Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 23 Örnólfur Thorlacius „Mér er sagt að hlutfall íslensks efnis í bókinni sé ein 40%. Ef litið er á alþjóðlega efnið virð- ist gott jafnvægi milli efnisþátta. Ljóst er að vandað hefur verið til vals á myndum. Þær bæta lesefnið ágætlega upp og frágangur allur er sem fyrr segir til fyrirmyndar. Mikið er um landakort sem öll eru að sjálfsögðu unnin með íslenskum texta. Víða eru líka töflur til glöggvunar.“ mannlegrar þekkingar. Um tvo frægustu fulltrúa þessarar mann- gerðar, Leon Battista Alberti og Leonardo da Vinci, má lesa í ís- lensku alfræðiorðabókinni. Nú eru dagar hins alhliða endurreisnar- manns löngu liðnir. Þekking manna eykst allt of hratt til þess að nokkur geti fylgst með, jafnvel ekki innan þröngrar sérgreinar. Á móti kemur að heimildir eru að- gengilegri en fyrr - í formi bóka, myndefnis, tölvutækrar vitneskju o.fl. í skólunum þokar staðreynda- nám fyrir því að nemendur læra að læra, að leita sér fróðleiks. Áhersla er lögð á að kenna börnum og unglingum að nota heimildarrit og önnur gögn. Hér kemur íslenska alfræði- orðabókin að góðu liði. Hún á er- indi inn á öll skólabókasöfn og heimili þar sem eru börn og ungl- ingar. Mig grunar að valið á íslending- um í bókina beri um of keim af efnisskipan í dönsku fyrirmynd- inni. Ég tek þó strax fram að ég tel engu nafni ofaukið. Að minnsta kosti skipa allir þeir íslendingar sem ég hef lesið um í bókinni sess sinn þar með prýði. Hins vegar er nokkur slagsíða á þegar bornir eru saman listamenn, sem margir eru tíundaðir og gott eitt um það að segja, og ýmsir athafnamenn og afreksmenn á öðrum. sviðum. Jón Reykdal er góður málari en ég sakna nafns Jóhannesar Reyk- dals, sem_ reisti fyrstu rafstöð á íslandi. Ófeigur Björnsson gull- smiður er nefndur en ekki föður- bróðii' hans, Ófeigur J. Ófeigsson, sem trúlega hefur gert merkasta uppgötvun í klínískri læknisfræði af íslendingum á þessari öld, þar sem er aðferð við að kæla bruna- sár. Sigurður Sigurðsson berklayf- irlæknir og síðar landlæknir átti öðrum mönnum meiri þátt í að útrýma berklum sem farsótt af Islandi? Er síður ástæða að geta hans en listmálarans alnafna hans? Aðstandendur íslensku alfræði- orðabókarinnar hafa sagt mér að þeir geri sér grein fyrir þessu. Þeir hafi hins vegar ekki getað dregið útgáfu bókarinnar úr hófi svo sá kostur hafi orðið ofan á að leggja á hilluna hálfunnin gögn um ýmsa Islendinga. Verði þeim annaðhvort bætt inn í nýja útgáfu bókarinnar eða gefinn út viðauki meðal annars með æviágripi merkra íslendinga sem ekki tókst að koma í frumútgáfuna. Hvað sem þessu líður er útkoma fyrstu íslensku alfræðibókarinnar menningarviðburður. í inngangs- orðum vitnar útgefandinn í orð Steindórs Steindórssonar frá Hlöð- um, meðal annars þessar setning- ar: „En það sem mestu skiptir fyrir oss er, að þetta efni er túlkað fyrir oss á íslensku. Erlendar bæk- ur af þessu tagi eru að vísu girni- legar til fróðleiks, en bæði flytja þær oss margt, sem oss skiptir litlu máli, og hinn alþjóðlegi hluti þeirra er á erlendri tungu, sem óhjákvæmilega orkar á skilning vorn og veldur því að oss hættir til að hugsa um og skýrahin fræði- legu atriði á einvers konar hálfís- lensku ... Aldrei fyrr hefur verið til íslensk alfræðiorðabók, og mun slíkt fátítt meðal menningarþjóða. Útkoma slíkrar bókar er því menn- ingarviðburður, einn þáttur af mörgum sem styrkja oss í barátt- unni fyrir menningarlegu sjálf- stæði, samtímis því að vera hand- hægt vinnutæki fyrir þúsundir manna. Því ber að fagna þessu framtaki.“ Ég tek undir þessi orð Stein- dórs. Honum tileinkar Örlygur Hálfdánarson íslensku alfræði- orðabókina og er þeim báðum sómi að því. Mínum aldna kollega árna ég heilla níræðum og þeim Örlygi með bókina, sem og ritstjórum hennar, Dóru Hafsteinsdóttur og Sigríði Harðardóttur, og öðrum sem að verkinu stóðu. Höfundur er skólasljóri Menntaskólans við Hamrahlíð. DRAUMALI EIÐISTORGI 11, SÍMI 628 STORUTS 15-60% ATSLATTUR LATIÐ DRAUMinn RÆ Einstakt tækifæri sem kemur aldrei Sofíð á góðu rúmi Mikið úrval af fataskápum og kommóðum vatnsdýnur, springdýnur, latexdýnur Fyrstir koma...fyrstir fá! Vatnsrum hf Skeifunni 11 a, sími 688466 DRAUMALÍNAN, EIÐISTORGI 11, SÍMI 628211 20-50% AFSLÁTTUR NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ VERSLIÐ ÓDÝRT FJALLAHJÓL DÖMUHJÓL DIAMOND ROCKY 20" 6 gíra með átaksbremsum og álgjörðum verð aðeins frá kr. 13.230, stgr. 12.500. Ármúla 40. Simar 35320 - 688860 l/erslunin AI4R D Fullorðins, verð frá kr. 13.520, stgr. 12.850. 26" og 28", 3 gíra, verð frá kr. 17.360, stgr. 16.490. 24", verð frá kr. 13.520, stgr. 12.850. 20", verð frá kr. 13.040, stgr. 12.390. 26", 21 gíra, verð frá kr. 25.425, stgr 24.150. 24", 18 gira, verð frá kr. 19.920, stgr. 18.925. 20", 6 gíra, verð frá kr. 15.120, stgr. 14.365. 16", fótbremsa, verð frá kr. 10.640, stgr. 10.100. GREIÐSLUKORT OG G R EIÐ S L U S A M NIN G A R - SENDUM I PÓSTKRÖFU VARAHLUTIR OG VIDGERÐIR - VANDIÐ VALIÐ, VERSLID I MARKINU REIÐH JÚLAÚTSALA - STÚRLÆKKAÐ VERÐ M 9208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.