Morgunblaðið - 01.09.1992, Side 31

Morgunblaðið - 01.09.1992, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞHipJUPAGUK 1. SEPTEMJBER, 1^2, : Fischer og Spasskí að tafli í Laugardalshöll 1972. sýnt af sér óheiðariega framkomu þegar hann tók við heimsmeistara- titlinum baráttulaust frá FIDE árið 1975.“ Á milli þeirra Fischers og fjár- málamannsins Vasiljeric hefur tekist náinn vinskapur sem ætti að mati Kubats að tryggja að einvígið fari fram. „Þeir hittust fyrst þann 23. júlí í sumar þegar Vasiljeric tók á móti honum í Búdapest, af því að ekki var hægt að fljúga til Belgrad vegna viðskiptabannsins. Á 400 km leiðinni frá Búdapest fóru þeir að ræða saman og urðu strax vinir. Síð- an hafa þeir hist á hvetjum degi og síðustu dagana hér í Sveti Stefan hafa þeir verið samvistum allt að 6—7 klukkustundir á dag og snæða ávallt kvöldverð saman.“ Um það hvort Fischer hefði undir- búið sig vel sagði Kubat þetta:_„Mað- urinn hefur ótrúlega orku. Ég hef engað séð hafa jafnmikinn áhuga á skák. Hann getur setið við 10—12 klukkustundir á dag og jafnvel allt upp í sextán." Júgóslavneski stór- meistarinn Svetozar Gligoric hefur sagt að Fischer sé reiðubúinn, en ekki eins reiðubúinn og 1972. Zdeska Krnic, alþjóðlegur meistari og aðstoðarritstjóri hins virta tíma- rits Informators, staðfesti í gær að Fischer væri vel inni í málum. „Ég ræddi við hann í nokkra klukkutíma um skák og hann er frábærlega vel heima í þeim upplýsingaritum sem við höfum gefið út. Kenndi Zitu Zita Rajcanji, unnusta Fischers, kom hingað til Sveti Stefan í morgun og settist að í herbúðum Fischers. Hún hafði þá rétt lokið við að sigra á stúlknameistaramóti Ungveija- lands. í dag, 1. september, á hún nítján ára afmæli, en það var ein- mitt 1. september 1972 að Spasskí hringdi um hádegisbilið í Lothar Schmid yfirdómara og gaf 21. einvíg- isskákina. Bobby Fischer var þar með orðinn heimsmeistari. í viðtali við dagblaðið Politika í Belgrad, sem birtist í dag, lýsir Zita því hvernig hún komst í samband við Fischer. „Ég var heilluð af skák- um Bobbys og þegar ég var 16 ára skrifaði ég honum fyrst til Amer- íku.“ Meira'en ári seinna hringdi hann síðan til hennar í Búdapest frá Þýskalandi og afsakaði það hafa ekki hringt fyrr. Það með var sam- band þeirra hafið. Eftir sigurinn á stúlknamotinu í Ungveijalandi á Zita þátttökurétt á heimsmeistaramóti stúlkna í Argentínu í október. Hún hefur 2.110 Elo-skákstig og hefur náð jafntefli við Sofiu Polgar, mið- systurina í hinni frægu Polgarskák- fjölskyldu í Ungveijalandi. „Ég hefði aldrei beðið mann eins og Kasparov að hjálpa mér í skákinni. Hann er svo fráhrindandi. Öðru máli gegnir um Bobby,“ sagði Zita Rajcanji í við- talinu við Politika. Sinfóníuhliómsveit íslands 44. starfsárið hefst með nám- skeiðum fyrir hljóðfæraleikara FERTUGASTA og fjórða starfs- ár Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem nú er að hefjast, byrjar með námskeiðahaldi fyrir hljóðfæra- leikara. I fyrsta Iagi verður nám- skeið sem kallast „The Art of Performing under Pressure". Þar mun norski læknirinn og fiðluleikarjnn Aake Lundberg leiðbeina. I öðru lagi verður, eins og undanfarin ár, samhæfing- arnámskeið strengjasveitar SI. Að þessu sinni er það Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari sem þjálfar sveitina. Afrakstur þessa námskeiðs gefst áheyrend- um kostur á að heyra á tónleikum sem haldnir verða miðvikudaginn 2. september kl. 20 í Selljarnar- neskirkju. Þar mun strengjasveit- in flylja Introduction og AUegro eftir breska tónskáldið Edward Elgar og Divertimento eftir ung- verska tónskáldið Béla Bartók. Á þessu starfsári lýkur Petri Sak- ari starfi sínu sem aðalhljómsveitar- stjori SÍ. en því starfi hefur hann gegnt sl. fjögur ár. Eins og undanfarin tvö ár er áskriftartónleikum hljómsveitarinn- ar skipt í gula, rauða og græna röð. I þeirri gulu er áhersla lögð.