- ástand. Nýja skoðanakönnunin þyk- ir gefa Maastricht-mönnum ástæðu til eilítillar bjartsýni eftir fylgis- hrunið úr meira en 60% síðan í júní. Fátt getur komið í veg fyrir einvígið Sveti Stefan í Svartfjallalandi. Frá Margeiri Péturssyni, VIÐ hótelið þar sem einvígi þeirra Bobby Fischers og Borís Spasskís fer fram í Svart- fjallalandi hefur verið strengdur stór borði með áletruninni „Heimsmeistaraeinvígið í skák“. Undirtitillinn er „Endurtökueinvígi aldarinnar“ og er þannig vísað til einvígis- ins í Reykjavík 1972. Ljóst þykir að fátt geti nú komið í veg fyrir að einvígið fari fram en skipuleggjendur verða þó ekki í rónni fyrr en Fischer er búinn að leika fyrsta leiknum á morgun, miðvikudag. Um 200 blaðamenn eru komnir til Sveti Stefan auk þeirra Milans Panic forsætisráð- herra og Dobrica Cosic forseta. Janos Kubat átti mestan þátt í að koma einvíginu á laggirnar ásamt fjármálamannin- um Jezdimir Vasiljevic. Kubat sagðist í við- fréttaritara Morgunblaðsins. . tali við fréttaritara Morgunblaðsins hafa mest- ar áhyggjur af því að fréttamennirnir gengju of hart fram gegn Fischer á blaðamannafundi í dag, einkum að spurt yrði um einkalíf hans og sambandið við 19 ára gamla stúlku af ungverskum ættum, Zitu, einnig að reynt yrði að tengja einvígishaldið við styijaldarátökin í Bosníu-Herzegóvínu. Stjórnvöld i Bandaríkj- unum hafa gefið í skyn að Fischer verði ef til vill ákærður fyrir að bijóta gegn viðskipta- banni Sameinuðu þjóðanna á Serba. Fischer breytti á síðustu stundu fyrri ákvörðunum um keppnistímann og verður keppt á miðvikudögum, fimmtudögum, laugar- dögum og sunnudögum, skákirnar byija klukkan 15.30 að staðartíma eða 17.30 að íslenskum tíma. Sjá nánar á miðopnu. Reuter Fischer breytti um skoðun Starfsmaður breytir tímaáætlun á skilti við innganginn á mótsstað skákeinvígisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.