á stærri hljómsveitarverk, einnig leika ís- lenskir einleikarar í gulu röðinni. í rauðu röðinni er lögð áhersla á þekkta erlenda einleikara en í þeirri grænu er áherslan lögð á tónlist sem höfðar til allra. Eins og sést við yfirlestur efnisskrár ber þó nokkuð á nöfnum tveggja sinfónískra jöfra, hvor frá sinni öldinni, þ.e. Johannes Brahms frá þeirri 19. og Dmitríj Sjostakovítsj þeirri 20. Fluttar verða tvær af sinfóníum Brahms nr. 3 og nr. 4, Píanókonsert nr. 2 og Haydn- Brahms tilbrigði. Eftir Sjostakovítsj verða leiknar tvær sinfóníur nr. 6 Petri Sakari hefur nú sitt síðasta starfsár sem aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. og nr. 9 og sellókonsert nr. 1. Einn- ig verða fluttar tvær af sinfóníum Beethovens, nr. 5 og nr. 6, og tvær af sinfóníum Tsjækovskíjs, nr. 4 og nr. 5. Ekki má gleyma að minnast á flutning á 5. sinfóníu Mahlers, sem flutt verður 3. desember nk. Orgeltónleikar Orgeltónleikar verða í Selfoss- kirkju öll þriðjudagskvöld í sept- ember og hefjast klukkan 20:30. Tónleikarnir eru um fjörutíu mín- útna langir og er aðgangur ókeyp- is. Flytjendur eru allir innlendir. í kvöld þriðjudaginn 1. september leik- ur Árni Arinbjamarson, 8. september leikur Kjartan Sigutjónsson, 15. september Örn Falkner, 22. septem- Frumflutt verða fjögur ný íslensk verk, eftir þá Árna Egilsson, Hauk Tómasson, Jón Ásgeirsson og Pál P. Pálsson. Af þeim íslensku einleik- urum/söngvurum sem koma fram á tónleikum í vetur eru 8 manns sem hafa ekki áður komið fram með SÍ. í rauðu tónleikaröðinni ber nokk- uð á einleikskonsertum frá tuttug- ustu öld og er þar að finna einleik- ara sem hafa unnið sér sess á al- þjóðavettvangi. Á íslenskum tónlist- ardegi 31. október verða tónleikar sem helgaðir verða dægurtónskáld- um Suðurnesja. M.a. verður á efnis- skrá verkin „Lifun“, sem margir af 68 kynslóðinni muna. Jólatónleikar verða haldnir í Langholtskirkju. Þar verður m.a. á efnisskrá jólakantata eftir Arthur Honegger fyrir einsöngvara, barna- raddir og blandaðan kór. Á tónleik- um 7. janúar verður flutt nýtt verk sem vakið hefur athygli, „The Con- fession of Isobel Gowdie“. Höfundur er ungur Skoti, James McMillan að nafni, og verður hann væntanlega viðstaddur tónleikana. 1. apríi verð- ur flutt „Requiem“ eftir Verdi. Flytjendur ásamt Sinfóníuhljóm- sveit íslands verða fjórir íslenskir einsöngvarar og kór Islensku óper- unnar. í Selfosskirkju ber Guðmundur H. Guðjónsson og 29. september Hörður Áskelsson. A tónleikunum í kvöld verða leiknir tveir Kóralar eftir C. Franck og Fant- asía og fúga í g moll eftir J. S. Bach. í fréttatilkynningu segir að orgel Selfosskirkju hafi verið stækkað um þriðjung og endurhljómstillt fyrir einu ári og verkinu hafi að fullu lok- ið í sumar. Ólafur G. Einarsson Þá má nefna enn eina röksemd sem beitt er gegn því að leggja fyr- ir samræmd próf. Hún er sú að slík próf leiði til óæskilegrar samkeppni. Að mínu mati eru hér enn á ferðinni óraunsæ viðbrögð og að hugarfars- breytingar sé þörf. Það eru ekki samræmdu prófin sem í sjálfu sér leiða til óæskilegrar samkeppni held- ur túlkun fólks og viðbrögð við niður- stöðum þeirra. Allir þeir sem að skólamálum standa þurfa að leggja lóð á vogar- skálarnar. Upplýst umræða um það hvað tiltekin próf mæla og hvað þau mæla ekki svo og hvernig nýta megi niðurstöður þeirra er forsenda þess að þau verði nemendum, kennurum og skólastjórum leiðarljós í skóla- starfinu. Slík umræða er einnig for- senda þess að foreldrar átti sig betur á því hvernig þeir geti best liðsinnt börnum sínum og hvatt þau til dáða. Það kann að hljóma þversagna- kennt að færa rök fyrir því að sam- ræmd próf séu réttlætismál þeirra sem eru lakar settir, tryggi jafnrétti til náms, eða með öðrum orðum, séu hentugt tæki til að jafna aðstöðumun nemenda. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að svo sé. Nemendur eru misjafnlega undirbúnir undir skóla- göngu. Mörg þeirra barna, sem hafa lakara veganesti í upphafí skóla- göngu sinnar, ná því aldrei að jafna þann mun í skólanum. Hlutlægt mat, þar með talin samræmd próf, hlýtur, ef rétt er á haldið, að geta verið kennurum eitt besta tæki sem þeir hafa til þess að grípa inn í náms- feril nemandans honum til aðstoðar ef þörf þykir. Það hlýtur því að vera kappsmál að unnt verði að beita hlut- lægum mælingum oftar á skólaferl- inum og fyrr en í lok grunnskóla. Ég hef hér lagt áherslu á mikil- vægi samræmdra prófa sem hluta af námsmati. Það má þó ekki skilja það svo að ég telji að námsmat í skplum eigi eingöngu- að vera fólgið í samræmdum prófum. í farsælu skólastarfi hlýtur að þurfa að beita hvoru tveggja, hlutlægum mæling- um og sveigjanlegu mati þar sem tillit er tekið til þátta þar sem erfið- ara er að koma við hlutlægum mæl- ingum. Mikilvægt er að námsmatið hafi þroskavænleg áhrif á nemendur. Til þess að svo megi verða reynir ekki síst á hæfni kennara, skólastjóra og annarra sem ráða ferðinni í skóla- málum. Það þarf að ræða við nem- endur um styrkleika þeirra og veik- leika í námi, hvar þeir standa sig vel og hvar illa. Nemandinn þarf að vita um eigin framfarir og hvar hann stendur í samanburði við aðra. Það er enginn greiði gerður með feluleik í þeim efnum. En það er að sjálf- sögðu ekki sama hvernig staðið er að því að koma þeim upplýsingum til skila til nemandans. Nemandinn þarf snemma á skólaferlinum á leið- sögn að halda um það hvernig hann stendur í samanburði við aðra. Það „Ef við viljum teljast gild meðai annarra þjóða tel ég afar mikil- vægt að hugað sé vel að námskröfum og náms- mati í grunn- og fram- haldsskólum. Hlutlægt mat á skólastarfi er ein meginforsenda þess að við verðum samkeppnis- fær á alþjóðavettvangi.“ er of seint fyrir hann að komast að því þegar komið er í háskólanám. Dr. Sigurður Júl. Grétarsson dós- ent í sálarfræði við Háskóla íslands hefur skrifað grein um hlutlægt mat í skólastarfi. Greinin ber yfirskriftina Að vita vissu sína: Kennarastarfið og hlutlægt mat. Mun hún birtast í tímariti Kennaraháskóla íslands 1. árg. 1. tbl. 1992 sem væntanlegt er í nóvember. Dr. Sigurður segir: ....það er hvorki raunhæft né skynsamlegt að hafna öllum saman- burði milli einstaklinga. Það má hreinlega ekki horfa framhjá ein- staklingamun í skólum. Það er ein- mitt hlutverk skólanna að huga að þessum mun og freista þess að koma öllum til þess þroska sem hæfileikar þeirra standa til. Áhugamál eru mis- munandi, þroski er mishraður, hæfi- leikar eru oft bundnir tilteknum svið- um. Nemendur eiga kröfu á því að hugað sé að þessum mun og honum sinnt fremur en að hann sé hunsað- ur. Áherslan á að forðast sjúklegan meting má ekki snúast upp i það að breitt sé yfir allan einstaklinga- mun og látið sem hann sé ekki fyrir hendi.“ Þá bendir dr. Sigurður einn- ig á það að hlutlægt mat sé forsenda þess að fólki sé ekki mismunað. Þannig verði nauðsynlegt að vita hver staða hvers og eins sé svo að taka megi tillit til hennar. Skólar bregðist ekki eins við öllum börnum og eigi ekki að gera það. Hann seg- ir ennfremur: „I skólum eru teknar mjög afdrifaríkar ákvarðanir fyrir börn. Þau eiga rétt á því að þær ákvarðanir séu eins vel grundaðar og kostur er á og þar með að hlut- læg viðmið séu lögð til grundvallar. Ákvörðun sem er óbundin af ytri viðmiðum og styðst einvörðungu við huglægt mat er geðþóttaákvörðun.“ Mótun menntastefnu Stjórnvöld í löndunum í kringum okkur beina nú athygli sinni í vax- andi mæli að menntamálum, inntaki og framkvæmd menntastefnu. Það færist í vöxt að stjórnmálamenn láti þau mál til sín taka. Virðist það ekki síst vera vegna þess að menn átta sig betur á því en áður, nú þeg- ar að kreppir og harðnar á dalnum, að framtíðarmöguleikar þjóðanna hljóta að byggjast að verulegu leyti á frumkvæði og nýsköpun í atvinnu- vegum. Þar hlýtur menntakerfí hvers þjóðfélags að vera undirstaðq og geta ráðið úrslitum. Það er athyglis- vert að umræða um skóiamál í hinum ýmsu löndum einkennast mjög af sömu eða svipuðum áherslum. Mikil áhersla er nú alls staðar lögð á rann- sóknir og þróunarstarf í skólum. Sjálfstæði skóla og fagleg forysta eru ofarlega á baugi og í því sam- bandi aukin áhersla á náms- og gæðamat í skólastarfi svo og upplýs- ingar um það starf sem fram fer í skólum. Ég hef eins og kunnugt er skipað nefnd um mótun menntastefnu og mun fyrstu tillagna frá henni að vænta á næstu vikum. í nefndinni er fjallað bæði um grunn- og fram- haldsskólastig. Þar eru tekin til umfjöllunar helstu skólapólitísk efni sem þykja skipta sköpum í skólamál- um víða um heim. Það hlýtur að vera afar mikiívægt að tekið sé mið af fræðilegri þekkingu á skólastarfi við menntastefnu hverrar þjóðar. Þær þjóðir sem nú skipa sér í fremstu röð í mennta- og vísindamálum hafa í auknum mæli tekið mið af fræði- Iegri þekkingu í menntastefnu sinni og lagt aukna áherslu á gæðamat, rannsóknir og þróunarstarf. Nægir hér að nefna Holland sem trúlega má telja að hafi tekið forystu í þeim efnum í Evrópu. Umbætur í skólamálum taka óumflýjanlega langan tíma, en margt bendir til þess að íslenska skólakerfið standi á krossgötum þannig að endurskoðun sé brýn. Það kemur m.a. fram í könnun sem menntamálaráðuneytið lét gera á námsferli nemenda í framhaldsskól- um. Var könnunin unnin af Félags- vísindastofnun. Mun nánar verða gerð grein fyrir niðurstöðum hennar á öðrum vettvangi, en þær eru um margt athyglisverðar. Þar kemur m.a. fram að munur á námsárangri eftir skólum er vel merkjanlegur. Er þar ekki fyrst og fremst um að ræða að árangur skóla eftir umdæm- um sé misjafn heldur er árangur skóla innan hvers umdæmis misjafn. Lokaorð Ég hef hér drepið á þann þátt skólastarfs, sem töluvert hefur verið til umræðu undanfarið bæði hér á landi og erlendis en það eru próf. Hef ég þar einkum fjallað um sam- ræmd próf, en ég hef ákveðið að þau verði aftur fjögur, þ.e. í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku. Ef við viljum teljast gild meðal annarra þjóða tel ég afar mikilvægt að hugað sé vel að námskröfum og námsmati í grunn- og framhalds- skólum. Hlutlægt mat á skólastarfi er ein meginforsenda þess að við verðum samkeppnisfær á alþjóða- vettvangi. Höfundur er menntamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.